Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 62

Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 + Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks: Enginn hefur neitað að greiða fyrir af- not af kvóta þegar búið er að hagræða „Út í loftið að Fiskiðjan hafi notað fé úr opinberum sjóðum til kvótakaupa“ rs c „ENGINN í sjávarútveginum hef- ur néitað að'greiða fyrir afnot af aflakvóta þegar búið verður að hagræða í greininni og menn fara ekki að negla niður gengið til lengdar og verðbólgan fer ekki upp úr öllu valdi,“ segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. í sam- tali við Morgunblaðið. „Það verð- ur aldrei hægt að krefjast neins afgjalds af kvóta fyrr en fyrirtæk- in eru búin að hagrræða og það er eina vitið að negla kvótakerfið niður til langframa. Meira að segja veiðileyfasérfræðingarnir hafa talið það skynsamlegast til að ná hagræðingu." Skúii Alexandersson, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagði fyrir skömmu í utandagskrárumræðu á Álþingi um úthlutun á aflakvóta til smábáta frá næstu áramótum að Fiskiðja Sauðárkróks hefði fengið 68 milljónir úr Atvinnutrygginga- sjóði og sérstakt 45 milljóna króna hagræðingarlán. Skúli visaði þar til ummæla Brynjars B. Péturssonar í Grindavík á fundi smábátaeigenda á Reykjanesi, sem haldinn var í Keflavík fyrir skömmu, um að Fisk- iðjan hefði keypt smábátinn Auð- humlu KE af útibúi íslandsbanka í Keflavík fyrir 12 milljónir en Brynj- ar hefði boðið 10 milljóna stað- greiðslu fyrir bátinn. „Það er alveg út í loftið að við höfum notað peninga úr opinberum sjóðum til að kaupa aflakvóta," seg- ir Einar Svansson. „Ég hef það ekki hvað menn hafa fengið í skuldbreyt- ingarlán úr Atvinnutryggingasjóði en við höfum fengið 5 milljónir til hlutafjárkaupa. Hagræðingarlánið hefur ekki komið neitt nálægt Fisk- iðjunni. Um er að ræða hlutafjár- aukningu í Skagfirðingi hf., sem er útgerðarfyrirtæki. Það eru ekki pen- ingar, sem hafa komið hér inn í Fisk- iðjuna og þessar milljónir í skuld- breytingu er bara skuldbreyting, þár sem menn greiða eitt lán með öðru,“ segir Einar. Fyrirtæki sameinuð „Fyrirtæki hér voru endurskipu- lögð og sameinuð og það voru aðal- TC*_______I_________________________ Hegranes SK, einn af togurum Skagfirðings hf. lega hluthafar í Skagfirðingi hf., sem fengu lán en ekki við. Skagfirðingur hf. tengist ekki Fiskiðjunni nema að því leyti til að hún er hluthafi í Skagfirðingi. Það er búið lána 4,8 milljarða úr Atvinnutryggingasjóði. Við höfum ekki fengið nema lítið brot af því og höfum alltaf staðið í skilum með öll lán í meira en 30 ára sögu Fiskiðjunnar. Fyrst að menn eru að tala um hagræðingarlán, þá er þó að verða hagræðing hér, sem ekki er annars staðar. Hér voru 4 fyrirtæki fyrir þrem árum en nú stefnir allt í að hér í Skagafirði verði tvö fyrirtæki til framtíðar. Menn tóku útgerðina og endurskipulögðu hana og hlut- hafamir, m.a. bæjarfélagið, fengu lán til að hlutafjáraukningar í henni en þeir peningar eru greiddir til baka. Við þekkjum enga styrki hér í Skagafirðinum. Það eru aðrir stað- ir hér í kring, sem hafa lent í því. Megnið af því, sem menn fengu til hlutafjáraukningar í Skagfirðingi var fengið að láni á síðasta ári, þann- ig að menn eru að draga saman lán, sem 2-3 fyrirtæki hér í Skagafirðin- um hafa fengið á síðustu þrem árum. Peningarnir, sem komu út úr þessum1 skuldbreytingum, fóru náttúrulega beint til þeirra, sem áttu skuldirnar og við sáum þá peninga aldrei. Það eru kannski 1-2 ár síðan, þannig að það getur náttúrulega á engan hátt tengst kvótakaupum á þessu ári.“ Einar segir að þegar menn hafi keypt aflakvóta á þessu ári hafi þeir tekið peningana að láni í við- skipabönkum sínum og út úr rekstri fyrirtækjanna. „Menn hafa ekki not- að þá peninga til kvótakaupa, sem þeir notuðu í skuidbreytingar. Það er það langt um liðið síðan menn fengu þessar skuldbreytingar og menn bíða ekki með peningana inni á bankabók í tvö ár til að kaupa aflakvóta," segir Einar. Fiskiðjan alltaf haft góða eiginfjárstöðu Hann fullyrðir að Fiskiðjan hafi alltaf verið með góða eiginfjárstöðu og sé núna með eigið fé upp á 200 milljónir, eða rúmlega 30% og vænt- anlega verði það meira í árslok. „Fiskiðjan á um helming í Skagfirð- ingi hf. og Sauðárkróksbær um 25%. Fiskiðjan er með þrjá togara í Skag- firðingi hf., Hegranes SK, Skafta SK og Skagfirðing SK. Við erum búnir að sameina allt skrifstofuhald og stjórnun og ég er framkvæmda- stjóri bæði Fiskiðjunnar hf. og Skag- firðings hf.,“ segir Einar. Hann seg- ir að velta þessara fyrirtækja sé um einn milljarður á þessu ári og verði væntanlega 1,3-1,4 milljarðar á næsta ári. Einar segir að togarar Skagfirð- ings hf. séu allir ísfisktogarar. „Við höfum aldrei viljað vera með frysti- hús úti á sjó, þar sem við erum með nóg af þeim í landi. Fiskiðjan ér með stórt hús á Sauðárkróki, svo og frystihúsið á Hofsósi, þannig að vinnsíugetan er nóg,“ segir Einar. Hann upplýsir að aflakvóti Skafta SK, Hegraness SK og Skagfirðings SK sé samtals 6.500 tonn í þorsk- ígildum. „Fiskiðjan, sem fyrirtæki, hefur aukið sitt hráefni á síðustu árum, vegna sameiningar fyrirtækj- anna, svo og höfum við aukið veiði- heimildir okkar með því að kaupa bæði skip og kvóta. Við vorum til dæmis með 3.100 tonna kvóta árið 1988 en erum með 6.000 tonna kvóta á þessu ári og verðum væntan- lega með um 8.000 tonna kvóta á næsta ári. Þetta er reglulega mikil hagræð- ing og fyrirtækið verðúr alveg ör- ugglega mjög sterkt ef okkur tekst að stjórna því sæmilega. Smábáta- kvóti er hins vegar einungis lítill hluti af þeim aflakvóta, sem við höfum keypt á þessu ári. Við keypt- um til dæmis Sandgerðing frá Sand- gerði á þessu ári en hann var með 600-700 tonna kvóta. Sandgerðing- ur er á línu hérna og heitir núna Ólafur Þorsteinsson. Það má segja að allar trillurnar, sem við höfum Léttir - mjúkir - sveigjanlegir Nú fást þessir vinsælu dönsku vinnuklossar einnig með sveigjanlegum sóla. Nýju gá-let fótlaga klossarnir eru enn mýkri, léttari og þægilegri. Gá-let þola, bensín, sýrur o.fl. Verða ekki hálir. Komdu og prófaðu gá-let, finndu muninn. RV býður einnig uppá hvít og græn vinnustígvél með grófum sóla sem ekki verður h'áll. Spáðu í verðið - líttu á gæðin. Lever-Otarés *jU#aAaA' Kreditkorta- þjónusta Réttarhálsi 2-110 R.vík - Símar: 31956-685554 - Fax: 687116 Pennavinir Sextán ára sænsk stúlka með áhuga á íslenskum hestum og tón- list: Helena Ohmark, Box 59, 91100 Vannas, Sweden. Þrettán ára katalónskur piltur vill eignast pennavini eða -vinkonur á sínum aldri: Enric Casanovas I Vila, C/Maximi Fornes 24, 08191 Rubi, Barcelona, Spain. Eistneskur hagfræðistúdent, 21 árs, með áhuga á tónlist, útivist, ferðalögum, tölvum o.fl.: Toivo Kuver, Laane 203014, Estonia. 50. leikvika -15. des. 1990 Röðin : XX2-12X-221 -1XX HVER VANN ? 1.422.844- kr. 12 réttir: O röö kom fram og fær hún : O-kr. 11 réttir: 2 raöir komu fram og fær hver: 124.817-kr. 10 réttir: 44 raöir komu fram og fær hver: 5.673-kr. Þrefaldur pottur - næst! keypt, séu gerðar út, þannig að við erum ekki búnir að taka neinn kvóta af þeim. Við keyptum smábátinn Auðhumlu frá Keflavík af íslands- banka fyrir 12 milljónir og sá bátur er á línuveiðum." Keyptum Auðhumlu KE fyrir 12 milljónir staðgreitt Einar segir að Brynjar B. Péturs- son í Grindavík tali um að hann hafi boðið 10 milljónir staðgreitt í Auðhumlu KE og að Fiskiðjan hafi yfirboðið hann. „Hins vegar var búið að bjóða upp undir 12 milljónir í bátinn þegar við buðum í hann. Við hefðum aldrei farið að bjóða 12 millj- ónir ef næsta boð fyrir neðan hefði verið 10 milljónir. Við keyptum Auð- humlu fýrir 12 milljónir staðgreitt, sem var mjög temmilegt verð,“ full- yrðir Einar. „Það kaupir enginn skip án þess að yfirbjóða einhvern. Það hafa allt að 30 aðilar boðið í skip, sem verið hafa til sölu. Ég held hins vegar að við höfum ekki keypt nein skip á uppsprengdu verði hingað til. Þeir, sem standa yfirleitt sterkast að vígi í kvótakaupum, eru þeir sem eru bæði með veiðar og vinnslu, eins og frystitogararnir og við, sem erum með báðar hliðar. Kvótakaupin skapa viðbótarfram- lag bæði í veiðum og vinnslu. Síðustu krónurnar, sem koma inn í svona fyrirtæki þegar búið er að borga allan fastan kostnað, eru yfirleitt það mikilvægar. Yfirleitt kemur bara hreinn hagnaður út úr viðbótarkvót- anum ef menn geta nýtt hann bæði á sjó og landi, eins og við gerum. Við getum þá borgað meira, því við fáum hreinlega meira út úr þessu á hverju ári. Maður sem á smábát, eða sá sem er eingöngu með vinnslu eins og Skúli Alexandersson, á náttúru- lega í meiri erfiðleikum með að greiða niður fjárfestinguna af því að hún skilar minnu en hjá okkur á liveiju ári. Aflakvótakaup eru mjög hag- kvæm fjárfesting þegar menn eru með fjárfestinguna klára, bæði skip og vinnslu, og þurfa ekki að bæta neinu við, eins og í okkar tilfelli. Þeir, sem standa á bak við okkur, t.d. okkar viðskiptabanki, Búnaðar- bankinn, myndu ekki styðja okkur í þessum kvótakaupum, nema þeir teldu þau vera skynsamleg. Það er hins vegar útilokað að menn geti keypt viðbótarkvóta eingöngu með lánum. Við fórum út í það að fá aukið hlutafé inn í fyrirtækið og taka alla peninga út ur rekstri, sem við gátum. Þessi kvótakaup hafa gengið hjá okkur með öllum þessum leiðum samanlagt,“ segir Einar. Bandarískur frímerkja- og póst- kortasafnari: Henry Atten, Apartment 3A, 801 North Riverside Drive, Pompano Beach, Florida 33062-3901, U.S.A. Fimmtán ára franskur piltur með áhuga á íþróttum o.fl.: Frederik Kowalczyk, 21 Rue du Marche, 78110 Le Vesinet," France. Nítján ára norsk stúlka með margvísleg áhugamál: Reidun Kveen, Heggeriset, 2440 Engerdal, Norway. Frá Póllandi skrifar 28 ára karl- maður með áhuga á ferðalögum, útivist og landafræði. Hann hefur verið í pólsk-íslenska félaginu í Varsjá í sex ár: Henryk Zelaskiewiez, 50953 Wroclaw 46, Skrytka Poczt., Box 1825, Poland. Frá Ghana skrifar 26 ára karl- maður með áhuga á ferðalögum og tónlist: Peter Lartevi, c/o Samuel Adarkwah, P & T. Corporation, Te- legraph office, Koforidua E/R, Ghana. ■+

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.