Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 73

Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 73 Hreppsfundur í Reykholtsdalshreppi: Áhugi á að kaupa plastverksmiðju Kleppjárnsreykjum. FJÓRÐA desember var haldinn almennur hreppsfundur í Reyk- holtsdalshreppi á Logalandi. Fundurinn var vel sóttur og kom í ljós áhugi hreppsbúa á málefnum hreppsins. Aðalmál fundarins var framtíð Reykholtsskóla, merkjamál á Arnarvatnsheiði og kynnt var niðurstaða á arðsemisathugun á kaupum á plastverksmiðju. í upphafí gerði. oddviti, Þórir Jónsson, nokkra grein fyrir stöðu mála eins og þau eru í dag. Aðal- verkefni hreppsnefndarinnar er vegna nýrra reglna um skiptingu verka milli ríkis og sveitafélaga. Einnig hefur miklum tíma verið varið í að finna lausn á skiptingu Andarkílsárvirkjunar á milli hreppa, en 1992 eru fimmtíu ár liðin frá stofnun Andakílsárvirkj- unar og í stofnsamningi var gert ráð fyrir því að ekki skyldi borgað- ur arður af virkjuninni fyrstu fimmtíu árin. En nú hafa komið upp hugmyndir um stofnun orku- bús Borgarfjarðar og gæti það lagað rekstrarstöðu hitaveitu Akr- aness og Borgarness sem er slæm, en ekki eru_ allir sáttir við þessa hugmynd. Árið 1987 samþykkti atvinnumalanefnd tillögu þess efn- is að athuga hvort ekki væri grundvöllur fyrir byggingu þjón- ustumiðstöðvar sem mundi hýsa hreppskrifstofur, dagheimili, póst- hús, banka, heilsugæslustöð, apó- tek, verslun og þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk og í tengslum við þessa þjónustumiðstöð mundi vera rekið tjaldstæði sem er mikil þörf fyrir, en ekki hafa heilsugæslan og Póstur og sími getað gert það upp við sig ennþá hvort þeir vilja vera með í þessari byggingu. Það er mjög brýnt að fara að taka ákvarðanir í þessu máli sagði odd- vitinn. Mikil óvissa er um framtíð Hér- aðsskólans í Reykholti, til greina hefur komið að loka skólanum næsta vetur, er það mjög alvarlegt mál þar sem um fjörutíu aðilar hafa beint eða óbeint atvinnu við skólann og útsvarstekjur hrepps- ins eru um þriðjungur frá þessum aðilum. Nokkrar hugmyndir hafa komið upp um framtíð hans á síð- ustu misserum, eins og að gera skólann að menntaskóla með húm- anískar greinar og geta þá útskrif- að stúdenta, hótelskóla, fjölbraut- askóla í samvinnu við Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Skóli fyrir norræn fræði í tengslum við hina nýju Snorrastofu sem er að rísa í Reykholti. Og síðast en ekki síst hefur verið skipuð nefnd til að kanna möguleika á að flytja Fé- lagsmálaskóla alþýðu að Reyk- holti. Atvinnumálanefnd hefur verið að gera arðsemisathuganir á kaupum á plastverksmiðju Sjálfs- bjargarí samvinnu við iðnráðgjafa Vesturlands. Hafa niðurstöðuat- huganir verið það jákvæðar að áfram verður unnið að máli þessu, aðal framleiðslan mundi vera dósir undir matvæli. í dag eru allar dósir undir smjör og skyr fluttar inn og gæti þetta framtak verið liður í atvinnusköpun og gjaldeyr- isspamaði. Nokkuð var fjallað um umhverfismál og hugmynd þess efnis að koma á fót vinnuskóla fyrir unglinga að vori komandi, vinnuskóli þessi hafi það verkefni að fegra umhverfið og með að aðstoða bændur og aðra sem ekki hafa mannafla heima til að sinna þessum umhverfisverkefnum. í lok fundarins lýstu fundar- menn yfir einróma ánægju þess efnis að bæði Snorrastofa og ný Reykholtskirkja væru komnar undir þak. - Bernhard NYJASTA ENSKA ORÐABOKIN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg. Kynningarverð til áramóta kr. 1.600. ORÐABOKAUTGAFAN É ■ . ■. im

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.