Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
75 “
Díana Asmunds-
dóttir - Minning
Fædd 10. október 1942
Dáin 4. desember 1990
Þegar ég kem næst til Ytri-
Múla og horfi á fífubreiður bærast
í golunni og óðinshana kinka kolli
í flæðarmálinu finnst mér Díana
vera að taka á móti mér þótt hún
standi ekki lengur í dyrunum á
bænum sínum eins og hún var vön
að gera þegar gest bar að garði.
Því þannig er það að þeir, sem
gefa mikið frá sér í lifanda lífi,
skilja mikið eftir þegar þeir kveðja.
Húsfreyjan á Ytri-Múla miðlaði
ríkulega af bjartsýni sinni, glað-
værð og góðvild og þess vegna
finnst okkur, sem þekktum hana,
að við getum enn skynjað návist
hennar.
Díana Ásmundsdóttir fæddist á
Vopnafirði, dóttir hjónanna Ás-
mundar Jakobssonar skipstjóra og
Pálu Margrétar Sigurðardóttur.
Pála lifir dóttur sína en Ásmundur
lést árið 1974. Þau Pála og Ás-
mundur hófu búskap sinn á
Vopnafírði, þaðan sem Pála var
ættuð. Ásmundur var aftur á móti
alinn upp á Norðfirði, Austfírðing-
ur í móðurætt en Vatnsnesingur
í föðurætt.
fjaran, iðandi af lífi, og grænar
hlíðar urðu leikvöllur Díönu og
Inga bróður hennar, hvort sem var
heima á Vopnafirði eða hjá föður-
foreldrunum á Strönd á Norðfirði,
Jakobi Jakobssyni og Sólveigu
Ásmundsdóttur. Díana var vel lát-
in af öllum, kát og íjörug, fljót
til, hugmyndarík og kjarkmikil.
Hún var líka afar handlagin og
afkastamikil. Um stundarsakir
létti hún undir með ömmu sinni á
Strönd og sagðist Sólveig aldrei
hafa haft betri vinnukonu.
Díana var unglingur þegar hún
fluttist til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum og bróður og gekk
í gagnfræðaskólann við Hring-
braut. Og í nýjum hópi félaga var
hún hrókur alls fagnaðar og skóla-
systur hennar dáðust að myndar-
skap hennar. En dvöl hennar í
Reykjavík var ekki löng. á átjánda
árinu kynntist hún ungum Barð-
strendingi, Einari Sigurbrands-
syni. Þau gengu í Jijónaband og
settust að á Ytri-Mula, örskammt
frá heimslóðum Einars. Börnin
komu hvert af öðru. Elst er Ása
Gréta, búsett í Reykjavik, hún á
tvær dætur, Berglindi og Lilju.
Maður hennar er Sveinn Arnar
Nikulásson. Næst er Ólafía Sig-
rún. Hún á tvö börn, Díönu Mar-
gréti og Einar Jón. Maður hennar
er Axel Jónsson og þau eru búsett
á Norðfirði. Þá er Hjálmar sem
líka býr á Norðfirði. Kona hans
er Unnur Elínborg Hálfdanardótt-
ir. Næstyngstur er Jakob sem
ennþá er heimilisfastur á Ytri-
Múla þótt hann vinni stundum
annars staðar og yngst Auðbjörg
Jóhanna, ellefu ára.
Á Ytri-Múla festi Díana rætur
og Barðaströnd varð varð sveitin
hennar. Aldrei heyrði ég hana tala
um að henni hefði þótt erfitt að
flytjast aftur í nýtt byggðarlag,
reyndar minnist ég þess ekki að
hún hafi nokkru sinni talað um
erfiðleika, ekki einu sinni þegar
heilsan fór að gefa sig. Og ekki
var annað að heyra en hún væri
ókvíðin þegar hún skýrði frá því
fyrir nokkrum vikum að hún yrði
að gangast undir aðgerð vegna
kransæðaþrenginga. Henni var
einstaklega lagið að sjá björtu hlið-
arnar á tilverunni. Hún eignaðist
tryggan lífsförunaut, mannvænleg
börn og góða vini, bæði skylda og
vandalausa. Það hefði aldrei
hvarflað að henni að telja auð sinn
í krónum eða leggja hamingju sína
á mælikvarða neysluþjóðfélagsins.
Hún var náttúrubarn, þreyttist
aldrei á að dást að fegurðinni í
kringum sig og velta fyrir sér
margbreytileika hennar. Þau Ein-
ar voru samhent um að búa að
sínu, lifa á því sem land og sjór
gefur af sér, hvort sem það er
kind eða hvalur, og án þess þó að
ganga of nærri auðlindinni. Þau
voru í órafjarlægð frá þeim borg-
arbörnum hérlendum og erlendum
sem eru fyrir löngu búin að gleyma
því að kjöt á plastbökkum í kæli-
borðum undir flúrljósum stór-
markaðanna er af skepnu.
Sveitavinnan átti vel við Díönu
en reyndar er erfitt að ímynda sér
nokkurt starf sem henni hefði ekki
farist vel úr hendi. Og í sveitinni
kom sér vel hversu fjölhæf hún
var. Heimiiið var stórt og gesta-
gangur mikill og ómetanlegt að
húsmóðirin gæti gert mikið úr
litlu. Fötin sem hún saumaði á
börnin sín eða gaf, jafnvel alla
leið til lítillar frænku í Ameríku,
voru eins og út úr tískubúð. Og
þegar hana langaði til að eignast
upphlut gerði hún sér lítið fyrir
og saumaði hann sjálf. Þegar böm-
in komust á legg fór Díana að
vinna utan heimilis til þess að
drýgja enn tekjur þess. Fyrst vann
hún á pijónastofu sem um hríð
var rekin í næsta þéttbýliskjarna
við heimili hennar. „Jæja, og hvað
gerirðu þar?“ spurði ég þegar hún
sagði mér tíðindin. „Sauma renni-
lásana í peysurnar,“ svaraði hún.
Sjálfri fannst mér óvinnandi verk
að festa rennilása svo vel færi í
lopapeysu sem rynni í allar áttir
rétt eins og upprunalegur eigandi
ullarinnar. En Díana hló, það
fannst henni ekki mikið. Síðar tók
hún að sér annað starf utan heimil-
isins óg þar þótti mér hún hafa
færst jafnvel enn meira i fang en
í fyrra skiptið. Hún hafði gerst
matráðskona í barnaskólanum.
„Ætlarðu virkilega að fara að elda
ofaní matvanda krakka sem þú
. átt ekki einu sinni sjálf?“ spurði
ég. Og aftur hló Díana sínum glað-
væra og góðlátlega hlátri. Trúlega
hefur ekkert barn ýtt frá sér diski
sem Díana skammtaði á. í fyrsta
lagi var hún afbragðs matreiðslu-
kona hvort sem kúnstin var að
hætti formæðra hennar eða upp á
nútíma vísu. Og í öðru lagi vafði
hún allt hlýju og umhyggjusemi
en var þó föst fyrir og ákveðin.
Frístundir Díönu voru ekki
margar en hún notaði þær vel.
Hún hafði yndi af að vinna í hönd-
unum og var alltaf til í að reyna
einhveijar nýjungar og alveg frá
barnæsku var hún hinn mesti
lestrarhestur. Það vafðist ekki fyr-
ir henni að mynda sér skoðanir
og hún var ófeimin við að láta þær
í Ijós en hún var ævinlega málefna-
leg og aldrei heyrði ég hana hall-
mæla nokkrum manni. Þótt hún
hefði í mörgu að snúast var hún
aldrei í neinu ímynduðu kapp-
hlaupi við klukkuna. Hvernig sem
á stóð gaf hún sér tíma til að
spjalla við fólk. Ógleymanlegar eru
stundirnar í eldhúsinu hennar,
ógleymanlegt að hafa notið þess
með henni að hlusta á kliðinn sem
barst inn um gluggann og horfa
út um hann, renna augum yfír tún
og fjöru, sjó og eyjar og staðnæm-
ast ekki fyrr en á Snæfellsjökli.
Svona var það í sumar þegar lítil
frænka hennar kom vestur á
Barðaströnd í fyrsta skipti með
afa og ömmu. Eins og ævinlega
höfðum við með okkur bók til þess
að lesa á kvöldin og ungu frænk-
urnar, Jóhanna og Auðbjörg, hlu-
stuðu af athygli. Fyrir valinu hafði
orðið gömul norsk barnabók, „Ein-
mana á verði“, um unglingsstúlku
sem tekur að sér að vera skógar-
vörður fyrir föður sinn.
Nú verður Auðbjörg að vera á
verðinum líkt og unga stúlkan í
bókinni. Ekki fyrir föður sinn held-
ur með honum og einmana verða
þau ekki. Þau hafa Jakob hjá sér
og stundum koma hin systkinin í
heimsókn með börnin sín. Og
næsta vor heilsar óðinshaninn aft-
ur í flæðarmálinu og túnið hennar
Díönu grænkar.
Margrét E. Jónsdóttir
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Með þessum orðum viljum við,
fyrir hönd gamla bekkjarins okkar
í grunnskóla Barðastrandar, kveðja
Díönu og þakka henni samveruna.
Fjölskyldu Díönu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Sigrún, Gulla og Laufey.
Bakhúsið
Hskuvöruverslun
Blómahöllin
blöm og gjalavörur
Bræiraborg
söluturn
BúnaBarbanki ísiands
Byigjan
hórgreiöslustofa og snyrtivöruverslun
Doja
Hskuverslun
Filmon
Ijósmyndavörur og framköllun
Gleraugnaverslun
Benedikts
Hans og Gréta
bamafataverslun
Yerslunin Inga
Hsku-, vefnoftar- og gjofavara
íslandsbanki
Klukkan
úr, klukkur og skartgripir
Kópavogs Apótek
Mamma Rósa
veiHngastaður
verslana- og þjónustumiðstöð
í hjarta Kópavogs
TAKTUÞATT
í LEITINNIAD JÓLA-BOMBUNNI!
Við „feluma þrjár 5.000 kr. jóla-bombur
í jafn mörgum verslunum í
Hamraborginni hvern laugardag
í desember.
Gerðu jólainnkaupin spennandi.
Komdu í Hamraborgina og ef til vill
verður heppnin með þér.
Opið alla laugardaga
Þú færð allt til jólahaldsins
í Hamraborginni, Kópovogi
JÓIASVBNNINN VtKDURÁ SVÆDINUI
=1
NÆG ÓKEYPIS BÍLASTÆDI!
mw&m
HAMRAB0RG
rr
Allt ó einum stað"
Mólý
hannyrftaverslun
Nóatún
nýtenduvöruverslun
Óli Prik
skyndibitastaftur
Ratvís
ferftaskrífstofa
Sevilla
rakarastofo
Skóverslun Kópavogs
Sólarland
sölboftsstofa
Sportbúð Kópavogs
Sveinn Bakari
Telefaxbúðin
Tónborg
hljömplötur og gjofovörur
Veda
bökavertlun
VídeómarkaÓurinn
vtmtm
VIS
Vótryggingofölag Islands