Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 76
76
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
í BLÓMINU
FÆRÐU
JÓLA-
SKRAUTÍ
ANDA
ÖMMUOG
AFA
Nú eins og í fyrra getur
þú fengið jólavörur eins
og amma og afi keyptu
þegar þau voru ung.
Hjá okkur getur þú valið
úr miklu úrvali af fallegu
og vönduðu jólaskrauti,
jólagjafakortum og
j ólagj afapakkningum.
Dúkkulísur frá 1920.
Nr: 8120
Litur:Svart
Stærðir: 3-7 1/2
Verð: 5.990 kr.
UWlKlll
Laugavegi95 » Sími:624590
Komdu í Blómið og'"
kynntu þér úrvalið.
Amma og afi koma
örugglega.
Opið til kl. 21 öll kvöld
Skreytingar við öll
tækifæri.
VISA, EURO, SAMKORT OG
DINERS.
BLÓMIÐ
HAFNARSTRÆTI 15
SÍMI 21330
Minning:
Guðmundur Guð-
mundsson vélsljóri
Fæddur 12. apríl 1916
Dáinn 29. nóvember 1990
Einhverntíma fyrir tíu eða
fimmtán árum sagði prófessor við
Háskóla Islands mér sögu til marks
um það hve íslensk menning hefði
fram á okkar daga verið mikil sam-
eign allrar þjóðarinnar, en ekki eign
fárra útváldra af hærri stéttum, svo
sem tíðkaðist mjög í öðrum löndum.
Hann hafði verið á ferð um ísland
með nokkrum erlendum mennta-
mönnum og á veitingastað einum
úti á landsbyggðinni tóku þeir sér-
staklega eftir tveimur sjómönnum
sem stóðu við skenkiborðið og voru
að rífast um eitthvað, orðnir nokkuð
háværir. Um hvað eru þeir að rífast?
spurðu erlendu menntamennirnir.
Þeir eru að metast um fæðingarár
eins af helstu ljóðskáldum þjóðar-
innar, sagði íslenski prófessorinn.
Það kom furðusvipur á útlending-
ana.
Guðmundur Guðmundsson vél-
stjóri, sem fyrir skemmstu er horf-
inn okkur sjónum, var dæmi um
það fyrirbæri sem að framan er
nefnt, það sem erlendir mennta-
menn hafa undrast hvað mest, al-
þýðumanninn sem les bókmenntir,
en ekki aðeins þær lágmenning-
arbækur sem ætlaðar eru fjöldan-
um.
Eg kynntist Guðmundi nokkrum
árum eftir lok heimsstyijaldarinnar
síðari. Hann og Steinn Steinarr
skáld voru þá orðnirgóðri kunningj-
ar og ég furðaði mig í fyrstu á
þessum kynnum skáldsins og vél-
stjórans, því Steinn var ekki allra,
Qarri því, en ég hætti að undrast,
þegar ég varð þess áskynja, að vél-
stjórinn vestan af fjörðum kunni
heil ósköp af ljóðum og var vel les-
inn í bókmenntum.
Við kölluðum hann ljóðasjóð eða
Ijóðmselasjóð okkar á milli, en hann
hefur sjálfur gert grein fyrir því í
blaðaviðtali hvernig það viðurnefni
var til komið, Steinn Steinarr hafi
eitt sinn sagt': Þú ert svo mikili
Ijóðasjór, Guðmundur, en Karl Is-
feld misheyrt þetta og úr orðið heit-
ið ljóðasjóður. Steinn var höfuðsnill-
ingur skálda í augum Guðmundar,
en hann las einnig ljóð annarra
höfunda sem þá voru að koma fram,
þótt þeir væru með allskonar nýj-
ungar og farnir að sleppa rími.
Þeir urðu margir góðkunningjar
hans og hann fylgdist með skrifum
þeirra bæði þá og síðar. Hann
kynntist einnig Magnúsi Ásgeirs-
syni ljóðaþýðara og hafði á honum
miklar mætur. Einhvern dag hafði
ég verið í félagsskap skálda og
skáldavina, þar sem hóflega var
glösum lyft að kvöldiagi, en dróst
þó fram yfir miðnætti. Og þar sem
ég átti heima fjarri miðbænum, þar
sem við höfðum komið saman, vildi
Guðmundur að ég gisti hjá sér í
herbergi uppi í Gijótaþorpi. Ég þáði
það. En þegar við vorum lagstir til
hvílu í herbergi hans, þótti honum
ekkert liggja á að fara að sofa. í
stað þess tók hann fram bók með
ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirs-
sonar og las upphátt fyrir mig og
okkur báða. Hann var úr hinni
„vinnandi stétt“ einsog þa var orðað
á pólitískum vettvangi þeirra ára,
ég úr hópi slæpingjanna sem voru
að yrkja og skrifa og sitja á kaffi-
húsum, þó ég væri raunar nýkom-
inn úr „hinni vinnandi stétt“. Við
hugsuðum víst hvorugur um það,
en sameinuðumst í aðdáun á snilld-
inni. Hvers virði það var mér á
þeim tíma að finna þetta samband
veit ég ekki. Það gæti hafa verið
meira en orð fengju lýst. Við ungu
höfundarnir á þeim tíma vorum
sakaðir um að vera ekki í tengslum
við „fólkið“ og „hina vinnandi
stétt“. En þarna vorum við. Og við
skildum hvor annan.
Guðmundur sagði mér löngu
seinna hvernig hann hefði komist
upp á það að lesa góðar bókmennt-
ir. Þótt hann hefði alist upp við
ljóðalestur á heimili sínu í Önundar-
firði þar sem hann var borinn og
barnfæddur, — móðir hans og
amma mjög gefnar fyrir Ijóð — þá
var það annað sem hann nefndi
sérstaklega við mig. Það var þegar
hann var unglingur eða ungur mað-
ur vestur á Isafirði við nám og sjó-
mennsku og fór þar á almennings-
bókasafnið til að fá lánaðar bækur
að lesa. Þá var þar bókavörður
Guðmundur G. Hagalín, rithöfund-
ur, en ungur höfundur, Oskar Aðal-
steinn, honum til aðstoðar. Guð-
mundur Hagalín gaukaði að nafna
sínum einni og einni góðri bók, því
hann hafði þá trú að hægt væri að
koma mörgu fólki með lagni upp á
það að lesa sígildar bókmenntir.
Og í þetta skipti sáði bókavörðurinn
Hagalín ekki í ófrjóan akur, því
ungi maðurinn sem fljótlega sigldi
um höfin og gætti skipsvélanna sem
urðu að starfa rétt, ef vel átti að
fara, kunni fyrr en varði að meta
fagurbókmenntirnar. Hann tók þær
með sér á skipsfjöl og hafði þær
tiltækar við kojuna sína. Danskir
eftirlitsmenn eða tollarar sem komu
í klefa hans í danskri höfn undruð-
ust að sjá bók eftir Knut Hamsun
hjá íslenskum vélstjóra. Engan
danskan vélstjóra höfðu þeir hitt
með þesskonar bókmenntir í fórum
sínum.
Guðmundur Guðmundsson vél-
stjóri kunni vel að meta góða stílista
einsog fleiri á þeim árum. Það er
því síst að undra þótt Hamsun
væri Guðmundi hugleikinn alla tíð.
Ljóðaáhugi hans var þó ef til vill
það sem einkenndi hann mest. En
hvernig kom hann fyrir, gæti ein-
hver spurt. Hann var kempulegur
maður, eiginlega dæmigerður sjó-
maður, en hlýlegur og sérkennilega
feimnislegur nema þegar hann var
ör af víni í kunningjahópi. Hann
vann síðari ár ævinnar í landi og
stundaði þá ýmis störf, en bók-
menntalestri hætti hann aldrei, þó
liðin væri sú tíð þégar við bóksækn-
ir menn hittumst í miðbæ
Reykjavíkur, Steinn löngu horfinn
okkar yeraldarsjónum, einnig
Magnús Ásgeirsson, en sumir farn-
ir annað á þessari jarðkringlu. Guð-
mundur saknaði þessa félagsskap-
ar, þar sem talað hafði verið um
skáldskap og listir. Þá hringdi hann
stundum í mig til að rifja upp liðna
tíð og tala um bókmenntir, ævinlega
um bókmenntir og oftast um ljóð.
En þegar honum var gert að hætta
störfum vegna aldurs, þótt í fullu
fjöri væri, einsog nú er plagsiður,
fann hann aftur skáld og listamenn
í miðbæ Reykjavíkur, fann kunn-
ingja sem töluðu meðal annars um
Minnig:
Kristín Eysteins-
dóttir, Snóksdal
Fædd 21. apríl 1909
Dáin 10. desember 1990
Að heilsast og kveðjast það er
Iífsins saga. Kynni okkar Kristínar
urðu ekki löng. Við hittumst fyrst
1984 þegar ég og fjölskylda mín
áttum leið hjá Snóksdal. Við fórum
heim að bænum til að skoða kirkj-
una og þar hittum við þessa indælu
gömlu konu, sem bauð okkur upp
á kaffisopa.
Það var eins og tíminn hefði stað-
ið í stað á þessum bæ. Þar hafði
litlu sem engu verið breytt frá því
bærinn var byggður um 1930.
Kristín bjó ein á bænum og virtist
lífsglöð og ánægð með sinn hag.
Hin gömlu íslensku gildi, gestrisni
og nægjusemi, voru alls ráðandi.
Síðan liðu mörg ár og mér varð
oft hugsað til þessarar gömlu konu,
sem einhverra hluta vegna varð
mér svo minnisstæð, þrátt fyrir
örstutt kynni.
Það var hins vegar ekki fyrr en
síðasta sumar að leiðin lá aftur hjá
garði í Snóksdal. Okkur var tekið
sem kærum vinum, allt það besta
sem til var á bænum var borið á
'borð. Sami glampinn var enn í aug-
um Kristínar þó árin hefðu færst
yfir. Hún hafði mikið dálæti á hest-
um og það er ógleymanlegt hvernig
hún dró fram lítinn útskorinn tré-
hest sem henni hafði verið gefinn
þegar hún var 7 ára gömul og sýndi
okkur.
Við áttum eftir að hittast nokkr-
um sinnum eftir þetta hér sunnan
heiða.
Börnum hennar og öðrum að-
standendum vil ég votta samúð
mína. Kristín mun koma mér í hug
er ég heyri góðs manns getið.
Guðrún
í dag, 18. desember, verður
amma jarðsungin frá Snóksdals-
kirkju, Miðdölum, Dalasýslu. Okkur
systkinin langar til að minnast
Kristínar ömmu í örfáum orðum.
Amma fæddist á bænum Litla-
Langadal á Skógarströnd, dóttir
hjónanna Eysteins Finnssonar og
Jóhönnu Oddsdóttur. Þar ólst hún
upp til 5 ára aldurs en þá fór hún
í fóstur til föðurbróður síns, Björns
Finnssonar og Kristínar konu hans,
í Tungu í Hörðudal. Alls voru systk-
inin 13 og ólust amma og bróðir
hennar Kristján upp saman. Árið
1929 giftist amma afa, Pálma Jón-
assyni frá Gilsbakka. Afi og amma
byggðu nýbýli í Snóksdal og flutt-
ust þangað árið 1933. Þau eignuð-
ust 7 börn: Kristfn, gift Herði Vil-
hjálmssyni, Elín, gift Viktori Hjalta-
syni, Finna, gift Einari Tryggva-
syni, Einar, kvæntur Jóhönnu Auði
Árnadóttur, Björn, kvæntur Guð-
rúnu Bjarnadóttur, Guðmundur,
hans sambýliskona Gunnlaug
Arngrímsdóttir, og Jóhann, kvænt-
ur Sigríði Svavarsdóttur. Afkom-
endur ömmu og afa eru um 70 í dag.
I huga okkar reika ýmsar minn-
ingar frá barnæsku. Það var með
okkur eins og mörg önnur börn að
við urðum þess aðnjótandi að fá að
dvelja hjá afa og ömmu í sveitinni
á sumrin. Þá var oft líf og fjör í
baðstofunni og alltaf nóg pláss. Það
er aðdáunarvert hve fólk á þessum
tíma var nægjusamt hvað varðar
húsnæði og fleira. Búskapur þeirra
hjóna var til fyrirmyndar. Afi var
mikið snyrtim'enni og hlúði vel að
jörð og dýrum svo að sómi var að.
Við krakkarnir kynntumst sveita-
störfum og tókum þátt í þeim. Ekki
voru sveitastörfin eins vélbúin og í
bókmenntir, sátu við eitt hornborðið
á Skálanum, þar sem Steinn Stein-
arr sat forðum, þótt nú heiti staður-
inn, því miður, öðru nafni, og
drukku morgunkaffið sitt. Það var
betra en ekki að fá þessa morgun-
stund í þeim félagsskap sem minnti
á gamla daga. Og þegar hann var
orðinn helsjúkur, en fékk nokkurra
mánaða grið frá meininu sem um
sig hafði grafið, fylgdi konan hans
honum ofan eftir, Guðbjörg Hall-
dórsdóttir, einnig ættuð að vestan,
fylgdi honum af því að hún óttaðist
svimann sem ásótti hann, en síðan
fann hún sér eitthvað til að erinda
í bænum meðan Guðmundur spjall-
aði við morgunspekingana, rithöf-
unda, leikara, blaðaritstjóra. En
sjúkdómurinn hlaut að fella hann
innan tíðar. Guðmundur vissi vel
að hverju dró og gerði ráðstafanir,
hvernig að skyldi farið þegar hann
væri allur. Fór því sú athöfn fram
í kyrrþey með ættingjum og nokkr-
um vinum, en prestur úr hópnum
við morgunborðið las ritningar-
greinar og sagði nokkur vel valin
orð.
Guðmundur Guðmundsson vél-
stjóri, oft kenndur við ljóð, er einn
af þeim mönnum sem við bókaunn-
endur söknum, þegar við eigum
ekki lengur von á honum í miðbæ
Reykjavíkur. Hann var það dæmi
um alþýðu þessa lands sem ég
minntist á í upphafi greinar, sá al-
þýðumaður sem við af gamla skói-
anum viljum að verði áfram til.
Jón Óskar
dag. Margar hendur voru á lofti
bæði stórar og smáar. Skemmtileg-
ast var í heyskapnum, en önnur
verk þurfti einnig að gera, misjafn-
lega skemmtileg, t.d. vafstra í
kringum kýrnar og kindurnar. Okk-
ur var síðan umbúnað með því að
fara í útreiðartúr e.t.v. út í Hólma
til að tína skeljar eða í heimsókn á
aðra bæi. Amma hafði alla tíð dá-
læti á dýrum, sérstaklega hestum
og hennar yndi var að komast í
útreiðartúr, umgangast og ræða um
hesta. Einnig minnumst við þess
þegar bærinn var kyntur með kolum
og taði og olíuiamparnir lýstu upp
bæinn. Við fráfall afa, er lést 11.
desember 1974, breyttist margt í
lífi ömmu. Hún bjó ein í bænum
eftir það. Amma var ákveðin og
mjög gestrisin kona. Þegar eitthvað
stóð til í fjölskyldunni, veisla eða
annað, var ekki mikið mál fyrir
gömlu konuna að skreppa suður og
hitta fólkið sitt. Hún var mjög ræð-
in og minnug. Ófáar voru þær vísur,
sálmar og rímur sem hún kunni og
fór með. Hún naut sín í fjöimenni
en alltaf þurfti hún að flýta sér
aftur vestur eftir of stutta dvöl að
okkur fannst. Hun sagði alltaf að
skepnurnar biðu sín. Siðustu árin
hafði amma hesta, kindur og kisu
heimafyrir. Hún naut aðstoðar
tveggja sona sinna sem bjuggu í
nágrenninu og annarra nábúa að
ógleymdum Jóel á Harrastöðum og
þökk sé þeim.
Amma lést á deild 11E á Land-
spítalanum og viljum við þakka
starfsfólki þar fyrir frábæra
umönnun og veittan stuðning.
. Við þökkum allar góðar stundy;.
Ilvíli hún í friði.
Elvira, Kristín,
Lýður og Berglind.