Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 84

Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 84
84 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 * Ast er... ... að hafa matinn tilbú- inn þegar hún kemur heim. TM Reg. U.S. Pat Off —all righta rasarvad © 1990 Los Angelas Timea Syixbcate Þú biður mig iðulega um skýr- ingar á hinu og þessu. En hvernig stendur á því að bíllinn okkar er á hvolfi inni í bílskúrn- Með morgxmkafftnu Þar kom að því að þú sýndir riddaramensku í verki... um/ HÖGNI HREKKVÍSI Hvað er til úrbóta? Til Velvakanda. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ólæsi meðal barna og unglinga fer ört vaxandi. Mikil umræða hefur verið um málið í haust, enda mikið í húfi fyrir þjóðarheill. Flestir telja þijár höfuðástæður fyrir þessum ófarnaði: 1) Neikvæð áhrif sjónvarps' á mótun bamsins. 2. Vanræksla heimila (vegna vinnuþrælkunar foreldra). 3. Löng og þjakandi skólavist. Það er af sem áður var, að radd- lestur var íþrótt, sem ungir og aldn- ir iðkuðu — lásu guðsorð og fomar og nýjar bókmenntir, auk frétta- blaða, og rökræddu síðan um lestr- arefnið. Ekki verður því um kennt að ekki sé til hæfilegt og heppilegt lestrarefni fyrir börn og unglinga. Sennilega er hvergi í heiminum gefið meira út af bama- og ungl- ingabókum en hér á landi — auk þess nokkur barnablöð. Sérstaklega ber að nefna bamablaðið Æskuna, ?em komið hefur út í 91 ár. Við, sem emm nú á efri árum, biðum með óþreyju og eftirvænt- ingu eftir að blöðin okkar, Unga ísland og Æskan, kæmu í hendur okkar. Þessi ágætu blöð eiga fagrar minningar í hugum margra íslend- inga. Unga ísland var að gefast upp 1955, en Æskan hefur staðist samkeppnina, enda hefur hún haft Ekkí van- traust í Staksteinum 11. desember er rætt um Kvennalistann. Mér finnst alveg út í hött að stilla frambjóðend- um upp eins og keppendum en ekki meðframbjóðendum. Sagt er í Stak- steinum að það sé vantraut á Kristínu Einarsdóttur að hún sé í öðru sæti, sem mér finnst alveg út í hött. Því að Kristín hefur staðið sig mjög vel á þingi og við höfum verið stoltar af henni. Við vitum líka að Ingibjörg Sólrún er einhver hæfasta stjórnmálakona landsins, Guðrún Halldórsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir hafa báðar setið á þingi, hafa mikla reynslu og hafa staðið sig mjög vel. Sætaröðin skiptir í rauninni engu máli fyrir okkur Kvennalistakonur. Við verð- um bara að fara eftir þeim hefðum sem eru í landinu, þess vegna verð- um við að raða í sæti, þó við metum þær allar jafn mikils. Margrét Sæmundsdóttir, Kvennalistakona á að skipa úrvals fólki við ritstjóm, nú síðustu árin þá Eðvarð Ingólfs- son og Kari Helgason, sem báðir em landskunnir bamabókahöfund- ar. Eðvarð hefur um sinn horfið úr ritstjóm vegna guðfræðináms við Háskóla íslands, en Karl, sem lokið hefur háskólanámi, ritstýrir Æsk- unni áfram af festu og fijórri fram- kvæmd. Æskan er mjög vandað blað, skemmtilegt og fjölbreytt að efni. Það er með efni fyrir alla ald- urshópa, allt frá því bamið skynjar fyrst myndir á prenti og síðan alla þroskaleiðina. Þar eru stuttar sögur (oft verðlaunasögur ungra áskrif- enda blaðsins) og framhaldssögur þekktra höfunda — myndasögur, þrautir, leikir, næmnikannanir, krossgátur, gátur, spurningar og svör við vaknandi viðhorfum æsku- fólks, svo eitthvað af mörgu sé til- greint. Höfuðáhersla blaðsins er að koma til móts við eðlilega þroska- þörf lesandans til aukins skilnings og manndóms — viðleitni til að stuðla að betri og hæfari þjóðfélags- þegnum. Áskrifendafjöldi mun hafa komið upp í 1.400 þegar best lét, sem þeim hefur fækkað vemlega vegna fyrrgreindra áhrifa og er það mjög miður. Foreldrar, ömmur og afar ættu að beina bömum frá sjónvarpsglápi og hvetja þau til aukins lesturs á heppilegu og hollu lestrarefni. Og umfram allt, sýnið bömunum um- hyggju og ástúð. J.T. Odýrara á Heilsu- hælinu í Hveragerði Til Velvakanda. Fólk sem hefur verið sent heim af sjúkrahúsum í spamaðarskyni, þegar loka þarf deildum vegna fjár- skorts, lifir í stöðugum ótta um að sagan endurtaki sig. Mikill þrýst- ingur er á sjúkrahúsin að taka inn gamalt fólk sem einstaklingar í heimahúsum em bundnir við að annast. Mætti ekki leysa þennan vanda að einhveiju leyti með því að vista fólk sem þarf umönnunar viðð á Heilsuhælinu í Hveragerði. Þar em starfandi fjórir læknar, hjúkmnarforstjóri, hjúkrunarfólk og fjöldi af öðm starfsfólki. Þar er aldrei lokað, og hlýtur fólki að líka vel á heilsuhælinu því sama fólkið fer þangað ár eftir ár. Það er ódýrara fyrir heilbrigðis- kerfið að vista fólk á Heilsuhælinu í Hveragerði en á ríkisspítulunum. Þeir sem dvelja á heilsuhælinu greiða hluta sjálfír, en ríkið greiðir kr. 3.100 krónur á dag með hveijum einstaklingi eða allt að eitt hundrað þúsund krónum á mánuði. Þetta er betri lausn en að senda fólk heim til ættingja sem þurfa að taka sér frí frá störfum til þess að vera heima og annast gamalmenni. Sjúklingur ,\GLEEHJR Ml<3 fiŒ> þée Sktuu skki LBI0AST BlE>IN."’ Víkveiji skrífar Auglýsingastarfsemi í sambandi við útgáfu á bókum og að einhveiju leyti plötum eða diskum fyrir jól tekur á sig margar ógeð- felldar myndir. Nú tíðkast það t.d., að höfundar bóka sitja í bókaverzl- unum og árita bækur sínar. Til hvers? Hvaða þýðingu hafa þessar áritanir? Persónulegar áritanir höf- unda til vina og kunningja skipta máli en þær eiga ekkert skylt við þá sölustarfsemi, sem tekin hefur verið upp í tengslum við áritanir. Vissulega væri gaman að eiga bók eftir Halldór Laxness, áritaða af höfundi — en því miður, það er bara til einn Halldór Laxness. Notkun hinna svonefndu íslenzku bókmenntaverðlauna í því skyni að selja bækur er líka ógeðfelld. Þegar haft er í huga, hvemig þessar til- nefningar fara fram og hvernig málsmeðferð öll er sýnast forlögin á góðri leið með að eyðileggja þessi verðlaun með auglýsingamennsku — hafi þau þá nokkurn tíma skípt máli. Ekki eru fjölmiðlarnir betri. Hvað eiga lesendur dagblaðanna og hlustendur útvarpsstöðvanna að lesa oft sama viðtalið við sama höfundinn eða hlusta á speki við- komandi í útvarpi? Sennilega selur þetta bækur en er ekki betra fyrir það. Verður þetta fólk aldrei leitt á sjálfu sér? xxx Arangur Sigrúnar Eðvaldsdótt- ur í Finnlandi var stórkostleg- ur. Við eigum mikið af efnilegu ungu tónlistarfólki, sem hefur aflað sér menntunar og reynslu erlendis. En ósköp fær þetta unga fólk dræmar undirtektir gagnrýnenda hérlendis. Hvað veldur? Þarf upp- hefð þeirra öll að koma að utan? xxx Víkveiji átti á dögunum samtal við fjögurra barna móður, sem á erfitt með að ná endum sam- an í rekstri heimilisins. Það vafðist fyrir þessari konu að skilja annars vegar áskoranir á hendur launþeg- um um að stilla kröfugerð sinni í hóf og hins vegar ferðakostnað ráð- herra og maka þeirra. Er ekki tímabært, að stjómmála- mennirnir staldri við og hugsi um ferðakostnað, risnu, glæsibíla og önnur flottheit á kostnað skattborg- ^ ara, sem sumir hveijir komast ekki af? Við erum enn að mörgu leyti á svipuðu stigi og hinar nýfijálsu þjóðir þriðja heimsins, þegar um er að ræða hið ljúfa líf ráðamanna, sem borgað er úr vasa skattgreið- enda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.