Morgunblaðið - 14.02.1991, Side 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
37. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 14. FEBRUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mannskæðasta ioftárás bandamanna til þessa í stríðinu fyrir botni Persaflóa:
Hundrað óbreyttra borgara
bíða bana í byrgi í Bagdad
Bandarísk stjórnvöld segja að Iraksher hafi notað byrgið sem stjórnstöð -
Irakar saka Bandaríkjamenn um að hafa drepið saklaust fólk að yfirlögðu ráði
írakar reyna að bera kennsl
á lík fólks sem beið bana í
loftárás Bandaríkjamanna á
loftvarnabyrgi í Bagdad í
gær. Talsmaður Bandaríkja-
forseta segir að íraksher
hafi notað byrgið sem fjar-
skipta- og stjórnstöð en því
vísa Irakar á bug. Þeir segja
að engin hernaðarskotmörk
séu í grenndinni við byrgið.
Nikosíu, Bagdad, Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
HUNDRUÐ manna biðu bana og særðust er tvær sprengjur frá
bandarískum herþotum sprungu í loftvarnabyrgi í Bagdad í gær.
Vestrænir fréttamenn höfðu eftir björgunarmönnum og íbúuin í
grenndinni að meira en 400 manns hefðu týnt lífi - aðallega konur
og börn. Bandarísk stjórnvöld sögðu að Iraksher hefði notað byrgið
sem fjarskipta- og stjórnstöð og sökuðu Saddam Hussein íraksfor-
seta um að hafa látið flytja þangað óbreytta borgara. írakar vísuðu
því á bug og sögðu að engin hernaðarmannvirki væru í grenndinni
við byrgið. Þetta er mannskæðasta loftárás bandamanna á írak til
þessa.
„Byrgið sem ráðist var á var
hernaðarskotmark, fjarskipta- og
stjórnstöð Irakshers,“ sagði í yfir-
lýsingu Marlins Fitzwaters, tals-
manns Bandaríkjaforseta. „Ekki er
ljóst hvers vegna óbreyttir borgarar
voru þarna en við vitum að Saddam
Hussein Iraksforseti ber ekki sömu
virðingu fyrir mannslífum og við.
Hann hefur ítrekað sýnt að hann
er reiðubúinn að fórna óbrejdtum
borgurum til að ná fram hernaðar-
markmiðum sínum.“ Talsmaðurinn
kvaðst harma mannfallið og bætti
við að fjölþjóðaherinn hefði ekki
gert árásir á óbreytta borgara af
ásettu ráði.
Umsjónarmaður byrgisins sagði
að enginn hermaður hefði verið i
því, enda hefði það einungis verið
ætlað óbreyttum borgurum. Abdul-
Salem Mohammed Saeed, heilbrigð-
isráðherra íraks, sagði að engin
hernaðarmannvirki væru í grennd-
inni. „Þetta var glæpsamleg árás á
óbreytta borgara og gerð að yfir-
lögðu ráði,“ sagði hann.
Talsmaður Bandaríkjahers í
Riyadh, Richard Neal, kvaðst ekki
hafa skýringar á því hvers vegna
óbreyttir borgarar voru í byrginu.
Hann sagði að fjölþjóðaherinn hefði
fylgst með fjarskiptum írakshers
frá byrginu undanfarnar tvær vikur
með aðstoð gervihnatta.
Fréttaritari Reuters var einn af
þeim fyrstu sem komu að byrginu
eftir árásina og kvaðst hafa séð illa
brunnin lík borin út úr því. Hann
hafði eftir íröskum embættismönn-
um að árásin hefði kostað hundruð
manna lífið.
Fréttamaður breska útvarpsins
BBC kvaðst hafa heimildir fyrir því
að um 400 manns hefðu beðið bana.
Hann sagði að írakar hefðu gert
aðsúg að erlendum fréttamönnum
á staðnum og kallað þá „glæpa-
menn, villimenn og skepnur". „Ég
varð feginn þegar ég komst í
burtu,“ bætti hann við.
Talsmaður lögreglunnar í
Bagdad sagði að allt að 1.000
manns hefðu Ieitað skjóls í byrginu
fyrir árásina, en um 500-700 konur
og börn hefðu verið þar að jafnaði
frá því stríðið hófst fyrir tæpum
mánuði.
Ein sprengja sprengdi gat á
steinsteypt þak byrgisins, sem var
fimm metrar að þykkt. Önnur
sprakk inni í því. Byrgið er í Am-
iriya-hverfi í vesturhluta Bagdad
og við það er skóli, moska og stór-
markaður. Saddam Hussein á stór-
ar Jandeignir í útj.aðri hverfisins og
hyggst reisa þar forsetahöll.
Irösk stjórnvöld hafa sakað
bandamenn í Persaflóastríðinu um
að hafa orðið 6-7.000 óbreyttum
borgurum að bana til þessa í loft-
árásum á landið.
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
kvaðst harma mannfallið í Bagdad
og stjórnvöld í Alsír og Túnis lýstu
árásinni sem fjöldamorði. Douglas
Hurd, utanríkisráðherra Bretlands,
sagðist ekki telja að árásin yrði til
þess að ijúfa samstöðu Vesturlanda
og arabaríkja sem sent hafa her-
sveitir gegn her Saddams Husseins.
Sjá fréttir á bls. 18.
Reuter
Háttsettur bandarískur embættismaður um samskipti Islands og Litháens:
Líklegt að sovéskir ráða-
menn láti mótmæli nægja
Fulltrúi Sovétstjómarinnar segir ekki hafa komið til tals að slíta sljómmálasambandi við Islendinga
MÖRG ríki eru líkleg til að fara að dæmi íslendinga og taka upp stjórn-
málasamband við Litháen að teknu tilliti til viðbragða og þeirra áhrifa
sem ákvörðun Islendinga hefur. Þetta er mat háttsetts embættismanns
í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Embættismaðurinn sem óskaði nafn-
leyndar taldi að Sovétmenn myndu ekki slíta stjórnmálasambandi við
íslendinga heldur láta mótmæli duga. Það mat hans byggðist á því að
íslendingar veldu þá leið sem honum þætti líklegust, að fela sendi-
herra Islands í Stokkhólmi að annast stjórnmálatengsl ríkjanna en
freistuðu þess ekki að opna sendiráð eða ræðismannsskrifstofu í Vil-
nius, höfuðborg Litháens. Karen Karagesjan, aðstoðarmaður Vítalíjs
Ignatenkos, blaðafulltrúa Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, sagði í
gær að í Moskvu hefðu menn ekki hugleitt þann möguleika að slíta
sljórnmálasambandi við íslendinga. „Þú ert sá fyrsti sem nefnir þann
möguleika í mín eyru,“ sagði Karagesjan í samtali við biaðamann
Morgunblaðsins.
Opinber viðbrögð af hálfu Banda-
ríkjastjórnar við ályktun Alþingis
liggja ekki fyrir. Þetta kom fram
bæði í gær og í fyrradag er Margar-
et Tutwiler, talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins, ræddi við
blaðamenn í Washington og var
spurð álits á ákvörðun Islendinga.
Hins vegar hefur bandaríska utan-
ríkisráðuneytið dreift til fjölmiðla
upplýsingum um málið þar sem seg-
ir að Alþingi hafi falið ríkisstjórn
íslands að kanna leiðir til að koma
á stjórnmálasambandi við Litháen.
Gert sé ráð fyrir af hálfu ráðuneytis-
ins að í slíkum viðræðum verði að
, taka afstöðu til þess hvort telja beri
Litháen fullvalda ríki.
Bandaríski embættismaðurinn
sagðist telja líklegt að fælu íslend-
ingar sendiherranum í Stokkhólmi
að sjá um að halda uppi stjórnmála-
sambandi við Litháen þá yrði það
vandalaust. „En ef íslendingar reyna
að koma sendimanni til Vilnius og
það tekst ekki nema með því að
þriðja ríki [þ.e.a.s. Sovétríkin] veiti
vegabréfsáritun þá væri það í and-
stöðu við hefðir í stjórnmálatengslum
ríkja." Embættismaðurinn sagði þá
spurningu vakna hvaða áhrif ákvörð-
un íslendinga hefði. „Ég veit hversu
mjög hún hefur stappað stálinu í
Litháa en á hinn bóginn gætu Sovét-
inenn sýnt heimsbyggðinni að þeir
hefðu enn tögl og hagldir í Litháen
ef íslendingar gerðu tilraun til að
skipa sendimann með aðsetur í Viln-
ius.“ Embættismaðurinn sagði að
mörg ríki hefðu lýst því yfir að þau
væru ekki tilbúin að ríða á vaðið og
veita Litháum formlega viðurkenn-
ingu en þau væru tilbúin að fylgja
í kjölfar annarra. „Ég geri því ráð
fyrir að eftir að hafa vegið og metið
viðbrögðin og áhrifin myndu aðrir
fylgja dæmi Islendinga. Ég get ekki
sagt nákvæmlega hvaða ríki þhð eru
sem myndu fara að dæmi íslendinga.
En ég get á hinn bóginn fullyrt að
mörg ríki, einnig Bandaríkin, eru að
velta því fyrir sér hver sé besta leið-
in til að styðja Eystrasaltsríkin."'
Sjá fréttir á bls. 19.
Rússland:
Ráðherra segir af sér
vegna „rógsherferðar“
Moskvu. Reuter.
GENNADIJ Fílshín, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, sagði af sér
í gær og kvaðst hafa orðið fórnarlamb rógsherferðar sovésku öryggis-
lögreglunnar KGB og sovéskra embættismanna á hendur leiðtogum
umbótasinna í lýðveldinu.
Fílshín er hagfræðingur og hefur
beitt sér fyrir mun róttækari efna-
liagsumbótum en sovésk stjómvöld
hafa viljað fallast á. „Nú er svo
komið að ég get engan veginn sinnt
embætti mínu sem skyldi þar sem
ég hef þurft að útskýra augljós
sannindi og bera af mér tilhæfu-
lausar og grófar aðdróttanir," sagði
Fílshín í afsagnarbréfi. sínu. Áður
hafði forsætisráðheiTa Rússlands,
ívan Sílajev, látið svo ummælt á
rússneska þinginu að kommúnista-
flokkurinn og KGB hefðu hafið
herferð til að rægja Borís Jeltsín,
forseta lvðveldisins.