Morgunblaðið - 16.02.1991, Side 12

Morgunblaðið - 16.02.1991, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991 1 Góðan daginn! i Helsinki — Helsingfors List og hönnun Bragi Ásgeirsson Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir mjög eftirtektarverð sýning, er nefnist Helsinki Helsingfors — mannlíf og saga. Er hér brugðið upp mynd af sögu borgarinnar frá árinu 1550 og fram á daginn í dag, og er það gert á einkar athyglisverðan og skilmerki- legan hátt, þannig að margur for- vitinn ætti að hafa mikið gagn af. Sýningin er og mjög vel upp sett og einkum eru skýringartextamir, sem eru á íslenzku, í senn fróðlegir og skemmtilegir og skyldi enginn skoða sýninguna án þess að lesa þá og helst tvisvar! Sýningin mun áður hafa gist Nikoli-kirkju í nágrenni við Strikið í Kaupmannahöfn, en guðshúsið hefur nú verið innréttað upp á nýtt og er frábært sýningarhúsnæði. Gæti það gefið til kynna, að hér sé um farandsýningu að ræða og má þá þakka með virktum fyrir hina íslenzku texta, sem eru í formi spurninga og svara og er gengið tæpitungulaust til verks. Get ég ekki stillt mig um að koma hér með nokkur dæmi um hinn létta og lipra texta og einmitt vegna þess að hér er um atriði að ræða, sem allir Islendingar ættu að leggja á minnið: Hvað er Suomenlinna? Saga Finnlands í hnotskum. Ilvar er Suomenlinna? í hnotskurn er það á sex eyjum á einu djúpu siglingaleiðinni til Helsinki. Þar var mesta hafnarvirki í heimi, á sínum tíma. Hvenær var það notað? Saga þess er saga Finnlands. Fyrst var það Sveaborg (Svíaríki, Viapori á finnsku), landamæravirki við Rússland, þegar Svíþjóð og Finnland voru eitt ríki. Þegar Finnland var erkihertoga- dæmi rússneska keisarans varð Viapori rússneskt hafnarvirki. Þeg- ar Finnland fékk sjálfstæði varð það fyrsta finnska virkið og fékk nafnið Suomenlinna „virki Finnlands". Og loks, þegar sá tími var liðinn, er það gat komið að notum sem hernaðarmannvirki, var það fengið í hendur borgaralegum yfirvöldum. Hver teiknaði það? Enginn. Maður að nafni (August- Vinningar í bónushappdrætti Lukkutríós 1 Glæsileg skíðaferð til Austurríkis samtals að verðmæti kr. 190.000,-. 198975 2 Machintosh Classic 1 tölvur hver á 110.000,- samtals að verðmæti kr. 220.000,-. 148880 153294 30 konfektkassar hver á kr. 3.000,- samtals að verðmæti kr. 90.000,-. 4601 53960 112749 128672 211549 235818 6519 84916 114733 137576 213738 247281 9594 85070 122055 160093 216310 248533 31940 85210 122309 178048 223439 253844 37143 102488 123867 182255 232078 259650 Dregið var 1. febrúar 1991. Verðmæti vinninga samtals kr. 500.000,-.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.