Morgunblaðið - 16.02.1991, Side 14
14
MÓRGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDÁGUR 16. FEBRÚAR 1991
★ Pitney Bowes-
póstpökkun
Mjög hentug fyrirtækjum,
bæjarfélögum, stofnunum
Brýtur blaðið, setur í umslag
og lokar því
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33-105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
Þar sem lúxusinn dafnar
Um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Honda
Accord
Sedan
2,0 EX
91
Verð fró 1.360 þúsund.
GREIÐSLUSKIIMÁLAR
FYRIR ALLA
0
VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900
eftir Ólínu
Þorvarðardóttur
Hinn 21. febrúar næstkomandi
verður fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar endanlega afgreidd í borg-
arstjórn. Áætlun sjálfstæðismanna
hefur þegar verið kynnt og ef að
líkum lætur verður hún samþykkt
í krafti meirihlutavalds. Breytinga-
tillögur borgarstjórnarandstöðunn-
ar hafa hingað til átt lítið erindi sem
erfiði inn í þá umræðu og trúlega
verður hið sama upp á teningnum
að þessu sinni.
I því plaggi sem sjálfstæðismenn
hafa kynnt i borgarstjórn kennir
ýmissa grasa sem nógu fróðlegt
væri fyrir hinn almenna borgara
að kynna sér — þó að ekki væri til
annars en að skynja áherslurnar
og forgangsröð meirihlutans.
Vanáætlaðar tekjur
Tekjur borgarinnar á þessu ári
eru tólf milljarðar króna og trúlega
vanáætlaðar, ef marka má reynslu
undanfarinna ára þar sem bók-
haldssnillingar borgarinnar hafa
ævinlega vanáætlað tekjur svo
nemur hundruð milljónum króna. Á
síðasta ári voru tekjurnar vanáætl-
aðar um tæplega 180 milljónir sem
þýðir að Reykjavík hefur haft tæp-
lega 200 milljónir aukreitis á milli
handa í ýmis verkefni. Þetta eru
íjármunir sem borgarstjórn hefur
hinsvegar ekki til hliðsjónar við
samþykkt fjárhagsáætlunar. Það
þýðir að sjálfstæðismeirihlutinn
getur á næsta ári varið því fé að
vild sinni, enda þótt í fjárhagsáætl-
un sé horft í hverja krónu til brýnna
verkefna án þess að ráð sé fyrir
því gert í hinu bústna plaggi borgar-
stjórans. Það væri reyndar í góðu
lagi ef hýran færi þangað sem þörf-
in er mest. En því er ekki að heilsa.
Á þessu ári verða tæplega fjórir
HENTUDOS TIL
HJÁLPAR!
Á laugardögum söfitum við einnota
umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Hringið ísíma 621390 eða 23190 á milli
kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum.
ÞJÓÐÞRIF
Æ
L.H.S
(B® V3rj
LANDSSAMBAND
IIJÁLPAnSVEITA
SKÁTA
BANDALAQ ÍSLENSKRA SKÁTA
HJÁLPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR
Dósakúlur um allan bæ
milljarðar handbærir til fram-
kvæmda þegar rekstrarkostnaður
er frátalinn. Bróðurparturinn fer til
gatna- og holræsagerðar: Einn
milljarður í nýframkvæmdir og ann-
ar til í önnur útgjöld tengd götum
og holræsum.
Þetta er gríðarlega mikið fé og
grátlegt til þess að vita hversu lítill
hluti þess fer í að auka t.d. umferða-
röryggi og forvarnir. Má til dæmis
nefna eyðingu' svartbletta, hraða-
hindranir og aðgerðir til að auka
umferðaröryggi. Að þessu sinni eru
öll þau verkefni færð undir einn lið
í ljárhagsáætlun og gert ráð fýrir
15 milljónum króna til þeirra í ár.
Það er sáralítil hækkun frá síðasta
ári enda þótt borgarstjórnarand-
staðan hafi undanfarin ár lagt mikla
áherslu á að auka framlög til þess-
ara verkefna við litlar undirtektir.
„Arðsemi“ umferðar-
framkvæmda
Þörf verkefni á borð við upphitun
gatna vega t.d. ekki þungt á vogar-
skálum þessara tveggja milljarða.
Þrjár og hálf milljón króna eiga að
fara í það verkefni í ár, en það er
nánast sama upphæð og á síðasta
ári. Þá var hinsvegar ekki varið
nema 500 þúsundum í upphitun
gatna, þannig að tæplega þijár
milljónir króna lágu óbættar hjá
garði. Þær fóru í eitthvað annað.
Af þessu er ljóst að þegar kemur
að forvarnarstarfi er horft í hveija
krónu, og lítil von til þess að um-
framtekjurnar sem hvergi er um
getið í fyrirliggjandi áætlun fari í
slíkar framkvæmdir. Til saman-
burðar má nefna að gert er ráð
fyrir 40 milljónum króna í að „end-
umýja norðurbakka Tjarnarinnar“
(ráðhúslóðina) eins og það heitir á
máli fjárhagsáætlunar. Meira virð-
ist liggja á því verkefni en t.d.
umferðarfræðslu í Reykjavík, sem
er annað dæmi um forvarnarstarf.
Á þessu ári eiga að fara 3,2 milljón-
ir í það merka framtak. Umferðar-
fræðslan fær m.ö.o. þokkalegt
bílverð í sinn hlut. Ekki einu sinni
andvirði borgarstjórabifreiðar (hvað
þá tveggja) á að renna í upp-
fræðslu ungdómsins um þá ábyrgð
sem hveijum og einum er skylt að
axla í umferðinni, þar sem líf og
limir eru í húfi.
Þessar tölur segja mér það að í
fjárhagsáætlun er ekki hugsað í
mannlegum verðmætum. Enda sló
það mig afar illa er ég varð fýrst
vitni að því í borgarráði, að menn
töluðu um „arðsemi" framkvæmda
þegar verið var að ákveða forgangs-
röðun verkefna í umferðarmálum.
Hvað varð um
söluandvirði Glyms?
í Ijósi þessa ætti heldur engum
að koma á óvart hver áherslan er
á æskulýðsstarf í borginni, en þang-
að eiga nú að renna 3,5 milljónir
króna. Til íþrótta fara hinsvegar
130 milljónir. Það sem við blasir
er mikið misræmi á milli æskulýðs-
starfs og íþróttamála sem vitnar
um þann útbreidda misskilning að
þetta tvennt verði lagt að jöfnu
enda þótt ákveðin skörun hljóti að
vera þar á milli: Annars vegar
Ólína Þorvarðardóttir
„Það vekur t.d. athygli
að á sama tíma og 680
milljónir króna eiga að
fara í ráðhúsbygging-
una á yfirstandandi ári
fara einungis einungis
467 milljónir í fram-
kvæmdir við öldrunar-
stofnanir — allan þann
málaflokk."
íþróttastarfsemi, sem á að nýtast
öllum aldurshópum (að vísu með
full mikla áherslu á keppnisíþrótt-
ir), hins vegar félags og tómstunda-
starf fyrir börn og unglinga.
í heild sinni heldur málaflokkur-
inn þó ekki sínum hlut frá síðustu
fjárhagsáætlun, því nú verður fjár-
magn skorið niður um 30 milljónir.
Vaknar þá óhjákvæmilega spurn-
ingin um það hvað hafi orðið af
söluandvirði Glyms; hússins sem
meirihluti sjálfstæðismanna fag-
urgalaði um að yrði nýtt til æsku-
lýðsstarfsemi?
Borgarstjómarandstaðan lagði
til. að söluverð hússins yrði látið
renna til nýrrar unglingaaðstöðu.
Þeirri tillögu vísuðu sjálfstæðis-
menn til gerðar fjárhagsáætlunar.
En hvað hefur svo orðið um pening-
ana? Þeir hafa hreinlega gufað upp!
A.m.k. hafa þeir ekki runnið til
æskulýðsstarfsemi í þessari ijár-
hagsáætlun.
Öldrunarúrræðin á hakanum
Raunar er margt sem stingur í
augu við lestur fjárhagsáætlunar
og of Iangt mál að rekja það allt.
Það vekur t.d. athygli að á sama
tíma og 680 milljónir króna eiga
að fara í ráðhúsbygginguna á yfir-
standandi ári fara einungis 467
milljóniir í framkvæmdir við öld-
runarstofnanir — allan þann mála-
flokk. Þangað fara m.ö.o. 2A af
framkvæmdafé einnar byggingar
(ráðhússins) en ekki ein króna til
byggingar á nýju hjúkrunarheimili.
Þrátt fyrir þá staðreynd sem öllum
er lfklega Ijós, nema sjálfstæðis-
mönnum, að þörfin fyrir hjúkrunar-
rými aldraðra er æpandi. Þriggja
ára biðtími eftir hjúkrunarrými er
það sem aldraður einstaklingur má
búa við eins og nú er ástatt.
Það sem er ískyggilegra þó, er
sú staðreynd að á síðasta ári vant-
aði 68 milljónir króna upp á að
framkvæmt væri fyrir það fé sem
átti að renna til þessa málaflokks:
Þær 68 milljónir fóru í eitthvað
annað — t.d. ráðhúsið sem á síðasta
ári fór 105 milljónir króna fram úr
áætlun. Ætti maður svo að treysta
því að það fjármagn, sem nú er
gert ráð fyrir í öldrunarmál, fari
þangað? Hversu háar aukafjárveit-
ingar verða ákveðnar í ráðhúsið á
næsta ári, og hvaðan verða þær
teknar?
Mannleg verðmæti í forgang
Það blasir við hveijum þeim sem
skoðar þessa fjárhagsáætlun að
peningar til gæluverkefna á borð
við snúningshúsið í Öskjuhlíð (rúm-
ur milljarður þar), ráðhúsið (tveir
milljarðar að auki) o.fl. hafa aldrei
verið skornir við nögl. Þvert á móti
hefur verið klipið af velferðarverk-
efnunum til þess að fjármagna
fínheitin. Og hvers skyldi maður
þá vænta varðandi t.d. dagvistar-
heimilin, þar sem um eitt hundrað
íými standa ónotuð vegna starfs-
mannaskorts? Vegna þess að
Reykjavíkurborg — sem veltir 12
milljörðum króna í ár og hefur
ríflega 4 milljarða króna í hreint
eyðslufé — þessi forríka borg, telur
sig ekki hafa efni á að borga starfs-
fólki sínu laun! Hún telur sig heldur
ekki hafa efni á að leysa vanda
þeirra 1.200 barna sem bíða dag-
vistunar í Reykjavík. Hinsvegar tel-
ur borgarstjóri sig vera þess um-
kominn a kaupa foreldra og börn
út af biðlistum dagvistarheimila
frekar en sinna lögbundnu verkefni
á borð við dagvistir.
Þá er ekki að spyrja að afdrifum
þeirra 1.350 öldruðu þegna sem
bíða úrlausnar hjá félagsmálastofn-
un, að ekki sé minnst aftur á þann
hóp sem bíður í þijú ár eftir hjúkr-
unarvist.
Borgarfulltrúar Nýs vettvangs
munu að sjálfsögðu ekki fallast á
þessa íjárhagsáætlun. Við munum
leggja fram aðrar tillögur þar sem
allir málaflokkar sem hér voru
nefndir verða litnir í öðru ljósi en
því sem gert er í plaggi borgarstjór-
ans. Við munum í okkar tillögum
líta á manngildið áður en við skoð-
um verðgildið. Mannleg verðmæti
og þarfir fólksins í borginni verða
höfð þar í öndvegi. Síðan verða
aðrir borgarfulltrúar að gera það
upp við samvisku sína og betri vit-
und hvað þeir samþykkja.
Höfundur er borgarfulltrúi Nýs
vettvangs.
nýtt símanúmer
ai iniÝSlNGADEILDAR:
onn
KBVIIKm
HÖRGATÚNI 2, 210 GARÐABÆ, SÍMI: 40719