Morgunblaðið - 16.02.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1991
Minning:
Sigurður Hreiðar
Valdimarsson
Fæddur 17. september 1965
Dáinn 9. febrúar 1991
. í upphafi var orðið
og orðið var hja Guði.
Fjjölmörg orð hafa verið skráð á
hin ýmsu tungumál og enn fleiri
töluð frá upphafi sögunnar.
Þó verður okkur orðfall og ekk-
ert skýrir, hvorki orð né athafnir,
tilganginn þegar ungur vinur í
blóma lífsins er burtkallaður úr
örmum okkar, á einu augnabliki, á
svo skammri stundu sem hendi sé
veifað. Og eftir situr tómið eitt.
Sunnudagur 10. febrúar 1991.
Fréttin kemur eins og reiðarslag,
fyrst orðrómur á götunni síðan hel-
kaldur raunveruleikinn staðfestur.
Við drúpum höfði. Tómarúmið
og tilgangsleysið er ekki bara í sál-
um okkar, heldur alls staðar. Allt
umhverfið virðist tómt.
Fjallgarðurinn umhverfis virðist
hnípinn, jafnvel hann virðist ekki
skilja tilganginn með stöðu sinni á
þessum stað, á þessari stundu.
Sigurður var vinur minn og nem-
andi. Hann var vinur sona minna.
Hann dvaldist um tíma á heimili
okkar og tók þátt í starfi og leik
hversdagsins.
Minningarnar hrannast upp, þær
ylja, gleðja og gefa. Allar jákvæðar
og uppbyggjandi. Að umgangast
hann var mannbætandi.
Gleðin sem skein úr augum hans,
kersknislaus og einlæg, bæði sem
ungum dreng og fullorðnum manni.
Djarfur og spurull í námi á bókina
sem og í verki, í átökum við baldinn
fola eða íþróttakeppni hvers konar.
Alls staðar reiðubúinn að rétta
hjálparhönd.
Þegar leið lá framhjá húsinu
hans Sigurðar afa var gjarnan kom-
ið útá götUna og spjallað, ófeiminn,
einlægur og stoltur, hann hafði
hlutverk þessi ungi maður.Ég er
að hjálpa afa. Þar skynjaði maður
stolt og væntumþykju á báða bóga.
Það sem ég finn í dag að mig
hefði langað að gefa honum er orð-
ið of seint. Undarlegt er að við
skulum aldrei læra af biturri
reyríslu daganna.
Missir og eftirsjá. Vangoldið
þakklæti og vinátta frá okkar hendi.
Virðing fyrir góðum dreng, inni-
byrgð í sálu okkar, við finnum á
stundum sem þessari hvað hún
hefði oft átt rétt á að koma fram,
bæði til gleði fyrir þiggjandann og
gefandann.
Samt er eins og eitthvað haldi
aftur af okkur í hinu daglega lífi.
Við næsta missi verða líklega svip-
aðar hugsanir í hugum þeirra er
þá þurfa að syrgja og sakna.
Énginn mun héðan í frá fá notið
mjúkra handa hans. Enginn skynja
flekklausa hlýjuna í augum hans
og brosi. Öll sitjum við og drúpum
höfði í lítillæti og vanmætti.
Allar minningarnar sem við eig-
um og geymum vefjast saman við
spurninguna. Hvers vegna þetta
allt? Hver stjórnar? Hvað er verið
að kenna okkur? Hvers vegna hann?
Foreldrum, systkinum, ættingj-
um og vinum bið ég blessunar Guðs
og votta þeim mína dýpstu samúð.
Nú þegar Guð hefur tekið til sín
eitt sinna björtu ljósa leitum við
eftir orðum. Ekkert virðist geta
eytt sorginni. Sá sem trúna hefur
getur allt. Drottinn, hjálpa þú van-
trú minni.
Bjarni E. Sigurðsson
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámann-
inum.)
Fáir þekktu Sigga öðruvísi en
glaðan og kátan. Hann fyllti líf
okkar birtu og yl það eina ár sem
við þekktum hann. Hann markaði
spor í vitund okkar sem aldrei verða
afmáð og það holrúm sem hann
skilur eftir í lífi okkar verður aldrei
fyllt. Við komum til með að muna
allar stundimar, augnatillitin og
orðin, ekki síst þau sem aldrei vom
sögð. Sigga minnumst við með
söknuði og sársauka, en einnig með
gleði og þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar sem hann gaf okkur.
Sá sem eftir Iifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Foreldmm, systram og öðmm
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Kolbrún og Ragnhildur
Árla morguns, sunnudaginn 10.
þessa mánaðar, hringdi Gunnar
Dungal í Dallandi og bar mér þá
helfregn, að vinur minn Sigurður
H. Valdimarsson væri látinn. Allt
varð svo óendanlega sárt, svo hel-
kalt og nístandi. Að þessi ungi
maður, sem mætti manni alltaf svo
hugljúfur með bros á vör, væri ekki
lengur meðal okkar.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins em
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og rneð góðu línubili.
Sigurður fæddist í Hveragerði
þann 17. september árið 1965 og
voru foreldrar hans hjónin Jóna
Sigurðardóttir og Valdimar Ingva-
son. Þau eignuðust að auki tvær
dætur, Önnu Erlu og Soffíu.
íslenski hesturinn, þessi „skapar-
ans meistara mynd“ átti hug hans
og hjarta enda fór það svo að hann
kunni ungur að njóta kosta hans
og snilli. Hann var nú, er hann lést,
orðinn úrvals tamningamaður,
kunni að móta það besta í fari
íslenska gæðingsins og sýna hann
á hestaþingum af kostgæfni. Það
var þetta sameiginlega áhugamál,
hesturinn, sem færði okkur Sigurð
heitinn nær hvorn öðrum fyrir
nokkmm ámm og batt okkur vin-
áttuböndum. Hann var orðinn sem
kallaður er atvinnumaður við tamn-
ingar og gat sér gott orð á því
sviði. Síðastliðið ár vann hann aðal-
lega í Skagafírði og í Húnaþingi.
Þegar vinur minn Gunnar Dungal
í Dallandi spurði mig sl. haust um
traustan mann til að vinna í vetur
við Hestamiðstöðina í Dal kom nafn
Sigurðar fyrst upp í huga minn og
gekk jþað eftir að Sigurður var ráð-
inn. Ég benti honum einnig á sam-
starfsmann til að vera með Sigga,
sveitunga minn Helga Kjartansson
frá Hvammi. Var mér kunnugt um
að þeir félagarnir vom þegar komn-
ir í mikið álit hjá húsbændum sínum
í Dallandi, þeim Þórdísi og Gunnari.
Samstarf þeirra félaganna í
Hestamiðstöðinni í Dal hófst síðan
um áramótin og var með miklum
ágætum. Nokkrum dögum fyrir hið
hörmulega slys komu þeir sam-
starfsmennimir til okkar á skrif-
stofu Eiðfaxa, þessir lífsglöðu ungu
menn fullir af áhuga og bjartsýni
og að vanda var hesturinn og hesta-
mennskan aðal umræðuefnið. Ég
tel það hafi verið mér til gæfu að
kynnast svo ágætum manni sem
Sigurði H. Valdimarssyni þó að
samveruárin hafí orðið alltof fá.
Minningin um góðan dreng mun
lifa. Ég flyt foreldmm hans, systr-
um og öðmm aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigurður Sigmundsson
Kveðja frá bekkjarfélögum
Með þessum orðum viljum við
minnast bekkjarbróður okkar og
vinar, Sigurðar H. Valdimarssonar,
góðs drengs sem ólst upp með okk-
ur í Hveragearði.
Hann var sonur þeirra ágætu
hjóna Valdimars Ingvasonar og
Guðbjargar Jónu Sigurðardóttur.
Siggi, eins og hann var alitaf
kallaður, var með okkur í skóla frá
því í 6 ára bekk þangað til við luk-
um skólaskyldu 16 ára gömul.
Það varð okkur mikið áfall þegar
við fengum þær hörmulegu fréttir
að Siggi hefði látist í bílslysi þann
9. þ.m.
Þeir sem hann þekktu vita vel
hve eftirminnilegur hann var, smit-
andi kátínan fylgdi honum og
ógleymanlegur hlátur. Siggi var
alltaf á ferð og flugi, þegar einu
verkefni lauk var hann þegar kom-
inn á kaf í það næsta. Hann átti
mörg áhugamál en hestamennskan
heillaði hann mest. Hann varð þess
aðnjótandi að hafa áhugamál sitt
að atvinnu.
Við erum þakklát fyrir allar
ánægjulegu samverustundimar og
að hafa kynnst jákvæðu lífsviðhorfi
Sigga.
Við sendum fjölskyldu hans og
öðrum aðstandendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi
minningin um hans fallega bros
styrkja ykkur á erfiðum tímum.
Bekkjarfélagar
Hann var svo ungur og lífsglað-
ur. Hvers vegna þurfti einmitt hann
að verða eitt af fórnarlömbum plág-
unnar sem alltof oft heijar á
íslenska þjóðvegi? Þeirri spurningu
verður ekki svarað og fátækleg orð
duga skammt til þess að tjá hugsan-
ir okkar, þegar okkar elskulegi vin-
ur, Siggi Valda, er lagður til hinstu
hvíldar.
Sigurður Heiðar, en svo hét hann
fullu nafni, var fæddur 17. septem-
ber 1965, sonur hjónanna Guð-
bjargar Jónu Sigurðardóttur og
Valdimars Ingvasonar í Hveragerði
og ólst upp hjá foreldrum sínum
ásamt tveim yngri systram. Hann
sýndi snemma' mikla atorku bæði
við nám og störf, en þótt námsgáf-
ur væru nægar, lagði hann ekki
fyrir sig langskólanám, áhugi hans
beindist fljótlega fyrst og fremst
að hestum og hestamennsku. Hest-
amir tóku snemma mikið af tíma
hans og síðustu árin hafði hann
atvinnu af tamningum og sýsli við
hesta, bæði norðanlands og hér
syðra. í þessum störfum kynntist
hann fjölmörgum hestamönnum og
eignaðist góða vini í hópi þeirra.
Kynni þeirra af Sigga vom öll á
sama veg, félagar hans og vinnu-
veitendur ljúka upp einum munni
um einlægan og hreinskiptinn
dreng, sem átti létt með að blanda
geði við alla, eldri sem yngri.
Við höfum notið kynnanna við
Sigga í um það bil átta ár. Þau
sköpuðust í fyrstu af hestastússi,
en smám saman uxu þau og við
lærðum að þekkja persónu, sem á
margan hátt var óvenjuleg. Dreng-
skapur og hreinlyndi vom þeir þætt-
ir sem sterkastir vom í fari hans.
Hann sagði meiningu sína um hvað
sem var við hvem sem var, en hann
var frábitinn því að fella dóma um
aðra menn og vísaði öllu slíku frá
sér. Það fylgdi honum alltaf birta
og hressileiki og drengimir okkar
fögnuðu honum jafnt og við þegar
hann birtist. Hann var hjá okkur
við tamningar og við litum nánast
á hann sem einn af fjölskyldunni.
Hann var alltaf reiðubúinn til hjálp-
ar við alls konar viðvik og þegar
hlé varð á störfum var spjallað um
heima og geima. Margt sótti á huga
hans þó að helstu áhugamál hans
tengdust aðallega útivist og þá fyrst
og fremst hestum var hann alltaf
tilbúinn til viðræðna um hin óskyld-
ustu málefni, enda var hann víða
heima og gæddur góðum gáfum.
Síðast kom hann hingað, glaður
og hress að vanda, nokkmm
klukkustundum áður en hann dó.
Þá heimsókn og allar samvem-
stundirnar þökkum við og munum
um ókomin ár. Megi blessun Guðs
fýlgja vininum okkar góða og veita
líkn foreldrum hans og öðmm ást-
vinum.
Fjölskyldan
I Akurgerði.
Það dimmdi og hljóðnaði á okkar
heimili þegar við fréttum að það
hefði orðið slys. Kær vinur okkar
hafði látist í bflslysi, aðeins 25 ára
gamall í blóma lífsins.
Fyrsta hugsunin var að hann
hefði verið of efnilegur og góður
til að við fengjum að njóta hans
og verka hans hér á jörðinni.
Við vorum svo lánsöm að kynn-
ast Sigga og föður hans í gegnum
áhugamál okkar allra, hesta-
mennskuna. Það var eitthvað sér-
stakt í fari þessa unga manns, eitt-
hvað sem erfitt er að lýsa með orð-
um. Hann var í senn traustvekjandi
og hógvær, en jafnframt glettinn
og hress og smitandi hlátur hans
og skemmtileg tilsvör gerðu það
að verkum að manni leið svo vel í
'náVist HáHs.1 ’' ......
+
JÓHANN B. VALDÓRSSON
frá Eyri í Reyðarfirði,
lést á Vífilsstöðum að kvöldi 14. febrúar.
Ættingjar og vinir.
Eiginmaður minn,
FRIÐGEIR GfSLASON,
Suðurhólum 4,
lést á Landspítalanum 14. febrúar.
Sigurbjörg Óskarsdóttir,
börn og barnabörn.
+
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SAMÚEL BJÖRNSSON
bifreiðastjóri,
Dalbraut 21,
Reykjavik,
lést fimmtudaginn 14. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Margrét Bjarnadóttir og börn.
+
Eíginkona mín,
LÁRA VETURLIÐADÓTTIR,
Fjarðarstræti 6,
ísafirði,
lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 14. febrúar.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Guðmundur M. Ólafsson.
+
Fósturfaðir minn og afi,
GUÐMUNDUR HÓLM,
Skeggjagötu 23,
andaðist á elliheimilinu Kumbaravogi 15. febrúar sl.
Fyrir okkar hönd og annarra,
Jenný Árnadóttir,
Katrín Ösp Bjarnadóttir.