Morgunblaðið - 21.03.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 21.03.1991, Síða 11
r * ’-MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 VORIÐ I BERLÍN - PRAG - SALZBURG - VÍN - BÚDAPEST LISTAÓPERU- OO SÆLKERAFERÐ TIL HÖFUDBORGA MID-EVRÓPU25. mat- 7. júní. Sjáið söguna gerast! Berlín, ein merkasta og skemmtilegasta borg Evrópu, sameinuð á ný, múrinn fallinn, þú spókar þig á „Unter den Lind- en“ og ferð um Brandenborgarhliðið, sérð sam- skeyti austurs og vesturs eigin augum. Njóttu „Vorsins í Prag“ með kristalshljómi eftir að borgin losnaði úr fjötrum alræðis og kúgunar, sjáðu kennileiti hennar, kastalann, hallir og hundruð turna í fornfrægri borg lista og menning- ar í hjarta Evrópu. Salzburg, fæðingarborg tón- snillingsins Mozarts, sem allur heimurinn minnist í ár, 200 árum eftir dauða hans. Ævintýri líkust er þessi borg aftan úr öldum með Mozarthúsið, fagra garða og torg í sínu fegursta skrúði, Mira- belle, Hellbrunn. Hlustið á klið vorsins í Vínar- borg með sögu lista og menningar við hvert fót- mál, komið í Vínaróperuna, lista- söfnin, Stefánskirkju, Hofburg, Schönbrunn, Belvederegarðana, sjáið minnismerkin, þau ódauðlegu í tónlistinni eftir Haydn, Mozart, Beethoven, Schubert, Brahms, Ma- hler auk allra hinna tónskáldanna, sem bjuggu í Vín og gerðu hana að tónlistarhöfuðborg heimsins. Veislunni lýkur á „Ungverskri rapsódíu" í Búdapest á bökkum Dónár, einni fegurstu og fjörugustu borg Evrópu öldum saman, fullri af list og lífsnautn, þar sem sælker- inn og lífskúnstnerinn njóta sín best. HEIMSKLUBBUR INGÓLFS KYNNIR EINSTAKAR FERÐIR PERLUR S-AMERÍKU Skipulag og fararstjórh Ingólfur Guðbrandsson x.^t&ÉrJÍ. mwlÉEl 22. mars til 7. apríl SANTIAGO — BUENOS AIRES — RIO DE JANEIRO Kyrrahafsströndin, Andesfjöllin í Chile, einu fegursta landi heims, glæsilegur arkitektúr í Santiago og Buenos Aires, einni fegurstu borg heimsins með kaffihús, listalíf, torgin, blómstrandi garðana og breiðstrætin sín um hásumar, Iguazu, stærstu fossa veraldar og í lokin Rio, glaðværasta borg heimsins, þar sem þú gengur beint af lúxusgististaðnum út á Copacabanaströndina. Þetta er rjóminn af S-Ameríku, gististaðir í keðjunni „Leading Hotels of the World" „LÖND MORGUNROÐANS“ 6.-27. október. FILLIPPSEYJAR - JAPAN - FORMÓSA - THAILAND Fyrsta heimsreisan til Aust- urlanda fjær hefst með „Fi- estu“ í litríkri paradís Filippseyja. Koman til Jap- ans er eins og ferð inn í framtíðina; ævintýri, þar sem fortíð og nútíð, austur-r lenskt og vestrænt, blandast [ með alveg sérstöku móti. Á! eynni fögru, Formósu, finn- um við mestu kjörgripi kín- verskrar menningar í heimi; 5000 ára óslitin menning. Síðustu vikuna er dvalist á nýj- asta tískubaðstað Thailands, Jomtien. í* iA wssm - f « FEGURÐ OG FURÐUR AFRÍKU 6.-24. nóvember Heimsreisa siðasta árs til Suður-Afríku vakti mikinn áhuga og óskipta ánægju þátttakenda, jafnvel svo að þeir töldu hana bera af öll- um heimsreisunum 12, en nokkrir hættu við vegna ástæðulauss ótta. En nú gefst annað tækifæri, því ferðin verður endurtekin ANCiOL A MA*nrc iftHia # 11» /i ZlMÖABWfc AUL1 4 BOTSWANA vf • 1 1 NAMIBIA WmiSm f- ftoi í KMinTnn, ^onwiwrtuij A h«,|, • ttSOTMO 0"MJ IV' SUDAFRIKA S Ðu-Mii með svipuðu sniði í haust. Landið er eitt hið fegursta í heimi og náttúran með eindæmum fjölbreytt og lit- skrúðug, nærri 300 tegund- ir dýra, 500 tegundir fugla og 24.000 tegundir blóm- jurta. Ný lífsreynsla, sem enginn trúir nema sjá með eigin augum. Glæsileg hót- el, frábær matur og eð- alvín, verðlag mjög hag- stætt, hitastig hæfilegt, unt 25° C. Látið þennan óska- draum rætast núna, áður en verðlag þýtur upp, fjöldi erlendra gesta tvöfaldast á þessu ári. Arshátíð Heimsklúbbsins í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 12. apríl Aðgöngumiðar hjá Veröld AUSTURSTRÆTI17 SIMAR (91 )62 20 11 & 62 22 00 TÖFRAR ÍTALÍU 22. ágúst-5. sept. Heimsklúbburinn færði út starfs- svið sitt í fyrra með Lista- og óperuferð til Ítalíu, sem var svo rómuð af þátttakendum, að þeir þóttust enga ferð hafa farið á ævinni sem jafnaðist á við hana, að heimsreisum meðtöldum. Sannast þar að ferð og ferð eiga ekki saman nema nafnið. Ferðin verður í stórum dráttum með sama sniði: Flug til Milano og ekið þaðan um fegurstu héruð landsins, kringum Gardavatn, gist í Verona, en þar heyrum við óper- una Turandot á stærsta sviði heimsins með frægustu söngvur- um, skoðum Feneyjar, Florens með snilldarverkum endurreisn- arinnar eftir Leonardo da Vinci, Rafael, Michelangelo og aðra höf- uðsnillinga listarinnar, skoðum miðaldaborgirnar Siena, Perugia og Assisi, sem sjálfar eru eins og undurfagurt safn aftan úr öldum og endum ferðina í „Borginni eilífu“, Róm, fyrrum miðpunkti heimsins, en þaðan er flogið heim eftir einhverja mestu veislu, sem heimurinn hefur að bjóða þér. Sannmenntandi ferðalag, sem þú gleymir ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.