Morgunblaðið - 21.03.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 21.03.1991, Síða 14
14 MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991- „Þjófurimi kærði“ og fleira fyndið eftir Franziscu Gunnarsdóttur „Árásir og illmælgi“ Arthúrs Björgvins Bollasonar (Mbl. 15. þ.m.) var mér kærkomin sending sem svar við grein minni um „Að- för að látnum Iistamanni" (Mbl. 7. þ.m.). Þar stikla ég á ýmsum stein- um; tíunda m.a. dæmi um afspyrnu- léleg vinnubrögð A.B.B., sem ekki eiga samleið með fræðimennsku, hvaða nafni sem nefnist; minnist á rætin og hrokafull skrif hans um Gunnar Gunnarsson skáld í Þjóð- lífí, ásamt öðru sem A.B.B. hefur komið til leiðar í kjölfar þess. Skrif mín geymdi ég dijúgan tíma - sumpart svo menn fengju tækifæri til að sjá að sér, og síðan vildi ég ekki að þau drukknuðu í jólafári, yrðu þau að birtast á ann- að borð. Ekki varð Persaflóastríðið - annar eins athygligleypir - til þess að flýta fyrir að ég léti þau hleypa heimdraganum. Dálítið leitt þótti mér þó, er á hólminn var komið, að hafa ekkert nýtt fram að færa um vinnubrögð A.B.B. og almennt háttemi. Að vísu hefur þjóðinni gefist tækifæri til þess að fýlgjast smávegis með sýn- ishornum af hvoru tveggja í sjón- varpi og útvarpi RýV, en samt... Þá gerast þau undur og stór- merki, að A.B.B. sendir mér, fyrir augliti alþjóðar, splunkunýtt dæmi um verklag sitt! Og ég, sem ekki hafði ætlað að láta fleiri orð falla! Fjölfræðingurinn A.B.B. telur illa að sér vegið, saklausum manninum. - „Mikilli furðu“ olli honum líklega í reynd það, að svo rpegi brýna deigt járn að bíti. Þótti mér ekki síður fyndið, að A.B.B. nafngreinir bók sína 5 sinn- um í margslunginni hneykslan sinni á því, að hugsanlega hafi ég hvorki lesið hana spjaldanna á milli, né stuðst einvörðungu við þessa nýlegu opinberun á hyggjuviti hans og al- hliða visku, hvað þá lagt á mig nánast að læra framlagið utan að! Samanber perlurnar: „Við lestur fýrrnefndrar greinar gat ég ekki varist þeim grun að frúin hefði ekki lesið bókina." - „Það ýtir og undir þann grun að frúin hafi látið hjá líða að lesa „Ljóshærða villidýr- ið“ að hún byggir ásakanir sínar ekki á efni bókarinnar sjálfrar ...“ Meira að segja greinir hann vandlega frá því, hvar bókin kom út, og hvað kemur það „svari“ hans við? - Þykir honum „full ástæða til, vegna lesenda Morgunblaðsins, að fara nokkrum orðum um ásakan- ir frúarinnar um meinta „aðför“ mína að Gunnari Gunnarssyni skáldi". A.B.B. notar fjóra langa dálka til þess að reyna að slá ryki í augu almennings og að auglýsa bók sína! - Virðist ekki veita af, en komum að henni síðar. Lesendur minnislausir? Vegna lesenda Morgunblaðsins! - Heldur hann að þeir séu saman- safn glópa og ófærir um að draga eigin ályktanir, án handieiðslu „menningarpostula" RÚV, eða teyma megi þá út og suður? Heldur hann þá hvorki hafa aðgang að útvarpi né sjónvarpi? Hefur honum hugkvæmst hve margir þeirra kunni að hafa lesið óþverraskap hans í Þjóðlífi (júní, 1987, og apríl, 1988), ásamt ýmsu „fréttaefni“ hingað og þangað, þar sem „sölu- punkturinn“, samskipti Gunnars Gunnarssonar skálds við Þjóðveija, fór ekki fram hjá neinum? Heldur hann lesendum Mbl. m.a. ekki fært að muna - skamma lestr- arstund - hvaða bók er fjallað um í nauðaómerkilegum greinarstúfi án þess að nafn hennar sé marg- tuggið? Heldur hann þá vera greind- ar- og minnislausa með öllu? M.a. hafa margir þeirra vafalaust furðað sig á þyí, hvers vegna A.B.B. hefur hjá RÚV til skiptis verið kynntur sem bókmenntafræðingur, heimspekingur og sagnfræðingur. Og hvaða tilgangi þjónar nýja við- bótin: þáttagerðarmaður hjá Sjón- varpinu? - Er titlinum þeim kannski ætlað að gulltryggja vægi athafna hans og orða? En snúum okkur nú að bókinni, sem ber heitið: „Ljóshærða villidýr- ið“. Sé orðið villidýr notað um menn, þá gefur það til kynna eitt frum- stæðasta stig skepnunnar homo sapiens; hins viti borna manns, og það ætti ekki að geta verið broslegt á nokkurn hátt... Samt verð ég að viðurkenna, að þegar ég sá tilburðina við að aug- lýsa eigin bók ókeypis í Mogganum, svona rétt í leiðinni - og heilum 5 sinnum undir fullu nafni - að Franzisca Gunnarsdóttir „Dylgjur A.B.B. í tíma- ritinu og þekkingar- leysið varðandi Gunnar Gunnarsson, er mér nægilegt víti til varnað- ar gegn áhuga á „fræði- skrifum“ A.B.B., án hliðsjónar af efni þeirra. - Af hverju ætti ég að telja eitthvað til slíks manns sækjandi, fremur en ég leita fróð- leiks í hasarblöðum eða Andrési önd?“ ógleymdum öðrum bröndurum, þá þótti mér jafnvel bókarheitið hlægi- legt. Og fyrst ég er í játningahorninu, þá hæfír að ég viðurkenni það, að þegar ég frétti nafn væntanlegrar ritsmíðar eftir A.B.B. þá vildi svo til, einhverra ástæðna vegna, að í sakleysi mínu hélt ég upphaflega, að hér hlyti að vera um sjálfsævi- sögu hans að ræða, og ekki þótti mér hún áhugaverð. Er síðar kom í ljós hvað var á ferðinni, þá lá beint við að fá bók- ina lánaða og fletta upp „gullkom- unurn" um Gunnar Gunnarsson (ásamt blaðsíðutali) í efnisupptaln- ingunni. Ég fagna óvæntu tækifæri til þess að upplýsa hér, að vitanlega kom mér ekki til hugar að lesa stakt orð, fram yfir bráða nauðsyn, eftir mann sem lýsir „fræðimennsku“ sinni best sjálfur í Þjóðlífsgreinum sínum ogýmsu öðru háttalagi, enda vitna ég í skrif A.B.B. og kryf þau dálítið. Olánlegt er honum það, að skrif- in sín getur hann ekki einskorðað - eftir hentisemi - við þann hluta þeirra, er hann telur sér hagstæð- astan hveiju sinni. Gunnar Gunnarsson söluagn Dylgjur A.B.B. í tímaritinu og þekkingarleysið varðandi Gunnar Gunnarsson, er mér nægilegt víti til varnaðar gegn áhuga á „fræði- skrifum" A.B.B., án hliðsjónar af efni þeirra. - Af hveiju ætti ég að telja eitthvað til slíks manns sækj- andi, fremur en ég leita fróðleiks í hasarblöðum eða Andrési önd? Enda engin furða. Maðurinn virð- ist ekki einu sinni vera læs, sam- kvæmt sérkennilegri „vöm“ hans gegn einhveiju, sem grein mín fjall- ar ekki um. Hins vegar grunar mig, að ekki sé ég ein um að vera orðin lang- þreytt af mörgu, sem sjálfsagt þyk- ir að bjóða almenningi og ber ekki vott um annað en forkastanlega ósvífni. Út í þá sálma ætla ég ekki frekar hér, enda hefur efniviðurinn hlaðið utan á sig og verður því að birtast við annað tækifæri... í grein minni í Mbl. nefni ég bók A.B.B. ekki einu sinni með nafni, heldur get þess að útkoma hennar hafi verið boðuð í Þjóðlífi; að hún hafi verið gefin út fyrir sl. jól og hvar; að í henni fari A.B.B. sér hægar heldur en í tímaritinu; að útkómu hennar og efni hafi verið slegið upp sem meiriháttar frétt í sjónvarpi RÚV þar sem Gunnar Gunnarsson hafi verið söluagn A.B.B., og að Ríkisútvarpið hafi líka dillað henni. Fram yfir það virði ég „Ljós- hærða villidýrið" einskis, hvorki í skrifum mínum né að öðm leyti. Ábending mín um áhuga Þjóð- veija á norrænni menningu var til fréttastofu RÚV, svo sem stendur ským máli í Mbl.greininni, vegna „fréttaflutnings" Ingimars Ingi- marssonar. Eg tíunda „fréttina" nokkuð nákvæmlega og er m.a. ósátt við að einhver bók starfs- manns RÚV sé auglýst á þennan hátt. En nú ber svo heppilega við, að A.B.B. sendir mér þessar viðbótar- upplýsingar: ... „hún byggir ásak- anir sínar ekki á efni bókarinnar sjálfrar, heldur fyrst og fremst á nokkrum orðum sem ég lét falla í viðtali við Helga H. Jónsson frétta- mann í sjónvarpinu skömmu eftir að bókin kom út.“ - Þetta má skoða lið fyrir lið: 1) Ég þekki ekki nokkurn mann, sem myndi að óþörfu byggja eitt né neitt á skrifum A.B.B. eftir að hafa orðið vitni að vinnubrögðum hans. _ 2) Ég kyngi því ekki þegjandi til lengdar, að A.B.B. komist upp með að misnota nafn afa míns sjálfum sér til uppsláttar, með hroka, drambi og aukreitis af þvílíkri van- þekkingu að undrum sætir - og gera það allt saman í skjóli „fræði- mennsku". 3) Fróðlegt þykir mér - sé mark takandi á orðum A.B.B. í þetta skiptið - að sjónvarp RÚV virðist hafa hampað bók hans tvívegis í fréttatíma, ekki aðeins í „frétta- pistli“ undir stjórn Ingimars Ingi- marssonar, heldur jafnframt ein- hvern tíma undir stjóm Helga H. Jónssonar! Einkamál ættingja? Ekki hefur mér borist þessi vitn- eskja fyrr en nú, og hvernig er það með Útvarpsráð? Finnst því þetta sæmandi? Þann 7. þ.m. æskti ég umsagnar þess — hvenær er sú umsögn væntanleg hér í Morgun- blaðinu? Hefur siðanefnd blaðamanna ekkert um málið að segja? Þá á ég auðvitað við „fréttaflutning" RÚV í sjónvarpinu - og það ef til vill tvívegis! Telja Rithöfundasamband Is- lands og Bandalag íslenskra lista- manna svona aðfarir sér gjörsam- lega óviðkomandi; einkamál ætt- ingja? Jæja, mennirnir eru eins misjafn- ir og þeir eru margir. Þannig ætlar góður maður flestum gott eitt; skattsvikari þykist vita, að „allir" svíki undan skatti; duglaus maður álítur oft, að ríkir verði aðrir aðeins fyrir óheiðarleika, sjúklega ágirnd, eða hvort tveggja; fantur verður æfur af hneykslan, fái hann ekki að þjösnast í friði; heimskur maður á í höggi við meðfætt dómgreindar- leysi og sér sjaldnast skóginn fyrir tijám... Síðan bylur hæst í tómri tunnu, og stundum þykir mér dægrastytt- ing í því að framkalla bergmál tóm- leikans. En snúum okkur aftur að „varn- arræðu" A.B.B.: Best af öllu þótti mér þessi send- ing til mín: ... „enda fær hún að standa reikningsskil þeirra orða á öðrum vettvangi." - Og skelfist nú alheimur fyrir þrumugný og elding- um þessa andlega ofurmennis, eða hvað? Ég skil mjög vel að A.B.B. vill fremur að ég standi „reikningsskiT' orða minna á „öðrum vettvangi“ en fyrir augum almennings . .. Þegar mér hafði tekist að hemja hláturinn rifjaðist upp fyrir mér skondin vísa, sem mun vera eftir Jón Pálmason frá Akri, og hún er svona: Varla kosta minna mátti málabrasið þar, þjófurinn kærði þann sem átti það sem stolið var. NÝR, GLÆSILEGUR MATSEÐILL Á ASKI! íslenskir sælkerar eru kátir yfir nýjum og óvenju fjöl- hreyttum matseóli okkar. Aft sjálfsögðu er það vinsadasta af eldri matseðli enn til staðar en við hefur hæst fjöldinn allur af girnilegum réttum. DÆMI UM NÝJA RÉTTIs Landið og miðin. Góð hlanda fyrir sælkera: Nautasteik að hætti hússins horin frain með humarhölum og kryddsmjöri. Súpa dagsins og salatbar fylgja. Verð: 1990 kr. H vítlaukspiparsteik. Safaríkur nautahryggsvöðvi, léttkryddaður með hlöndu af ferskum pipar og hvítlauk. Borinn fram með hvít- laukspiparsósu. Súpa dagsins og salathar fylgja. Verð: 1950 kr. Túnfiskskál að hætti Ilelga niagra. Verð: 560 kr. ASKUR S T E I K H Ú S Suðurlandsbraut 4, sími 38550 Höfundur fæst við ritstörf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.