Morgunblaðið - 21.03.1991, Side 21

Morgunblaðið - 21.03.1991, Side 21
, ^pfiQUNBLAÐjÐ .FIMMTUIjAplffl ,31. MARfi ,19,91 {21 Sagnfræðingafélag íslands: Ráðstefna um sam- tímasögurannsóknir Sagnfræðingafélag íslands heldur ráðstefnu um samtímasögu- rannsóknir í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands, laug- ardaginn 23. mars kl. 13.30-16.30 í stofu 101. Á ráðstefnunni verða flutt sex stutt erindi og að þeim loknum fara fram umræður. Bjarni Sigtryggsson „Rás 2 er ekki sjálfstæð útvarpsstöð, heldur að- eins hluti af heildar dagskrárgerð Ríkisút- varpsins. Þar er að störfum dagskrárfólk Ríkisútvarpsins; dag- skrá rásarinnar er einn þáttur dagskrárstefnu útvarpsins og miðast við það að uppfylla óskir hlustenda um land allt.“ Háskólasjónvarp yrði einskorðað við fræðsluefni, sérhæft. kennsluefni — og næði því ekki að þjóna þeim þætti hlutverks ríkissjónvarpsins, að veita almenningi fræðandi og upplýsandi dagskrá. Háskólasjónvarp yrði sér- hæft og hefði ekki þá breidd í efni né dagskrárheild að laðaði til sin almenna áhorfendur. I þriðja lagi yrði sú hætta fyrir hendi, að með því að komið yrði á laggirnar sérstöku kennslusjónvarpi Háskólans teldu forráðamenn dag- skrár Ríkissjónvarpsins sig þar með lausa undan tiltekinni kvöð um hlut- fall fræðsluefnis í dagskrá, jafnvel hlutfall fræðandi efnis. Þá er ekki nefndur sá þáttur er lýtur að útgjöldum hins opinbera til rekstrar Háskólasjónvarps. Bates hefur gert svofellda flokkun á fræðsluhlutverki rtkisútvarps og sjónvarps. Annars vegar er um form- legt fræðsluvarp að ræða, sem skipt- ist í beint og óbeint kennsluefni. Hinsvegar um óformlegt fræðslu- varp, sem hann skiptir í fimm undir- flokka: 1. Að jafna undirbúning barna fyrir skólagöngu. Þetta er gert með markvissri uppbyggingu barna- efnis. 2. Að draga úr misvægi þekkingar eftir skólagöngu. Slfkt er einkum gert með fræðsluþáttum fyrir sér- staka markhópa. 3. Samfélagsleg fræðsla, sem eru almennir fræðandi þættir. 4. Að virkja hlustendur til þátttöku. Dæmi um slíkt eru Þjóðarsálin og þættir þar sem leitast er við að svara fyrirspumum hlustenda. 5. Að mæta stöðugri þörf almenn- ings fyrir fróðleik, menntun og þekkingaröflum. Þessum fimmta lið er skipt í þijá undirliði: a) almennt fræðandi efni, svo sem fréttir, fréttatengdir þættir, tón- list, leiklist og menningármál. b) símenntun, svo sem fræðileg erindi og þættimir um íslenskt mál. c) fjarkennsla eins og tungumála- kennsla útvarps og sjónvarps. Það er einkum hið síðasta af þessu sem Háskólaráð hefur í huga, en er þá um leið að slíta taug úr heildar fræðslu- og menntunarhlutverki Rík- isútvarpsins. Flóðalda erlendrar lágmenningar Nú liggur fyrir stefna Sjálfstæðis- flokksins varðandi málefni Ríkisút- varpsins fyrir komandi kosningar, og bent hefur verið á að finna mætti hliðstæðu í stefnu Alþýðuflokksins. Svo er þó ekki, ef grannt er skoðað. Í nýútkominni kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins") (bls. 18) segir að vísu: „Ríkisfyrirtækjum í sam- keppnisgreinum á að breyta í hluta- félög og selja þau einkaaðilum þar sem því verður við komið.“ Vegna hlutverks og skyldu Ríkisútvarpsins er þar ekki um að ræða ríkisfyrir- tæki í samkeppnisgreinum, og í stefnu flokksins um menntunar- og menningarmál segir m.a. (bls. 33): „ . . .með hagnýtingu nútíma fjar- skipta- og fjölmiðlunartækni steypist flóðalda erlendrar lágmenningar yfir landsmenn. Við því Verður ekki brugðist á annan hátt en með því að efla innlenda menningu og list- sköpun og sjálfsvitund þjóðarinnar á sviði menningar.“ Það gefur auga- leið, að vegna smæðar þjóðarinnar en dreifðrar byggðar eru nú auknar skyldur lagðar á herðar Ríkisútvarp- inu og sjónvarpi þess. Ríkisútvarpið er hluti byggðastefnu Ríkisútvarpið er hluti af innviðum byggðar í landinu, rétt eins og vega- kerfið. Dagskrárheild þess verður að þjóna öllum landsmönnum. Þeir sjálf- stæðismenn, sem vilja halda Islandi öllu í byggð hljóta að fallast á þau sjónarmið, að Ríkisútvarpið hafi þar grundvallarhlutverki að gegna. Hitt er svo annað mál og sjálfsagt, að þar sem því verður við komið er æskilegt að í boði séu valkostir um sjónvarpefni. En það verður óhjá- kvæmilega um langa framtíð að verða eins konar eftirréttur fremur en meginmáltíð. ) Bates, A. (1984) Broadcasting in Education, London: Constablc. ”) Alþýðuflokkurinn (1991) Kosninga- stefnuskrá 1991, Reykjavík. Höfundur hefur starfað við fréttamennsku og dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu. Eftirtaldir sagnfræðingar flytja erindi: Dr. Stefán Hjartarson: Eru samtímasögurannsóknir vanrækt- ar?, dr. Gísli Ágúst Gunnlaugsson: í hvaða farvegi falla rannsóknirn- ar? Friðrik Gunnar Olgeirsson: Er öll önnur saga en þjóðarsaga ann- ars flokk? Árni Daníel Júlíusson: Miðlun samtímasögu, Eggert Þór Bernharðsson: Heimildir samtíma- sögunnar, Ragnhildur Vigfúsdótt- ir: Er verk- og tæknimenntun 20. aldar að fara í glatkistuna? Kaffihlé verður að loknu þriðja erindinu um kl. 15.00. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) þvílíkt lán! Stendur þú í byggingarframkvæmdum en leiðast jafnframt ferðirnar til bankastjóra? Komdu þá fagnandi í verslanir okkar þar sem við bjóðum þér einstaklega þægilega leið til að einfalda flókinn hlut. ByGGINGARVELTA er nýjung sem felur í sér allt að 36 mánaða lán til kaupa á byggingarvörum sem þú kaupir í verslunum okkar! Það sem meira er - lánið er á venjulegum bankakjörum. Um tvenns konar tilboð er að ræða: Nýbyggingarboð og Viðhaldsboð. NÝBYGGINGARBOÐ er ætlað þeim sem eru að ganga frá íbúð á byggingarstigi. VIÐHALDSBOÐ er fýrir þá sem eru að lagfæra eða gera upp íbúð sína. Aðeins traustar vörur á góðu verði! Þetta einstæða tilboð nær til hreinlætistækja, gólfefha, málningar, innréttinga,.verkfæra, heimilistækja og annarra þeirra vörutegunda sem nauðsynlegar eru við lokafrágang og viðhald íbúða. Að sjálfsögðu bjóðum við aðeins traust og viðurkennd vörumerki! Byggingarveltan er einföld í framkvæmd, hagkvæm - og sjálfsögð! Nokkur hinna traustu vörumerkja sem i boði eru. m Grensásvegi 11 S. 83500 JHV METRO Álfabakka 16 S. 670050 íarma Bœjarhrauni 16 S. 652466 G.Á. Böðvarsson hf. Austurvegi 15, Selfossi S. 21335 ingar _ |p flstan hf ranesi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.