Morgunblaðið - 21.03.1991, Page 33

Morgunblaðið - 21.03.1991, Page 33
f- ieei sham .ia auoAairrMi«n aiaAJawuoaoM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991 Þroun ofurfrárr- ar farþegaþotu miðar mjög’ vel Washington. Reuter. BANDARÍSKIR embættismenn segja að þróun ofurfrárrar þotu sem flogið gæti á tveimur tímum frá New York til Tókýó sé það vel á veg komin að hægt verði að taka um það ákvörðun árið 1993 hvort ráðist skuli í smíði hennar. Þotan sem gengur undir heitinu Að sögn Thompsons eiga fimm X-30 er bæði hugsuð til farþegaflugs fyrirtæki samstarf um þróun og og til geimferða. Hún myndi nota venjulega flugvelli og fara út fyrir gufuhvolf jarðar á ferð sinni milli staða. Af þeim sökum myndi hún fljúga á ofurhraða, þ.e. ekki undir fimmföldum hraða hljóðsins, og vera aðeins tvær stundir frá New York til Tókýó í stað 12 stuncla sem það tekur hefðbundnar farþegaþotur að komast þar á milli. „Við ráðgerum að hefja tilrauna- flug seint á tíunda áratugnum," sagði John Welch, aðstoðar varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, er hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd- um sem fjalla um málefni hersins og geimrannsóknir. James Thompson, aðstoðarfor- stjóri bandarísku geimferðastofnun- ar (NASA), sat einnig fyrir svörum hjá nefndinni og sagði að nú þegar hefðu verið smíðaðir hreyflar sem til greina kæmi að nota. Hefðu þeir í tilraunum framleitt afl sem nægði til að koma flugvél á fjórtánfaldan hljóðhraða. Vísindamenn hefðu sannreynt nú þegar að hægt yrði að nota svokallað krapavetni sem eldsneyti, þ.e. blöndu af vetni í fljót- andi og föstu formi, en við það spar- ast þyngd. Thompson sagði einnig að gerðar hefðu verið tilraunir að undanförnu með byrðingsplötur. Væru þær úr kolefnablöndu með kísilkarbíðshúð og reyndus^ þola allt að 2.760 stiga hita á Celcíus án þess að missa eigin- leika sinn og styrk. Það staðfesti að flugvélin myndi hæglega þola þann mikla núningshita sem mynd- ast er hún kæmi að nýju inn í gufu- hvolfið. smíði þotunnar en það eru General Dynamics, McDonnell Douglas, Pratt and Whitney og tvö fyrirtæki Rockwell International-samsteyp- unnar. A flugmálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Maníla á Filippseyjum bauð Alexander Gerasjenko, aðstoð- arflugmálaráðherra Sovétríkj anna, vestrænum fyrirtækjum til sam- starfs um þróun og smíði nýrrar tegundar af geimferju og ofurfrárrar farþegaþotu. Sagði hann Sovétmenn tilbúna að leggja fram þá reynslu og þékkingu sem þeir hefðu á smíði flugvéla og geimflauga en sagði þá ekki hafa fjármagn til að ráðast í verkefni af þessu tagi eina og sér. Með fjölþjóðlegri samvinnu ætti að vera hægt að spara mikinn tíma við þróun og smíði fárartækja af þessu tagi. Edwards Heaths, sem hún felldi í leiðtogakjöri fyrir sextán árum en hann skirrtist aldrei við að gagnrýna hana. Undir fjögur augu hafa vinir Thatcher eigi að síður mátt hlýða á langar einræður þar sem hún fer hörðum orðum um Major. Margir þeirra hafa verið ófeimnir við að koma þessari óánægju á framfæri. Þessir aðilar hafa einkum fengið að viðra skoðanir sínar í Sunday Tele- graph. Undanfarnar vikur hefur Chris Patten, formaður íhaldsflokks- ins og þekktasti talsmaður félags- legu markaðshyggjunnar, verið sak- aður á síðum blaðsins um hálfvelgju, fals, hræsni og uppgerð. Skotspónn slíkra ásakana er auðvitað forsætis- ráðherrann og nýlega sagði blaðið að hann ætti við „vitsmunalega hlé- drægni“ að stríða. En Major er allt of vinsæll til þess að hægt sé að vega beint að honum og vinir Thatcher segja að hún hafi enn dálæti á honum. En það hafi ekki komið í veg fyrir að hún græfi undan honum með lymskulegum hætti. „Hún er líkust pólitískri hand- sprengju sem liggur í leyni með pinn- ann úti,“ segir White í The Guardian. Major hefur þegar gert lýðum ljóst að hann vilji að Bretar taki virkari þátt í samstarfínu innan Evrópu- bandalagsins en Thatcher fer heldur ekki leynt með þann ásetning sinn að leggjast gegn allri eftirgjöf í málefnum Evrópu. í samkvæmi ekki alls fyrir löngu fór Thatcher ekki dult með óbeit sína á tvístíganda- hætti Þjóðveija og annara megin- landsbúa í Persaflóastríðinu. Og þótt Major hafi gefíð í skyn að Bretar kynnu einhvern tíma að fallast á hugmyndina um sameiginlegan evr- ópskan gjaldmiðil þá sagðist That- cher nýlega á fundi í kjördæmi sínu myndu beijast gegn slíku á meðan þess væri nokkur kostur. Heimild: International Herald Tribune. Verið velkomin f Metró þvf sjón er söqu rfkarl. M. METRO ÁLFABAKKA 16 - 109 REYKJAVlK - SlMI 670050 A INNRÉTTINGAR *— \ KAM - ný lína í innréttingum í Metró KAM - eldhús- og baðinnréttingar, innihurðir og fata- skópar. KAM - innréttingar eru vönduð íslensk framleiðsla ó ótrúlega góðu verði. KAM - er ný lína f innréttingum, sem aðeins fœst í Metró. KAM - innréttingar eru smfðaðar í einingakerfi, svo þú rœður hve stórar þœr eru. Þú getur líka lótið sérsmíða KAM - innréttingarnar. KAM - innréttingar fóst í mörgum litum og mörgum viðartegundum. Munið hin frábœru kjör hjá BYGGINGAVELTUNNI, þar sem unnt er að skipta greiðslum niður á langan tíma, og láta þannig drauminn um fallegra heimili rœtast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.