Morgunblaðið - 21.03.1991, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1991
37
Eiríksson
5-68
Haustið 1944 var mynduð hin
svokallaða, nýsköpunarstjórn undir
forsæti Ólafs Thors, þáverandi
formanns Sjálfstæðisflokksins, en
aðild að henni áttu auk flokks for-
sætisráðherra Alþýðuflokkurinn og
Sósíalistaflokkurinn, er tekið hafði
það nafn upp árið 1939, þegar
Kommúnistaflokkurinn var lagður
niður undir því nafni. Hafði utan-
þingsstjórn setið við völd síðustu
tæp tvö ár, því að eftir kosningar
til Alþingis haustið 1942 hafði ekki
fyrr tekist að mynda ríkisstjórn er
nyti stuðnings meirihluta á þingi.
Framsóknarflokkurinn einn lenti í
andstöðu við nýsköpunarstjórnina,
ekki þó vegna ágreinings um stefnu
í efnahagsmálum, heldur, að því ég
bezt veit, átti rót sína að rekja til
óvildar, er skapast hafði milli for-
ystumanna Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokks þegar samstjórn þess-
ara flokka undir forsæti Hermanns
Jónassonar klofnaði út af kjör-
dæmamálinu vorið 1942.
Á stríðsárunum höfðu íslending-
ar safnað miklum innstæðum í er-
Iendum gjaldeyri. Hinsvegar höfðu
framleiðslutæki landsmanna gengið
mjög úr sér á styijaldarárunum, því
að engin tök voru á því að end-
urnýja þau, þar sem styrjaldar-
ástandið kom í veg fyrir að hægt
væri að útvega nauðsynjar til
slíkrar endumýjunar. Reyndar var
ástandið í þessum efnum orðið mjög
slæmt við upphaf styrjaldarinnar.
Þannig bendir Benjamín á það í
fyrrgreindri bók sinni, að skip í
togaraflotanum, sem var ein helzta
undirstaða útflutnings okkar, hafi
að meðaltali verið 18 ára gömul.
Kreppan á fjórða áratugnum olli
því, að ekki síst þau fyrirtæki er
stunduðu framleiðslu til útflutnings
töldu sig ekki hafa ráð á því að
endurnýja framleiðslutækin. Eng-
inn ágreiningur var því um það, að
brýna nauðsyn bæri til þess fyrir
íslendinga að gert yrði stórt átak
til þess að endurnýja og auka fram-
leiðslutækin og nýta þau tækifæri
í þessu efni, sem hinn gildi gjaldeyr-
issjóður, sem safnast hafði á
stríðsárunum, bauð upp á. Hlyti það
að vera forgangsverkefni hverrar
þeirrar ríkisstjórnar, er að völdum
sæti, að greiða fyrir þessu. En slíka
fyrirgreiðslu mátti veita á fleiri en
einn veg.
Tvær leiðir hlutu þar einkum að
koma til greina.
Önnur var sú, að gera ráðstafan-
ir til þess að koma á jafnvægi í
efnahagsmálum, þannig að verð-
bólga væri stöðvuð, gengi skráð
þannig, að útflutningsframleiðslan
gæti borið sig o.s.frv. Með því móti
mætti skapa skilyrði fyrir því, að
fyrirtæki teldu fýsilegt að ráðast í
kaup á framleiðslutækjum og aðrar
framkvæmdir í þágu atvinnurekst-
urs. Að öðru leyti væru bein af-
skipti hins opinbera af því, hvers-
konar framkvæmdir skyldi ráðist í
og hveijir það gerðu, ekki nauðsyn-
leg.
Hin leiðin var sú, að ríkisvaldið
taki alla yfirstjórn þessara mála í
sínar hendur og ákveði hvers konar
framleiðsutæki skyldu keypt og
hveijir fengju að kaupa þau. Þetta
var sú leið, sem farin var af nýsköp-
unarstjórninni. Komið var á fót svo-
kölluðu Nýbyggingarráði, sem ann-
ast skyldi yfirstjórn þessara mála,
og skyldi það fá yfirráð yfir rúmum
helmingi gjaldeyrisforðans til ráð-
stöfunar í þágu nýsköpunarinnar.
Svo virðist sem mjög víðtæk sam-
staða væri um það meðal stjórn-
málamanna, að þessi leið skyldi
valin, því að Framsóknarflokkurinn,
sem var einn í stjórnarandstöðu,
vildi ganga enn Iengra í því en
stjórnarflokkarnir að ráðstafa
gjaldeyrisforðanum í þágu nýsköp-
unar og þáði hann boð ríkisstjómar-
innar um að fulltrúi þeirra tæki
sæti í Nýbyggingarráði. En þó að
góður árangur yrði af mörgum þeim
ráðstöfunum, sem gerðar voru á
vegum Nýbyggingarráðs, voru
verulegir annmarkar á því að
standa þannig að málum sem gert
var við framkvæmd nýsköpunarinn-
ar. Frá sjónarmiði þeirra, sem trúa
á fijálsan markað og einkaframtak
má í rauninni segja, að byijað væri
á öfugum enda við lausn þess að-
kallandi vandamáls, að tryggja á
sem hagkvæmastan hátt endurnýj-
un og aukningu framleiðslutækj-
anna í íslensku atvinnulífi. Ríkis-
valdið kom á fót valdamikilli nefnd
eða ráði til þess að veita gjaldeyris-
leyfi og aðrar opinberar fyrir-
greiðslur til þeirra aðila, sem áhuga
höfðu á þátttöku í nýsköpunarfram-
kvæmdunum. En hveijir voru
líklegir til þess að sýna slíkan
áhuga? Vegna þess mikla ójafnvæg-
is, sem var í íslenzkum efnahags-
málum í lok stríðsins, var ólíklegt
að einkaaðilar gætu sýnt slíku mik-
inn áhuga. Erlendur gjaldeyrir var
skráður á miklu lægra verði reiknað
í íslenzkum krónum en raunhæft
var, þannig að auðsætt var, að nær
öll útflutningsframleiðsla yrði að
öllu óbreyttu rekin með verulegu
tapi. Svarið við ábendingum um
þetta var það af hálfu formælenda
nýsköpunarstjórnarinnar, að gera
mætti sér góðar vonir um það, að
hin nýju framleiðslutæki myndu
auka svo afköst í framleiðslunni að
hið skráða gengi gæti orðið raun-
hæft og þyrfti því ekki að grípa til
gengislækkunar eða annarra ráð-
stafana, er hefðu kjaraskerðingu í
för með sér. Ólafur Thors benti
þeim flokksmönnum sínum, er ótt-
uðust að nýsköpunin myndi leiða
til meiri þjóðnýtingar framleiðslu-
tækjanna en æskilegt væri, á það,
að samkvæmt þeim reglum, er
Nýbyggingarráði væri ætlað að
fylgja, skyldi gera öllum formum
atinnureksturs jafnhátt undir höfði,
hvort sem um einkarekstur, sam-
vinnurekstur eða opinberan rekstur
væri að ræða. Þetta var út af fyrir
sig rétt, .en breytti engu um það,
að óvi'ssan um rekstrargrundvöll
útflutningsframleiðslunnar gerði
einkaaðila ófúsa til þess að ráðast
í kaup á dýrum framleiðslutækjum
svo sem togurum, þótt fáeinir, sér-
staklega dugmiklir einstaklingar,
svo sem Tryggvi Ófeigsson útgerð-
armaður, gerðu kaup á nýjum tog-
urum. Til þess að tryggja það, að
hin nýju skip yrðu þó rekin þrátt
fyrir allt réðust margar bæjar-
stjórnir í það að koma á fót útgerð-
um, er reknar voru af bæjarfélögun-
um. Jafnvel í Reykjavík, þar sem
sjálfstæðismenn voru í meirihluta,
var stofnuð bæjarútgerð — en þá
var Reykjavík kölluð bær en ekki
borg. Ekki reyndust bæjarútgerð-
irnar þó hentugt form fyrir rekstur
útgerðar, en það er önnur saga, sem
ekki verður rakin hér.
Það urðu þannig opinberir aðilar,
svo sem sveitarfélög og þó einkum
ríkið, sem öðru fremur hlýddu því
kalli að ráðast í nýsköpunarfram-
kvæmdir. Á vegum ríkisins var sér-
stök áherzla lögð á byggingu síldar-
verksmiðja, þannig að hafist var
handa um bygingu ekki færri en 5
síldarverksmiðja er reknar skyldu
af ríkinu. En það reyndist auðveld-
ara að byggja verksmiðjurnar en
koma þeim í „ganginn" svo vitnað
sé í ummæli er Skúli Guðmundsson,
þingmaður Vestur-Húnvetninga, lét
falla í eldhúsumræðum á Alþingi
vorið 1946. Hafði þá borið á góma
bygging glæsilegrar síldarverk-
smiðju ríkisins, sem þá var verið
Ólafur Thors
Bjarni Benediktson
að reisa á Skagaströnd í Austur-
Húnavatnssýslu í nágrannakjör-
dæmi Skúla. Honum fannst fátt um
framkvæmdina og vitnaði í þjóð-
sögu um frásögn íslenzks bónda,
er kom til Danmerkur, af vindmyllu
er hann sá þar og var hið mesta
furðuverk í hans augum. Lýsti
bóndi myllunni svo: „Fyrst er spýta,
svo er spýta, svo er spýta í kross,
svo er spýta upp, svo er spýta niður
og svo fer allt í ganginn." En þessi
verksmiðja mun aldrei fara í gang-
inn, sagði Skúli svo að lokum. Því
miður reyndist Skúli þarna sann-
spár. Þessi verksmiðja, sem svo
mjög hafði verið vandað til, fór í
rauninni aldrei í ganginn, ekki
vegna þess að vélakostur og annar
útbúnaður væri ekki í góðu lagi,
heldur að hún fékk aldrei neitt
umtalsvert hráefni til vinnslu.
Sem betur fer var saga þessarar
síldarverksmiðju fremur undan-
tekningardæmi um árangur ný-
sköpunar, en breytir engu um það,
að þær björtu vonir, sem fylgjendur
hennar höfðu gert sér í upphafi
hennar, rættust aðeins að takmörk-
uðu leyti. Þannig brást vonin um
það, að afkastaaukning sú, er leiða
myndi af nýsköpunarframkvæmd-
unum, gerði óþarfar ráðstafanir svo
sem gengislækkun til þess að skapa
útflutningsframleiðslunni rekstrar-
grundvöll. Þegar á öðru ári nýsköp-
unarinnar, eða árið 1946, varð að
grípa ti! þess, þar sem samkomulag
varð ekki um aðrar ráðstafanir, að
ríkissjóður ábyrgðist lágmarksverð
á fískafurðum og fóru þær ábyrgð-
ir og uppbætur á útfluttar afurðir
á grundvelli þeirra svo stöðugt vax-
andi þar til árið 1950 þegar löggjöf
var sett um aðgerðir í efnahagsmál-
um á grundvelli álitsgerðar, er
Benjamín hafði látið stjórnvöldum
í té sumarið 1949. Það, sem hér
hefir verið sagt um nýsköpunar-
stjórnina, má ekki túlka þannig, að
ég telji að Ólafur Thors hafí gert
stjórnmálalega skyssu þegar hann
ákvað að mynda stjórn með verka-
lýðsflokkunum, sem svo nefndu sig.
Þvert á móti tel ég, að myndun
slíkrar stjórnar hafi á þeim tíma
verið sterkur pólitískur leikur af
hálfu hans og hygg ég, að sú hafi
einnig verið skoðun þorra flokks-
Ólafur Björnsson
Eysteinn Jónsson
manna hans og jafnvel líka and-
stæðinga hans. Vissulega voru
miklir gallar á efnahagsstefnu ný-
sköpunarstjórnarinnar, en á þeim
tíma voru varla stjórnmálaleg skil-
yrði fyrir nokkru betra. Hefði Ólafi
ekki tekist að mynda slíka stjórn
hefði niðurstaða tilrauna til stjórn-
armyndunar án efa orðið einhvers
konar vinstri stjórn. Sú stjórn hefði
að vísu sennilega fylgt svipaðri
stefnu í grundvallaratriðum hvað
efnahagsmálin snerti og nýsköpun-
arstjórnin gerði, en frávikin frá
stefnu hennar hefðu vafalaust verið
í átt til meira ójafnvægis, meiri
hafta og ofstjórnar.
Sljórnarslitin haustið 1946,
hagfræðingaálitið frá sama
ári og Stefanía
Haustið 1946 klofnaði nýsköpun-
arstjórnin, ekki þó vegna ágreinings
um stefnu í efnahagsmálum, heldur
vegna utanríkismála. Eftir að mál
það, sem olli stjórnarslitunum, en
það var ágreiningur um samning
við Bandaríkjamenn um afnot af
Keflavíkurflugvelli vegna hernaðar-
legra skuldbindinga þeirra í Evrópu,
hófust viðræður milli stjórnmála-
flokkanna um hugsanlega stjórnar-
myndun. Tóku allir þeir flokkar, er
áttu menn á Alþingi, þátt í þeim
viðræðum í fyrstu, þannig að stefnt
var þannig að þjóðstjórn, sem allir
stjórnmálaflokkarnir ættu aðild að.
Eitt af því, sem samkomulag varð
um í upphafi viðræðnanna var það,
að komið skyldi á fót hagfræðinga-
nefnd er skipuð skyldi einum full-
trúa frá hveijum þeirra flokka, er
þátt tóku í stjórnarmyndunarvið-
ræðunum. Skyldi nefndin gera út-
tekt á íslenzku efnahagslífi og til-
lögur um það, hvernig unnt væri
að ná markmiðum í efnahagsmál-
um, sem flokkarnir kynnu að verða
sammála um. Ekki var þó um auð-
ugan garð að gresja í þeim efnum
enda varð ekkert af myndun þjóð-
stjórnarinnar. Eitt voru flokkamir
þó sammála um í þessu, svo sem
fram kom í því erindisbréfi, sem
nefndin fékk, en það var að megin-
áherzla skyldi á það lögð af hálfu
ríkisstjórnar þeirrar, er við völdum
tæki, að ljúka nýsköpunarfram-
kvæmdunu á sem skemmstum tíma.
Þeir ijórir hagfræðingar, sem skip-
aðir voru í nefnd þessa, voru sá er
þetta ritar, tilnefndur af Sjálfstæð-
isflokknum, Klemenz Tryggvason,
síðar hagstofustjóri, tilnefndur af
Framsóknarflokknum, Gylfí Þ.
Gíslason, tilnefndur af Alþýðu-
flokknum, og Jónas Haralz, til-
nefndur af Sósíalistaflokknum.
Nefndin hafði mjög skamman tíma
til umráða, enda gerðu fáir ráð fyr-
ir því að árangur yrði af starfi þeirr-
ar nefndar stjórnmálamanna, sem
vinna átti að myndum þjóðstjórnar-
innar og var því ekki gert ráð fyrir
langlífi hennar, en frá þeirri nefnd
hafði hagfræðinganefndin umboð
sitt.
Við, sem sæti áttum í hagfræð-
inganefndinni, skiluðum sameigin-
legu riti og tillögum um það bil
mánuði eftir að við hófum störf.
Af þessari sameiginlegu niðurstöðu
má þó ekki draga þá ályktun, að
við, sem að henni stóðum, höfum
verið sammála um allt, enda var
slíks varla að vænta, eins og staðið
var að skipun nefndarinnar, en við
litum svo á, að meira mark yrði
tekið á sameiginlegu áliti okkar en
meira eða minna sundurleitum sér-
álitum. Þó að lítil ánægja væri með
álitið af hálfu þeirra stjórnmála-
manna, sem valið höfðu hagfræð-
inganefndina, hafði það þó sín áhrif
á vettvangi stjórnmálanna, því að
segja mátti að efnahagsstefna sú,
sem fylgt var af ríkisstjórn þeirri,
sem loks tókst að mynda eftir nokk-
urra mánaða þóf í febrúar 1947,
hafi í meginatriðum byggzt á tillög-
um nefndarinnar. Það skal fúslega
viðurkennt, að ekki voru tillögur
okkar skemmtilegar frá sjónarmiði
þeirra, sem aðhyllast fijálsan mark-
að og efnahagslegt jafnvægi. Það
átti enn að herða á höftum og mið-
stýringu miðað við það, sem verið
hafði í tíð nýsköpunarstjórnarinnar.
Bezta dæmið um að svo væri voru
tillögur okkar um það, að komið
yrði á allsherjar stjórn á allri fjár-
festingu. Þessa tillögu framkvæmdi
svo hin nýja ríkisstjórn með því að
koma á fót hinu svonefnda fjár-
hagsráði, er varð svo næstu árin
ein valdamesta stofnun þjóðfélags-
ins.
Eg vil þó nota þetta tækifæri,
úr því að ég er farinn að ræða sögu-
lega þróun íslenzkrar stefnu í efna-
hagsmálum, til þess að leiðrétta
misskilning, sem verið hefur ofar-
lega a baugi þegar þetta tímabil
hefir borið á góma í umræðum um
þróun stjórnmála og efnahagsmála
hér á landi. En sá misskilningur er
í því fólginn, að þannig er litið á,
að við hagfræðingarnir höfum verið
frumkvöðlar þess, að komið var á
meiri höftum og strangari skömmt-
un var beitt árin 1947-50, en þjóð-
in hafði áður þekkt. Svo var ekki.
Við vorum aldrei til þess kvaddir
að marka þá stefnu í efnahagsmál-
um sem fylgt skyldi af hugsanlegri
þjóðstjórn, heldur vorum við aðeins
tæknilegir ráðunautar. í erindis-
bréfi okkar var tekið fram, að það
skyldi á næstunni verða forgangs-
verkefni við stjórn efnahagsmála
að ljúka þeim nýsköpunarfram-
kvæmdum, sem hafnar voru, og þar
sem aðeins var rúmt ár liðið frá
því að styijöldinni lauk og nýsköp-
unarframkvæmdirnar gátu hafíst
fyrir alvöru, þá var verulegur hluti
þeirra auðvitað eins skammt á veg
kominn. Nú voru aðstæður orðnar
mjög breyttar frá því að ferill ný-
sköpunarstjórnarinnar hófst. Eins
og við sýndum fram á, og það gekk
fullkomlega eftir, þá var nú komið
að því, að gjaldeyrissjóðurinn yrði
upp urinn. Hygg ég að í þessu hafí
legið megin ástæðan fyrir
óánægjunni með álit okkar af hálfu
þeirra flokka, sem að nýsköpuninni
stóðu. Þá var og komið í ljós, að
skipakaupin og aðrar þær nýsköp-
unarframkvæmdir, sem lokið var,
leiddu ekki til þeirrar aukningar
framleiðslunnar, sem menn í upp-
hafi höfðu gert sér vonir um.
Ef framkvæma átti því hina
mörkuðu stefnu varð að draga úr
öðrum framkvæmdum en þeim, er
taldar voru til nýsköpunarinnar.
Það hefði að vísu verið hægt að
SJÁBLS 48.
T