Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 9.4. 1991 Nr. 216 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0005 3774 4543 3700 0000 2678 4543 3700 0005 1246 4548 9000 0021 2540 4548 9000 0031 6002 4929 541 675 316 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendiö VISA fslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. VISA ÍSLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 ____________ Þægilegar í notkun, íslenskur leiðarvísir og sérstaklega hljóðlátar. Sjálfvirk leiðrétting, feitletrun og undirstrikun. 5 íslensk letur. SILVER REED SKÓLARITVÉLAR SKRÍFSTOFU VÉLAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -taikni og þjónusta á trauHturn grunni Viltu víkka sjóndeildar- hringinn? SETBERGSHLÍÐ í Hafnarfirði Til sölu þessar vönduðu séríbúðir í hásæti Hafnarfjarðar með útsýni til alira átta svo langt sem augað eygir. Sérinngangur í allar íbúðir, engin sameign, þvottaaðstaða inni í íbúð, ævintýraleg útivistarsvæði allt um kring. Dæmi um verð á íbúðum: 2herb. 60 m2 á 1 hæðm. sérgarði: tilb. u. tréverk: kr. 5.405.000.- fullbúin: kr. 6.525.000,- 3 herb. 75 m2 á 1 hæð m. sérgarði: tilb. u. tréverk: kr. 6.525.000.- fullbúin: kr. 7.850.000.- 4-5 herb. á 2 og 3 hæð með garð- skála og svölum: tilb. u. tréverk: kr. 7.950.000,- fullbúin: kr. 9.583.000.- Viltu vita meira? Komdu á skrifstofuna til okkar og fáðu ýtarlega upplýsinga- möppu um allt sem máli skiptir eða hringdu og við sendum þér möppuna um hæl. lU' SH VERKTAKAR STAPAHRAUNI 4, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652221 opið Mán. - Föstd. frá 9 til 18. Sunnudaga frá 13 til 16. í NÁVÍGI Skáldið (Magnús Jónsson) og kona athafnamannsins (Halldóra Björnsdóttir). Leiklist________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Nemendaleikhúsið sýnir í samvinnu við Leikfélag Reykja- víkur I Borgarleikhúsinu Damp- skipið Island eftir Kjartan Ragn- arsson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Grétar Reynisson. Búningar: Grétar Reynisson og Stefanía Adolfsdóttir. Leikhljóð og val á tónlist: Egill Ólafsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Árið 1919: Dampskipið ísland er á leiðinni til íslands með tíu farþega innanborðs. Það þenur lúðrana og siglir tignarlegt inn á sviðið í Borgarleikhúsinu gegnum áhorfendabekki og þoku sem byrg- ir sín. Byijunin á leikritinu Dampskipið ísland sem Kjartan hefur samið fyrir Nemendaleikhúsið er flott og áhrifamikil, það er ekki á hveijum degi sem maður er nánast sigldur í kaf af gufuskipi í leikhúsi. Áhorf- endur sitja í hálfhring á hliðar- og baksviði en hinn hefðbundni áhorf- endasalur er lokaður af. Á hring- sviðinu siglir svo skipið eins og leið liggur norður fyrir land uns það festist í ís og liggur þar fast í þijá sólarhringa. Hið stirðnaða andrúmsloft ísbreiðunnar verður til þess að leysa úr læðingi heitar til- fínningar og ástríður meðal farþeg- anna, í návíginu fara hlutirnir að gerast. Þegar skipið hefur losnað og komið er í höfn í Reykjavík er þó eins og ekkert hafi gerst og allt er eins og í upphafi, a.m.k. á yfirborðinu. Leikritið er skrifað fyrir þennan átta manna hóp sem er að úskrif- ast frá Leiklistarskóla íslands en auk þess taka þau Egill Ólafsson, Guðný Helgadóttir og Anna Sigríð- ur Einarsdóttir þátt í sýningunni. Leikaraefnin tilvonandi eru öll í tiltölulega jöfnum hlutverkum og hvert hlutverk er nánast lítil mynd af persónu. Smámynd sem segir þó býsna mikið um eðli hvers og eins þegar gríman dettur af þeim þessa þijá daga í ísnum. Hver pers- óna er fulltrúi einhvers hóps í þjóð- félaginu, um borð eru: stúdent, iaéknir, skáld, hermaður, óperu- söngvari, athafnamaður og eigin- kona hans, heimskona með fortíð, sjómaður, að ógleymdum tveimur smáborgarafrúm. Persónur og leikendur Það er Þórey Sigurþórsdóttir sem leikur Kriste Lauren, öðru nafni Kristínu Lárusdóttur, sem knýr atburðarásina áfram og verð- ur til þess að upp úr sýður. Þórey hefur tígulega framkomu og Kriste verður í höndum hennar glæsileg og sönn kona sem ekki á skilið fyrirlitningu þrátt fyrir að hún hafi verið örlát á blíðu sína. Sakir þess hraktist hún frá íslandi en er nú á leiðinni heim aftur undir fölsku flaggi til að sjá bömin sín. En um borð eru þrír karlmenn sem vita hver hún er í raun og veru, það eru þeir Þóroddur Ólafsson athafnamaður (Þorsteinn Bach- mann), Jóhannes skáid (Magnús Jónsson) og læknirinn (Ari Matt- híasson). Þorsteinn gerir sér gott mat úr þessum eigingjarna og faut- alega manni sem Þóroddur er en hann gengur yfir fólk eins og hon- um hentar og á þá sök að upp kemst um Kriste þrátt fyrir að hann hafi lofað henni aðstoð. Berklaveika og ástsjúka skáldið er skýrt dregið af Magnúsi sem túlkar veí þrána eftir stundarunaði með sjúkdóminn kraumandi í bijóstinu. Ári náði sér hins vegar ekki fylli- lega á strik í hlutverki læknisins sem hafði um árabil verið ástfang- inn af Kriste, stundum var eins og eitthvað hamlaði leik hans t.d. þeg- ar læknirinn var að játa ástir sínar fyrir Kriste. I öðrum atriðum náði Ári sér reyndar mun betur á strik. Þorsteinn Guðmundsson leikur her- mann sem er á leið heim eftir heimsstyijöldina fyrri. Mér fannst þetta einna leiðinlegasta hlutverkið frá höfundarins hálfu og frekar vandræðalegt; stríðsmaðurinn sem er enn með vígvöllinn í huga sér. Þorsteinn átti því í erfiðleikum með þetta hlutverk en hinar þjakandi minningar komu vel fram í hægum og þunglamalegum hreyfingum. Hreyfingar Tínu Larsen, sem Ingi- björg Gréta leikur, voru aftur á móti fullar af lífsgleði og þrótti enda Tína aðeins 19 ára og full eftirvæntingar að sjá ísland aftur eftir langa fjarveru. Ingibjörg var skemmtilega galsafengin og allt að því strákslega stiklandi í hreyf- ingum svo stundum hefði mátt halda að Tína væri einungis barn að aldri. Halldóra Bjömsdóttir leik- ur Maríu konu athafnamannsins, slétt og felld á yfirborðinu en und- ir niðri kraumar óánægjan. Það sópar að Halldóru á sviði og henni veittist auðvelt að túlka hina fínu og kaldlyndu konu sem bráðnar stutta stund í höndum skáldsins. Gunnar Helgason leikur Sigurð, ungan sjómann sem stendur í smygli fyrir hina groddalega Þór- odd og það var dapurleg sena þeg- ar hann var að pína Sigurð til þess að syngja fyrir stórsöngvarann. Egill Ólafsson var eins fiskur í vatni í hlutverki óperusöngvarans og söngur hans var tilkomumikill og fallegur. Þær Guðný Helgadótt- ir og Anna Sigríður Einarsdóttir höfðu ekki tækifæri til að sína mikil tilþrif þar sem þeirra hlutverk fólust öðru fremur í því að sigla um skipið með þóttasvip hvað þær gerðu með ágætum en stundum heyrðist þó fulllítið í Guðnýju. Reyndar var stundum vandamál að heyra hvað leikararnir sögðu. Þar sem skipið var á sífelldri hring- hreyfingu þá sneru leikarar einatt baki í áhorfendur og þá var ein- staka sinnum eins og hið mikla rými í salnum gleypti hið talaða orð. Samfélag á skipi, sneið úr þjóð- félaginu, er ágætis efniviður og í návíginu um borð er hægt að ýta persónunum saman og sjá hvað gerist þegar þær eru komnar of nálægt hver annarri. Engu að síður fannst mér leikritið vera furðanlega líflaust, einkum fyrir hlé, þrátt fyr- ir ýmsar hávaðasamar uppákomur. Kannski hamlar sú staðreynd höf- undi að hann er að skrifa fyrir ákveðinn hóp og persónurnar fá ekki að þróast eins fijálst þar sem hlutverkin verða að vera tiltölulega jöfn. Lítt spennandi hlutverk fá því nánast jafnmikið rými og þau bita- stæðari. Ég held einnig að það hefði gneistað mun meira af tilfinn- ingabálinu um borð ef persónurnar hefðu ekki verið jafn bundnar við það að vera fultrúar einhvers þjóð- félagshóps. Þetta leikrit, sem til- einkað er listamanninum Göggu Lund sem 19 ára fékk ferð til Is- lands að gjöf, er prýðileg hugmynd en útfærslan hefði mátt vera kraft- meiri og rista dýpra. Eins og áður sagði er leikmynd- in mjög eftirminnileg og á mikinn þátt í því að lyfta leikritinu í hæð- ir, Grétar Reynisson sýnir enn og sannar hugkvæmni sína í leikhúsi, reyndar á hann einnig hlut í bún- ingunum sem eru fallegir en lát- lausir. Hreyfing skipsins um hring- sviðið skapaði stundum vandræði með lýsingu sem var annars ágæt en það kom fyrir að ljóskastararnir beindust ekki alltaf á rétta staði og hiuti leikrýmisins var myrkvað- ur. Þar sem áhorfendur sitja á svið- inu sjálfu án nokkurrar upphækk- unar skapast svolítið vandræði fyr- ir þá sem aftast sitja að sjá það sem fer fram á ísnum, þ.e. sviðinu sjálfu. Þeir sem sitja fremstir eru svo ekki lausir við hálsríg við að horfa upp í skipið þegar það er nálægt en leikmyndin er svo skemmtileg að maður fyrirgefur þetta, þó væri kannski ekkert til fyrirstöðu að það væri einhver upp- hækunn fyrir þá sem aftast sitja. Það hlýtur að vera mikill munur fyrir nemendur Leiklistarskólans að fara úr litla rýminu í Lindarbæ upp í Borgarleikhúsið þar sem tæknimöguleikar virðast nánast óþrjótandi. Það er gaman að svona samvinnu og án efa er hún dýrmæt reynsla fyrir þessa verðandi leikara og ætti reyndar að vera nauðsyn- legur þáttur í þeirra námi. Damp- skipið ísland er lokaverkefni þessa hóps og ég óska honum velfarnað- ar í starfi á komandi árum og að síðustu vil ég þakka það ánægju- lega framtak að láta verkið fylgja með í leikskrá. Sara Vilbergsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Það hefur oft verið nefnt hversu misjafnlega áberandi myndlistar- sýningar eru í fjölmiðlum. Sumar eru vel kynntar með stórum við- tölum við listamenn og mikilli um- fjöllun, á meðan aðrar, sem haldn- ar eru á sama tíma, hverfa ef til vill í skuggann, án þess að í því felist nokkuð mat á þeirri mynd- list, sem um ræðir. Orsakir þessa er oftar að finna í persónu lista- fólksins én í verkum þeirra, því að á meðan sumir velja að ögra um- hverfi sínu til að ná athygli þess, kjósa aðrir að fara hægar og fá að vinna í friði. Sara Vilbergsdóttir er sennilega ein af þeim listamönnum sem legg- ur meira upp úr að fá vinnufrið en að sýna út um víðan völl. Þó hún hafi lokið námi fyrir nokkrum árum (eftir að hafa stundað listnám við Listasvið F.B., Myndlista- og Handíðaskólann og loks Statens Kunstakademi í Osló) hefur hún ekkert verið að flýta sér með sýn- ingarhald, en tekið þátt í nokkrum samsýningum; tvær einkasýningar í Slunkaríki heima á ísafirði hafa sjálfsagt verið jafnt mikið fyrir vini og vandamenn eins og til að veita sýningaþörfinni útrás. Nú stendur hins vegar yfir í FIM-salnum við Garðastræti fyrsta einkasýning hennar í höfuðborg- inni. Sara hefur sagt að myndir hennar íjalli um farartæki og áfangastaði; það er hið eilífa ferða- lag mannsandans sem hún er að fást við að hlutgera. Síðan gerir hún líka myndir af þeim kjarna sem hún telur vera innst í allri þeirri leit sem málverkin fjalla um. Á yfirborðinu eru málverk Söru næsta fábrotin. í þeim getur að líta fá form, einkum ílát og ker af ýmsu tagi, svo og báta og för. Lit- fletir eru stórir og úfnir og tónar litanna eru samræmdir, þannig að hvert málverk myndar lokaða heild. En þegar verkin eru skoðuð nán- ar, 'kemur fleira í ljós. Hjá sumum iístamönnum liggur verkið aHt í augum uppi í yfirborðinu, en svo er ekki hér. Þessar myndir eru all- ar vandlega uppbyggðar, þar sem hvert lagið kemur ofan á annað, og sumar hafa greinilega verið lengi í vinnslu. Þannig má greina að skærir litir, t.d. rauðir og bláir, eru í undirlaginu, og skína oft í gegn; þeir gefa myndunum þannig oft bjartari blæ en ætla mætti í Sara Vilbergsdóttir: „Ker“. fyrstu. Sara máiar því djúpt, og yfirborðið, sem hún ber gjarna þykkt á með grófum penslum eða spöðum, er ekkert annað en það - ysta skel. Myndefni Söru eru einangrun og fábreytileiki, ekki síður en draumurinn um að komast brott, að ferðast. Það er hin sífellda tog- streita hins daglega hversdags- leika, sem menn þrá að breyta, og draumsins um að komast frá hon- um, sem er grunnurinn að mörgum verkanna. Um það bera titlarnir vitni; sumir minna á drauminn („För á För, „Sexæringur), aðrir á fábreytileikann („Kanna, „Kerald, „Hnullungur stór), og loks benda nokkrir á hvað gerir draumana mögulega („Griðastaður, „Vembil- fláka). Kjarninn í því sem menn leita getur síðan verið jafn einfald- ur og yfirlætislaus og „Kúlukjarn- ar, sem eru dauft endurvarp drauma, þrátt fyrir líflega uppsetn- ingu. Sara Vilbergsdóttir hefur náð að skapa sér persónulegan stfl, sem hentar vel þeim viðfangsefnum sem hún hefur tekið fyrir. í þessum verkum felst íhugun og hvíld frek- ar en átök og uppgjör. Á því er alltaf full þörf í mannlegu samfé- lagi, og tímabundið í lífi hvers ein- staklings. Sýning Söru Vilbergsdóttur í FÍM-salnum við Garðastræti stend- ur til sunnudagsins 14. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.