Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 Afmæliskveðja: Ottó Gíslason verkstjóri Öðru hveiju er maður minntur mlisóþyrmilega á þá staðreynd, að það hlýtur að koma að þeim degi að veröldin verði að bjargast af án manns sjálfs. Þó skilur maður í rauninni ekkert í því hvernig veröld- in ætlar að fara að því, þvi maður sjálfur og heimurinn er eitt og hið sama. Auðvitað gildir þetta sama um þá menn sem manni eru samtíða og manns eigin orka beinist að og öfugt. Fyrir áhrif samferðamanna hangir maður í sínu eigin gervi. Sumir menn eru hreint ómissandi að manni finnst, slík er þeirra per- sóna. Þessu líkar hugrenningar sóttu eitt sinn á Alexander mikla. Hann lést sjálfur aðeins 33 ára gamall eftir að hafa gersigrað heiminn. Á hátindi ferils síns horfði hann yfir breiðurnar af sínum sigursælu her- sveitum búnum til orrustu. Þá brast Alexander í grát. Aðspurður sagði hann, að skyndilega hefði hann gert sér ljóst, að eftir 100 ár yrði enginn viðstaddra á lífi. Það var hlutskipti, Alexanders að stýra stórum og sigursælum lið- sveitum. Það getur verið snúið á stundum og sagt er að það sé van- þakklátt starf að vera foringi í heimskum her. List leiðtogans er þá að halda niðri kurri liðsmann- anna, þannig að þeir geri hans vilja, þó misglaðir séu þeir sjálfir. Til þess þarf foringinn að vera bæði við alþýðuskap og höfðingja, bæði góður og grimmur, af hjarta lítillát- ur en vera þó ekki svo skaplaus, að enginn óttist hann. Ekki er vitað hvort menn séu fæddir leiðtogar eða tillærðir. Frið- rik mikli vildi í æsku heldur spila á flautu en vera hermaður, þó háði hann æsilegri stríð og tvísýnni um sina daga en flestir aðrir. En það er samt einhvernveginn þannig, að það er eins og að sumum mönnum sé ekki hægt að halda frá manna- forráðum. Þau safnast að þeim. Ottó Gíslason fæddist 9. apríl 1921 í Viðey, sonur hjónanna Gísla Gíslasonar verkamanns og Svövu Sigurðardóttur. Það leyndi sér ekki, að þarna var eitthvað að gerast. Hið danska strfðsskip Fylla var stöðvuð á sundunum og látin varpa 15 15 15 15 15 15 /5 J 5 15 15 ár eru langur tími í heimi tölvuviðskipta I B M Um þessar mundir eru 15 ár Jiðin frá stofnun Sameindar hf. 15 ár er vissidega hár aldur þegar um er að ræða fyrirtæki á sviði tölvu- og upplýsingatækni og í tilefni af afmælinu bjóðum við þér og þínum hinn vandaða IBM PS/2 tölvu- búnað á verði s'em ekki á sér neina hliðstæðu. 1 sTlLBpV Tilboð okkar er svohljóðandi: IBM PS/2 30-021 (20 MB) m/8503 s/h skjá IBM PS/2 30-021 (20 MB) m/8513 Iitaskjá IBM 4019-E01 Geislaprentari o kr. 89.900 kr. 124.200 IBM PS/2 55.-X31 (386SX, 30 MB) m/8503 s/h skjá IBM PS/2 55-X31 (386SX, 30 MB) m/8515 litaskjá kr. 155.700 kr. 181.600 IBM PS/2 55-X61 (386SX, 60 MB) m/8503 s/h skjá IBM PS/2 55-X61 (386SX, 60 MB) m/8515 litaskjá kr. 178.200 kr. 199.900 kr. 129.900 Verð er með 24.5% virðisaukaskatti SAMEIND BRAUTARHOLTI 8, SÍMI 615833 —i—i4--44--1 • I 15 /5 15 15 15 15 15 15 15 15 akkerum meðan skipslíflæknirinn tók á móti Ottó Gíslasyni til þessa heims dvalar. Þetta má ef til vill kallast táknrænt, því það hefur aldrei verið neitt logn né neinir smáskammtar í kring um sveininn síðan. í þann tíð voru umsvif Kárafé- lagsins mikil í Viðey og þar í eyj- unni stunduð bæði mikil útgerð og búskapur. Ottó fór snemma að taka til hendinni. Strax um 8 ára aldur var hann farinn að breiða fisk og sinna öðru dútli. Hann var í Viðey til 18 ára aldurs, gekk í skóla á vetrum en stundaði fiskvinnu og bústörf hjá Hafberg í Viðey og Jón- asi í Stardal á sumrum. Ottó er því með réttu innfæddur Viðeyingur fremur en Reykvíkingur, þó þar hafi hann haft aðsetur í hálfa öld. Því hefur Ottó verið framarlega í röðum Viðeyingafélagsins og sýnt varðveislu minja í Viðey mikinn áhuga. 1939 sigldi Ottó yfir á fasta- landið og hóf störf í Stálsmiðjunni. Þar lærði hann ýmis vinnubrögð sem fáir kunna nú til dags, t.d. eins og heithnoða. Getur hann br.ugðið fyrir sig þeirri list enn. 1942 fór hann svo að vinna hjá Ingólfi heitn- um í Söginni, sem þá rak mokstur og keyrslu í sandnámum Reykjavík- ur í Ártúnshöfða. Að undantekinni veru á síldarbátnum Guðnýju 1946- 1947, þá hefur Ottó starfað á þessu veðursæla og fagra svæði í Ártúns- höfðanum allar götur síðan. Um haustið 1947 byijaði Ottó að vinna í Steypustöðinni hf. sem þá var að taka til starfa. Steypu- stöðin hf. mun vera fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Menn voru fljótir að koma auga á dugnað og ósérhlífni þessa manns og var hann svo til strax settur í afgreiðsl- una. Þar með er Ottó örugglega fyrsti „dispatcher“ hjá steypustöð í Evrópu og örugglega sá sem lengst- an starfsaldur hefur f greininni. Ottó er því einstakur í sinni röð. Á þessum áram vann hann einn störf sem margir menn vinna" í dag og spurði aldrei hvað kiukkan væri eða hvaða dagur væri. Ef einhver vill steypa þá er Ottó Gíslason mættur fyrir allar aldir og telur ekki eftir sér að vera sólarhringun- um saman í brúnni ef með þarf. Þetta var svona 1947. Þetta er svona enn 1991. Þjónustulundin er einstök og hann er með snerpu og úrræðasemi sinni hinn dæmigerði reddari, sem allir treysta á. Honum hefur varla orðið misdægurt allan þennan tíma, slíkt hefur þrekið ver- ið. Ottó kvæntist 27. janúar 1950, Magneu Vilborgu Þórðardóttur og þau 3 börn, sem öll eru hin mann- vænlegustu. Ottó Gíslason er löngu orðinn þjóðsagnapersóna í byggingariðn- aði höfuðborgarsvæðisins. Hugur- inn er geysimikill. Það getur verið fljótt að hvessa ef eitthvað fer ekki eins og hann vill. Þá stafar þrumum og eldingum úr eternum enda stýr- ir Ottó hersveitum sínum dreifðum frá Reykjanestá til Hvalfjarðar- botns með loftskeytum milli þess sem símarnir á borðinu hans hringja viðstöðulaust. Það hafa fáir þolað álag þessa starfs lengi, þegar mikið er að gera. Alexander hafði ekki loftskeyta- tæknina aðgengilega og varð að treysta á ríðandi hraðboða. Ekki hefði það dugað í starfi Ottós Gísla- sonar, þar sem allt byggist upp á hraða í viðbrögðum og kapphlaupi við binditíma sementsins. Hver hefði gangur heimssögunnar getað orðið ef Alexander mikli hefði haft aðgang og bandalag við Ottó Gísla- son og hinar talstöðvavæddu her- deildir hans? Báðir þurftu þessir menn að taka skjótar ákvarðanir oft á sinni ævi og leysa margar þrautir, þó starfsævi Ottós Gísla- sonar sé nú orðin líklega þrisvar sinnum lengri en Alexanders og hefur auðvitað miðast meira við uppbyggingarstörf í borgum en brot þeirra. En þó stundum hvessi í snörpum lægðum, þá er sólin líka fljót að bijótast fram. Ottó er gull að manni þegar þrumuskýin leggur frá. Hann má ekkert aumt sjá og vill allt fyr- ir alla gera. Við höfum nú starfað saman í 27 ár og fyrir mína parta mega þau gjarnan verða fleiri, því Ottó Gíslason er maður jákvæður, opinn fyrir nýjungum og jafnan boðinn og búinn að vinna fyrirtæk- inu allt það gagn sem hann má. Ottó er vinmargur. Það er því ekki að efa að það verður margt um manninn, þar sem þau hjón taka á móti vinum og vandamönn- um í Akoges-salnum í Sigtúni 3 milli kl. 17.00-19.00 á afmælisdag- inn. Ég vil fyrir hönd Steypustöðvar- innar hf. og samstarfsmanna flytja Ottó Gíslasyni okkar beztu árnaðar- óskir í tilefni dagsins. Lifðu heill Ottó! Hamingjan fylgi þér og fjöl- skyldu þinni. Halldór Jónsson DUDBDflD FRAMRÚÐUVIÐGERÐIR FOLKSBILALAND H.F. FosshálsM, (Ðílaborgarhúsinu) Sími 67 39 90

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.