Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.04.1991, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991 K O S N I N G A R Ríkissjónvarpið: * Utvarpsráð stöðvar birt- iugn úrslita í Gallup-könn- un á kjördæmafundum ÚTVARPSRÁÐ samþykkti sam- hljóða í gær á sérstökum auka- fundi að niðurstöður skoðana- könnunar, sem Gallup hefur gert fyrir fréttastofu Ríkissjónvarps- ins verði ekki birtar á sérstökum kosningafundum kjördæma í Ríkissjonvarpinu, eins og áætlað hafði verið. Að sögn Markúsar Á. Einarssonar, flutningsmanns tillögunnar í útvarpsráði, skiptir útvarpsráð sér hins vegar ekki fyrirfram af efni fréttatíma. „Meginástæðan fyrir þessu er sú að Ríkisútvarpið er fjölmiðill, sem á að heita óhlutdrægur á alla lund fyrir kosningar og áhyggjur manna í útvarpsráði eru þær að þegar tek- ið er til við vinnu við skoðanakönn- un síðustu dagana fyrir kosningu sé eins víst að þær niðurstöður geti haft áhrif frekar en þær séCT aðeins til upplýsingar," sagði Mark- ús Á. Einarsson. Hann sagði að útvarpsráð hefði fyrir löngu sam- þykkt og kynnt hvernig standa ætti að sérstöku kosningasjónvarpi og þar hefði hvergi verið gert ráð fyrir skoðanakönnunum. Markús sagði að samþykktin næði aðeins til kosningafunda kjör- dæmanna, ekki fréttatíma Ríkis- sjónvarpsins. „Það er staðreynd að útvarpsráð skiptir sér nákvæmlega ekkert af fréttum fyrirfram. Það vill svo til að fréttastofumenn hafa umsjón með þessum kosningafund- um en í þessari tillögu sem var samþykkt er verið að tala um kosn- ingafundina en alls ekki fréttastof- una. Það er ekki mitt eða annarra útvarpsráðsmenna að segja frétta- stofunni til um hvernig fara á með þessi mái.“ Aðspurður um kostnað við könn- unina, sagði Markús Á. Einarsson: „Því miður var okkur ekki tjáð það. Við spurðum um það en okkur var ekki sagt frá því.“ Könnun sú sem Gallup vinnur að fyrir fréttastofu sjónvarpsins nær til á sjöunda þúsund kjósenda; 700 kjósenda úr öðrum kjördæmum en Reykjavík og Reykjanesi þar sem 850 manns eru í úrtaki. Bogi Ágústsson kvaðst ekki geta upplýst hver kostnaður við þessa skoðana- könnun væri en sagði að hann væri ekki svo mikill að kallaði á sérstakt framlag umfram rekstr- aráætlanir fréttastofunnar. Macintosh fyrir byrjendur © Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á G 15 klst námskeiöi fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. ^ & ~ Tölvu- og verkfræöiþjónustan ^ Grensásvegi 16 - flmm ár f forystu <%> Vinningstölur laugardaginn 6- ðPríl 1991 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.929.564 2. 15 33.947 3. 4af5 293 2.997 4. 3af 5 7.412 276 Heildarvinningsupphæö þessa viku: Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. Reykj aví kurb org1 og Alþýðublaðið eftir Sólveigu Pétursdóttur Sl. miðvikudag birtist í Alþýðu- þlaðinu leiðari undir fyrirsögninni: „Harkan vex í Reykjavík". Þessi forustugrein er nafnlaus og kemur líklega engum á óvart, því umfjöll- unin um það mál, sem þar er vakin athygli á, er óvenju rætin, jafnvel þótt litið sé framhjá þeim kosninga- ham, sem þeir Alþýðublaðsmenn hafa greinilega brugðið sér í. Höf- undurinn vekur athygli á því, að fjölmiðlar færi okkur tíðindi af of- beldisverkum, líkamsárásum og voðaverkum í höfuðborginni með jöfnu millibili og heldur því fram, að Reykjavík sé að verða höfuðborg hnefaréttarins. Síðan ræðst hann á borgarstjóra og fyrsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins til Alþingis: kosninga í vor, og sjálfstæðismenn í borgarstjórn, með hvílíkum hætti, að mönnum hlýtur að bregða í brún við að sjá slíkt hugarþel á prenti. Eru sjálfstæðismenn í borgarsfjórn misindismenn? Þannig segir m.a. í leiðaranum: „Hin harða stefna Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur fætt af sér hart mannlíf. Fólk, sem vísað er á götuna, elst upp á götunni og lærir lögmál götunnar, og það er einmitt alþingi götunnar sem farið er að stjórna mannlífinu í höfuð- borginni frá degi til dags. Og það eru óhugnanleg þingstörf. Fólk er limlest, því misþyrmt og það er myrt á götum úti.“ Svipaðar athug- asemdir koma fram víðar í gi’ein- inni þar sem meirihluta borg- arstjómar er nánast líkt við misind- ismenn. Markmið höfundar eru vaf- alaust flestum auðsæ í lok þessa makalausu leiðara, þar sem bent er á, að brátt gangi íslendingar til Alþingiskosninga. Orðrétt segir enn m.a.: „Viljum við farsæla stjóm, sem tekur mið af því að gera mann- lífið auðugra á íslandi, eða viljum við harða stjórn? — harða stjóm, sem elur af sér hart og miskunnar- laust mannlff? Við höfum árangur- inn fyrir framan okkur í Reykjavík. þar vex harkan frá degi til dags.“ Blindgötur krata Hér er fjallað um vandamál sem ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af, þ.e. vaxandi ofbeldi í höfuðborginni. En umfjöllun, eins og sett er fram í leiðaraskrifum Alþýðublaðsins, getur beinlínis drepið niður þá umræðu, sem vissu- lega er ágæt, en þarfnast yfírveg- unar og þekkingar til. Ofbeldisverk þau, sem nýverið hafa verið framin, fela í sér samfélagsleg vandamál, sem em það flókin, að ekki er hægt að fullyrða neitt um orsaka- samhengi þeirra að svo stöddu. Unglingar hafa verið nefndir nokk- uð til sögunnar í þessu sambandi. Þessum nýja vanda má þó ekki blanda saman við umræðuna um svonefnd veglaus börn sem eiga um sárt að binda á sínum heimilum, ef þau eiga þá heimili á annað borð. Þessum börnum reyna bamavernd- aryfirvöld að hjálpa og hafa til þess ýmis úrræði, þótt vafalaust mættu þau vera fleiri. Reykjavík — miðstöð höfuðborgarsvæðisins Þá er einnig rétt að benda á, að fullorðið fólk kemur ekki síður við sögu í þeim líkamsárásum og af- brotum, sem fjölmiðlar hafa að undanförnu skýrt frá. Hér er oft um að ræða fyrrverandi skjólstæð- inga félagsmálayfirvalda, sem dval- ist hafa á margvíslegum hjálpar- stofnunum. Því fólki hefur ekki verið vísað á götuna, svo ekki er hægt að halda því fram að unr úr- ræðaleysi félagsmálayfirvalda sé að ræða, þótt hitt virðist fullljóst, að sumu ógæfufólki hefur því miður ekki verið hægt að hjálpa. Þar sem Reykjavík er miðstöð höfuðborgarsvæðisins er eðliiegt að þar safnist fólk helst saman. Mikill mannfjöldi hefur auðvitað fleiri áhættuþætti í för með sér. Aðgerða er þörf Þessi nýja og alvarlega tegund afbrota, sem nú hefur orðið vart við, færir okkur vissulega heim sannindi um það, að nauðsyn er á skjótum viðbrögðum. Gera þarf könnun á tíðni og gerð þessara af- brota og hvaða þættir kom þar við sögu, t.d. félagslegir og heilsufars- legir. Jafnframt, þarf að leita leiða til úrbóta. Hvort þær eru fólgnar í aukinni félagslegri þjónustu, þyngri viðurlögum og/eða aukinni lög- gæslu, skal ósagt látið. Þá er það einnig spurning, hvort ekki þurfí frekari aðgerða við í fangelsismál- um hér á landi. Á það hefur verið bent, að löggæsla á vegum Reyk- víkinga sjálfra væri mun vænlegri til árangurs til að tryggja öryggi borgaranna heldur en á vegum rík- isins og tel ég eðlilegt að sá mögu- leiki verði skoðaður nánar. Enn- fremur er ljóst, að nýjar stofnanir leysa ekki ávallt allan vanda. Það eru bráðabirgðalausnir, sem ekki geta komið í stað heimilanna. Verk- efni stjórnvalda hlýtur þvi að vera að reyna að tryggja stöðu fjölskyld- unnar betur en nú er. Ráðamenn verða að ná samkomulagi um lausn- ir á þessu vandamáli, hvort sem er á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Því hér er ekki einungis um öryggi saklausra vegfarenda að ræða, Sólveig Pétursdóttir „Mikil er málefnafá- tækt krata, ef það er helsta hálmstrá þeirra í kosningabaráttunni, að gera sér mat úr vandamálum og ógæfu fólks á þennan hátt. Slík umfjöllun hlýtur að falla í grýttan jarð- veg hjá kjósendum og er síst til þess fallin að auka fylgi alþýðu- f!okksmanna.“ heldur þjóðfélagslegt mein, sem við verðum að reyna að uppræta. Um hvað vilja kratar tala? Sú umfjöllun sem leiðari Alþýðu- blaðsins felur í sér og getið er í upphafi, sýnir ekki einungis þekk- ingarleysi á vandanum, heldur einn- ig áhugaleysi um lausn hans. Sjálf- stæðismenn hlutu rúm 60% at- kvæða í síðustu borgarstjórnar- kosningum og má vera að þeir Al- þýðublaðsmenn sjái ofsjónum yfir því trausta umboði, sem Reykvík- ingar veittu Sjálfstæðisflokknum. Mikil er málefnafátækt krata, ef það er helsta hálmstrá þeirra í kosn- ingabaráttunni, að gera sér mat úr vandamálum og ógæfu fólks á þennan hátt. Slík umfjöllun hlýtur að falla í grýttan jarðveg hjá kjós- endum og er síst til þess fallin að auka fylgi alþýðuflokksmanna. Höfundur er alþingisnmður og skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum. Nýr snjóbíll á Þingeyri Þingeyri. FYRIR nokkru kom til Þingeyrar snjóbíll er Þingeyrarhreppur hefur keypt. Með kaupum á þessum snjóbíl á að bæta samgöngur við íbúa Þingeyrarhrepps í Arnarfirði. Eins og þeir vita sem til þekkja, þá getur Hrafnseyrarheiði verið lokuð svo mánðuðum skiptir yfir vetrartímann. Snjóbíllinn, sem er ítalskur af Leitner gerð kom til landsins um áramótin. Fyrirtækið Bílaklæðningar hf. í Kópavogi byggð síðan yfir hann. Áður en hann kom vestur voru einnig sett í hann ýmis öryggis- tæki, svo sem loran, sími og þrjár talstöðvar (CB talstöð, örbylgjan sem björgunarsveitirnar eru með og Gufunestalstöð). Á þessu má sjá að snjóbíllinn er einnig útbúinn sem Öryggistæki. Steinn Ólafsson_ ökumaður snjóbílsins hefur verið Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Nýji snjóbíllinn og hjá honum stendur Steinn Ólafsson. að kynna sér hann undanfarna daga. Hefur hann t.d. farið nokkrar ferðir yfir Hrafnseyrarheiði. Steinn segir snjóbííinn hafa reynst ákaflega vel, einkum hafði það komið honum á óvart hversu bratt hann getur klifíð. - Gunnar Eiríkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.