Morgunblaðið - 09.04.1991, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR'9. ÁPRÍL Í991
32
UA kaup-
ir 90 tonn
Útgerðarfélag Akureyringa
hefur keypt 90 tonn af þorski úr
Baldri EÁ frá Dalvík og er landað
úr skipinu i dag.
Gunnar Lórenzson yfírverkstjóri í
frystihúsi ÚA sagði að hráefni hefði
verið til í gær, frá því Hrímbakur
og Kaldbakur lönduðu í síðustu viku.
Vinnsla aflans úr Baldri tekur tvo
til þrjá daga, en öllum aflanum er
pakkað í dýrustu pakkningar sem
fara á markað í Bandaríkjunum.
Kaldbakur EA er væntanlegur inn
til löndunar á fimmtudag, fyrstur
ÚA-togaranna.
Gunnar sagði engar aðgerðir í
uppsiglingu hjá starfsfólki í kjölfar
þess að sjómenn hafi samið við út-
gerðina í liðinni viku.
♦ ♦ »----
Jafnréttis- og fræðslu-
fulltrúi:
Valgerður
fékk stöðuna
VALGERÐUR Bjarnadóttir fé-
lagsráðgjafi hefur verið ráðin
jafnréttis- og fræðslufulltrúi Ak-
ureyrarbæjar. Jafnréttisnefnd
samþykkti þetta á fundi í síðustu
viku og bæjarráð einnig, en bæjar-
stjóm mun væntanlega staðfesta
ráðningu Valgerðar í stöðuna á
fundi sínum í dag.
Valgerður er Akureyringur, fé-
lagsráðgjafi að mennt og hefur hún
m.á. starfað sem félagsráðgjafi á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Þá var hún verkefnisfreyja norræna
jafnréttisverkefnisins Bijótum
múrana, en í vetur hefur hún starfað
við Gagnfræðaskólann á Akureyri
þar sem gerð er tilraun með kyn-
skiptar bekkjardeildir.
Valgerður tekur við stöðunni um
mitt sumar.
Sr. Gunnlaugnr
Garðarsson:
Fólkið ber
góðan hug til
kirkjunnar
SÉRA GUNNLAUGUR Garð-
arsson hefur verið kjörinn
sóknarprestur í Glerárpresta-
kalli, en hann hlaut lögmæta
kosningu á kjörfundi sem hald-
inn var á sunnudagskvöld.
Hann mun væntanlega taka við
starfinu í júní næstkomandi.
Umsækjendur um stöðuna voru
þrír, auk Gunnlaugs, sóttu þeir
sr. Flosi Magnússon prófastur
á Bíldudal og sr. Svavar A.
Jónsson sóknarprestur í Olafs-
firði um.
„Okkur þykir þetta mjög gleði-
legt og það er mikil tilhlökkun
ríkjandi hjá fjölskyldunni,“ sagði
sr. Gunnlaugur í samtali við
Morgunblaðið í gær, en hann kem-
ur ásamt eiginkonu sinni, Sigríði
Halldórsdóttur lektor í hjúkrunar-
fræðum við HI, og tveimur dætr-
um, Sunnu Kristínu og Maríu
Guðrúnu, til Akureyrar í byrjun
sumars.
Gunnlaugur fæddist í Reykja-
vík árið 1950 og lauk guðfræði-
prófi árið 1984. Hann var sóknar-
prestur í Þingeyrarprestakalli í
Isafjarðarprófastsdæmi árin
1984-86, en stundaði framhalds-
nám í guðfræði í Kanada næstu
tvö árin. Eftir heimkomuna árið
1988 hefur hann gegnt starfi
KEA velti 10 milljörðum á síðasta ári:
Sigursælir skíðamenn
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Lið Akureyringa, sem var sigursælasta lið skíðalandsmótsins á ísafírði, kom heim á sunnudag. Forráðamenn Skíðaráðs Akureyrar tóku á móti
þeim á flugvellinum og afhentu öllum eina rós í tilefni góðs árangurs. Akureyringar unnu flest verðlaun á mótinu, eins og fram kemur í íþróttablaði
Morgunblaðsins í dag.
Tillögu um 10 þús. kr. bónus til
starfsfólks vísað til stjórnar
TILLÖGU Jónu Steinbergsdóttur um að starfsfólki Kaupfélags Eyfirð-
inga verði greiddar 10 þúsund krónur í bónus vegna hagstæðrar út-
komu síðasta árs var vísað til stjórnar félagins til umfjöllunar. Jóna
bar tillöguna upp á aðalfundi KEA sem haldinn var á laugardag.
Kaupfélagsmenn telja skynsamlegra að greiða niður skuldir félagsins
fyrst áður en bónus til starfsfólks er greiddur út, en félagið hefur
verið rekið með umtalsverðu tapi síðustu ár. Starfsmenn eru tæplega
eitt þúsund þannig að um er að ræða 10 milljónir króna.
Ýmsar aðhaldsaðgerðir sem gripið
hefur verið til til að hagræða í rekstr-
inum hafa m.a. skilað þeim árangri
að framlegð í verslun hefur hækkað,
með betri innkaupum, auknum bein-
um innflutningi og minni rýmun.
Sr. Gunniaugur Garðarsson,
nýkjörinn sóknarprestur í
Glerárprestakalli.
safnaðarprests í Garðasókn og
verið jafnframt starfsmaður Kjal-
arnessóknar.
„Þessi möguleiki kom ekki upp
í huga mér fyrr en á þessu ári,
þegar ljóst var að sr. Pétur Þórar-
insson myndi hætta störfum. Við
hjónin komum til Akureyrar fyrir
eigi löngu og sóttum guðsþjónustu
í Glerárkirkju. Þar rabbaði ég við
nokkra aðila úr sóknarnefndinni
og eftir þessa heimsókn fannst
mér mjög eftirsóknarvert að ger-
ast prestur í sókninni," sagði
Gunnlaugur.
„Þetta er stór og verkmikil
sókn, en það vekur vissulega upp
jákvæðar hugsanir er maður sér
þann góða hug sem fólkið ber til
kirkjunnar, sem m.a. endurspegl-
ast í hinu fagra og veglega guðs-
húsi.“
Þá hefur starfsfólki fækkað og dreg-
ið hefur verið úr yfírvinnu þannig
að heildarlaunakostnaður hefur
lækkað um 5% á milli ára.
Heildarvelta KEA og 14 sam-
starfsfyrirtækja þess var ríflega 10
milljarðar króna á síðasta ári. Af-
koma verslunar batnaði mjög og
voru flestar deildir reknar með hagn-
aði. Hætt var rektri tveggja verslana
og þær leigðar einkaaðilum og þá
vekur athygli að hagnaður varð af
rekstri Byggingavörudeildar sem
lengi hefur verið rekin með halla.
Heildarvelta verslana KEA var um
3,6 milljarðar króna á síðasta ári.
Fyrirtæki á sviði iðnaðar veltu 555
milljónum króna, sem er nokkru
minna en á árinum á undan. Efna-
gerðin Flóra var seld um mitt ár og
rekstur Kjötiðnaðarstöðvar var
erfiður framan af ári, en snérist til
betri vegar á síðari hluta árs. Af-
koma Brauðgerðar var viðunandi,
en aðhald einkenndi reksturinn á
árinu. Smjörlíkisgerð skilaði góðri
afkomu, salan jókst og kostnaður
við framleiðsluna minnkaði.
Þjónustufyrirtæki veltu 371 millj-
ón króna, sem er 4% samdráttur frá
fyrra ári. Umfangsmesta þjónustu-
fyrirtækið er Hótel KEA sem skilaði
hagnaði í fyrra í fyrsta sinn í mörg
ár. Rekstri flutningabifreiða var
Hlutabréf keypt
fyrir 175 milljónir
KAUPFÉLAG Eyfirðinga keypti
hlutabréf á síðasta ári fyrir 175
milljónir króna, en seldi hluta-
bréf fyrir 128 milljónir króna.
Félagið fjárfesti fyrir 255 millj-
ónir króna á síðasta ári og seldi
eignir fyrir 69 milljónir.
KEA keypti hlutabréf í Útgerðar-
félagi Dalvíkinga fyrir 86,4 milljón-
ir króna, í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa fyrir 26,3 milljónir, í Þórs-
hamri fyrir 24,7 milljónir og í Dags-
prent fyrir 14,6 milljónir króna. Þá
keypti félagið'hlutabréf í ístess fyr-
ir 10 milljónir, Vélsmiðjunni Odda
fyrir 8,1 milljón, Oslaxi fyrir 2,5
milljónir og í Fiskeldi Eyjafjarðar
fyrír 2,4 milljónir.
Hlutabréf voru seld fyrir 128
milljónir, en seld voru hlutabréf
félagins í Samvinnubankanum fyrir
57,6 milljónir, en þau keypti Lands-
bankinn, og hlutabréf í Söltunarfé-
lagi Dalvíkur fyrir 63,3 milljónir til
Samherja. Þá seldi KEA einnig
hlutabréf fyrir 7,5 milljónir í Plast-
einangrun.
Fjárfestingar hjá félaginu námu
255 milljónum króna á árinu 1990,
en stærstu liðirnir voru kaup á
pökkunarlínu í frystihúsið á Dalvík
og kaup á aflaheimildum. Eignir
voru seldar fyrir 69 milljónir, en
þar er lang stærsti liðurinn sala á
togaranum Baldri EA.
hætt á árinu og samið við Samskip
um flutning vamings félagsins.
Verðmæti sjávarafurða nam á síð-
asta ári tæpum milljarði. Félagið
keypti smábáta í nokkrum mæli á
árinu, sem samtals fylgdu 340 tonna
kvóti. Þá seldi KEA Snæfellið EA á
árinu, fékk Eyfell upp í kaupin sem
það seldi einnig. Loks seldi félagið
togarann Baldur. Keypt var pökkun-
arlína í Fiskvinnslustöðina í Hrísey,
en þar er pakkað fyrir verslanakeðj-
una Marks og Spencer í Bretlandi.
Einnig festi félagið kaup á tækja-
búnaði Hvaleyrar í Hafnarfírði, en
hann var settur upp í Frysihúsi KEA
á Dalvík þar sem fiski er pakkað í
neytendaumbúðir.
Velta KEA á sviði landbúnaðar
var 2,6 milljarðar á síðasta ári, nokk-
ur samdráttur varð þó í sauðfjár-
slátrun eða 7,6%. Aukning varð hins
vegar í mjólkurframleiðslu, samlag-
inu barst aukið hráefni og það ásamt
aðkeyptu skilaði meira afurðamagni
en búist var við og betri afkomu.
Samstarfsfyrirtæki, 14 talsins,
veltu 1,7 milljörðum, en þau eru
m.a Efnaverksmiðjan Sjöfn, Kaffi-
brennsla Akureyrar, Útgerðarfélag
Dalvíkinga, Vélsmiðjan Oddi, bif-
reiðaverkstæðið Þórshamat og
Vöruborg.
Verslun KEA í Grímsey:
Mjólkurskammtur vikunnar
keyptur á einu bretti
því enginn er kælirinn
Grímsey.
HEIMILD stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga hefur fengist til að
gera lámarksendurbætur á verslunarhúsnæði KEA í Grímsey á
þessu ári, en á síðasta ári var 12.000 krónum varið til endurbóta
á húsnæðinu. Til margra ára hefur ekki fengist neitt fé til við-
halds og endurbóta á húsnæðinu sem þó eru orðnar mjög brýnar.
Kristín Óladóttir útibússtjóri í
verslun KEA í Grímsey sagðist
vonast til að endurbótum á versl-
uninni yrði lokið fyrir 1. júní.
Laga á innréttingar í búðinni og
setja upp kæli, en enginn slikur
hefur verið þar. Nú eru þrír stór-
ir ísskápar í versluninni, fjórir
frystiskápar og ein frystikista.
Mjólk kemur einu sinni í viku út
í eyju, og þar sem engin kæli-
geymsla er til staðar til að geyma
hana í kaupa flestir Grímseyingar
mjólkurbirgðir til vikunnar á einu
bretti.
Hagnaður var af rekstri mat-
vöruverslunar KEA í Grímsey á
síðasta ári, en menn muna ekki
til að það hafi áður gerst.
-HSH