Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.04.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRIL 1991 49 TÓNLIST Kvartettaút- setningar Billichs gefn- ar út í bók Aárum áður nutu söngkvartettar mikilla vinsælda og þær voru margar söngsveitirnar sem fóru um landið og sungu sig inn í hug og hjörtu landsmanna á hinum ýmsu mannamótum. Segja má að MA- kvartettinn hafi riðið á vaðið í þess- ari grein. Kvartettinn sá rann sitt skeið síðla á fjórða áratugnum og framan af þeim fimmta og margir kvartettar fylgdu í kjölfarið. Einn þeirra þekktustu voru Leikbræður, kvartett sem fyrst söng í skemmti- og söngför Breiðfirðingakórsins um Breiðafjarðarbyggðir vorið 1945 og átti síðar velgengni að fagna allt fram til ársins 1955 en þá lauk sam- starfi þeirra leikbræðra. Kvartettinn skipuðu þeir Ástvaldur Magnússon, Gunnar Einareson, Friðjón Þórðarson. og Torfi Magnússon. Allir, að Gunn- ari undanskildum, eru bornir og barnfæddir Dalamenn. Árið 1977 ákváðu þeir að safna saman lögum sem til voru hér og þar á segulbönd- um og gefin var út hljómplata með þessum lögum. Hún er fyrir löngu uppseld og ófáanleg. Sá maður sem öðram fremur átti þátt í því að leggja gi-unn að þeirri sönghefð sem kvartettsöngur er, var Carl Billich. Hann lagði kvartettum landsins til fjöimargar útsetningar eða raddsetningar sönglaga sem kenna má við stíl hins heimsfræga kvartetts „Comedian Harmonists". Carl hafði heyrt til þeirra i heima- borg sinni Vín. Carl var óþreytandi að leggja áhugafólki um söng hér á landi lið með þjálfun, undirleik og útsetningum. Hann eyddi starfsævi sinni á Islandi, allt til dauðadags í Leikbræður við píanóið hjá Gunnari Sigurgeirssyni píanóleikara sem lék með þeim á hljómleikum í Gamla bíói í nóvember 1952. Myndin er tekin þann dag á heimili Gunnars. Standandi f.v. eru Gunnar Elnarsson l.tenór, Ástvaldur Magnússon 2. tenór, Torfi Magnússon 1. bassi og Friðjón Þórðarson 2. bassi. Gunnar lést árið 1970 og Torfi á síðasta ári. Leikbræður í dag, Friðjón Þórðarson, Gunnar Einarsson og Astvald- ur Magnússon. október 1989. Leikbræður nutu krafta hans og fyrir nokkrum áram ákváðu þeir að safna saman þeim útsetningum sem hann lagði þeim til í bók sem nú er komin út. Ber hún heitið Söngbræðralög og hefur að geyma 40 sönglög í kvartettsútsetn- ingum við undirleik píanós. Allt eru þetta lög sem flestir þekkja, svo oft hafa þau verið sungin og hljómað á öldum ljósvakans í gegn um tíðina. Má nefna lögin „I Víði- hlíð“, „Hanna litla“, „Oli lokbrá", „Linditréð“, „Lítill fugl“, „Ég leitaði blárra blóma“, „Ljósbrá", „Capri- ljóð“, „Borgin við sæinn“, „Haf blik- andi haf“, „Litla flugan“, „Drauma- dísin“, o.fl. Lög af þessu tagi í söng- kvartettsútsetningum hafa ekki fram til þessa verið til í aðgengilegu formi. Bókin verður til sölu í Tónstofunni við Óðinstorg. Ferðaviðtœki Kjörin fermingargjöf. Verö frö 6350,- kr. SMrTH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI 28300 COSPER Þegar ég sagði þér að henda honum út, átti ég við um dyrn- ar, ekki gluggann. 14Jeikvika - 6. apríl 1991 Röðin : XX1 -X22-111 -X21 HVERVANN ? 3.326.532- kr. 12 réttir: 1 röö kom fram og fær hver: 2.334.410 - kr. 11 réttir: 30 raðir komu fram og fær hver: 16.535 - kr. 10 réttir: 385 raöir komu fram og fær hver: 1.288 kr. Röðin kostar 15 kr í tilefni af því að @ hefur verið sýnt í l ár í Háskólabíói við geysilegar vinsældir hefur framleiðandi myndarinnar í samvinnu við ákveðið að bjóða heppnum bíógesti ó sýningu myndarinnar [jjjmjgggjjl 9. apríl kl. 20 í glæsilega 3ja vikna PARADISARBIOW PARADISARFERD afíimb/ GIUSEPPE lORNATORE Dregið verður úr seldum miðum í upphafi sýningarinnar. di' PHILIPPE NOIRET JACQUES PERRIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.