Morgunblaðið - 09.04.1991, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991
€> 1990 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate
ót'Sasíi i/inncjisej6arcLi þinn. /iit f&i cué
í/itct (v/aé þii gc.ráhr</iémcKt&rpeningc**1^-
/>
Ást er...
3-13
... að umbera fiðluleikinn.
TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved
® 1991 LosAngeles Times Syndicate
3Í2
Ég gleymdi að setja á vara-
tankinn, held ég ...
HÖGNI HREKKVÍSI
Að deyja heiðarlega
Mér þykir tilhlýðilegt að þakka
Halldóri Kristjánssyni frá Kirkju-
bóli kveðjuna í Velvakandadálki 22.
f.m. Það er ánægjulegt að nú getum
við lagt pennann á hilluna út af
frumvarpinu, sem stefndi að lækk-
un á leyfilegum þúsundasta hluta
áfengis í blóði ökumanns, en bein
afleiðing samþykktar þess hefði
orðið aukin óþarfa afskipti lögreglu
af borgurunum.
Ljóst er að þorra þingmanna
hefur ekki þótt mál þetta eiga er-
indi á Alþingi, því það var alls ekki
tekið á dagskrá. Vonandi verða
engir þeir kosnir á Alþingi í næstu
þingkosningum, sem forheimska
sig á því að taka svona firru upp
aftur.
Hitt þykir mér dapurlegt hve H.
Kr. hlýtur að líða illa yfir því að
sjá helst fyrir sér „drykkjumanna-
dauða“ í sambandi við sum ástsæl-
ustu ljóðskáld okkar. Líkt og það
hy.fi verið það markverðasta sem
minnast mætti í fari þeirra. Þessi
hugsun um drykkjumannadauða
þeirra, er auk þess að verulegu leyti
úr lausu lofti gripin og óvíst að
forsjónin hafi ætlað þessum bestu
sonum þjóðarinnar. lengri lífdaga.
Um það verður ekkert fullyrt, en
afrek þeirra eru miklu meiri en alls
fjölda þeirra manna, sem náðu
hærri aldri og dóu „heiðarlega" að
mati H. Kr. Það er engu líkara en
að H. Kr. haldi að þeir væru sprell-
lifandi í dag, ef þeir hefðu aldrei
Besta jólagjöfin nun
Til Velvakanda.
Ég ft' búin að fá jólagjöfina mína
í ár. Þannig er mál með vext.i, að
kona nokktir, sem les fyrir sjúklinga
á öldrunardeild B-5 á Borgarspítal-
r.ittim, gaf mér óværta jólagjöf. Eg
hafði rant um það við þessa ko.nu,
að ég ltafi verið búiri að hjálpa börn-
um i vanþróuðum löndum í 12 ár
rneð því að sehda mánaðarlega
greiðslu (i dag 1.300 kr.) bréf,
myndir og gjafir sem allt hefur
koinist til skila, og var þessi elsku-
lega kona glöð að til væri leið að
hiálpa þessum börnum á persónu-
itgan hátt. Iiafði hún strax áhuga
á að taka eitt barn að sér, og gerði
hún sig, mig og vænl anlegt fóstur-
A
Svona eru Islendingar
Um jólin skrifaði ég smá grein
með fyrirsögninni „Besta jólagjöfin
mín“. Með því vildi ég gefa fóiki
tækifæri til að hjálpa börnum í
vanþróuðum löndum á persónuleg-
an hátt. Nú höfum við, sem hjálpum
útlendingum, hins vegar orðið fyrir
aðkasti fyrir það að hjálpa þeim
frekar en íslendingum. En hvað
getur fátækur íslendingur gert fyr-
irþær 1.300 krónur sem við sendum
mánaðarlega út með einu barni?
Það er varla nóg fyrir nærfatnaði.
En í útlöndum getur barnið fyrir
1.300 krónur gengið í skóla, fengið
mat og læknishjálp. Það þýðir, að
ég get bjargað einu mannslífi með
1.300 krónum á mánuði. Einfaldara
getur drottinn ekki gert þetta fyrir
okkur.
Ég skil ekki svona hugsunarhátt
hjá fólki hér, það er eitthvað svo
ókristilegt og eigingjarnt við þetta.
Hann Gústi guðsmaður frá Siglu-
firði prédikaði ekki aðeins Guðs orð
í góðu og vondu veðri. Hann hjálp-
aði einnig 50 indíánum til að kom-
ast í skóla. Samt varð þessi guð-
hræddi maður fyrir aðkasti og háði
allt sitt líf. Svona hugarástand hjá
fólki hér er dapuriegt. í mesta lagi
lætur það nokkrar krónur af hendi
rakna einu sinni á ári, rétt fyrir
jólin handa hungruðum heimi, og
það er aðeins til að friða samvisk-
una vegna allsnægtanna hér heima.
Já, svona eru Islendingar.
S.R. Haralds
dreypt á guðaveigum.
Dánarorsök þeirra er algjört
aukaatriði og það magnaðasta er
að þessir snillingar lifa í dag með
íslensku þjóðinni, þrátt fyrir sinn
umdeilda dauða. _ _
G.Þ.
Þetta
með eft-
irlitið
Til Velvakanda.
Ökumaður spyr Ómar Smára lög-
reglumann: Ómar, ég ias ágætis
grein eftir þig í Mbl. fyrir fáum
dögum um akstur á rauðu ljósi.
Hvað hafa margir ökumenn verið
teknir þar sem vantar beygjuljós á
götuvita? Hvað margir á dag að jafn-
aði? Nú hefur stefnuljósanotkun á
bílum stórminnkað. Hver er sekt við
því? I fréttum hefur verið sagt að
nú ætti að herða eftirlit við gatna-
mót og annars staðar til að draga
úr keyrslu yfir á rauði ljósi. Ég spyr,
hefur orðið aukning á mannafla hjá
ykkur? Ég hringdi á föstudagskvöldi
fyrir stuttu og spurði af hvetju ekki
væru radarmælingar við Sæbraut
eða undir brúnni við Bústaðaveg.
Þá svaraði þreytuleg rödd að því
miður væri enginn mannskapur til
slíks og aðeins 3 bílar úti. Svo boðið
þið hert eftirlit. Ég ek daglega
marga kílómetra og sé aldrei lög-
reglu við eftirlit. Því miður. Hins
vegar sé ég að jafnaði 5—6 Ijót
umferðarlagabrot á dag á þeim kafla
sem ég ek. Og hvað þá um öll hin
ljótu brotin sem framinæru hér af
ökumönnum sem aka á eineygðum
og óskoðuðum bílum á fantahraða
án tillits til annarra. Ómar, það verð-
ur að taka á þessu fyrr en síðar.
Ökumaður
Endursýna Elvis
Ég ætla að biðju um endursýningu
á þáttum Stöðvar 2 um Elvis Pres-
ley sem hétu „Elvis og ég“. Eg er
mikill Elvis-aðdáandi en ég missti
af þessum þáttum sem sagðir voru
mjög góðir. Mér þætti mjög vænt
um það ef Stöð 2 gæti endursýnt
þessa þætti.
„Elvis Presley-aðdáandi"
Víkverji skrifar
Margir hafa haft orð á því við
Víkvetja, að kosningabarátt-
an fari hægt af stað og finnst hún
hefjast síðar en áður. Þetta er mis-
skilningur. Það er liðin tíð, að kosn-
ingabarátta standi vikum og jafnvel
mánuðum saman og fjölmiðlar, og
þá ekki sízt dagblöð, séu fullir af
kosningafréttum og áróðri. Þróunin
hefur verið sú, að tími hinnar eigin-
Iegu kosningabaráttu hefur stytzt
og ljóst, að það eru fyrst og fremst
síðustu tvær vikurnar fyrir kosning-
ar, sem máli skipta.
Stjórnmálaflokkarnir sjálfir hafa
bersýnilega komizt að þeirri niður-
stöðu, að löng kosningabarátta
væri ekki endilega hagstæð fyrir
þá. Það er einna helzt Alþýðubanda-
lagið, sem hefur hafið kosningabar-
áttuna fyrr en aðrir með bæklin-
gaútgáfu og auglýsingum á vegum
f'áðuneyta flokksins. Þetta hefur
hins vegar haft neikvæð áhrif fyrir
flokkinn, þar sem fólk lítur almennt
svo á, að um misnotkun aðstöðu
sé að ræða.
xxx
Talsmenn Sjálfstæðisflokksins
eiga augljóslega í vandræðum
með að svara spurningum um fisk-
veiðistefnu flokksins. Samþykkt
landsfundarins hefur ekki skapað
frambjóðendum sterka stöðu til
þess. Líklega er bezt fyrir frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins að segja
eins og er: innan flokksins eru skoð-
anir mjög skiptar um fiskveiðistefn-
una. Þar er bæði að finna harða
stuðningsmenn og eindregna and-
stæðinga kvótakerfisins.
Það mun augljóslega taka Sjálf-
stæðisflokkinn nokkurn tíma enn
að ná samstöðu um nýja fiskveiði-
stefnu. En í því sambundi var þó
athyglisvert að heyra Davíð Odds-
son segja í sjónvarpinu í fyrradag,
að ný fiskveiðistefnaþyrfti að viður-
kenna á borði eignarrétt þjóðarinn-
ar allrar að fiskimiðunum. Þetta er
auðvitað kjarni málsins, hvernig svo
sem að því verður staðið. Þeim, sem
telja, að eitthvert endui-gjald eigi
að koma fyrir fiskveiðiréttinn, leik-
ur áreiðanlega forvitni á að vita
frekar um þessar hugmyndir for-
manns Sjálfstæðisflokksins.
xxx
Olafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins,
er fyrirferðarmikill í þessari kosn-
ingabaráttu a.m.k. það, sem af er.
Þeir sem muna kosningamar vorið
1987 minnast þess, að Olafur Ragn-
ar fór þá einnig hratt yfír og rak
allt öðru vísi kosningabaráttu í
Reykjaneskjördæmi en Alþýðu-
bandalagið gerði í öðrum kjördæm-
um. Afrakstur hans var þá lítill, sem
enginn. Reynslan sýnir, að honum
er ýmislegt betur gefið en að afla
atkvæða fyrir sjálfan sig eða flokk
sinn. En hann er góður í línuritum.