Morgunblaðið - 09.04.1991, Síða 54
54
Stóðhesta-
stöðin og
~ Kirkjubær
FÉLAGAR í Fáki fara sunnudag-
inn 14. apríl í fræðsluferð til
Stóðhestastöðvarinnar í Gunn-
arsholti og hrossaræktarbúsins í
Kirkjubæ á Rangárvöllum. Farið
verður í rútu frá félagsheimili
Fáks kl. 13.30.
í Gunnarsholti munu tamninga-
mennirnir Rúna Einarsdóttir og
Eiríkur Guðmundsson sýna stóð-
hestana. Stóðhestastöðin verður
skoðuð og ennfremur fræverkunar-
stöð landgræðslunnar. Sveinn Run-
ólfsson landgræðslustjóri segir frá
landgræðslunni. Veitingar verða á
staðnum.
Eftir heimsóknina í Gunnarshplti
verður farið til Kirkjubæjar, þar
sem Sigurður Haraldsson sýnir
rauðblesóttan hrossastofn sinn og
segir frá honum.
Þátttakendur verða að skrá sig á
skrifstofu Fáks ekki síðar en mið-
vikudaginn 10. apríl.
Fyrirlestur og*
> fræðslufund-
ur um stærð-
fræðikennslu
OLE Haahr, námsstjóri í stærð-
fræði við danska menntmálaráð-
uneytið, dvelur hérálandi 11.-13.
apríl nk. Hann á einnig sæti í
prófanefnd ráðuneytisins og hef-
ur tekið virkan þátt í dörisku
stærðfræðikennarasamtökunum
—x um áratuga skeið og verið í norr-
ænu samstarfi um stærðfræðin-
ám og kennslu. Hann er einn
höfunda skýrslunnar „Matemat-
ik - kvalitet i uddannelse og
undervisning", sem út kom í des-/
ember sl. en þar er gerð grein
fyrir úttekt sem gerð var á stöðu
stæðfræðikennslu í dönsku
menntakerfi árið 1990.
Á fræðslufundi föstudaginn 12.
.apríl kl. 14-18 fjallar Oie Haahr
um námsmat í stærðfræði. Rætt
verður um hvernig byggja má upp
námsmat í stærðfræði þannig að
það gefi sem bestar vísbendingar
um nemandann og kennsluna og
lögð áhersla á mikilvægi þess að
námsmat sé fjölbreytt bæði hvað
varðar form og val efnisþátta.
Fræðslufundurinn er ætlaður
stæðfræðikennurum í 7.-10. bekk
og þar sem þátttaka er takmörkuð
verða kennarar að tilkynna þátt-
töku á skrifstofu Kennaraháskóla
íslands í seinasta lagi miðvikudag-
inn 10. apríl.
Fimmtudaginn 11. apríl kl. 16.00
heldur Ole Haahr fyrirlestur í Kenn-
araháskóla íslands um gæði stærð-
fræðikennslu. Fyrirlesturinn er í
stofu B-201 og er öllum opinn.
(Fréttatilkynning)
' Námskeið
í Skálholti
FÉLAG leiðbeinenda um tóm-
stundastarf aldraða, fatlaðra og
geðsjúkra, standa fyrir nám-
skeiði í Skálholti dagana 20.-21.
apríl nk.
Á námskeiðinu verður kennd
postulínsnælugerð. Auk þess verður
sýnt flos, silkimálun, dúkkugerð,
silkiblómasteypa, taukörfur o.fl. Þá
verður kvöldvaka með heimatilbúnu
efni.
Markmiðið er að efla samstarf
leiðbeinanda og gera félagið virkt,
öllum til hagsbóta.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir
miðvikudaginn 10. apríl. Dóra
91-10636, Sigurbjörg 98-34889,
Sigrún 91-39404.
(Fréttatilkynning)
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991
AF INNLENDUM
VETTVANGI
PÉTUR GUNNARSSON
Málflutningur í Hafskipsmáli hefst í Hæstarétti í dag:
Fjórir enn ákærðir en horf-
ið er frá hluta sakargifta
HAFSKIPSMÁLIÐ verður tekið til málflutnings í Hæstarétti næst í
dag, þriðjudag, og er áætlað að flutningi málsins verði lokið 19. þessa
mánaðar. Nú standa eftir ákærur gegn fjórum hinna sautján sakborn-
inga og einnig hvað þá varðar hefur sérstakur saksóknari, Páll Arnór
Pálsson, fallist á forsendur sýknudóms sakadóms Reykjavíkur í ýmsum
veigamiklum atriðum, þótt krafist sé refsingar vegna flestra umfangs-
mestu þátta málsins, sem lúta að reikningsskilum félagsins.
Þeir sem enn eru ákærðir vegna
Hafskipsmálsins eru Ragnar Kjart-
ansson fyrrum stjómarformaður
félagsins, Björgólfur Guðmundsson,
fyrrum forstjóri þess, Páll Bragi
Kristjónsson fyrrum framkvæmda-
stjóri fjármála- og rekstrarsviðs og
Helgi Magnússon fyrrum löggiltur
endurskoðandi Hafskips. í saka-
dómi var Ragnar sem kunnugt er
sýknaður af öllum ákærum en hinir
þrír sakfelldir fyrir hluta þess sem
þeim var gefið að sök og Helgi
dæmdurtil 100 þúsund króna sekt-
argreiðslu en Páll Bragi og Björg-
ólfur til skilorðsbundins fangelsis í
tvo og fimm mánuði. Ríkissaksókn-
ari undi sýknudómi yfir 13 sakbom-
ingum, þremur starfsmönnum Haf-
skips, bankastjórn Útvegsbanka,
bankaráði og endurskoðanda bank-
ans.
Flestir þeir liðir sem ákæravaldið
hefur nú fallið frá vora mikið í þeirri
fjömiðlaumræðu sem fram fór um
það leyti sem Hafskip varð gjald-
þrota og í þann mund er opinber
rannsókn hófst á rekstri þess. í
upphaflegri ákæra ríkissaksóknara,
sem síðar var vísað frá með dómi
Hæstaréttar, var Hafskipsmönnum
gefið að sök að hafa oftalið raun-
virði skipastóls félagsins um 130
milljónir króna í ársreikningi félags-
ins árið 1984. í ákæru sérstaks
saksóknara í nóvember 1988 var
raunvirðið talið ofmetið um 40,6
milljónir króna, og kom fram að
ákæruvaldið teldi aðeins um ofmat
að ræða í tilfelli Rangár, nýjasta
skips félagsins. Ákæran byggðist á
því að færa ætti niður bókfært verð-
mæti fastafjármuna ef markaðs-
verð þeirra félli af ástæðum sem
ekki yrðu taldar skammvinnar. í
dómi sakadóms Reykjavíkur frá 5.
júlí síðastliðnum var komist að
þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið
hefði ekki sýnt fram á að það verð-
fall sem varð á kaupskipamarkaði
hefði ekki verið skammvinnt og
fallist var á skýringar hinna
ákærðu. í dóminum er rakið að eft-
ir að skipaverð hafi verið í lág-
marki á heimsmarkaði um tveggja
ára skeið hafi það farið hækkandi
skömmu eftir að Hafskip varð gjald-
þrota.
í öðrum kafla ákærunnar var
Ragnari, Björgólfi og Páli Braga
gefið að sök að hafa gerst brotleg-
ir við lög um hlutafélög með því
að veita bankastjórn Útvegsbanka
rangar eða villandi upplýsingar frá
október 1984 til janúar 1985 um
líklega rekstrarafkomu Hafskips
með bréfum og áætlunum sem reist
hafi verið á röngum eða villandi
forsendum um þá flutninga sem
félagið var þá að hefja milli Banda-
ríkjanna og meginlands Evrópu.
Einnig var Björgólfi og Ragnari
gefið að sök að hafa á hluthafa-
fundi í febrúar 1985 vísvitandi flutt
hluthöfum rangar eða villandi upp-
lýsingar um sennilega afkomu og
efnahagsstöðu félagsins og Ragnari
var gefið að sök að hafa vísvitandi
tilgreint hlutafé félagsins 95,6
milljónir í tilkynningu til hlutafélag-
askrár þegar það í raun var 92,5
milljónir króna. Þeir voru sýknaðir
Norrænt ungbændaþing:
Offramleiðsla og umhverfismál
Laugarvatni.
NORRÆNT ungbændaþmg var haldið í Iþróttamiðstöðinm a Laugar-
vatni fyrir nokkru undir yfirskriftinni „Offramleiðsla og umhverfis-
mál í landbúnaði". Þingið sátu fulltrúar ungliðahópa bændastéttarinn-
ar á hinum Norðurlöndunum, fulltrúar svokallaðra 4H-hópa sem vinna
að ræktun einstaklingsins til jákvæðra viðhorfa gagnvart náttúrunni
og fulltrúar ungmennafélagshreyfingarinnar. Frá Islandi voru tveir
ungir bændur fengnir til þátttöku á vegum UMFÍ.
Morgunblaðið/Kári J.ónsson
Atli Vigfússon, Laxamýri, og Hafdis Sturlaugsdóttir, Húsavík á
Ströndum, voru í undirbúningsnefnd fyrir þing norrænna ungbænda
og voru fulltrúar íslands á þinginu.
Helle Juel Knudsen, Danmörku, og Ragnhild Hammer, Noregi, voru
fulltrúar sinna landa á þingi norrænna ungbænda á Laugarvatni
um helgina.
Þinginu var skipt í þijá megin-
hluta. Fyrst var fjallað um stöðu
landbúnaðar í dag og viðhorf almenn-
ings til landbúnaðarins. I öðru lagi
var ijallað um umhverfismál og í
þriðja lagi um mengun ýmiskonar
sem snertir landbúnaðinn, bæði hvað
varðar afurðimar eins og það sem
skilað er aftur til náttúrannar.
Á vegum UMFÍ var starfandi
undirbúningsnefnd fyrir þingið sem
í voru Atli Vigfússon frá Laxamýri
í Þingeyjarsýslu og Hafdís Stur-
laugsdóttir í Húsavík í Stranda-
sýslu. Þau voru jafnframt fulltrúar
íslands á þinginu. Þau eru sjálf
starfandi bændur og vilja að ungir
bændur láti sig málefni framtíðar-
innar meira máli skipta.
Á þingi ungbændanna voru fluttir
nokkrir fyrirlestrar sem tengjast
málefnum bænda og náttúruvernd.
Frá Bændaskólanum á Hvanneyri
fluttu Bjarni Guðmundsson, Magnús
Óskarsson og Aðalsteinn Geirsson
erindi um umhverfismál og landbún-
að. Bentu þeir á frárennslismál sem
dæmi um samspil manns og náttúru.
Ótrúlega mikil mengun getur verið
frá sveitabýlum og smákauptúnum.
Margir bændur lifa af fískirækt í ám
og vötnum og því mikilvægt að
vernda vatnasvæðin. Fram kom að
hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa lagt
mun meira í forvarnir og fræðslu á
sviði umhverfismála en við. Stjórn-
völd þar reyna að hafa áhrif á notk-
un efna, s.s. fosfors með sérsköttun
þeirra vara sem innihalda fosfór.
Þannig hafa Finnar minnkað notkun
fosfórs um 30% á skömmum tíma.
Frá Landvernd flutti Auður
Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, er-
indi um landvemd, vemdun menn-
ingar og byggðar og samspil mann-
virkja við náttúruna. Kom hún inn á
hvernig bændur geta unnið með nátt-
úrunni við uppgræðslu og ræktun.
Helga Guðrún Jónasdóttir frá upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins,
kynnti stöðu landbúnaðarins í dag
með tilliti til kvótakerfis og niður-
skurðar í sauðfjárrækt. Kom hún inn
á starf sjömannanefndar og nýgerð-
an landbúnaðarsamning. Kom fram
nýmæli sem ekki hefur verið í fyrri
búvörasamningum, ákvæði um
stjómun beitarálags á ýmsum land-
svæðum þar sem hætta er á ofbeit.
Markaðsmál landbúnaðarafurða
voru mikið rædd út frá aukinni
mengun í öðrum löndum. Atli og
Hafdís telja lykilatriði í markaðsmál-
um framtíðarinnar vera þessa hreinu
náttúru sem við enn höfum og þær
afurðir sem hún gefur af sér. Sval-
ara loftslag hefur kosti fram yfir
heitari svæði. Við notum minni eitur-
efni við okkar framleiðslu vegna
færri skordýra og baktería sem þarf
að eyða. Mikil úrkoma hjá okkur
tryggir einnig hraðari útþynningu
þeirra efna sem notuð eru. Við þurf-
um að vinna betur í upplýsinga-
streymi til fólksins um gildi landbún-
aðar fyrir menningu og sjálfstæði
íslands. Bætt menntun og símenntun
ungra bænda sem eru að taka við
og fleiri tækifæri til skoðanaskipta
milli þeirra eru meðal þess sem þau
Atli og Hafdís telja vera grundvöll
nýrra tíma í landbúnaði á íslandi.
Byggðamál tengjast óneitanlega nýt-
ingu landsins gæða og var um þ'au
mál nokkuð fjallað, einkum út frá
sjáifstæði þjóða og þjóðmenningu
landanna. Vöruðu menn við því að
gera sveitabýlin of sérhæfð í sinni
framleiðslu, það veikti þau þegar illa
áraði á einhvetju sviði eða treysta
um of á innflutning frá öðram þjóð-
um, með því glataði þjóðin miklu af
sjálfsforræði sínu og erfiðara væri
að fylgjast með gæðum framleiðsl-
unnar.
Ragnhild Hammer frá Noregs
bygdeungdomslag var þátttakandi á
þinginu. Hvatti hún mjög til þess að
landsbyggðinni væru sköpuð skilyrði
til að viðhalda byggð. Hún lagði
mikla áherslu á að við héldum sér-
kennum okkar og um leið menningu,
t.a.m. ferðamannaþjónusta gæti ekki
komist af án þess að þjóðin byggi í
öllu landinu. Hver þéttbýliskjarni
hefði sitt þjónustusvæði sem byggð-
ist á sveitunum í kring, þannig væru
sveitirnar undirstaða mannlífs. „Ekki
koma ferðamenn til að skoða Reykja-
vík frekar en Ósló, þeir koma til að
skoða sérkenni lands og þjóðar og
þurfa þjónustu um allt landið til
þess.“ Ragnhild lýsti furðu sinni á
því að ferðum um hálendi íslands
væri ekki stjórnað meira en raun
væri, þá sérstaklega með tilliti til
átroðnings og mengunar.
Helle Juel Knudsen frá Danmarks
landboungdom sagði þeirra starf
miðast að því að aðstoða unga bænd-
ur til að hefja búskap. „Ungbændur
í Danmörku eru vel meðvitaðir um
samspil sitt með náttúrunni. Þeir
nýta náttúruna og gefa henni til
baka en nota hana ekki bara upp,“
sagði Helle. Hún segir að sér komi
á óvart hve afslappaðir íslendingar
eru í sinni afstöðu til náttúrunnar
sem þó er svo mikilfengleg, sér sýn-
ist íslendingar hafi meiri tilfinningu
fyrir sinni náttúru en t.d. Danir.
- Kári