Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
82. tbl. 79. árg.
FOSTUDAGUR 12. APRIL 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Verkföllum frestað í Hvíta Rússlandi:
Viðræðum heitið um
kröfur verkamanna
Minsk. Reuter.
VERKFALLSMENN í Hvíta Rússlandi ákváðu í gær að snúa aftur
til vinnu en þá höfðu yfirvöld fallist á að taka upp viðræður um
efnahagslegar og pólitískar kröfur þeirra, meðal annars um af-
sagnir sumra ráðamanna í lýðveldinu og minni áhrif Kommúnista-
flokksins. í Georgíu voru verkföll í gær í þeim starfsgreinum, sem
stjórnað er beint frá Moskvu, meðal annars var allt járnbrautakerf-
ið lamað.
Yfirvöld í Hvita Rússlandi skrif-
uðu i gær undir samkomulag um
viðræður við verkfallsmenn og
eiga þær að hefjast í dag. Var
upphaflega boðað til verkfallanna
til að mótmæla miklum verðhækk-
unum á lífsnauðsynjum en síðan
bættust við kröfur um afsögn
Míkhaíls Gorbatsjovs forseta,
ríkisstjómar Hvíta Rússlands og
nýrra kosninga til sovéska þings-
ins. Þá var þess einnig krafist, að
allar flokkssellur, á vinnustöðum
og innan lögreglunnar, yrðu lagð-
ar niður og gífurlegar eignir
Kornmúnistaflokksins þjóðnýttar.
í Georgíu voru mikil verkföll í
gær í þeim atvinnugreinum, sem
er stjórnað frá Moskvu, og það
voru ráðamenn lýðveldisins, sem
stóðu fyrir því en þeir lýstu yfir
sjálfstæði Georgíu nú í vikunni.
Með verkföllunum vilja þeir knýja
á um brottflutning sovéska hersins
frá Suður-Ossetíu, sjálfstjórnar-
svæði, sem Georgíumenn gera til-
kall til þótt það sé byggt fólki af
öðrum uppruna. Var járnbrautar-
kerfið lamað vegna verkfallanna
og engir flutningar til eða frá
kola- og olíuframleiðslusvæðunum
við Svartahaf. Sagði Zviad Gams-
akhurdia, forseti Georgíu, að í
raun ríkti stríðsástand í ríkinu og
bað fólk um að búa sig undir „að-
Baker reyn-
ir að semja
við Assad
Damaskus. Reuter.
JAMES BAKER utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna reyndi í gær
að fá Hafez al-Assad Sýrlandsfor-
seta til að fallast á að ganga til
svæðisbundinnar ráðstefnu til að
reyna að ná sáttum í deilumálum
í Miðausturlöndum.
Búist var við að fundur Bakers
og Assads myndi standa langt fram
á nótt og að þeir myndu skýra frá
niðurstöðum viðræðnanna í dag. I
gær hlaut Baker góðar undirtektir
við tillögur sínar frá Saudi-Aröbum
og Egyptar sögðu þær mikilsverðar.
Eftir hálfrar annarrar klukkustundar
fund Bakers og Hosni Mubaraks
Egyptalandsforseta sagði háttsettur
egypskur embættismaður að Banda-
ríkjamönnum væri greinilega mjög
áfram um að koma friðarsáttmála
vegna deilna ísraelaog araba í höfn.
" Af grannríkjum ísraels hafa Sýr-
lendingar verið taldir einna fastastir
fyrir gegn hugmyndinni um svæðis-
bundna ráðstefnu. Málgagn stjórnar-
innar í Damaskus sagði í gær, að
Sýrlendingar myndu ekki sætta sig
við neitt annað en að allar ályktanir
Sameinuðu þjóðanna um deilur Isra-
ela og araba yrðu uppfylltar.
gerðir" Moskvustjórnarinnar.
Hundruð þúsunda námamanna,
alit frá landamærunum við Pólland
í vestri og austur til Síberíu, hafa
verið í verkfalli í nokkrar vikur
og verða afleiðingar þess fyrir
efnahagslífið alvarlegri með degi
hveijum. Hefur Gorbatsjov lagt
fyrir Sambandsráðið „neyðaráætl-
un“ um aðgerðir í efnahagsmálum
en samkvæmt henni verður komið-
á markaðskerfi í Sovétríkjunum
með valdboði og verkföll bönnuð
í eitt ár. Eru taldar nokkrar líkur
á, að hann geti náð samkomuiagi
um hana við helsta andstæðing
sinn, Borís Jeltsín, forseta Rúss-
lands.
Reuter
Kona úr röðum íraskra Kúrda heldur á líki fimm mánaða gamallar dótturdóttur sinnar í flóttamanna-
búðunum við Isikveren í fjallahéruðum á landamærum íraks og Tyrklands í gær. Barnið dó úr kulda
en hundruð kúrdískra flóttamanna hafa dáið úr vosbúð undanfarna daga í fjallahéruðum í norðurhluta
Iraks.
Fréttamaður BBC lýsir bardögum í norðurhluta íraks:
Kúrdar hafa betur gegn
stórskotaliði írakshers
Nikósíu, Ankara, Boston, Washington. Reuter.
FRÉTTAMAÐUR RBC-útvarpsins, sem ferðast með Kúrdum í norður-
hluta Iraks, sagði í gær, að til harðra bardaga hefði komið milli stór-
skotaliðssveita Saddams Husseins íraksforseta og uppreisnarmanna
norður af borginni Salahuddin, sem er skammt frá írönsku landamærun-
um. Hefðu uppreisnarmenn farið með sigur af hólmi, því eftir nok-
kurra klukkustunda bardaga hefði stjórnarherinn liörfað. Hefði tals-
vert mannfall orðið í liði stjórnarhersins og á flóttanum hefðu sveitirn-
ar skilið eftir fjölda skriðdreka og brynvagna í ljósum logum.
Að sögn fréttamanns BBC sótti
stórskotasveit stjórnarhersins í átt
til borgarinnar í dögun en var á end-
anum neydd til að hörfa. Árásin er
gerð í trássi við viðvaranir Banda-
ríkjastjórnar til íraka um að fara
ekki með vopnum gegn Kúrdum
norðan 36. breiddargráðu.
Talsmenn Kúrda í Sýrlandi sögðu
fyrr í gær, að íraski stjórnarherinn
hefði ráðist með skriðdrekum, þyrl-
um og stórskotaliðsvopnum á flótta-
mannabúðir í nágrenni borgarinnar
Irbil, sem er 30 km norðan við 36.
breiddarbaug. Talsmaður bandaríska
varnarmálaráðuneytisins sagðist
ekki geta staðfest þessar fullyrðingar
en sagði hins vegar í gærkvöldi, að
harðir bardagar hefðu verið háðir í
gær í nágrenni olíuborgarinnar
Kirkuk. Einnig hefði komið til lítils
háttar bardaga miili uppreisnar-
manna og sveita stjórnarhersins í
Mannskæð ásigling
Reuter
Um 140 manns drukknuðu eða urðu eldsvoða að bráð eftir ásiglingu farþegafeiju á olíuskip undan borg-
inni Livorno á Ítalíu í fyrrinótt. Tankskipið lá við festar í svartaþoku er slysið varð og mun aðeins einn
hafa komist undan af þeim sem um borð voru. Þá varð sprenging í stóru tanskipi í gær undan Genúa og
var óttast að þar væri gífurlegt mengunarslys í uppsiglingu.
Sjá „Breyttist í logandi víti á svipstundu" á bls. 27.
suðurhluta íraks.
George Bush Bandaríkjaforseti
sagði í gær að Bandaríkjamenn og
Evrópumenn væru samstiga í því að
koma kúrdískum flóttamönnum í
suðurhluta Tyrklands og norðurhluta
íraks til hjálpar og hefði í því skyni
verið hrundið af stað mestu loftbrú
með neyðaraðstoð í áratugi. Væri
henni ætlað að sjá 700.000 manns
fyrir matvælum, fatnaði og skjóli í
30 daga.
I'TSttamenn BBC og breska sjón-
varpsins ITN sem eru í norðurhluta
Iraks sögðu aðbúnað flóttamanna
hörmulegan. Þúsundir hefðu dáið úr
vosbúð eða hungri og tugþúsundir
flóttamanna væru það hijáðir að
ekkert biði þeirra nema dauðinn
bærist ekki mikil og tafarlaus neyð-
araðstoð.
Bandaríkjastjórn hefur sætt vax-
andi gagnrýni fyrir að koma Kúrdum
ekki til hjálpar en þeir segjast hafa
risið upp gegn Saddam að áskorun
Bush. Tyrkneskur ráðherra sagði í
gær, að meðan leiðtogar á Vestur-
löndum liðu sálarkvöl vegna hör-
munga flóttafólksins gleymdu þeir
hveijar væru rætur vandans; valda-
seta Saddams og útrýmingarherferð
hans og nauðungarflutningar.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) lýsti formlega yfir vopnahléi í
Persaflóastríðinu í gærkvöldi þar
sem staðfesting hafði borist frá írök-
um þess efnis að þeir gengju að
vopnahlésskilmálum, sem áður höfðu
verið settir.
Sjá „Mikið mannfall á leið um
jarðsprengjubelti á landamær-
unum“ á bls. 26.