Morgunblaðið - 12.04.1991, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
Islenska járnblendifélagið:
Tap varð 127 millj-
ónir króna í fyrra
Tap þessa árs þegar orðið meira
AFKOMA Islenska járnblendifélagsins versnaði þegar leið á síðasta
ár og varð 127 milljóna króna tap eftir árið. Þetta kom fram á aðal-
fundi félagsins, sem haldinn var á Grundartanga síðastliðinn miðviku-
dag. Einnig kom fram að verulegt tap er á rekstrinum það sem af
er þessu ári og sagði Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri félagsins í
samtali við Morgunblaðið að nú þegar væri tap ársins orðið meira
en allt árið í fyrra.
í ársskýrslu stjórnar kom fram
að framleiðsla á árinú 1990 var
verulega minni en fyrri ár, eða sem
svarar 63 þúsund tonnum af 75%
kísiljárni. Utflutningur var tæp 67
þúsund tonn, en fímm þúsund tonn
af því magni eru farmur sem flutt-
ist yfir áramót frá 1989 vegna
seinkunar skips í byijun ársins.
Þrátt fyrir tap er efnahagur ís-
lenska járnblendifélagsins mjög
sterkur, að sögn Jóns Sigurðssonar.
Eiginfjárhlutfall var 65,8%.
Nokkur munur er á afkomu og
efnahag félagsins eftir því hvort
litið er á íslenska gerð ársreiknings-
ins eða norska, þannig er tapið í
norsku gerðinni um 100 milljónir
króna (11 milljónir norskra króna)
og eiginfjárhlutfallið 47,5%. Þessi
munur sagði Jón að stafaði af mis-
munandi reglum um gerð reiknings:
ins, einkum afskriftareglum. í
íslensku útgáfunni séu eignir færð-
ar upp og afskrifaðar stöðugt á
nýju verði, reikningurinn sé í raun
gerður hlutlaus gagnvart verð-
bólgu.
Fram kom á aðalfundinum að
þótt verðlag á afurðum kunni að
styrkjast þegar líður á árið sé alit
útlit fyrir að sala verði lítil og að
afkoma á árinu verði slæm. Stjórn
félagsins hefur falið framkvæmda-
stjórn að leita allra leiða til að draga
úr framleiðslukostnaði, þar með að
freista þess að endurskipuleggja
störf manna þannig að ekki þurfi
að ráða starfsfólk í stað þeirra sem
segja upp störfum. Aðalfundurinn
ákvað að arður af hlutafé skyldi
ekki greiddur vegna ársins 1990.
Stjórn félagsins var endurkjörin:
Barði Friðriksson formaður, Páll
Bergþórsson varaformaður, dr.
Guðmundur Guðmundsson og Helgi
G. Þórðarson af hálfu íslenska ríkis-
ins, Johan H. Krefting og Isak
Lauvaas fyrir Elkem og Akira Hi-
rosaki fyrir Sumitomo Corporation.
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
HEIM - TIL HAFNAR
Aðild að EB aldrei verið til
umfjöllunar í þessari sljórn
Skoðanakönnun Skáís:
Meirihluti vill Davíð
sem forsætisráðherra
MEIRIHLUTI kjósenda vill fá
Davíð Oddsson, formann Sjálf-
stæðisflokks, sem forsætisráð-
herra að loknum kosningum eða
51,4% á móti 41,2% sem vilja
Steingrím Hermannsson, for-
mann Framsóknarflokks og nú-
verandi forsætisráðherra. Þetta
eru niðurstöður skoðanakönn-
unar sem Skáís gerði fyrir Stöð
2.
í könnuninni var spurt: Hvaða
stjómmálamann vilt þú fá sem
næsta forsætisráðherra? Afstöðu
til spurningarinnar tóku 93,8%.
Af þeim vildu 51,4% fá Davíð
Oddsson sem næsta forsætisráð-
herra en 41,2% völdu Steingrím
Hermannsson. 7,4% vildu einhvern
annan.
Af stuðningsmönnum Sjálfstæð-
isflokks vilja 90,2% fá Davíð sem
næsta forsætisráherra. Hinir eða
4,2% vilja aðra, aðallega Þorstein
Skúls gerii köniwnina lyrii Slöi tvö dagana 6r9. apá 1.000
rmnno úrtak. 83,7% svoiendo föku ofslöiu lilþess hverskyldi
vero n æsli forsætisróiherro.
Pálsson. Af stuðningsmönnum
Framsóknarflokksins vilja 97,6%
fá Steingrím sem næsta forsætis-
ráðherra, en 2,4% vilja fá Davíð.
Tæplega 80% stuðningsmanna Al-
þýðubandalagsins vilja fá
Steingrím sem næsta forsætisráð-
herra.
Telur að utanríkisráðherra hafi ekki lesið stefnuskrá
eigin flokks - Alþýðuflokksins
„AÐILD að Evrópubandalaginu hefur aldrei verið til umfjöllunar
hjá þessari ríkissljórn. Það hefur aldrei verið um þann möguleika
fjallað, né hefur það mál verið á dagskrá. Því hefur aldrei á það
reynt hvort um það er samstaða innan ríkisstjórnarinnar, né hvort
um það er ágreiningur milli stjórnarflokkanna. Þetta er komið upp
núna, upp á framtíðina að gera. Ég held að það sé algjör óþarfi hjá
Jóni Baldvin að vera með þessar árásir á mig út af evrópska efna-
hagssvæðinu. Það er bara allt annað mál,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær þegar
gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra á hann,
m.a. í grein í Morgunblaðinu í gær, var borin undir hann.
„Það er alveg rétt hjá Jóni Bald-
vin, að það hefur ekki komist
hnífurinn á milli okkar i samning-
unum um evrópskt efnahagssvæði.
Við stöndum þar alveg saman,“
sagði Steingrímur, „en ég varð hins
vegar fyrir óskaplegum vonbrigð-
um þegar ég rakst á það í stefnu-
skrá Alþýðuflokksins þar sem seg-
ir: „Alþýðuflokkurinn útilokar ekki
aðiíd að Evrópubandalaginu.“ Ég
hef nú þá skýringu að Jón Baldvin
hafi aldrei lesið þetta og einhveijir
aðrir hafi skrifað þetta, eins og
Birgir Árnason, eða einhveijir
slíkir. Eða það var mér sagt.“
Steingrímur sagði að það stæði
að vísu í stefnuskrá Alþýðuflokks-
ins að flokkurinn ítrekaði skilyrðis-
laust íslensk yfirráð yfir fiskimið-
unum og auðlindum landsins.
„Enginn hefur sagt það oftar í mín
eyru en Jón Baldvin að fiskimiðin
fyrir utan tólf mílur eru undir sam-
eiginlegri stjórn EB og við breytum
því ekki neitt, því þetta er hluti af
landbúnaðarstefnu Evrópubanda-
lagsjns," sagði forsætisráðherra.
Forsætisráðherra var spurður
hvort þetta væru ekki ótímabærar
vangaveltur hjá honum, þar sem
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokk-
ur hefðu gefíð þá skýringu að þeir
höfnuðu ekki um aldur og ævi
möguleikanum á inngöngu í EB,
en innganga í EB væri alls ekki á
stefnuskrá þeirra nú: „Ég vona að
það sé um aldur og ævi, því við
eigum aldrei heima í Evrópubanda-
laginu. Það er fáránlegt að vera
að gefa undir fótinn með fulla að-
ild þótt síðar verði,“ sagði
Steingrímur.
Steingrímur sagði að margt ann-
að varhugavert kæmi við sögu
varðandi umræðuna um aðild að
Evrópubandalaginu, svo sem jafn
réttur allra til þess að kaupa land.
„Ég hlustaði til dæmis á það í
Danmörku að einn danski ráðher-
rann lýsti áhyggjum út af því
hversu hollenskir bændur hefðu
keypt upp mikið af bújörðum í
Danmörku. Ég vil ekki að þessir
erlendu aðilar, 350 milljónir
manna, séu kaupandi upp íslenskt
land,“ sagði Steingrímur.
Landspítalinn:
Uppsögmim
frestað um
einn mánuð
Vopnfirðingar vilja jarðgöng
Vopnafirði. Frá Skúla Unnari Sveinssyni, klaðamanni Morgunblaðsins.
FRAMBJÓÐENDUM allra flokka var í gærkvöldi afhentur undir-
skriftalisti þar sem væntanlegir þingmenn Austurlandskjördæmis
eru minntir á mikilvægi heilsársvegar milli Fljótsdalshéraðs og
nyrstu byggða kjördæmisins, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar. Það
sem heimamenn horfa helst til eru jarðgöng í gegn um Hellisheiðina.
Það var Guðmundur Wiium sem
afhenti fulltrúum flokkanna bréf
með undirskrift 400 mánna í upp-
hafi sameiginlegs framboðsfundar
í félagsheimilinu Miklagarði á
Vopnafirði í gærkvöldi. I bréfinu
er óskað skýringa þingmanna
kjördææmisins á 55 milljóna króna
framlagi til rannsókna vegna jarð-
gangagerðar á Miðausturlandi, en
tólf milljónum vegna jarðganga
milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshér-
aðs. '
Heimamenn hér eystra benda á
að Samtök sveitarfélaga á Austur-
landi, SSA, hafí undanfarin ár
ítrekað samþykkt að heilsársvegur
nlífi Fljótsdalshéraðs og Voþna-
fjarðar hafi forgang í jarðganga-
gerð eystra.
Segja talsmenn undirskriftalist-
ans að með heilsársvegi verði um
klukkustundar akstur frá Vopna-
firði til Egilsstaða, en eins og nú
hátti til sé rúmlega þriggja tíma
akstur til Egilsstaða um Vopna-
fjarðarheiði og Möðrudalsöræfi. Sú
leið er oft ófær vegna snjóa og
Hellisheiðin er ófær mestan hluta
ársins þannig að samgöngur á landi
í suður eru stopular stóran hluta
árs.
Vopnfirðingar afhentu einnig
annan undirskriftalista í upphafí
fundaríií^ Íi£iM Gáðriin FMdÓttir
afhenti undirskriftalista fískverka- völd að hækka skattleysismörkin í
fólks þar sem skorað er á stjórn- -Ib^fesund krónur.
HJÚKRUNARFÓLK á deild
14-G á Landspítalanum hefur
frestað uppsögnum sem taka
áttu gildi 1. maí nk. um einn
mánuð. Allt hjúkrunarfólk og
sjúkraliðar á 14-G sagði upp
störfum fyrir nokkru vegna
óhóflegs vinnuálags á deildinni.
Að sögn Þóru Árnadóttur deild-
arhjúkrunarfræðings ætla starfs-
menn að láta reyna á hvort aðgerð-
ir sem stjórn sjúkrahússins hefur
beitt sér fyrir til að létta álagi af
deildinni séu nægjanlegar.
Þóra sagði að áiag á starfsfólk
deildarinnar hefði minnkað en þó
væru enn sjúkrarúm á ganginum.
Hins vegar hefði svipað álag verið
á öllum lyfjadeildum spítalans.
Hún sagði að endanleg ákvörðun
yrði tekin um miðjan næsta mánuð
um hvort af uppsögnunum yrði.
Starfsmenn telja orsök mikils
álags á deildinni vera ónóga öld-
runarþjónustu í Reykjavík. Stór
hluti sjúklinga á deildinni sé aldrað
fólk, sem ekki hafi tekist að koma
fyrir á viðeigandi stofnunum.