Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 11
Of
11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
ísland í eða utan Evrópu
eftir Valgerði
Bjarnadóttur
Það vakti athygli mína í viðtali
við nýkjörinn formann Sjálfstæðis-
flokksins, að hann telur ekki ástæðu
til skjótra ákvarðana varðandi þátt-
töku íslendinga í samstarfi Evrópu-
þjóða. Hann sagði eitthvað á þá
leið að við værum ekki að missa
af neinni lest í þeim efnum.
Áður en menn missa af lestum
þurfa þeir að vita hvert þeir ætla.
Veit Sjálfstæðisflokkurinn eða
formaður hans hvert hann vill fara?
Þess hlýtur að vera krafizt að ís-
lenzkir stjórnmálamenn fjalli af
raunsæi um þá valkosti sem þjóðin
mun standa frammi fyrir á næsta
kjörtímabili, en afgreiði ekki svo
veigamikil mál með því að einn
kostur sé það versta sem fýrir þjóð-
ina geti komið, án þess sem svo
mikið að fjalla um aðra, eða með
tali um áætlanir járnbrauta, sem
enginn veit hvort þeir ætla með eða
ekki.
Lestin brunar
Sannleikurinn er því miður sá að
á undanförnum árum erum við búin
að missa af mörgum lestum. Ekki
lestum á alþjóðaleiðum heldur
mörgum litlum lestum sem hefðu
skilað okkur eitthvað áleiðis hefðum
við tekið þær. Þess vegna búum við
ennþá við útflutningsleyfi, gjaldeyr-
ishömlur og gjaldmiðil sem enginn
tekur mark á. Við erum hins vegar
svo sjálfumglöð að við gleymum því
að við búum við úrelt efnahags-
kerfi. Á RÖSE-ráðstefnu í haust
studdum við t.d. tillögu um sam-
starf við lönd Austur-Evrópu sem
byggði á þeirri forsendu að þessi
fyrrum sósíalísku lönd tækju upp
markaðsbúskap, ftjáls gjaldeyris-
viðskipti og frelsi í inn- og útflutn-
ingi. Sagan segir meira að segja
að íslenzka ríkisstjórnin hafi gjam-
an viljað vera með í flutningi þess-
arar tillögu sem gerði kröfu til ann-
arra landa um efnahagskerfí sem
hún hefur ekki komið á heima hjá
sér.
Maður getur velt fyrir sér af
hveiju við erum ennþá á brautar-
pallinum. Kannski vitum við ekki
hvert við ætlum og tökum því enga
lest. Kannski eru það hagsmunir
einhverra sjoppueigenda á brautar-
pallinum að við séum þar sem
lengst. Kannski kjósum við einfald-
lega að húka á brautarpallinum í
stað þess að sjá heiminn. Látum
það samt aldrei henda að lestin
fari fram hjá, án okkar.
Heilagar kýr
Það er ekkert álitamál að sjávar-
útvegur er undirstöðu atvinnuvegur
þjóðarinnar. Svo lengi sem ég man
stjómmálaumræðu hefur verið talin
nauðsyn á því að gera atvinnulíf
landsins íjölbreyttara. Aldrei hef
ég skilið þá umræðu sem vanvirðu
við þessa miklu auðlind þjóðarinnar
heldur hitt, að fjölbreyttara at-
vinnulíf mundi auka auðlegð henn-
ar. Nú virðist mér hins vegar stund-
um að ekki megi einu sinni velta
fyrir sér þeim kostum sem fyrir
hendi em vegna þess að auðlindin
er jafn heilög og kýrnar á Indlandi.
Hvað er til ráða?
Ég held að engum detti í hug
að við þurfum ekki að eiga sam-
starf við útlendinga. Eina leiðin til
að bæta efnahag þjóðarinnar er að
stækka markaðinn, það verður ekki
gert nema í samvinnu við útlend-
inga. Annars erum við bara í gamal-
dags Mátadór-spili og kaupum
Austurstræti og Pósthússtræti
hvort af öðru, og hagvöxturinn er
200 kall fýrir að fara yfir byijunar-
reitinn, sem getur líka brugðizt ef
maður lendir á vitlausum reit.
Það hlýtur því að vera eitt af
grundvallaratriðum alvarlegrar
stjórnmálaumræðu hvernig við ætl-
um að haga þessu samstarfi, hvem-
ig við ætlum að nýta okkur það til
bættrar afkomu. í samskiptum okk-
ar við erléndar þjóðir eigum við
væntnlega ýmissa kosta völ, þrír
verða reifaðir hér.
* Sjávarútvegurinn er ofar öllu,
við skellum skollaeyrum við öllum
möguleikum sem ekki eru til auk-
inna hagsbóta fyrir hann. Við 250
þúsund manns setjum okkar eigin
leikreglur og gefum hinum langt
nef, sem þykjast hafa komizt að
því að til hagsbóta sé að sameina
tugmilljóna markaði í einn sem tel-
ur nærri fjögur hundruð. Við miðum
gengisskráninguna og yfirleitt
flestar meiri háttar stjórnvaldsað-
gerðir við að hvorki sé gróði né tap
af sjávarútvegi, aðrir atvinnuvegir
eru hégómi. Við förum yfir byijun-
arreitinn á 20-30 ára fresti og semj-
um um að reist sé stóriðjuver,
stundum gengur það kannski ekki
up, en við erum duglegt fólk í harð-
Valgerður Bjarnadóttir
„Aftur ruglast formað-
ur Sjálfstæðisflokksins
í atburðarásinni. Yfir-
lýsingar eins og þær að
efna eigi til þjóðarat-
kvæðis um aðild að Evr-
ópubandalaginu eru
tímaskekkja. Jafnframt
gefa þær framsóknar-
mönnum allra flokka
tilefni til þess að sam-
einast að baki vankunn-
áttu forsætisráðherr-
ans, sem segir að vikið
sé að eignarhaldi á
fiskimiðum í Rómar-
sáttmálanum.“
býlu landi og látum það ekki á okk-
ur fá. Við gerum enga þá samninga
sem opna markaði eða auðvelda
markaðssókn fyrir aðra framleiðslu
en þá sem kemur úr sjónum. Við
þurfum enga samninga um slíkan
aðgang, né heldur um þátttöku f
vísindastarfi eða samstarfi í mennt-
amálum, hvað þá fyrir fólk — fisk-
ur skiptir máli ekki fólk. Mig minnir
að forsætisráðherrann hafi sagt
eitthvað á þá ieið að við þyrftum
enga samninga vegna þess að er-
lendar þjóðir væru okkur svo velvil-
jaðar af því við erum svo lítil, skrít-
in, skondin og sjálfstæð.
* Lega landsins verður okkur
önnur auðlind. Við breytum íslandi
í eina ailsheijar fríhöfn og paradís
banka- og ijármagnsviðskipta. Fyr-
irtæki skrá sig á íslandi, umskipa
pg jafnvel fullvinna vörur sínar á
íslandi, geyma þær og peningana
sína á Islandi. Við yrðum ekki bara
-lítil, skrítin og skondin heldur líka
rík. Fullveldinu héldum við óskertu
því við settum okkar sérstöku leik-
reglur, sem miðuðust við auðlind-
irnar tvær: sjóinn og fríhöfnina.
Ritstjórar Morgunblaðsins þyrftu
ekki að óttast neinar utanstefnur,
tukt fríhafnarinnar sæi fyrir því.
Við þyrftum einungis að gæta þess
að löggjöf okkar um starfsemi fyrir-
tækja, vinnutíma starfsmanna, holl-
ustu á vinnustöðum og þar fram
eftir götunum væri „fijálslyndari“
en annarra þjóða. Verður fullveldi
okkar bezt tryggt með því að búa
þannig um hnútana að fjölþjóðafyr-
irtæki sjái sér sérstakan hag í því
að reka starfsemi sína frá Islandi?
* Við leitum eftir nánara sam-
starfi við aðrar þjóðir. Við erum í
EFTA, þegar það virðist vera að
leysast upp liggur beint við athuga
hvaða aðrir möguleikar eru á sam-
starfí við Evrópuþjóðir, fyrir því eru
bæði menningar- og markaðslegar
ástæður. Um stundar sakir er físk-
ur tekinn út fyrir sviga og leiðir til
að greiða fyrir útflutningi iðnaðar-
vöru, nýtingu orkulinda og mann-
vits settar í fyrirrúm. Ef einhveijir
þeir kostir eru fyrir hendi sem opna
okkur tækifæri á þessum sviðum,
og staða sjávarútvegsins er óbreytt
frá því sem nú er, þá yrðum við
betur sett en nú. í framhaldi af
slíkum samningum yrðu möguleikar
okkar á því að ganga til fulls sam-
starfs við þær þjóðir sem mynda
Evrópubandalagið kannaðir til hlít-
ar.
Samstarf þjóða Evrópubanda-
lagsins byggist ekki á valdagræðgi
eða mannvonzku heldur gagn-
kvæmum hagsmunum. Menn hafa
komizt að raun um að samvinna á
sumum sviðum eykur allra hag, því
hafa þeir valið þann kostinn. Á
þeim sviðum sem heimastjóm skilar
betri árangri, er sú leið valin. Þjóð-
um Evrópubandalagsins er sjálf-
stæði og menningararfleifð ekki
síður heilagt en okkur íslendingum.
Sjálfstæði fámennrar þjóða felst
fyrst og fremst í menningararfleið-
inni, hana treystum við bezt og njót-
um bezt ef efnahagurinn er tryggð-
ur. Efnahagurinn verður ekki
tryggður eða styrktur nema í sam-
vinnu við umheiminn, því verður
okkur bezt borgið í samfélagi, sem
vinnur sameiginlega að efnahags-
legum markmiðum og ber virðingu
fyrir sérkennum þjóða.
Auðvitað dettur engum íslend-
ingi í hug að gera samning við
Evrópubandalagið, nema að tryggt
væri að ekki yrði gengið á auðlind-
ina. Sjávarútvegsstefna á íslandi
meingölluð eins og hún er, gæti
tryggt viðhald fískistofnanna. Sjáv-
arútvegsstefna Evrópubandalags-
ins er ónýt. Engum dettur í hug
að draga dul yfir þessar staðreynd-
ir. Þeir, sem ekki spyija, fá ekki
svar. Þar til við spyijum, vitum við
ekki hvort Evrópubandalagið er til
viðræðna við okkur á þeirri for-
sendu að ekki verði gengið á fiski-
stofnana. Þangað til við gerum það
getum við þráttað endalaust engum
til gagns.
Tímaskekkja
Aftur ruglast formaður Sjálf-
stæðisflokksins í atburðarásinni.
Yfirlýsingar eins og þær að efna
eigi til þjóðaratkvæðis um aðild að
Evrópubandalaginu eru tíma-
skekkja. Jafnframt gefa þær fram-
sóknarmönnum allra flokka tilefni
til þess að sameinast að baki van-
kunnáttu forsætisráðherrans, sem
segir að vikið sé að eignarhaldi á
fiskimiðum í Rómarsáttmálanum.
Steingrímur Hermannsson er auð-
vitað að rugla þessu saman við ís-
lenzka löggjöf en þar stendur skýr-
um stöfum að íslenzku fiskimiðin
séu sameign allrar þjóðarinnar. Það
hlaut að vera einhver skýring á físk-
veiðistefnu ríkisstjómarinnar —
Framsóknarflokkurinn heldur að
„þetta með sameignina" sé í Rómar-
sáttmálanum en ekki í íslenzkum
lögum og þess vegna talið sig í
fullum rétti þegar hann hefur út-
hlutað litlum hluta þjóðarinnar,
fískibarónunum, eins og vinur minn
í hópi útvaldra orðaði það, auðlind-
ina endurgjaldslaust til afnota og
afrakstrar.
Kosningar eru ekki farsi heldur
alvarlegt mál. Fjögur ár geta stund-
um verið stuttur tími, þess vegna
hlýtur sú krafa að vera gerð að
stjómmálaflokkar setji fram skýra
stefnu í veigamiklum málum í stað
þess að stjórnmálaforingjar séu í
hanaati um efni sem er ekki einu
sinni á dagskrá.
Höíundur starfar í Brussel.
PMco þottavél á verði sem
allir ráða við
Aðeins 49
kr.stur.
Við erum stoltir yfir því að
geta tilkynnt þér að vegna hag-
stæðra samninga og magninnkaupa
getum við boðið þessa hágæða
þvottavél með öllurn þeim mögu-
leikum sem þú þarfnast á verði sem
allir ráða við.
Philco W85 RX býður fjölda
mismunandi þvottakerfa og þar af
eitt sérstaklega fyrir ull. Vélin er
búin sjálfstæðri hitastillingu og
vinduhraða allt að 800 snúninga -
Hún tekur inn á sig heitt og kalt eða
eingöngu kalt vatn. í tromiu og belg
er ryðfrítt stál. Philco W85 RX tek-
ur 5 kg af þurrum þvotti og er full-
komlega rafeindastýrð með flæði-
öryggi og yfirhitunarvara.
Þetta er vél sem þú getur
ekki látið fram hjá þér fara.
PHILCO
þægindi sem hægt er að treysta.
Afborgunarverð kr. 52.500.-
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20
■ iSQMKÍtt^ím