Morgunblaðið - 12.04.1991, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
* , — - \
VORHÁTÍÐ KVENNALISTANS
/ menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun kl. 14.00-17.00.
Leikur, upplestur og söngur fyrir börn og fullorðna. Kökubasar,
leikjasmiðjan, flóamarkaður, blómasala.
Frambjóðendur sitja fyrir svörum og flytja ávörp.
Verið öll velkomin.
U T S Æk L A ”
VERÐHRUN
Allt á að seljast
Vegna breytinga höldum við meiriháttar vorrýmingarsölu á
íþrótta- og sportvörum. Líttu við. Það borgar sig örugglega,
því verðið er ótrúlega lágt.
Sundfatnaður - Verð frá
690
fþróttagallar - allar stærðir. Glansgallar -
stuttbuxur - töskur - bolir - bómullargailar.
SettcUuftí
Opnum
í dag kl. 9.
r,.1t**
SPORTVÖRUVERSLUNIN
Laugavegi 97 (á móti Stjörnubíói). Símar 17015 - 985-25043.
SUMARSKÓR,
Barnaskór
Uppháirskór
Verð frá kr.
690
Skór m/frönskum lás.
GÖTUSKÓR
FÓTBOLTASKÓR
Verð frá kr. ggg
K O S N I N
R
Heimastjórnarsamtökin telja Ríkis-
útvarpið beita sig misrétti:
Umboðsmaður krefur
útvarpsráð skýringa
GAUKUR Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Ingu Jónu
Þórðardóttur, formanni útvarpsráðs, ósk um skýringar á afstöðu ráðs-
ins til kvörtunar Heimastjórnarsamtakanna, sem honum hefur borist.
Samtökin telja sig misrétti beitt við kynningu Ríkisútvarpsins á fram-
boðslistum vegna kosninganna.
í bréfi umboðsmanns kemur fram
að kvörtun Heimastjórnarsamtak:
anna sé að hans dómi tvíþætt. í
fyrsta lagi beinist hún að þeirri
ákvörðun Ríkisútvarpsins, að
Heimastjórnarsamtökunum sé gert
að bera kostnað af 12 mínútna
flokkakynningu í sjónvarpi. Feli
þessi ákvörðun í sér mismunun
gagnvart Heimastjórnarsamtökun-
um miðað við stjórnmálaflokka, sem
fulltrúa eiga á Alþingi, þar sem þeir
flokkar fái verulegar flárhæðir úr
ríkissjóði meðal annars til kynning-
arstarfs, en Heimastjórnarsamtökin
njóti á hinn bóginn engra slíkra íjár-
veitinga. í öðru lagi kvarti Heima-
stjórnarsamtökin yfir mismun, sem
felist í þeirri ákvörðun RÚV að bjóða
einungis formönnum þeirra stjórn-
málaflokka, er fulltrúa eiga á Al-
þingi, sérstaka 45 mínútna kynningu
í sjónvarpi, en ekki formönnum ann-
arra stjórnmálafiokka.
Umboðsmaður óskar sérstaklega
eftir heildarupplýsingum um hvernig
kynningu á frambjóðendum og
stjórnmálaflokkum ve'rði hagað í
Ríkissjónvarpinu í tilefni af alþingis-
kosningunum, og einnig sé það sér-
stök ósk hans að útvarpsráð geri
grein fyrir því að í tilvikum þeim,
sem kvörtun Heimastjórnarsamtak-
anna lýtur að, hafi nægilega verið
gætt ákvæða útvarpslaga.
Ný sljórn-
málaleg skipan
eftirÞóri V. Þórisson
Á námsárum mínum hugleiddi ég
töluvert stjórnmál eins og ungra
manna er siður. Þær hugrenningar
hölluðust aðallega á vinstri vænginn.
Ekki varð þó úr að ég tæki þátt í
stjómmálastarfi, sennilega vegna
þess að ég var aldrei fyllilega sáttur
við stefnu vinstri manna. Ástæðan
fyrir því að ég var fylgjandi vinstri
stefnu stafaði fyrst og fremst af því
að ég áleit að hún kæmi best til
móts við húmanismann sem ég að-
hylltist. Með tímanum hefur mér þó
lærst að sósíalisminn gengur ekki
upp. Jöfnunin sem fæst með því hag-
kerfi má orða á þá lund, að allir
hafi það jafnslæmt og hinn verst
setti og er það alls ekki mitt drauma-
þjóðfélag. Mjög sennilega hafa marg-
ir vinstri menn komist að svipaðri
niðurstöðu í gegnum tíðina og orðið
fráhverfir vinstri stefnu og jafnvel
gengið til iðs við „íhaldið". Hafa
hægri menn þá gjaman talað um að
þeir „vitkist". Líka hafa margir
þannig þenkjandi menn ráfað á milli
flokka, aldrei ánægðir með stefnu
flokkanna eða sjálfa sig. Þeim flokk-
um sem okkur stóð til boða að styðja
var kyrfilega raðað frá vinstri til
hægri.
Þarna er einmitt mergurinn máls-
ins, frá vinstri til hægri! Þessi tvívídd
sem hefur tröllriðið öllum pólitískum
þankagangi síðustu öld. Menn kepp-
ast við að skilgreina sig á þesum
ási. Nýjasta dæmið er frá hinum
nýmyndaða'Fijálslynda flokki, forsp-
rakkinn Júlíus Sólnes segir alvarlega
„við stöndum rétt hægra megin við
rniðju". En hver er nú eiginlega
þungamiðjan í skilgreiningu þessa
áss? Jú, það er kommúnisminn! Allir
ásar hafa jú tvo póla, og hafa pólarn-
ir verið skilgreindir sem hgæri stefna
eða kapítalismi og vinstri stefna eða
kommúnismi. Sagan hefur nú sýnt
—Á? Hægrl
Upp
(hœgrl)
Nlöur
að kommúnisminn hefur gersamlega
beðið skipbrot og dugar ekki til að
ná fram umbótum. Og þar með er
grundvöllurinn fyrir skilgreiningunni
á hægri og vinstri líka fallinn. Ekki
þýðir heldur að benda á Svíþjóð því
þar er sósíalisminn lika við að bíða
skipbrot. Eftir stendur að markaðs-
búskapur hefur reynst vel sem efna-
hagskerfi.
En hvað tekur þá við eftir hrun
marxismans/sósíalismans? Hverjir
verða pólarnir á nýjum pólitískum
ási? Það er eðli stjórnmála að skoð-
anamunur skipti fólki ósjálfrátt upp
í tvær andstæðar fylkingar. Stundum
myndast fleiri fylkingar, en þær eru
þá oft skoðanalega séð einhvers stað-
ar á milli hinna andstæðu póla. Hug-
takið hægri-vinstri fæddist í franska
þinginu snemma á .19. öld þar sem
þeir þingmenn sem vildu óbreytt
ástand sátu hægra megin en þeir sem
vildu umbætur sátu vinstra megin.
Löngu seinna tóku kommúnistar við
hlutverki umbótasinna og kölluðust
því vinstri menn. Þó svo gamla skil-
greiningin á hugtakinu vinstri stefna,
þ.e. umbótastefna, eigi enn rétt á sér
er samt skynsamlegast að varpa því
fyrir róða þar sem það verður ætíð
bendlað við. kommúnisma. Ef við nú
hættum að hugsa í tvívídd og förum
að hugsa í þrívídd þá koma í ljós,
nýir ásar með því að breyta um sjón-
arhorn: Sjá mynd.
Við snúninginn lenda vinstri flokk-
arnir og miðflokkarnir út úr mynd-
inni enda eru þeir gegnumsýrðir af
sósíalískum stjórnunarháttum, þ.e.
Vinstrl
(vlnstrl) ------