Morgunblaðið - 12.04.1991, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
Stefna Sjálfstæðisflokksins:
S K O S N
Valddreifing í heilbrigðisþj ónustu
eftir Sigurbjörn
Sveinsson
Menn leita sífellt leiða til að bæta
hag sinn og velferð. Þáttur í því er
að sjá sér og sínum fyrir eins góðri
heilbrigðisþjónustu og unnt er. Góð
heilsa er ein af grunnþörfum manns-
ins til að ná þroska og lifa fulinægðu
lífi. Þá, sem brestur heilsu, má nú á
dögum styðja bæði með góðri heil-
brigðisþjónustu og annarri félags-
legri hjálp, þannig að virkir einstakl-
ingar nútímaþjóðfélags eru mun
fleiri, en þeir, sem heilsuhraustir eru.
Við viljum að allir njóti þeirra mögu-
leika, sem heilbrigðisþjónustan hefur
að bjóða og að enginn þurfí að fínna
til öryggisleysis vegna skertrar þjón-
ustu. Til þess höfum við valið þá leið
að standa saman um rekstur þessar-
ar þjónustu og greiða hana að mestu
úr sameiginlegum sjóði. Um það er
lítill ágreiningur.
Sá er þó hængur á, að heilbrigðis-
þjónustan kostar mikla peninga.
Hvort hún sé dýr er umdeilanlegt,
en hitt er víst, að þjóðfélagið greiðir
tíund af framleiðslutekjum sínum tii
að standa undir rekstri hennar. Þess-
ara fjármuna þarf að afla með einum
eða öðrum hætti. Er það nú gert
með skattheimtu og síðan framlögum
af fjárlögum ríkisins. Aimennt má
segja, að skattheimta sé óvinsæl.
Hins vegar þykir okkur gott að njóta
góðrar þjónustu svo sem eins og hér
um ræðir. Því er uppi sífelld tog-
streita milli þess, sem við óskum
eftir, og þess, sem við viljum leggja
af mörkum. Togstreita þessi endur-
speglast síðan í störfum þeirra
stjórnmáiamanna, sem við höfum
kjörið til að fara með þessi mál.
Þeir taka ákvarðanir til að sætta
þessi sjónarmið, hver eftir sinni lífs-
skoðun. Og þessar ákvarðanir eru
stundum rangar.
Miðstýring síðustu ára
Sú stefna, sem ráðið hefur liðin
ár um framkvæmd heilbrigðisþjón-
ustunnar, er vafalítið stefna miðstýr-
ingar. Hún á sér pví miður mjög djúp-
ar rætur í stjórnkerfinu og rætur
hennar liggja dýpra, en í tíð ríkjandi
stjórnarherra. Það er eðli miðstýring-
aráráttunnar að safna til sín valdi.
Svörin, sem hún gefur við hveijum
vanda, eru aukið vald í færri hönd-
um. Störf Alþingis seinni ára hafa
og einkennst af þessari tilhneigingu,
að halda fast í það vaid, sem þing-
menn hafa og ná því, sem þeir hafa
ekki.
Þessi viðhorf hafa ráðið um úr-
lausnarefni heilbrigðisþjónustunnar.
Umræðan hefur snúist um vaxandi
útgjöld til þessa þáttar og hvemig
ná mætti fram betri afköstum í heil-
brigðiskerfínu. Stjórnarstefnan hefur
öll verið á þá lund að benda á kosti
miðstýringarinnar bæði hvað varðar
rekstur sjúkrahúsa, sérfræðiþjónustu
og heilsugæslustöðva. Því hefur ver-
ið haldið fram, að eina leiðin til að
ná tökum á kostnaði við heilbrigðis-
þjónustuna, án þess að hún verði
skert, sé, að ríkið ráði sem flestum
þáttum hennar. Tekist hefur að koma
fram lögum, sem lúta að þessu. Ný
lög um heilbrigðisþjónustu eru gott
dæmi um þetta.
Sjálfstæðisflokkurinn vill
söðla um
Sjálfstæðisflokkurinn vill taka upp
nýja og djarfa stefnu í þessum efn-
um. Með samþykkt landsfundar
Sjálfstæðisflokksins hefur um síðir
rofað til í því svartnætti, sem ríkt
hefur á undanförnum árum. Þar er
reynt að nálgast viðfangsefnið bæði
hvað varðar fjármögnun og stjórnun
á alveg nýjan hátt. Þó er gömlum
verðmætum alis ekki varpað fyrir
róða. Fer vel á því í þessum flokki
grósku, sem á rætur í gamalli og
fijórri jörð. Sjálfstæðisflokkurinn vill
koma á fót almannatryggingum að
nýju. Með því er bent á og viður-
kennt, að núverandi sjúkratrygging-
akerfi hefur ekkert yfirbragð trygg-
inga lengur. Tryggingastofnun ríkis-
ins hefur það eitt hlutverk að vera
eins konar veitustofnun fyrir fjár-
muni hins opinbera til sjúkraþjónustu
skv. þeim reglum, sem henni eru
settar. Enginn hefur þá tilfinningu
lengur, að hann sé tryggður fyrir
áföllum og fái nauðsynlega þjónustu,
þegar hennar er þörf. Á það er fólk
óþyrmiiega minnt, þegar það lendir
á biðlistunum frægu.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er
ný byggðastefna
Sjálfstæðisflokkurinn vill, að
tryggingar verði landshlutatrygging-
ar. Tekjur þeirra verði hlutfall af
almennum skatttekjum ríkisins og
aðstöðumun einstakra landshluta
jafnaður. Allir eigi sama rétt óháðan
tekjum. Stjórn þessara nýju sjúkra-
samlaga yrði að sjálfsögðu í höndum
íbúanna sjálfra. Samlögin myndu
Sigurbjörn Sveinsson
„Við viljum að allir njóti
þeirra möguleika, sem
heilbrigðisþj ónustan
hefur að bjóða og að
enginn þurfi að finna
til öryggisleysis vegna
skertrar þjónustu.“
greiða alla sjúkraþjónustu íbúanna á
hvaða stigi heilbrigðisþjónustunnar
sem væri.
Það er auðvelt að sjá í hendi sér,
hvaða kostir fylgdu þessu fyrirkomu-
'lagi og til hvaða breytinga það myndi
leiða. I slíku kerfi eru allar ákvarðan-
ir um ráðstöfun fjármuna teknar
mun nær þeim, sem þiggja þjón-
ustuna. Hægt verður að snúa af
þeirri braut, sem lögð var, þegar
ábyrgð á rekstri heilsugæslustöðv-
anna var tekin af sveitarfélögunum.
Tryggingarnar geta samið við sveit-
arfélögin eða aðra aðila um rekstur
heilsugæslustöðvanna og greitt fyrir
það, sem það kostar á hveijum stað.
Þá yrði miklu hægara, en það er í
dag, að gæta að staðbundnum vand-
amálum við þennan rekstur og leysa
þau. Önnur þjónusta utan sjúkrahúsa
t.d. á landsbyggðinni myndi vafalítið
batna. Það yrði augljóslega hagur
trygginganna á hveiju svæði, að
þjónustan færi þar fram. Áhersla
yrði einnig á, að öll sjúkrahúsþjón-
usta önnur en sú, sem ekki yrði við
komið að dreifa, yrði í landshlutun-
um. Með þessu myndi hagur manna
batna hvað þjónustu varðar og einn-
ig yrði heilbrigðisþjónustan eðlilegri
þáttur í hagkerfi hverrar byggðar.
Stefnan er því um byggðasamlög
í heilbrigðisþjónustu. Er það alveg í
samræmi við óskir um aukið forræði
sveitarfélaganna í opinberri þjónustu
og ábendingar um, að slík skref séu
nauðsynlegur þáttur í að snúa
byggðaþróuninni hér á landi til betri
vegar.
Að loknum kosningum
Enginn annar stjórnmálaflokkur
hefur haft þor til að setja fram jafn
skörulegar og skiljanlegar tillögur í
heilbrigðismálum og Sjálfstæðis-
flokkurinn fyrir þessar kosningar.
Veita þarf flokknum brautargengi
til að koma þeim fram að kosningum
loknum.
Höfundur er læknir í Reykja vík
ogfyrrum íBúðardal. Hann
starfar með málefnanefnd
Sjálfstæðisflokksins um
heilbrigðis- og tryggingamál.
• Grill • Lúðrasveit • Vísnasöngur • Gísli Snorrason frambjóðandi á G-listanum ávarpar gesti
Útileikhús: Ýmsir leikhópar koma • "Karnival": Leikarar farða krakkana • Rokkhljómsveit og fleiri tónlistaratriði • Hestar: Börnin
geta komist á hestbak • Brúðuleikhús: Sögusvuntan kemur í heimsókn með tröllastelpuna leiðindaskjóðu
Blústónleikar um kvöldið í Þrúðvangi:
K.K.-bandið og fleiri tónlistarmenn
frá klukkan 21:00
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
ö
'fm
FJÖLSKYLDUHATIÐ
IALAFO SSKVO SINNI
Allir íbúar í Mosfellsbæ og Reykjaneskjördæmi
velkomnir til hátíðarsamkomu G-listans í Álafosskvosinni
á laugardaginn klukkan fjögur.