Morgunblaðið - 12.04.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
21
málaráðherrans
eftir Geir H. Haarde
„Borgarastéttin ; landinu hefur
reynt að stimpla marxismann sem
einhvern afbrigðilegan óþverra og
það skrifum við auðvitað ekki upp
á.“
Margur heldur eflaust að hér sé
á ferð tilvitnun í einhvern liðinn
kommúnistaleiðtoga í útlöndum.
Svo er þó aldeilis ekki. Þessi um-
mæli lét sjálfur menntamálaráð-
herra íslands, Svavar Gestsson,
hafa eftir sér í DV í nóvember 1989
um það leyti sem Berlínarmúrinn
féll. Og hann bætti við: „Hafi ég
einhvern tíma verið marxisti þá er
ég það ennþá.“ Það þarf vissuiega
ákveðið hugrekki til að tala svona
borginmannlega nú þegar múrar
marxismans hafa hrunið eða eru
að hrynja alls staðar í álfunni og
þúsund krónum í tæp 48 þúsund
fyrir tilverknað ríkisstjórnarinnar.
Nú eru skattfrelsismörkin rúmlega
57 þúsund krónur en hefðu verið
tæp 66 þúsund að óbreyttu. Ráð-
herrar Alþýðubandalagsins sem um
þetta höfðu forgöngu hafa því af
miklu að státa, eða hitt þó heldur.
Skyldi nokkrum detta í hug nú
fyrir kosningar að taka mark á lof-
orðum þessara manna um að hækka
skattfrelsismörkin?
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjáifstæðisflokkinn í Reykjavík.
í kvöld kl. 20.00 verður sérstakur opnunarfundur í hinu
nýja félagsheimili Sjálfstæðisflokksins, Hverafold 1—3,
2. hæð. Cestur fundarins verður Davíð Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins. Kaffiveitingar.
Allir velkomnir.
Stjórn Félags sjálfstæðismanna
í Grafarvogi.
FRELSI OG
MANNÚÐ
Geir H. Haarde
„Orðrétt sagði Svavar
m.a. í umræddu viðtali:
„Það er augljóst mál að
það verður að bæta við
sköttum.““
við blasir sá ömurlegi sannleiki sem
Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn
áður kölluðu Moggalygi.
Alþýðubandalagið hefur ekki
gert upp sína óhugnanlegu fortíð
og hinn gamli marxisti, Svavar
Gestsson, gengur fram fyrir kjós-
endur í þessum kosningum og býðst
til vera áfram menntamálaráðherra.
Svavar vill stórhækka skatta
En Svavar hefur á liðnum mán-
uðum gefið • fleiri athyglisverðar
yfirlýsingar. Þannig lýsti hann því
yfir í viðtali í Alþýðublaðinu á sl.
hausti að stórhækka þyrfti skatta
í landinu og talaði í því sambandi
um 2—3% af þjóðarframleiðslunni
eða 6—7 milljarða króna. Þarna var
líka talað af meiri hreinskilni en
menn eiga almennt að venjast af
ráðherrum í núverandi ríkisstjórn.
Orðrétt sagði Svavar m.a. í um-
ræddu viðtali: „Það er augljóst mál
að það verður að bæta við skött-
um“. Hann hnykkti síðan á afstöðu
sinni með því að taka það fram að
hann „tæki ekki þátt í því að lækka
skatta eins og kröfur eru um í þjóð-
féalginu“.
Þessi skýra afstaða er að sjálf-
sögðu í fullu samræmi við verk fjár-
málaráðherra og ríkisstjórnarinnar
á kjörtímabilinu. Stjórnin lét það
verða eitt sitt fyrsta verk að lækka
skattfrelsismörk. 1. janúar 1989
lækkuðu þessi mörk úr tæplega 51
Þú ætlar þ
/
o
. ekki að
sitjaheima!
Ef þú kemur í verslanir Eymundsson
bíður þín landsins mesta
úrval af ferðahandbókum og vegakortum
Með hjálp Eymundsson geturðu
notið þess að ferðast um
allar heimsins jarðir.
Feroabókamarkaðurinn er
Eymundsson - Austurstræti
AUSTURSTRÆTI ■ VID HLEMM • MJÓDD • KRINOLUNNI ■ EIÐISTORGI
91-18880 91-29311 91-76650 91-687858 91-6117(K)
PÓSTHÓLF 8511 -121 REYKJAVlK ■ SlMAR 14255 OC. 13522 ■ FAX 15078
ri
\
Marxismi mennta-