Morgunblaðið - 12.04.1991, Page 33
/
MÖR'tíUN'BLÁÐIÐ 'PÖSÍUÐAGUÉ 12: APáÍL 1991
33
Mikil vinna hjá Kaldbak:
Mannskapurinn furðu bratt-
ur eftir þetta langa vinnutöm
- Segir Hrafnhildur Askelsdóttir verkstjóri
MIKIL vinna liefur verið í frystihúsi Kaldbaks hf. á Grenivík allt
frá því vinnsla hófst þar upp úr niiðjum janúar. Unnið var í húsinu
í tvo daga um páskana og hafa krakkar úr skólanum unnið sér
inn vasapeninga með vinnu í frystihúsinu um helgar. Togarinn
Frosti ÞH er bilaður í slipp, en hráefni fæst af trillum og á fisk-
mörkuðum. Starfsfólkið vonar þó að frí verði um þessa helgi svo
það geti notið veðurblíðunnar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjarsljórnar Akureyrar og Sigmund-
ur Þórisson formaður KA tóku fyrstu skóflustunguna að nýju íþrótta-
húsi, sem reist verður á félagssvæði KA.
Hrafnhildur Áskelsdóttir verk-
stjóri í frystihúsinu sagði að allt
frá því vinnsla fór í gang uppúr
miðjum janúar hefði mikil vinna
verið í húsinu, iðulega unnið í tíu
tíma á dag og um helgar jafnvel
líka. Starfsfólkið vann til að
mynda á skírdag og síðan hófst
vinna aftur á annan í páskum,
þannig að páskafríið var stutt.
„Við erum að gæla við að það
verði frí hjá okkur á laugardag-
inn,“ sagði Hrafnhildur.
Togarinn Frosti ÞH er bilaður
og er í slipp á Akureyri, en hann
landaði rúmum 100 tonnum í
síðustu viku og var lokið við að
vinna aflann í frystihúsinu í gær.
„Við höfum allar klær úti við að
Félagssvæði KA:
Bygging íþróttahúss að hefjast
FYRSTA skóflustungan að nýju
íþróttahúsi sem reist verður á
félagssvæði Knattspyrnufélags
Akureyrar, KA, var tekin fyrir
skömmu, en félagið hefur tekið
að sér að reisa húsið á grund-
velli rammasamnings um sam-
starf á milli þess og Akureyrar-
bæjar.
Það voru þau Sigríður Stefáns-
dóttir forseti bæjarstjórnar Akur-
Vortónleikar strengja-
deildar Tónlistarskólans
Síðari vortónleikar strengja- ur á fiðlu, lágfiðlu, selló og
deildar Tónlistarskólans á Akur- kontrabassa, fjölbreytta efnis-
eyri verða á morgun, laugardag- skrá, m.a. verk eftir Hándel,
inn 13. apríl, í Safnaðarheimili Bach, Fauré, Wienawsky, Lalo
Akureyrarkirkju og hefjast þeir og Oliver Kentish.
kl. 15.00. Þar leika eldri nemend-
eyrar og Sigmundur Þórisson for-
maður KA sem sameinuðust um
að taka fyrstu skóflustunguna að
húsinu. Stærð þess verður 1.740
fermetrar auk tengibyggingar
þannig að heildarstærð þess verð-
ur um 2.500 fermetrar. Áætlaður
byggingarkostnaður er tæplega
150 milljónir króna og tekur Ákur-
eyrarbær þátt í kostnaði við 2.200
fermetra en hlutdeild bæjarins er
75% þannig að um 110 milljónir
króna verða greiddar af bænum.
Framkvæmdum við byggingu
íþróttahússins verður hraðað sem
kostur er og er áætlað að taka
það í notkun fyrir 1. október næst-
komandi.
Búsetukönnun í Eyjafirði:
Atvinna og launakjör aðal-
ástæða búseturöskunar
Ibúar á Akureyri og- Svalbarðseyri telja sig búa á láglaunasvæði
ÍBÚAR á Akureyri og Svalbarðseyri eru sammála um að þeir búi á
láglaunasvæði, en aðeins 5% íbúa þessara staða telja að laun í þeirra
sveitarfélagi séu góð samanborið við aðra staði. íbúar þessara staða
eru einnig sammála því að næg atvinna sé ekki í boði. Þetta kemur
fram í búsetukönnun sem nemar á fjórða ári á félagsfræðibraut
Menntaskólans á Akureyri gerðu í nóvember og desember síðastliðn-
um, en niðurstöður hennar liggja nú fyrir. Könnunin náði til íbúa á
þéttbýlisstöðum við Eyjafjörð, alls sjö talsins, Akureyrar, Dalvíkur,
Olafsfjarðar, Hauganess, Árskógssands, Grenivíkur og Svalbarðs-
eyrar. Þeir sem í úrtakinu lentu voru m.a. spurðir um skoðanir á
atvinnumálum og kjörum.
í niðurstöðunum kemur fram að
langflestir telja atvinnu- og launa-
kjör aðalástæðu þeirrar búseturösk-
unar sem orðið hefur í landinu und-
anfarinn áratug og töldu t.d. 86%
Akureyringa það meginástæðuna,
um 80% Dalvíkinga og íbúa Hauga-
ness og Árskógssands og 92% Gren-
víkinga. Þegar spurt var hvort fólk
teldi næga atvinnu í boði á staðn-
um, kom í ljós að Grenvíkingar og
Dalvíkingar eru nokkuð einhuga um
að þar sé nóg að gera, en aftur á
móti var það samdóma álit Akur-
eyringa og Svalbarðseyringa að þar
sé ekki nóg atvinna, en 16% þeirra
sem spurðir voru á Akureyri töidu
næga vinnu í boði.
Þegar spurt var hvort fólki þættu
laun á staðnum góð í samanburði
við aðra staði varð niðurstaðan sú
að almennt þótti þátttakendum
grasið grænna handan við lækinn.
Helst voru það íbúar á Hauganesi
og Árskógssandi og í Ólafsfirði eða
röskur þriðjungur sem voru ánægð-
ir með sinn hlut, en einnig kom
fram i könnuninni þegar spurt var
um lífskjör og vinnutíma, að vinnu-
tími manna á útgerðarstöðunum var
afla okkur hráefnis," sagði Hrafn-
hildur, en m.a. hafa trillurnar
fengið þokkalegan afla þegar gef-
ið hefur á sjó og eins hafa þeir
Grenvíkingar keypt fisk á Fisk-
markaðnum á Dalvík og jafnvel
hefur komið fyrir að hráefni hefur
verið keypt á fiskmörkuðum fyrir
sunnan.
„Þetta hefur verið mikil törn'
og það er eiginlega furðulegt hvað
mannskapurinn er brattur, það
má segja að við höfum fengið eina
rólega viku frá áramótum, annars
hefur allt verið hér á fullu,“ sagði
Hrafnhildur, en elstu krakkarnir í
skólanum hafa hlaupið undir
bagga og lagt frystihúsafólki lið
um helgar.
Kristjana F. Arndal.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Eftirprentanir Krist-
jönu F. Amdal gefnar út
býsna langur, algengt var að sjó-
menn segðust vinna yfir 80 vinnu-
stundir í viku.
Þá var fólk spurt hvort fólk teldi
betri störf bjóðast annars staðar,
hvort fólk fengi ekki vinnu við
hæfi og hvort sú vinna sem í boði
væri fældi fólk frá staðnum. Niður-
staða könnunarinnar bendir til þess
að almennt séu Eyfirðingar ekki
yfir sig hrifnir af starfskjörum sem
bjóðast, en nokkur munur er á eft-
ir stöðum, því á minni útgerðarstöð-
um telja menn nóg af einhæfri
vinnu, en launin séu lág. Ólafsfirð-
ingar eru ánægðir með laun og
vinnuframboð, en telja störfin sem
í boði eru einhæf og fráhrindandi.
Einna ánægðastir voru Dalvíkingar,
með atvinnuástandið, laun og magn
og gæði vinnunnnar sem í boði er.
Akureyringar eru óánægðir með
vinnuframboð og laun en fremur
jákvæðir miðað við aðra hvað fjöl-
breytni starfanna varðar. Á Sval-
barðseyri er fólk mjög óánægt með
atvinnuástandið.
KRISTJANA Finnbogadóttir
Arndal myndlistarmaður hefur
gefið út þrjár myndir sem prent-
aðar eru í 300 tölusettum eintök-
um. Myndirnar bera heitin Ósk,
Von og Trú. Þær eru til sölu í
Gallerí Allrahanda á Akureyri
og hjá Kristjönu.
Kristjana hlaut starfslaun bæjar-
listamanns á Akureyri á síðasta
ári. Hún stundaði nám við Myndlist-
arskólann í Reykjavík og Listahá-
skólann í Stokkhólmi auk þess sem
hún hefur sótt fjölda námskeiða.
Hún hefur haldið tíu einkasýningar
bæði á íslandi og erlendis og tekið
þátt í fjölda samsýninga.
Myndir Kristjönu heita Ósk, Von
og Trú og segir hún að margvísleg-
ar tilviljanir hafi ollið því a(Hiún
réðst í útgáfu eftirprentana þeirra.
Myndirnar eru unnar hjá Prentverkj
Odds Björnssonar á Akureyri.
„Myndirnar urðu til eftir að ég
Eitt af þeim verkum seni nú hafa
verið gefin út eftir Kristjönu.
vann að verkefni fyrir Kvennalist-
ann fyrir síðustu kosningar, en þá
vann ég mynd á forsíðu eins þeirra
blaða sem listinn gaf út. Þetta þró-
aðist, myndirnar skerptust, en þær
túlka óskir mínar, vonir og trú á
að við skiljum að náttúra landsins
og jarðarinnar allrar sé hluti af
okkur. Þetta eru þrjú einstök verk,
en standa vel saman sem heild,“
sagði Kristjana.
Leiguskipti
Akureyri - Reykjavík
5 herbergja íbúðarhæð á Akureyri til leigu frá júní/júlí
1991 í skiptum fyrir 3ja-4ra herbergja íbúð í Reykjavík.
Leigutími a.m.k. 2 ár.
Upplýsingar í síma 95-36601.
Minar hjartans þakkir til allra þeirra, erglöddu
mig á 80 ára afmælisdegi mimun þann 5. april
sl. með heimsöknum, góðum gjöfum, blómum
og heillaskeytum og heiðruÖu mig á annan
hátt.
Guö blessi ykkur öll.
Laufey Tryggvadóttir,
Austurbyggd 17,
Akureyri.