Morgunblaðið - 12.04.1991, Síða 41

Morgunblaðið - 12.04.1991, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 41 og hafði svo mikið að gefa og frá svo mörgu að segja. Nú eiga amma og afi aldrei eftir að halda í litlu höndina hennar og stijúka um fallega ljósa hárið. En minningin lifir í hjarta okkar, minn- ingin um litlu ljúfuna okkar. Elsku Frissi, Steina og Telma, Guð gefi ykkur styrk til þess að bera þessa miklu sorg, en minning- in um Tinnu litlu mun ávallt lifa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Amma og afi, Sauðárkróki. Að nýliðnum páskum, þegar við fögnuðum upprisu Frelsarans og sigurs lífsins yfir dauðanum, var Tinna Ýr hrifin burt. Tinna Ýr Friðriksdóttir var fædd 5. júlí 1986, dóttir Steinvarar Bald- ursdóttur og Friðriks Steingríms- sonar, eiga þau eldri dóttur Telmu Ýr. Það er erfitt að skilja hvers vegna ævi Tinnu lauk svo fljótt og svip- lega, svarið fæst ekki fyrr en á efsta degi. Eftir lifa bjartar minn- ingar um fjöruga og lífsglaða litla stúlku, sem lýsti upp tilveru allra sem hana umgengust. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki,“ sagði Jesús Kristur. Við trúum því að Tinna litla sé nú í umsjá Guðs þar sem hvorki er sorg né dauði. Henni mæti ekkert illt framar. Við sendum fjölskyldu Tinnu innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja þau í sárri sorg. Fjölskyldan Esjugrund 39. Guðný S. Þorgils- dóttir — Minning Fædd 26. september 1902 Dáin 3. apríl 1991 Mér er það bæði ljúft og skylt að skrifa fáein kveðjuorð í minn- ingu elskulegrar frænku minnar, Guðnýjar Sigríðar, er lést 3. apríl sl. á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áttatíu og átta ára að aldri. Guðný var elst þriggja dætra Þorgilsar Þorgilssonar Guðmundssonar frá Skálavík í Mjóafirði við Ísaíjarðar- djúp og konu hans, Guðrúnar Guð- mundsdóttur Pálmasonar frá Bæj- um á Snæfjallaströnd. Systur sínar missti Guðný barnungar. En hálf- bróðir Guðnýjar, Guðjón Þorgilsson kennari, lifír hana og býr í Reykja- vík. 23. nóvember 1929 giftist Guðný Þorsteini Þorleifssyni, mikl- um mannkostamanni, sem einnig var ættaður frá ísafjarðardjúpi. Hann var sjómaður frá unga aldri og síðar vélgæslumaður. Eina dótt- ur átti Guðný áður en hún giftist Þorsteini, Fanneyju Þorgerði Gestsdóttur, fædda 15. febrúar 1924. Hennar maður var Jón Helg- ason sjómaður á ísafirði, en hann er látinn. Þau Guðný og Þorsteinn bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Hnífsdal og eignuðust þar tvo syni, Þorleif, sem er járnsmiður, fæddur 25. júní 1928, kvæntur Ragnheiði Jónasdóttur frá Grundarfirði. Hinn sonurinn var Garðar Gunnar, fæddur 1. mars 1930. Hann lést árið 1950, aðeins tvítugur að aldri, mesti efnispiltur. Þegar sú sorg kvaddi dyra hjá þeim hjónum voru þau fyrir mörgum árum flutt til Súðavíkur og höfðu eignast þar tvö börn til viðbótar, Þorgils, fæddur 11. maí 1932, er kvæntist Ingu Rósu Hallgrímsdóttur frá Dag- verðará, og Sigríði, fædda 1. júní 1934. Hennar maður er Óskar Þórðarson frá Bolungarvík. Þau eiga heimili sitt í Breiðholti. Árið 1953 fluttu Þorsteinn og Guðný suður. Þorsteinn byggði hús handa þeim við Álfliólsveg í Kopa- vogi, og stundaði hann vélgæslu í allmörg ár við frystihúsið í Fífu- hvammi. Það var um þetta leyti að ég kynntist þeim hjónum fyrst, en mér fannst ég hafa þekkt Guðnýju frá því ég var barn, þótt ég hefði aldrei séð hana fyrr. Ég minntist orða móður minnar er hún forðum spurði sjómenn frá Súða- vík, er þáðu gistingu á heimili for- eldra minna, frétta af Guðnýju. Orð móður minnar um hana festu rætur í huga mér, en þau voru þessi: „Hún var alltaf eins og Ijós hún Guja“, en þær höfðu þekkst þegar þær voru kornungar stúlk- ur. Ég átti vissulega eftir að reyna það sjálf að Guðný frænka var sannkallaður ljósberi á mínu heim- ili. Um tíma bjuggum við frænk- urnar við sömu götu í Kópavogi. Maðurinn minn var þá að byggja og var stundum þröngt í búi, eins og hjá fleirum á þeim tíma. Þá kom frænka mín blessunin oft færandi hendi. Guðný var sérlega næm á að sjá og finna þörfina, ef eitthvað bjátaði á. Þær voni ótal gleðistundirnar er ég átti með fí-ænku, bæði við Álfhólsveginn og við Löngubrekku, á heimili rnínu. Hún var mesta fróðleikskona og sagði mér margt frá sínum æskudögum, frá fólkinu sem hún ólst upp með á ströndinni okkar og var okkur báðum bæði skylt og kært. Guðný var ætíð umtalsgóð um aðra og átti oft til að slá á létta strengi og brá oft fyrir sig góðlátlegri glettni. Ég vil nota þetta tækifæri og láta í ljós þakklæti mitt fyrir tryggð þeirra hjóna og vináttu við mig og mína. Þorsteinn var öðlingsmaður og sá pwsónuleiki sem gleymist ekki þótt árin færist yfír. Hann studdi konu sína alla tíð og ekki síst í veikindum hennar. Hún missti mik- ið er hann féll frá, 1. september 1982, þá nær áttræður. Þá fann ég hversu miklu sálarþreki Guðný bjó yfir, en börnin hennar studdu hana og styrktu. Mest átti hún skjólið hjá dóttur sinni Sigríði og tengdasyni við Blöndubakka. Oft minntist hún á sinn elskulega tengdason, hversu hugljúfur og lip- ur hann væri við sig. Guðný fór síðan til dvalar á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og undi hag sínum þar vel, þótt heilsunni færi hnignandi. Þegar ég lít til baka yfir síðustu áratugina í lífi Guðnýjar, þá undr- ast ég þann rnikla andlega styrk, æðruleysi og kjark sem hún sýndi, þegar hvert áfallið af öðru skall yfir hana og ástvini hennar. Þor- steinn Garðar, sonarsonur þeirra, sem var þeim mjög kær, lést af slysförum 1980. Garðar Jónsson dóttursonur hennar frá ísafirði drukknaði 1974. Þorgils sonur hennar deyr rétt fimmtugur frá konu og börnum, árið 1983. Síð- asta áfallið var svo þegar yndislegt 15 mánaða langömmubarn hennar, Edda Guðný, lést af slysförum fyr- ir tæpum tveimur árum. Má geta nærri, hversu sorgin hefur oft ver- ið Guðnýju þungbær, en þrátt fyr- ir andstreymi brotnaði hún aldrei og hélt furðanlega andlegri heilsu. Nú er hún horfín yfir landa- mæri lífs og dauða. Ég trúi því að sá, sem gaf henni styrkinn að standast þolraun lífsins, leiði hana á æðra tilverustig og að' hún sé nú vafin ástríkum örmum ástvina sinna, sem voru farnir á undan. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir samferðafólkinu, en þannig er lífíð. Ég vil þakka allar hugljúfu minningar mínar um góða konu, elskulega vinkonu og frænku. Við hjónin sendurn börnum, tengdabörnum og öllum ástvinum Guðnýjar samúðarkveðjur okkar og óskum þeim blessunar Guðs. María Rósinkarsdóttir VIORMSSON HF Lágmúla 8. Sími 38820 Umboðsmenn um land allt. Afbrag&stæki fyrir öll eldhús! Við kynnum ykkur Tefal, framleiðanda framúrskarandi eldhústcekja. Hér eru viðurkennd tceki áferðinni, fallega hönnuð, bæði fjölhæfog auðveld í notkun. Tefal er í dag með söluhæstu framleiðendum á sviði smærri heimilistækja og leiðandií hönnun þeirra ogþróun. Lítið inn hjá okkur og kynnið ykkur línuna frá Tefal. Með þessum tækjum verða eldhússtörfin tilhlökkunarefni!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.