Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 47 fclk í fréttum Morgunblaðið/Bára K. Kristinsdóttir Líflegt var í salnum þegar Langi Seli og Skuggarnir 15ku. gmSborg! Langi Seli lék á nor- rænni tónlistarhátíð Langi Seli syngur af innlifun á tónlistarhátíðinni Norden Rockar. Tónlistarhátíðin Norden Rockar var haldin fyrir nokkru í Gautaborg í Svíþjóð. Þar áttu ís- lendingar fulltrúa; hljómsveitina Langa Sela og Skuggana. Gerður var góður rómur að leik piltanna. Hugmyndin að tónlistarhátíð þessari kom upp á norrænni ungl- ingaráðstefnu í Reykjavík fyrir tveimur árum. Markmið hátíðarinn- ar er að kynna unglingum einstakra Norðurlanda hljómsveitir hinna landanna. Nú var hátíðin haldin í ■ fyrsta sinn, en á næsta ári verður hún í Árósum í Danmörku. Síðar kemur röðin að íslandi. Skily.rði fyrir þátttöku hljóm- sveitanna í hátíðinni Norden Rockar var að sungið væri á móðurmáli flytjendanna. Fram komu hljóm- sveitirnar Dreft frá Danmörku, Já- var Anamma frá Svíþjóð og Koira- soturit frá Finnlandi, auk Langa Sela og Skugganna. Norðmenn sendu ekki fulltrúa að þessu sinni. BK FEGURÐ Þrettán ára hálfíslensk kjörin fegurðardrottning rettán ára hálfíslensk stúlka, Jennifer Renee Olazaba var nýlega kjörin fegurðardrottning í Dover Delaware. 370 keppendur tókust á um fjóra titla og voru sig- urlaunin einkum þátttáka í heim- skeppni. Titlarnir voru fyrir fegurð, hæfileika, besta sýningarstúlkan og besta ljósmyndafyrirsætan. Jennif- er hreppti þijá af þessum ijóru titl- um og sérstaka viðurkenningu að auki fyrir besta klæðnaðinn. Þá Jennifer með hluta sigurlaun- anna. bættust í sarpinn tveir styrkir til setu í leiklistarháskólanum í Fílad- elfíu. Jennifer var kjörin fegurðar- drottning, titillinn ber heitið „Miss Earth Teen Queen Delaware 1991.“ Titlana „Miss Earth Teen Talent Delaware 1991“ og „Miss Earth Teen Model Delaware 1991“ nældi hún einnig í. Jennifer er sem fyrr segir ísiensk í aðra ættina, nánar tiltekið í móð- urættina. Móðir hennar heitir Magnea Ásta Daðadóttir Olazaba, fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Daða Eyleifssonar og Guðlaugar Guðmundsdóttur. Þótt Jennifer sé búsett í Bandaríkjunum talar hún og skrifar íslensku og hefur mikinn áhuga á því að eignast íslenska pennavini. Hún býr í 230 Lotus St. - Dover Delaware 19901 - USA. COSPER Carlie Chaplin ásanit meðleik- ara. Nú stendur fyrir dyrum að gera kvikmynd um ævi hans. Attenborough gerir kvikmynd um Chaplin Breski kvikmyndagerðar- maðurinn og leikstjórinn frægi Sir Ricliard Átten- borough dreymir um að gera stór- fenglega kvikmynd byggð á ævi Charlie Cliaplin, en brösulega gengur að láta drauminn rætast. Heima í Bretlandi gekk hann manna á milli og leitaði að fjár- magnsstuðningi en fékk eigi. Fór hann þá nauðugur tii Hollywood og fékk Uhiversal í lið með sér. En er stutt var í að tökur hæfust hætti Universal við er áætlaður kostnaður var kominn upp í 18 milljónir punda. Viðkvæði framleiðenda er hið sama hvar sem Sir Richard knýr dyra, menn eru efins um að áhugi á Chaplin gamla sé nógu mikill lengui’ að hann standi undir slíkum útgjöldum sem Attenboro- ugh reiknar með. David Booth, umboðsmaður Attenboroughs hefur staðfest að viðræður við enn einn framleiðandann séu í fullum gangi og vonast sé til að tökur geti hafist síðar á þessu ári. Þótt íjármaálhliðin sé heldur óljós í stöðunni er verið að velja leikara í lykilhlutverk. Geraldine Chaplin, dóttir Charlie heitins hefur verið valin til áð leika móð- ur sína, Oonu, en ekkert hefur verið gefið upp til þessa um hver eigi að leika kappann sjálfan. HEIMSKLÚBBURINN Þad besta sem heimurinn hefur að bjóða á ferðalögum Árshátíð 1991 Hótel Sögu, Súlnasal 12. apríl 1991 Dagskrá: Kl. 19.30 Gestir koma saman með bros og gamanmál á vörum. Fordrykkir: Leifur heþþni og Kleóþatra. KÍ. 20.30 Heimsveizlan hefst. Veizlustjóri: Ingólfur Gudbrandsson. Reykjavíkurkvartettinn leikur létta tónlist eftir Mozart. Sigrún Hjálmtýrsdóttir, óperusöngvari, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó- leikari, flytja vinsæl lög og óperuaríur. Ferðagetraun Ferðahappdrætti Dans Ferðir Heimskúbbsins 1991 PERLUR SUÐUR AMERÍKU um páska: 22. mars - 7. apríl. Santiago de Chile, Buenos Aires, Rio de Janeiro.Fegurd og lífsnautn all ígegn! LISTA', ÓPERU' OG SÆLKERAFERÐ1 24. maí - 7. júní. Vorið og listin í Berlín, Prag, Salzburg, Vín og Budapest. Ferdalag gætt einstökum töfrum. Evrópuferdin í ár! LISTA-, ÓPERU-OG SÆLKERAFERÐII 23. ágúst - 5. sept. Töfrar Ítalíu. Fegurstu héruð og listaborgir Italíu: Milano, Gardavatn, Verona, Feneyjar, Florens, Pisa, Siena, Perugia, Assisi, Róm. Stórkostleg reynsla og listnaut. LÖND MORGUNROÐANS 6.-27. október. Filippseyjar, Japan, Formósa, Thailand Ferð ferdanna i ár! FEGURÐ OG FURÐUR AFRÍKU 6.-23. nóvember. Einstök reynsla og lífsnautn, endurtekin vegna einróma vinsælda í fyrra. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS, FERÐAMIÐSTÖÐIN VERÖLD Austurstræti 17, símar 626525/622200 M enu: FORRÉTTUR: 7000 eyja sjávarkonfekt— Filipþín AÐALRHTTUR: Ofnsteiktur eðalhryggur- Fuji með austurlenzkum kryddjurtum og blönduð- um garðávöxtum- Jardin EFTIRRÉTTUR: Istríó Tutti Frutti- Marco P olo KAFFI/TE: Konfúsíus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.