Morgunblaðið - 12.04.1991, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐÍD PÖSTUDAGOR 12. AHIÍL 199U
Þessir hringdu . .
Tapaðiveski
Pétur hringdi og hafði tapað
svörtu seðlaveski fyrir utan Hard
Rokk kaffí, andspænis Kringlunni
4. Þetta átti sér stað 8. apríl og
voru bæði skilríki og peningar í
veskinu. Finnandi vinsamlega
snúi sér til Péturs sem er í síma
72207, helst á kvöldin.
Lýst eftir hjóli
Kristján í síma 20957 hringdi og
sagði að hjóli sínu hefði verið sto-
lið frá Sörlaskjóli aðfaranótt
sunnudagsins. Hér er um gráleitt
Muddy Fox hjól með hvítum gaffli
að ræða, 18 gíra Courier. Hann
biður þá sem geta gefið einhveijar
upplýsingar að hringja hið fyrsta.
Hjóli stolið
Laufey hringdi og tilkynnti Um
stolið hjóí. Það hvarf frá Blikahól-
um skömmu fyrir páska. Um er
að ræða svart og rautt fjallahjól.
Laufey er í síma 78278.
Fann húslykla
Þuríður hringdi og sagðist hafa
fundið húslykla á kippu skammt
frá heimili sínu að Miðvangi 14 í
Hafnarfirði. Kippan er með silfur-
skildi og er nafnið Gunnar greypt
á hann. Þuríður er á miðhæð í
Miðvangi 14 ig getur Gunnar sótt
lykilinn til hennar.
Týndi gullarmbandi
Berglind hringdi og sagðist hafa
týnt gullarmbandi. Það væri um
einn sentimetri á breidd og til
skiptist gylit og matt á lit. Hún
tapaði gi'ipnum annað hvort í
Jöklafold, við Holliday Inn eða við
Miðvang í Hafnarfirði. Berglind
er í síma 53342 ef einhver hefur
fundið armbandið. Heitið er góð-
um f-undarlaunum.
Hanskar hurfu
Ragna hafði samband við okkur
og hafði tapað brúnum fóðruðum
skinnhönskum. Þetta átti sér ekki
beint stað í gær, heldur þann 22.
desember. Telur Ragna að han-
skarnir hafí hrunið út úr bíl sínum
er hún sté út úr honum við Bóka-
búðina Vedu v/Hamraborg, við
Rúmfatalagerinn í Auðbrekku eða
við Lyngbrekku 2. Hún er í síma
42258 og heitir fundarlaunum.
53
Frelsi gegn ofbeldi
Aukið ofbeldi í Reykjavík undan-
farin misseri hefur valdið mönnum
miklum áhyggjum. Margir telja að
hér sé um að ræða óhjákvæmilega
fylgikvilla stækkunar borgarinnar
og bæta gjarnan við að aukin fíkni-
efnaneysla sé annar fylgikvilli og
halda því fram að hún stuðli að
ofbeldi. Ég held þó að hvorugt séu
neinar meginorsakir. Ofbeldi er alls
ekkert einskorðað við stórborgir og
er oft meira í minni byggðum, hvað
varðar fíkniefnin þá gera þau menn
ekkert ofbeldishneigðari en áfengi.
Eg held að það mætti bæta ástand-
ið töluvert með breytingum á réttar-
kerfínu og að gera reglugerðir um
sölu vöru og þjónustu í miðbænum
fyjálslegri.
Hvað varðar réttarkerfið þá var
skýrt frá því í sjónvarpsfréttum um
daginn að ofbeldismenn fengju yfir-
jeitt væga skilorðsbundna dóma
jafnvel þó að um síbrotamenn væri
að ræða. Þarna er dómskerfið auð-
vitað að bregðast skyldu sinni, að
vernda borgarana. En það eru ekki
öll vandamál leyst með því að senda
menn bak við lás og slá, góð og
réttlát refsing miðar auðvitað bæði
að því að fæla menn frá glæpum
°g að gera glæpamennina að betri
einstaklingum. Hvað varðar menn
sem eru lentir á villigötum og eru
að fremja sín fyrstu brot, þá er
auðvitað út í hött að halda þeim
UPPÍ í ríkisfangelsum á kostnað
skattgreiðenda, því þar eiga þeir
samneyti við forherta glæpamenn
og eru líklegir til að koma mun
verri út en þeir voru þegar þeim
var stungið inn. Nær væri að leigja
glæpamenn út til fyrirtækja sem
gætu notað vinnuafl þeirra, lögregl-
an gæti keyrt þá og sótt í vinnu,
hýst þá í fangageymslum sínum.
Fangarnir myndu venjast fastri
vinnu, öðlast starfsþjálfun, getað
borgað skaðann af glæp sínum og
jafnvel átt peninga þegar refsivist-
inni lýkur.
Annað sem gæti bætt ástandið
eru fijálslegri reglugerðir um sölu
á vöru og þjónustu í miðbænum.
Öllum þeim sem eru að skemmta
sér er fleygt út klukkan þijú um
helgar, það eru þó ekki þreyttir
kráareigendur sem vilja missa fólk-
ið út heldur ríkið sem álítur það
hlutverk sitt að hlutast til um það
hvar og hvenær fólk skemmtir sér.
Þegar út er komið er enga leigubíla
að fá, en það er ekki vegna þess
að það eru engir tilbúnir að vinna,
það sýna harkararnir, nei, ríkið set-
ur reglugerðir um leigubílaakstur
og takmarkar fjölda leigubíla. Það
þyrfti þó ekki að vera jafn hábölvan-
legt og raun ber vitni ef það væri
hægt að setjast einhver staðar inn
og fá sér kaffi eða hamborgara, en
enn og aftur bregður ríkið fæti fyr-
ir þegnana og bannar matsölustöð-
um að hafa opið. Því neyðast menn
til að þvælast um bæinn fullir og
slæptir og eru ofbeldismönnum auð-
veld bráð. Ef ríkið hætti að hlutast
til um þessi mál og leyfði fólki að
ráða sér sjálft myndi ástandið
batna. Ríkisforsjá hefur hvarvetna
beðið skipbrot. Éini valkosturinn og
eina lausnin er frelsi, sjálfræði ein-
staklinganna.
Þórður Pálsson
Leiðrétting
Tvö nöfn féllu niður í Velvakanda
fimmtudaginn 11. apríl, nafn Al-
berts Jensens sem skrifaði greinina
„Um hjartahlýtt hjúkrunarfólk“ og
nafn höfundar sem skrifaði greinina
„Get ekki orða bundist". Er hann
beðinn að hafa samband við Velvak-
anda. Er beðist velvirðingar á þess-
um mistökum.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásfdum Moggans! y
- fj
Skemmtun fyrir
eldri borgara í Reykjavík
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og
frambjóðendur B-listans í Reykjavík bjóða til skemmtunar
og kaffiveitinga í veitingahúsinu Glœsibæ,
sunnudaginn 14. apríl kl. 15:00
Skemmtiatriði.
Verið velkomin.
Framsóknarfélögin í Reykjavík