Morgunblaðið - 12.04.1991, Side 54

Morgunblaðið - 12.04.1991, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 HARAIDUR ÍANDRA: FALLANDI STJARNA ‘Er %eyíqavííqir- stúííqin jafn fieittancíi 0sfyrr? Vilhjálmur Svan, Bjarni Óskarsson, Sveinn Úlfarsson og fleiri veitingarnenn Á FIILLU í REKSTRI ÞRÁTT FYRIR RÖÐ GJALDPROTA Þuríður Izzat Skjaldmeyjan sem býr fyrir neðan dópgrenið á Hverfisgötunni Náttúrulækningafélagið PDNRAR ÁSAKANIR UM FJÁRMÁLAÓREIBU í EINU RÍKASIA FÉIAfil IANDSINS Stjórnmálamenn frá A til Ö fullt blað cif slúðri KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI URVALSDEILDARINNAR Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN: „Var að fara yfirum" Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga og yngsti þjálfari deildarinnar, var borinn í gullstól af leikvelli eftir sigurinn. Hann tók við liðinu í byijun vetrar og hefur náð frábærum árangri: „Ég fann það í úrslitakeppninni hvað þetta getur verið erfitt og álagið mikið. Síðustu dagar hafa verið ótrúlegir og á tímabili var ég að fara yfir- um,“ sagði Friðrik. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að Keflvíkingar breyttu leik sínum: „Við fórum yfir kerfín sem þeir hafa verið með í vetur og þau byggja nær öll á skotum. Það er ekki auðvelt fyrir lið að breyta því strax og því gerðum við ráð fyrir að þeir myndu spila eins og þeir hafa gert og vorum tilbúnir,“ sagði Friðrik. Hann sagðist vera mjög ánægður með liðið, sérstaklega bræðurna: „Þeir eru með sjálfs- traustið í lagi og það hefur mikið að segja. Allt liðið spilaði vel. Við vissum að við þyrftum að bæta við sóknirnar og gerðum það. Annars er það ótrúlegt að vera yfir í 195 af 200 mínútum en samt tapa tveimur af fimm leikjum." Friðrik sagði að Iiðið hefði æft sérstaklega með úrslitakeppnina í huga: „Við ætluðum að vera í topp- formi í úrslitunum og höfum ekki slegið af. Menn hafa verið duglegir og lagt sig alla fram og það skilaði sér núna.“ ff Er itl ■ 1 að >e ta íí Það var erfitt að vera ellefu stig- um undir í hálfleik og þurfa alltaf að elta þá. Þetta var níundi úrslitaleikurinn okkar á fjórum vik- um og það hafði mikið að segja. En liðið hefur staðið sig frábærlega og það er gott -að komast í úrslit í URSUT Körfuknattleikur Leikir í NBA-deildinni í fyrrinótt: Cleveland - Detroit ......... 94: 90 Miami Heat-Washington ......112:106 Philadelphia-NewYork .......100: 84 Chicago-Indiana .............101: 96 Portland - San Antonio .....105:100 UtahJazz-DalIas ............ 97: 91 Seattle - LA Clippers .......140108 Íshokkí Leikir I úrslitakeppni NHL í fyrrinótt: Minnesota - Chicago Blackhawks......2:1 (Jafntefli er 2:2) Detroit Red Wings - St. Louis BIucs.4:3 (Detroil er yfir 3:1) LA Kings - Vancouver Canucks ...6:1 (Jafntefli er 2:2) Edmonton Oilers - Calgary Flames.5:2 (Edmonton er yfir 3:1) Knattspyrna Holland Undanírslitin I bikarkeppninni: PSV Eindhoven - Feyenoord.......0:1 - Henk Fraser (46.). BFeyenoord leikur gegn BVV den Bosch til úrslita 9. maí. Reykjavíkurmót Valur-Fylkir....................1:0 Jón Grétar Jónsson. Áhorfendur: 90. Golf Staðan cftir fyi-stu 18 holurnar á US Mast- ers í Augusta í Bandaríkjunum: 67 Lanny Wadkins 67 Jim Gallagher 67 Mark MeCumber 68 Tom Watson 68 Fred Couples 68 Jack Nieklaus, Masashi Ozaki (Japan) Jose-Maria Olazabal (Spánn) 69 Phil Mickelson, Wayne Levi, Mark Brooks. Scott Simpson 70 Ben Crenshaw. Mark Calcavecchia, Fuzzy Zoeller, Tommy Aaron, Craig Stadler, Andrew Magee, Jodie Mudd, Hale Irwin 71 Morris Hatalsky, David Frost, (S- Afríka), Bernhard Langer (Þýskaland), Lee Trevino, Jeff Sluman, Manny Zer- man (S-Afríka), Tom Kite, Ian Baker- Finch (Ástralía), Raymond Floyd 72 Gary Player (S-Afrfka), Ian Woosnam (Bretland), Curtis Strange, Steve Elking- ton (Áslralía), Rocco Mediate, Billy Mayfair, Bili Britton, Nick Faldo (Bret- land), Lany Mize, Davis Love, Steve Pate, Don Pooley, Röbert Gamez. ■Seve Ballesteros (Spánn) lék á 75 högg- um. bikarnum og deildinni," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK. „Njarðvíkingar hafa verið yfir nær alla leikina en misst það niður tvi- svar og einbeitingin hjá þeim jókst með hverjum leik. Við höfum spilað mikið uppá skytturnar en í síðari hálfleik reyndum við að breyta og spila meira inní teiginn en það gekk ekki.“ Jón sagðist vera ánægður með úrslitaleikina: „Leikirnir hafa verið frábærir, skemmtilegir og spenn- andi. Það sem kemur kannski mest á óvart er hve vel liðin hafa spilað, miðað við hve mikið var í húfi. En það sýnir hve miklar framfarir hafa orðið í körfuboltanum. Þegar ég var að byija voru yfirleitt tveir góðir leikmenn í hverju liði en nú eru sjö góðir menn í liðum,“ sagði Jón. UMFN-IBK 84:75 íþróttahúsið í Njarðvík, Islandsmó- tið í körfuknattleik, úrslitakeppni úrvalsdeildar, 5. leikur, fimmtudag- inn 11. apríl 1991. Gangur leiksins: 0:4, 9:4, 16:8, 16:13, 26:17, 32:25, 37:27, 41:28, 41:32, 46:36, 49:43, 55:45, 63:50, 63:57, 67:62, 71:69, 73:71, 79:71, 82:83, 84:75. Stig UMFN: Gunnar Örlygsson 27, Rondey Robinson 17, Teitur Örlygs- son 15, Kristinn Einarsson 12, Hreiðar Hreiðarsson 6, Friðrik Ragnarsson 5, Ástþór Ingason 2. Stig ÍBK: Tairone Thornton 25, Guðjón Skúlason 16, Jón Kr. Gísla- son 11, Albert Óskarsson 8, Falur Harðarson 7, Sigurður Ingimundar- son 6, Júlíus Friðriksson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson og verður ekki annað sagt en þeir hafi skilað hlut- verki sínu með glæsibrag. Áhorfendur: Um 850. Morgunblaðið/Einar Falur Friðrik Rúnarsson, hinn ungi þjálfari Njarðvíkinga, hampar íslandsbikarn- um við mikinn fögnuð félaga sinna í Njarðvík. Sártífyrra, miklu verra nú Það var sárt að tapa í fyrra en miklu verra í þetta skipti. Við lögðum áherslu á að stoppa Teit, það tókst ágætlega en þá losnaði um aðra. Þegar við skiptum svo um vörn var það orðið of seint,“ sagði Falur Harðarson. „Gunni [Gunnar Örlygs- son] er svipaður leikmaður og Teitur. Vill vera í sviðsljósinu, og tókst það mjög vel nú. En ég er sannfærður um að okkur hefði gengið betur ef ísak hefði ekki meiðst. Þá hefði Gunni ekki spilað eins mikið með og þar af leiðandi ekki skorað svona mikið.“ Nær sigri nú en í fyrra „Það var miklu verra að tapa þessu nú en í fyrra. Við vorum mun nær sigri nú en þá,“ sagði Guðjón Skúla- son. „Við áttum að klára þetta heima í fjórða leiknum. Þá vorum við ekki nógu rólegir í lokin og nú „klikkaði" vörnin — við gleymdum vissilm mönn- um. Við erum með nokkuð gott varn- arlið, þó svo margir haldi annað; baráttan í vörninni hefur verið góð.“ Hvað sóknarleikinn varðar sagði Guðjón: „við skjótum of fljótt fyrir utan — þau skot ættu að vera síðasti möguleikinn. Við ættum að spila meira inn í teiginn. En Njarðvíkingar spiluðu mjög vel í kvöld, voru betri. Þetta var þeirra dagur, heimavöllur- inn var þeim mikilvægur. Gunni Örl- ygs var frábær er hann kom inn á. Við höfðum ekki gert sérstaklega ráð fyrir því að hann kæmi inn svo snemma. En ég held þessir leikir sýni að körfuboltinn hér á landi er bestur á Suðurnesjunum. Ég vil óska Njarðvíkingum til hamingju með titil- inn. Þeir hafa staðið sig vel og Frið- rik Rúnarsson á skilið að vera valinn þjálfari ársins," sagði Guðjón. Spilum of mikið uppá skytturnar „Það var sárt að tapa eftir mikla vinnu en leikurinn var góður. Það var synd að annað liðið skyldi þurfa að tapa; sérstaklega af því að það vorum við,“ sagði Sigurður Ingimundarson, fyrirliði Keflvíkinga. „Njarðvíkin'gar eru með gott lið og það kemur alltaf einhver sem heldur liðinu á floti. Núna var það Gunnar og hann var sá eini hjá þeim sem gerði eitthvað í fyrri hálfleik. Við áttum ekki von á því og gerðum bara ekki ráð fyrir þvi að hann gæti þetta. Við höfum spilað of mikið uppá skytturnar. Ef illa gengur förum við að skjóta og það á ekki bara við um bakverðina. En þrátt fyrir allt hefur þetta verið góður vetur og við getum verið sáttir við árangurinn." KNATTSPYRNA Rúnar var hjá Frankfurt Rúnar Kristinsson, landsliðs- maður úr KR, kom frá Þýskalandi í gær, þar sem hann var hjá úrvalsdeildarfélaginu Frankfurt. Forráðamenn félags- ins buðu Rúnari til að koma og' æfa með félaginu. „Það var gaman að kynnast félaginu, en ég æfði með Frank- furt fjórum sinnum. Berger, þjálf- ari Frankfurt, sagði að erfitt yrði að segja um framhaldið eftir nokkrar æfingar, en sagðist hafa áhuga á að sjá mig i leik með KR í sumar,“ sagði Rúnar, sem hefur mikinn áhuga á að víkka sjón- deildarhringinn og spreyta sig í útlöndum eftir keppnistfmabilið hér heima.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.