Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 2

Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 1991 Löggjafar þörf til að hindra hringamyndun - segir Þorsteinn Pálsson alþingismaður Morg-unblaðid í gærkvöldi nefna nein ákveðin fyrirtæki í þessu sambandi. „Það þarf að huga að því að setja hér hringamyndunarlöggjöf. Við verðum að standa á verði gagnvart því að einstök stórfyrirtæki nái ein- okunaraðstöðu á ákveðnum sviðum. Án þess að ég dragi út einstök fyrir- tæki þá hefur verið nokkur umfjöll- un um þetta, m.a. í Morgunblaðinu, með þeim hætti að það er ærin ástæða fyrir stjórnmálamenn að taka þetta alvarlega," sagði Þor- steinn Pálsson þegar hann var spurður um nánari skýringar á Ummælum hans á fundi í Vest- mannaeyjum á mánudagskvöldið. „Ég var einnig að fjalla um þá staðreynd að með vaxandi sám- keppni hefur verið hægt að knýja vöruverð niður og vitaskuld hefur þetta komið mest fram í Reykjavík þar sem samkeppnin er mest. Ég er að leggja áherslu á að gera sam- keppnina virka sem víðast um land til hagsbóta fyrir neytendur, í því er fólgin veruleg kjarabót. Þetta á við um innflutning á vörum, verslun með vörur og ýmsa þjónustu," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði einnig í Vest- mannaeyjum að vöxtur í verslun og viðskiptum yrði að verða að stærstum hluta á landsbyggðinni á næstu árum. „Menn eru býsna sam- mála um að-landið megi ekki sporð- reisast og ef við ætlum að hafa jafnvægi í þróuninni þá hljóta menn að stefna að því að vöxturinn verði meiri á landsbyggðinni á næstu árum,“ segir Þorsteinn. HÉR á landi verður að huga að löggjöf sem hindrar hringa- myndun og einokunaraðstöðu stórra fyrirtækja, að mati Þor- steins Pálssonar alþingismanns. Þorsteinn vildi ekki í samtali við 70 milljón- ir til Kúrda RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sinum í gær að verja allt að 70 milljónum króna til neyðar- hjálpar við Kúrda. Starfshópur utanríkis-, fjár- mála-, og forsætisráðuneytis ann- ast framkvæmd málsins, en fénu skal ráðstafað að höfðu samráði við fjárveitinganéfnd og einnig að höfðu samráði við Rauða kross ís- lands. Kosningahandbók Morgury blaðsins fylgir blaðinu í dag. í handbókinni eru töflur, sem les- endur geta notað sér til hægðar- auka til að fylgjast með talningu atkvæða á kosninganótt. Með töflunum eru taldir upp fram- bjóðendur allra flokka í kjör- dæmunum átta og úrslit kosn- inga árin 1983 og 1987 tíunduð í hverju kjördæmi. Þá er einnig tafla yfír fylgi stjómmálaflokk- anna við alþingiskosningar allt frá 1931. Morgunblaðið spurði Pál, hvers vegna hann hefði ekki hvatt fólk til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem einnig hafí staðið með félögum í BHMR, en í grein eftir Pál, sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugaFdag, hvetur hann stuðnings- menn félagshyggju og lýðréttinda til að kjósa Kvennalistann í ílþing- iskosningunum, og iauna honum þannig að á síðasta kjörtímabili hafí hann verið ötull málsvari samn- ingsréttar og skyldu stjórnvalda að standa við gerða samninga. Páll sagði einnig, að það væri talsverður straumur til Sjálfstæðis- flokksins og að honum dytti ekki í hug að reyna að beita sér gegn honum. Til lands um loft og lög Morgunblaðið/Snorri Snorrason Fjárveitinganefnd um skiptingn loðnufjár: Meirihlutinn felldi til- lögu um endurskoðun Páll Halldórsson formaður BHMR: Vill beina Alþýðubanda- lagsfólki til Kvennalista ÉG hef aldrei farið dult með mínar pólitísku skoðanir. Fyrir kosning- anar í fyrra hvatti ég menn til að kjósa Alþýðubandalagið. Ég er ekki að tala gegn Sjálfstæðisflokknum nú, heldur er ég að tala sérs- taklega til kjósenda Alþýðubandalagsins og reyna að finna þeim einhvern stað, sagði Páll Halldórsson, formaður BHMR, í samtali við Morgunblaðið í gær. FJARVEITINGANEFND Al- þingis klofnaði í þrennt í afstöðu sinni til þess hvort endurskoða ætti fyrri ákvörðun nefndarinnar um úthiutun 100 milljóna króna til byggðalaga vegna loðnubrests og bágborins atvinnuástands. Samgönguráðherra telur það framkvæmdavaldsins að skipta fénu og segist ekki skilja í fjár- veitingamönnum að halda fyrri ákvörðun til streitu því eftir henni verði ekki farið. „Ráðherra lagði til að við felldum niður fyrri ákvörðun okkar og féll- umst á hans tillögur óbreyttar. Til- laga um hvort endurskoða ætti út- hlutunina var felld,“ sagði Sighvat- ur Björgvinsson fomaður fjárveit- inganefndar. Níu alþingismenn eru í nefnd- inni. Þeir sem vildu ekki endurskoða fyrri úthlutun voru Sighvatur Björgvinsson, Alexander Stefáns- son, Pálmi Jónsson og Friðjón Þórð- arson. Þeir sem vildu endurskoða málið voru Egill Jónsson, Margrét Frímannsdóttir og Málmfríður Sig- urðardóttir. Ólafur Þ. Þórðarson og Ásgeir Hannes Eiríksson sátu hjá. „Heimildunum verður ekki beitt af viðkomandi ráðherrum nema þeir séu sáttir við niðurstöðuna og þess vegna var ég að vona að öll fjárveitinganefndin myndi átta sig á því að tilgangslaust væri að streða áfram með þá línu sem þeir höfðu lagt,“ segir Steingímur J. Sigfússon samgönguráðherra í gærkvöldi. Hann sagði að lögfræðingar sam- göngu- og fjármálaráðuneytanna teldu heimildina vera til handa framkvæmdavaldinu, samgöngu- og fjármálaráðherrum. Það orkaði mjög tvímælis að munnleg umfjöll- un formanns fjárhags- og viðskipta- nefndar bindi hendur framkvæmda- valdsins varðandi ráðstöfún fjárins. Borgarráð: 000 neyðamúmer höfuðborgarsvæðis BORGARRAÐ hefur samþykkt, að fela borgarstjóra að taka upp viðræður við nágrannasveitarfé- lögin og ríkið, um að selja upp og reka neyðamúmerið 000 fyrir svæðisnúmer 91. Áætlaður kostn- aður vegna tæknibúnaðar er um 20 milljónir króna auk þess sem gert er ráð fyrir að launakostnað- ur verði aðrar 20 milljónir króna á ári. Á móti kemur sparnaður vegna þeirrar vaktþjónustu, sem Samningar um evrópskt efnahagssvæði: íslendingar ætla ekki að greiða reikninga Spánverja - segir Hannes Hafstein sendiherra HANNES Hafstein aðalsamningamaður íslands hjá EFTA segir að íslendingar ætli ekki að greiða með veiðiheimildum fyrir betri að- gang að mörkuðum Evrópubandalagsins. Hann segir að í viðræðum um evrópskt efnahagssvæði vilji Spánverjar fá fiskveiðiheimildir hjá EFTA-löndum, aðgang að mörkuðum þeirra fyrir landbúnaðarafurð- ir, og framlög úr þróunarsjóðum sem EFTA-ríkin myndu greiða í. ísland ætli ekki að greiða þessa reikninga, enda hagnist íslendingar einna minnst á samningunum um efnahagssvæðið. Spánveijar hafa krafist þess að „Það er verið að semja milli Evrópubandalagið fái heimild til að EFTA sem heildar og Evrópubanda- veiða allt að 90 þúsund tonn af þorski í lögsögu EFTA-ríkja, gegn því að EFTA-lönd fái tollfijálsan aðgang að mörkuðum bandalagsins fyrir sjávarafurðir. Jafnframt vilja Spánveijar sjálfir fá rnestan hluta þessara veiðiheimilda. Á utanríkis- ráðherrafundi Evrópubandalagsins á mánudag tókst ekki samkomulag um sjávarútvegstilboð til EFTA. lagsins sem heildar, og þar af leið- andi er ekkert rúm til að beina kröf- um að einstökum ríkjum. En það er auðvitað augljóst mál, að þær EFTA-þjóðir sem helst eiga físki- mið eru íslendingar og Norðmenn. Við erum hins vegar ekkert til við- ræðu um slíkar kröfur, enda hafa þær ekki komið fram ennþá,“ sagði Hannes. Hann sagði íslendinga hafa gert kröfu um fríverslun með fisk á evr- ópsku efnahagssvæði, en ekkert svar hefði komið frá bandalaginu . við henni. Hins vegar hefðu verið þar uppi hugmyndir um að vera bæði með tiltölulega takmarkað tollalækkunartilboð og kröfur um fískveiðiheimildir en þær hefði ekki komið opinberlega á borðið. „Ef þessi samningur á að nást, verður að vera jafnvægi í honum þannig að allar þjóðir fái eitthvað í sinn hlut. Það liggur fyrir, að þeir sem græða mest á honum eru öll EFTA-löndin nema ísland, og Norður-Evrópuþjóðirnar í EB, m.a. vegna betri aðgangs að mörkuðum fyrir iðnaðarvörur og fijálsræði í opinberum útboðum. Við viljum fá tollalækkanir fyrir fisk, en viljum ekki greiða þær með fískveiðiheimildum þar sem við telj- um okkur ekki skulda neinum neitt þar. Suður-Evrópuríkin gætu feng- ið greiðari aðgang fyrir landbúnað- arvörur á mörkuðum EFTA-landa, og einnig er hugsanlegt að stofnað- ir verði einhverjir þróunarsjóðir fyr- ir fátækustu þjóðir EB, sem EFTA- ríkin myndu borga í,“ sagði Hannes. Hannes Hafstein sagði gert væri ráð fyrir sameiginlegum ráðherra- fundi EB og EFTA um miðjan maí, og þar yrði væntanlega reynt að höggva á þá hnúta sem harðast- ir yrðu í viðræðunum um evrópskt efnahagssvæði. Þar væru mörg ágreiningsmál fyrir utan sjávarút- vegsmálin, svo sem um stjórnar- hætti á svæðinu, um aðgang að EFTA-mörkuðum fyrir landbúnað- arvörur, þróunarsjóði og fleira. leggst niður. í bókun Katrínar Fjeldsted borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, á fundi borgar- ráðs, er því fagnað að loksins hafi tillaga hennar um samræmt neyðarnúmer fyrir borgina komið til afgreiðslu en tæp fimm ár eru liðin síðan hún lagði hana fram. I greinargerð vinnuhóps almanna- vamanefndar Reykjavíkur, þeirra Gústafs Níelssonar, Ándrésar Þórar- inssonar og Hrólfs Jónssonar vara- slökkviliðsstjóra í Reykjavík, er gert ráð fyrir að neyðarþjónustan verði rekin í núverandi varðstofu slökkvi- liðsins í Reykjavík og að þar starfi fjórir menn allan sólarhringinn. Þeir svari öllum 000 símtölum og að auki í síma slökkviliðs Reykjavíkur. Varðstofu slökkviliðs Reykjavíkur, vaktþjónustu borgarverkfræðings, símaþjónustu neyðarvaktar lækna og varðstofu slökkviliðs Hafnar- fjarðar verði lokað auk þess sem starfsmönnum verði fækkað í stjórn- stöðvum lögreglu í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði. Fram kemur að brýnt sé að bæta neyðarsímaþjón- ustu frá því sem nú er og öryggi kerfisins eins og ljóst sé af tíðum bilunum í símakerfinu að undan- förnu. Er gert ráð fyrir 24 línum inn í stöðina og þannig reynt að útiloka möguleika á að ekki náist samband við lögreglu og slökkvilið. Lagt er til að efnt verði til for: vals um tæknibúnað stöðvarinnar. í 1. útgáfu til kynningar á forvali, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að aðalverkefni stöðvarinnar verði að veita neyðarþjónustu sem krefst aðstoðar lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs. Er henni einnig ætlað að annast ákveðna þjónustu vegna stjómunar slökkviliðs og sjúkraliðs, að svara allmörgum beintengdum neyðarsímum, ennfremur að fylgjast með fjölda bruna- og viðvörunar- kerfa auk annarra öryggiskerfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.