Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 1991 !29 Búkovskíj í Moskvu Sovéski andófsmaðurinn Vladímír Búkovskíj, sem fékk að fara úr landi fyrir 15 árum gegn því að kommúnistaleiðtoga í Chile yrði sleppt úr fangelsi, kom til Moskvu á mánudag í heimsókn. Búkovskíj er meðal þekktustu liðsmanna í baráttu sovéskra lýðræðissinna gegn valdakerfi kommúnista og hefur flutt fyrirlestra hér á landi. Júgóslavía: Mestu verkföll frá síð- ari heimstyriöldinni Belgrad. Reuter. RÚMLEGA 700.000 verkamenn í júgóslavneska lýðveldinu Serbíu lögðu niður vinnu í gær og er þetta mesta vinnustöðvun í landinu frá síðari heimsstyrjöldinni. Um 10.000 námamenn í lýðveldinu Bosníu-Herzego- vínu og kennarar í Slóveníu og Vojvodina-héraði efndu einnig til verk- falla. Þá hefur flugféiag Júgóslavíu ekki getað sinnt áætlunarflugi í fimm daga vegna verkfalls flugvirkja. Verkföllin í Serbíu hafa orðið til þess að rekstur fjölmargra vefnað- ar-, málm- og leðurverksmiðja hefur stöðvast. Flestir verkamannanna kreíjast þess að lágmarkslaun, sem eru um 3.000 dinarar (18.000 ÍSK) á mánuði, verði greidd á tilsettum tíma. Þúsundir fyrirtækja í lýðveld- inu rámba á barmi gjaldþrots og hafa ekki getað greitt þessi laun. Verkamenn sögðu embættis- mönnum serbneska þingsins að þeir myndu stofna fjölmennustu stjórnarandstöðuhreyfingu Iýðveld- isins ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Serbía og Svartfjallaland eru einu lýðveldi Júgóslavíu sem eru enn undir stjóm kommúnista. „Hér er mikil alvara á ferðum," sagði vestrænn stjórnarerindreki í Belgrad. „Verkamenn hafa ekki tek- ið þátt í mótmælaaðgerðum í Serbíu þar til nú.“ Ekki var ljóst í gær hversu lengi verkföllin myndu standa. Ante Markovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, hefur staðið í ströngu við að leysa gífurlegan efnahags- vanda landsins. Efnahagsumbætur hans urðu til þess að verðbólgan mælist nú innan við 100% á ári en var hæst rúmlega 3.000%. Ofan á þennan vanda bætast átök og deilur milli þjóða og lýðvelda sem að margra mati gætu leitt til borgarastyrj aldar. Borís Jeltsín í Strassborg: Vill aðild Rússlands að SÞ og öðrum stofnwium Strassborg. Reuter. RÚSSLAND, sem er langstærst sovétlýðveldanna 15, vill sækja um aðild að Sameinuðu þjóðun- um og öðrum alþjóðastofnunum. Borís Jeltsín, leiðtogi Rússlands, Heimsókn Gorbatsjovs eykur vonir Sovétmanna: Heillaðir af ríkidæminu í Japan Tókíó. Reuter, Daily Telegraph. SOVETMENN er fara til Vesturlanda eru smám saman orðnir van- ir því að horfast í augu við þá staðreynd að lífskjör séu þar betri en í Sovétríkjunum á öllum sviðum, munurinn er ekki lengur nein tíð- indi eða menningarlegt áfail. Margir í fylgdarliði Míkhaíls S. Gor- batsjovs forseta í Japan verða fyrir nýju áfalli er þeir kynnast auðæf- um landsmanna og ekki síst því sem nánast er óþekkt fyrirbæri í hcimalandinu: Góðri þjónustu. Er Sovétmennirnir koma á hótel sín taka þeir lyftuna þar sem smá- vaxnar stúlkur halda dyrum opnum fyrir gestina, hneigja sig og varpa kurteisisorðum á þá. Á slíkum stöð- um eru Sovétmenn vanari rosknum karlhlunkum er skella á þá dyrun- um eftir að hafa hreytt út úr sér: „Hvað viltu?“ eða „Það er fullt“ og „Hypjaðu þig!“ Þegar sest er inn í leigubíl, hafí gestirnuir efni á að eyða dýrmætum gjaldeyri í slíkan munað, lokar bílstjórinn, klæddur hvítum hönskum, dyrum á eftir farþeganum. Aðeins eitt virkar kunnuglegt; alls staðar er mannafl- inn við þjónustustörfín meira en nógur. En munurinn er sá að fólk- ið virðist alltaf geta fundið sér eitt- hvað að gera til að aðstoða við- skiptavinina, er allt önnum kafið. Í-Sovétríkjunum dundar þjónninn sér við að hreinsa undan nöglunum þótt gestimir mæni á hann og af- greiðslufólk lítur oftast undan ef örvæntingarfullum viðskiptavin tekst að ná athygli þess. Leysa Japanar vandann? Þótt fæstir í fylgdarliðinu hafi nóg af gjaldeyri sáust margir halda heim á hótelið í gær með plast- poka, fulla af hvers skyns rafeinda- tækjum. Vöruskorturinn heima fyr- ir er slíkur að Sovétmönnum fínnst sem þeir séu komnir í paradís er þeir kynnast framboðinu í Tókíó. Og munurinn staðfestir enn hrak- farir þjóðfélagstilraunarinnar í Sovétríkjunum síðustu 7.0 árin. Margir Sovétmenn gera sér von- ir um að hægt verði að snúa taflinu við með japanskri aðstoð og ljár- festingu. Þess ber þó að gæta að Japanar hafa síðustu áratugina einbeitt sér að framleiðslu hátækni- vöru er ekki krefst gnægðar hrá- efna eins og þungaiðnaður. Þess vegna er það hald sumra sérfræð- inga að hráefnaauðlegð Síberíu freisti Japana ekki jafn mikið og Sovétmenn halda. Viðskipti ríkj- anna eru afar lítil og minnkuðu enn á síðasta ári. Fulltrúar japanskra fyrirtækja í Sovétríkjunum kvarta undan því að erfiðlega gangi að fá ótvíræð svör við einföldustu hlutum og skortur sé á hæfu fólki til ýmissa starfa í landinu. Þar að auki er enn margt á huldu um réttindi eriendra fyrirtækja er efna til samstarfs við sovésk fyrirtæki, t.d. ekki ljóst hvort þau fá að flytja haghað af fjárfestingum úr landi. Gjaldfallnar skuldir Sovétmanna hjá japönskum fyrirtækjum eru samanlagt um 400 milljónir Banda- ríkjadollara (um 24 milljarðar ÍSK) og bætir það ekki úr skák. Embætt- ismenn i fylgdarliði Gorbatsjovs viðurkenndu í gær að mörgu væri áfátt. „Það er tekist á um fullveldi [einstakra lýðvelda gagnvart Moskvustjóminni], rígur er milli leiðtoga. Við vitum ekki hvert vald- svið ráðamanna á hveijum stað er og enginn veit hver veit það,“ sagði Arkadíj Volskíj, forseti sovéskra samtaka í vísindum og iðnaði. Hann ráðlagði Japönum að tala ekki við skriffínna kerfisins heldur við stjórnendur einstakra fyrirtækja sem væru orðnir áhrifamiklir. „Fólkið okkar veit ekki hvað fram- boð og eftirspurn eru, veit ekki hvað kauphallarviðskipti eða hluta- bréf era. Það er búið að gleyma öllu sem við kemur markaðsbú- skap. í 70 ár var almenningi kennt að einkaeign væri slæm og kapítal- ismi helvíti á jörðu.“ lýsti þessu yfir í gær en hann er nú í einkaheimsókn í Vestur- Evrópu þar sem hann hefur kynnt sér starfsemi ýmissa stofn- ana. Sagði hann óeðlilegt, að Úkraína og Hvíta Rússland ættu aðild að Sameinuðu þjóðunum en ekki Rússland með sínar 150 inilljónir íbúa. „Rússland vill eiga aðild að ýms- um alþjóðasamtökum, til dæmis Evrópuráðinu, Evrópuþinginu og Sameinuðu þjóðunum," sagði Jelts- ín á fundi með þingmönnum fijáls- lyndra flokka á Evrópuþinginu en evrópskir frammámenn, sem hafa áhyggjur af ástandinu í Sovétríkj- unum og deilunum milli Jeltsíns og Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sov- étríkjanna, hafa sagt honum, að aðeins fullvalda ríki geti átt aðild að Evrópustofnununum. í ræðum sínum hefur Jeltsín lagt áherslu á, að Rússar stefni ekki að fullu sjálfstæði. Þeir vilji viðhalda sovétsambandinu en láta einstökum lýðveldum eftir að ákveða hvort þau vilji vera innan þess eða utan. Seg- ir hann, að varnarmál, orkumál og járnbrautarsamgöngur eigi að heyra undir alríkisstjórnina en öll önnur málefni Rússlands, þar á meðal efnahagsmál, eigi að vera í þess höndum. Þá sagði Jeltsín, að hann vildi gefa útlægum Rússum og útflytjendum kost á að flytjast aftur heim eða að endurheimta sinn rússneska ríkisborgararétt þótt þeir byggju áfram erlendis. Væri nú verið að vinna að lagaframvarpi, sem heimilaði tvöfaldan ríkisborg- ararétt. HÓTEL LjsLMD Pólskur hlutafjármarkaður Mikil einkavæðing stendur fyrir dyrum 1 Póllandi og 1 gær voru 1 fyrsta sinn frá lokum síðari heimsstyijaldar seld hlutabréf í einkafyr- irtækjum, fimm að tölu. Stóð salan yfír í tvo tíma og verður endur- tekin vikulega þar til pólska kauphöllin tekur til starfa í júní í fyrr- um höfuðstöðvum kommúnistaflokksins. Pólska stjórnin ætlar að vera búin að koma helmingi allra iðnfyrirtækja í landinu í hendur einkaaðila innan þriggja ára. 70 ógleymanleg stuOlög fná gullöld pokksíns Laugordagskvöld í rokkuóu kosningastuði lÉrá Þríréttadur glæsilegur kvöldverður. Snyptílegup klæðnaður — Geymum gallaíatnaðinn hi tjómin Miðasáta og bonðapantantr ísíma 687111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.