Morgunblaðið - 24.04.1991, Page 5

Morgunblaðið - 24.04.1991, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 K L Æ Ð U M L A N D I Ð GRÆNUM GREINUM Kaupum Grænu greinina og greiðum til baka það sem við höfum fengið að láni frá landinu. Þegar við tókum við landinu var það í fullum skrúða, viði vaxið milli fjalls og fjöru. Við höfum á umliðnum öldum fengið stóran hluta skóganna að láni til að byggja upp það þjóðfélag sem við búum í. Nú höfum við efni á að skila þeim til baka með markvissu átaki. Þjóðin sýndi það í fyrra þegar þúsundir áhugamanna og annarra sjálfboðaliða um land allt gróðursettu 1,3 milljónir plantna. Við erum að komast á sporið og árangurinn verður sýnilegur. Tökum öll þátt í að endurklæða landið með því að kaupa Grænu greinina. Það er framlag sem vex og vex. Landið þarf nýjan búning sem við getum í sameiningu sniðið. Sölufólk verður á ferðinni um land allt næstu daga að selja grænu greinina. Sýnum vilja í verki - sýnum hug okkar til landsins - kaupum Grænu greinina. GOTT FÓLK/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.