Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991
HRAUNHAMARhf
A A FASTEIGNA OG
■ M SKIPASALA
Á Reykjavikurvrgl 72.
H ■ Hafnarfirði. S-54511
I smíðum
Dofraberg. Mjög skemmtil. 2ja, 3ja
og 5 herb. („penthouse") fullb. íb. með
góðu útsýni. Verð 2ja herb. fullb. 6,6
millj. 5 herb. fullb. 9,1 millj. Fást einnig
tilb. u. trév.
Traðarberg - til afh. strax.
Mjög rúmg. 126,5 fm nt. 4ra herb. íbúð-
ir. Verð 8,2 millj.
Háholt. 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir
sem skilast tilb. u. trév. M.a. íbúðir m.
sérinng. Gott útsýni. Verð frá 5 millj.
Fást einnig fullb.
Suðurgata - Hf. - fjórbýli.
Höfum til sölu 4ra herb. íbúðir ásamt
innb. stórum bílsk. alls 147-150 fm. Skil-
ast tilb. u. trév. Verð frá 8,6 millj. Fullb.
verð frá 9,9 miUj. íb. geta fylgt áhv. húsbr.
Hofgerði - Vogum. i26fmparh.
sem skilast fullb. utan, fokh. innan. Verð
5,0 millj.
Einbýli - raðhús
Hörgsholt. Mjög skemmtil. 190 fm
parhús á einni hæð. Til afh. fokh. að inn-
an og fullb. að utan í júlí. Verð 8,0 millj.
Hrauntunga - Hf. Mjögfaiiegt 180
fm nýl. einbhús á tveimur hæðum auk
30 fm bílsk. Skipti mögul. á minni. eign.
Verð 16,8 millj.
Hringbraut - Hf. 188,1 fm nettó
einbhús, hæð og ris. Á neðri hæð eru 2
stofur og 3 svefnherb. Á efri hæð eru 2
svefnherb. Mögul. á bílsk. Skipti mögul.
á minni eign. Verð 8,3 millj.
Hellisgata. Algjörl. endurn. 110 fm
einbhús á tveimur hæðum. Mögul. á
bílsk. Áhv. nýtt húsnlán. Verð 9,0 millj.
Öldugata - Hf. Mjög fallegt 156,5
fm nettó einbhús, kj., hæð og ris. Mjög
skemmtil. eign. Verð 10,3 millj.
Efstakot - Álft. Nýi. 210 fm einb-
hús ásamt tvöf. 'bílsk. Að mestu fullb.
Nýtt húsnlán 4,7 millj. Skipti æskil. á 4ra
herb. íb. Verð 12,5 millj.
Lyngberg. Mjög fallegt parhús á einni
hæð ásamt bílsk. allt 110,2 fm nt. Vand-
aðar innr. Mikið áhv. m.a. húsbr. 3,5
millj. Verö 10,8 millj.
4ra-5 herb.
Suðurgata - Hf. Mjög falleg og
mikið endurn. 108 fm 4ra herb. íb. í fal-
legu eldra steinh. sem skiptist í hæð og
kj. Verð 7,7 millj.
Öldutún m/bílsk. 138,9 fm nt. 5
herb. efri sérhæð. 4 svefnherb. Parket á
gólfum. Endurn. hús að utan. Innb. bílsk.
Verö 9,2 millj.
Arnarhraun. Mjög falleg 4ra herb.
122,2 fm íb. á 1. hæð. Allt sér. Nýtt eldh.
Parket á gólfum. Hagst. lán áhv. Verð
7,5 millj.
Álfaskeið - rn/bflsk. Mjög falleg
104 fm 4ra herb. íb. á 3. hæð. Mjög
góður bílsk. Verð 8,0 millj.
3ja herb.
Smyrlahraun - m/bflsk. Mjög
falleg 84,5 fm nt. 3ja herb. íb. á 2. hæð.
28,2 fm bílsk. Ról. og góður staður m/aö-
eins 4 íb. í stigagangi. Verð 7,0 millj.
Austurgata - Hf. Nýkomin mjög
falleg 3ja herb. miðhæð í skemmtil. eldra
steinh. Nýtt eldh. Verð 6,0 millj.
Breiövangur. Mjög falleg 3ja herb.
íb. á jarðhæð. Parket. Endurn. blokk.
Verð 7 millj.
Smárabarð Hf. - Nýtt lán.
Höfum fengið í einkasölu nýl. mjög
skemmtil. 94,8 fm nettó íb. sem skiptist
í rúmg. stofu, borðst., svefnh. og auka-
herb. Tvennar svalir. Allt sér. Nýtt húsn-
lán 2,9 millj. Laus 1 ./4. nk. Verð 7,1 millj.
Hraunstígur. 62 fm 3ja herb. risib.
í góðu standi. Verð 4,8 millj.
2ja herb.
Lyngmóar - m/bflsk. Höfum
fengið í sölu mjög fallega 68,4 fm nt. 2ja
herb. íb. á 3. hæð á þessum vinsæla
ötað. Gott útsýni. Verð 6,5-6,7 millj.
Engihjalli - Kóp. 64,1 fm nt. 2ja
herb. íb. á 1. hæð í lyftubl. Þvottah. á
hæðinni. Verð 5,0 millj.
Miðvangur. Mjög falleg 2ja herb. ib.
á 4. hæð í lyftubl. Lítiö áhv. Verð 5,0 milj.
Vallarás. Mjög falleg 38,2 fm nettó
einstaklíb. á 3. hæð í nýl. fjölb. Húsnlán
800 þús. Verð 3,6 millj.
Hvaleyrarbraut. 1180 fm skrifst-,
iðnaðar- og verslunarhúsnæöi.
Kaplahraun. Mikið endurn. 240 fm
iðnhúsnæöi. Til afh. strax.
Kaplahraun. 60 fm iönhúsn. ásamt
innr. rými. Innkdyr. Verð 2,8 millj.
Dalshraun. lón.- eða verslhúsn. sem
snýr að Reykjanesbraut, 128 fm á efri
hæð og 102 fm á neöri hæð. Ennfremur
fylgir byggréttur.
Magnús Emilsson,
lögg. fasteignasali,
kvöldsími 53274.
if
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' sjöum Moggans!
Staða landbúnaðarins
og möguleikar hans
eftir Gunnar
Einarsson
Það hafa verið uppi háværar radd-
ir um að íslenskur landbúnaður sé
óalandi, ekki á vetur setjandi og
sjálfsagt að létta þessu oki af þjóð-
inni og flytja þessar vörur inn í stað-
inn. Menn vitna gjaman í hagtölur
máli sínu til stuðnings.
Það er nauðsynlegt að líta á dæ-
mið í víðara samhengi til þess að
gera sér grein fyrir þeim möguleik-
um sem sauðfjárræktin hefur til að
dafna í framtíðinni. Eg ætla að nefna
hér nokkur atriði til glöggvunar fyr-
ir þá mörgu sem ekki sjá landbúnað-
inn í réttu ljósi. Það er að mörgu
að hyggja og ekki hægt að gera
hveiju atriði nema lítil skil.
Hagfræði
Þrátt fyrir að margir hagfræðing-
ar séu að velta fyrir sér framtíðar-
möguleikum landbúnaðar á íslandi,
hef ég ekki séð vandaðan saman-
burð á verði aðfanga og rekstrarskil-
yrðum almennt til landbúnaðar á
Islandi miðað við í öðrum löndum.
Það eru möguleikar til hagræðingar
hjá okkur framleiðendum og hjá
t FASTEIQNA
| MIÐSTOÐIN
* SKIPHOLTI 50B
ELfAS HARALDSSON,
HELGI JÓN HARÐARSON,
JÓN GUÐMUNOSSON,
MAGNÚS LEÓPOLDSSON,
QfSLI GÍSLASON HDL,
ELLIKJ. GUÐMUNOSOÓTTIR, LÖGFR.
HULDA RÚRIKSDÓTTIR, LÖGFR.
EIÐISTORG 1222
Vöndúö ca 60 fm íb. á 2. hæö í vin-
sælu fjölb. Áhv. hagst. lán ca 2,0 millj.
Laus fljótl.
VESTURBÆR -
EIGN í SÉRFLOKKI 2280
Nýkomin í einkasölu glæsil. ca 95 fm
3ja herb. íb. á 3. hæö í lyftuh. Ein-
stakl. björt og opin íb. Vandaöar innr.
Parket og flísar á gólfum. Fráb. stað-
setn. Laus fljótl. Ákv. sala. Verð 7,8 m.
HRAUNBÆR 3230
Mjög falleg ca 100 fm 4ra herb. íb. á
1. hæð (ekki jarðh.). 3 svefnherb. Park-
et. Góðar svalir. Fráb. útsýni. Hús all.t
endurn. Ákv. sala.
SUÐURHLÍÐAR - KÓP. 3241
Glæsil. ca 130 fm íb. á 3. hæð (efstu)
í fallegu fullb. fjölb. Parket. Vandaðar
innr. Bílsk.Áhv. hagst. langtlán ca 4,0 m.
FÍFUSEL 3227
Mjög góð 105 fm íb. á 2. hæð m/bílskýli.
3-4 svefnherb. Stórar suðursv. Útsýni.
ESKIHLÍÐ 4055
Vorum að fá í sölú mjög fallega 125 fm
5-6 herb. íb. á efstu hæö. Eignin býður
uppá mikla mögúl. t.d. nýtanl. ris yfir
allri íb. Parket og dúkur á gólfum. Sam-
eign nýstandsett.-.GIæsil. útsýni.
HAMRABORG 3239
Mjög falleg og rúmg. 108 fm íb. á 2.
hæð. Sérþvherb. Suðursv. Öll þjón. í
næsta nágr. Bílskýli. Verð 7,5 millj.
TJARNARBÓL - SELTJ. 3240
Glæsil. ca 120 fm endaíb. á 1. hæð í
góðu fjölb. Sérþvherb. Parket. Tvennar
svalir. Hús nýmál. Verð 8,9 millj.
HAFNARFJ. — SÉRH. 5113
Mjög skemmtil. ca 120 fm sérhæö á
miðhæð í þríb. Parket. Útsýni. Sérinng.
Vel staðsett eign. Áhv. hagst. lán ca
4,2 millj. þar af húsnlán ca 3,4 millj.
Verö 7,8 millj.
LOGAFOLD -
LAUSÍJÚLÍ 7240
Nýkomin í sölu glæsil. 267 fm einb.
m/bílsk. Efri hæð: 4 góð svefnherb.,
baðherb., stofa + boröst., eldhús og
gestasnyrting. Neðri hæð ekki fullb.
Gert ráö f. 3 herb., sjónvholi, sauna og
baði (mögul. á séríb.). Mjög snyrtil. og
vel byggt hús. Fráb. útsýni. Áhv. 2,0
millj. veðdeild.
þeim sem sjá um slátrun og dreif-
ingu. Það þarf að hagræða víðar hér
á landi en í landbúnaði. Það á ekki
síður við um mörg fyrirtæki, verslan-
ir, banka og ekki síst hjá ríkinu.
Eitt af því sem er dýrara hér en
erlendis eru byggingar. Bændur
fengu lán og styrki ef þeir fóru eft-
ir teikningum sem voru viðurkennd-
ar. Þetta varð til þess að það voru
byggðar vandaðar en dýrar bygging-
ar. Nú eru til nægar vandaðar bygg-
ingar.
Við rekum hér fjölskyidubú, fram-
leiðum aðallega kindakjöt og smá-
vegis af nautakjöti. Til einföldunar
reikna ég alla okkar framleiðslu sem
kindakjöt. Við framleiðum kjöt sem
svarar til meðal kjötneyslu rúmlega
200 manns eða meðal kindakjöts-
neyslu taéplega 400 manns.
Bændur eru oft sakaðir um að
kosta of miklú í vélar. Það er sjálf-
sagt rétt að til séu bændur sem
hafa of mikið af vélum. Ef ég reikna
út hvað væri hugsanlegt söluverð
allra vélanna hér á bæ, þar meðtalið
Ijölskyldubílsins, kemur í ljós að við
gætum ekki keypt fyrir söluverð
þeirra einn af þessum meðaldýru
jeppum sem algengir eru sem fjöl-
skyldubílar. Það kostar mig ekki
meira á ári að endurnýja þessar
vélar en afskriftir og viðhald kosta
af góðum heimilisjeppa.
Aðstæður eru svo mismunandi
milli jarða og manna að það er ekki
hægt að segja hversu stór bú eiga
að vera en það þarf 6-700 íjöl-
skyldubú, eins og okkar, til þess að
fullnægja núverandi neyslu á kinda-
kjöti. Til samanburðar má nefna að
það eru, þrátt fyrir góðan bílakost
almennings á íslandi, 600 leigubílar
á höfuðborgarsvæðinu.
Það er hæpið að fullyrða að vegna
þess að virðisaukaskattur*er endur-
greiddur af kindakjöti sé það kostn-
aður fyrir ríkið. Ætti til dæmis að
leggja virðisaukaskatt ofan á kostn-
að við skólakerfið til að finna raun-
kostnað ríkisins af niðurgreiðslum
til þess? •
Nú veit ég ekki hvað er raunhæft
að reikna með að hægt sé að lækka
kjötið mikið en í dag kostar kinda-
kjöt niðursagað að vild í heilum
skrokkum á 430 kr. kg.
Kostnaður fjögurra manna fjöl-
skyldu sem borðar meðalskammt,
35 kg á mann, er kr. 60.200 á ári.
Til samanburðar kostar (210365)
kr. 75.600 á ári fyrir þann sem
reykir einn sígarettupakka á dag.
Afborganir af 5.000.000 króna hús-
bréfaláni eru fyrsta árið kr. 400.000,
þar af eru 300.000 vextir.
Kindakjötið kostar fjögurra
manna íjölskyldu svipað og 1,2%
hækkun vaxta á 5 milljóna króna
lán.
Það bjargar ekki fjárhag heimil-
anna að leggja niður sauðijárrækt,
því miður liggur mér við að segja.
ÍTRANDGÖTU 28
SÍMI652790
VANTAR
Vantar í Hafnarfirði, 120-140 fm
sérhæð eða blokkaríbúð á 1. eða
2. hæð, með eða án bilskúrs,
fyrir ákveðinn kaupanda.
INGVAR GUÐMUNDSSON
Lögg. fasteignas. heimas. 50992
JÓNAS HÓLMGEIRSSON
Sölumaöur, heimas. 641152
Gunnar Einarsson
„Þegar grannt er skoð-
að er ljóst að sauðfjár-
rækt er atvinnugrein
sem við getum verið
stoltir af og ættum að
sameinast um að varð-
veita.“
Það er ekki nokkur ástæða til að
leyfa innflutning á landbúnaðar-
afurðum sem við framleiðum hér
heima, íslenskir iðnrekendur
brenndu sig illa á því þegar við geng-
um í EFTA, að iðnaður erlendis var
styrktur óbeint á ýmsan hátt. Þó
íslenskir iðnrekendur gætu lagt fram
þykkar möppur máli sínu til stuðn-
ings var lítið gert í málinu. Það má
segja að mörg fyrirtæki hafi verið
eyðilögð, ekki vegna þess að þau
hafi verið illa rekin heldur vegna
þess opinberir aðilar stóðu ekki við
gefin loforð um að skapa sömu
rekstrarskilyrði hér og eru annars
staðar. Verð landbúnaðarvara á
heimsmarkaðinum er allt, annað-
hvort beint eða óbeint, falskt. Þegar
og ef verslun með landbúnaðarvörur
verður í raun fijáls og ef gerðar
verða sömu kröfur til framleiðenda
sem hingað flytja landbúnaðarvörur
og gerðar eru til bænda hér á landi
þá skulum við endurskoða bann við
innflutningi. Það liggur ekkert á.
íslensk sauðfjárrækt var samkeppn-
ishæf á erlendum mörkuðum og
gæti orðið það aftur.
Vistfræði
Sauðfjárbændur hafa orðið fyrir
mikilli gagnrýni vegna þess að landið
er illa farið. Það er eðlilegt að gera
þá kröfu til sauðfjárbænda að þeir
bæti landið. Eg reyni að ná þessu
marki með því að eiga nóg land og
með því að borga til landsins fyrir
beitina. Við látum ryðja niður börð-
um með jarðýtu, keyrtum út skít,
moði, fræi og áburði til að rækta
landið. Á allra næstu árum verður
til mikið af lúpínufræi sem gjör-
breytir möguleikum okkar bænda til
að rækta upp illa farið land. Við
íslendingar erum heppnir hversu
auðvelt er að endurrækta landið.
Það er ekki hægt að úrskurða
allan erlendan landbúnað óhæfan en
margt tíðkast annars staðar sem
ekki gengur til lengdar þó það borgi
sig tímabundið. Kornrækt hefur
aukist mikið. Nú er oft ræktað korn
árum saman á sömu ökrunum. Áður
fyrr var oftast stunduð skiptiræktun
til að fara betur með landið. Korn
var þá aðeins ræktað á sömu spil-
dunni t.d. tvö ár af sex. Vélvæðing-
in hefur krafist stærri akra og meira
lands. Limgerðum og stökum trjám,
sem voru athvarf fugla og dýra,
hefur fækkað. í sumum tilfellum
hafa heilu sýslurnar verið hreinsaðar
af tijám og runnum. Korn er víða
ræktað á landi þar sem ekki rignir
nóg í þurrum árum. Ég hef verið á
ferð í hvössum þurrum vindi á svæði
þar sem voru stórir kornakrar. Það
sást ekki til að keyra og þegar stytti
upp voru skaflar af gróðurmold á
veginum. Víða er gróðurmoldin að-
eins nokkrir sentimetrar að þykkt.
Kornið er pínt upp með áburði sem
mergsýgur landið, sérstaklega
vegna þess að kornið er fiutt burt
þannig að snefilefnin skila sér ekki
eins og ef gras er beitt. Kornið er
flutt langt frá ökrunum, jafnvel í
önnur lönd þar sem skítur veldur
vandræðum. Áburðurinn veldur
mengun í ám og vötnum. Það er
þegar farið að skylda bændur í t.d.
Danmörku að draga úr áburðar-
skömmtum. Það er notáð mikið af
skordýraeitri og eitri til að eyða ill-
gresi við kornrækt. Okkar hlutverk
hlýtur að vera að nýta ísland skyn-
samlega.
Siðfræði
Þeim fer sífellt fjölgandi í hinum
vestræna heimi sem telja verk-
smiðjubúskap ekki réttlætanlegan
af siðferðilegum ástæðum. Það sé
til dæmis ekki hægt að réttlæta það
að troða sífellt fleiri hænum í lítil
búr þó eggin verði ódýrari með því
móti. Það verði að taka tillit til fleiri
þátta í umhirðu dýra, en bara þess
hvað sé ódýrast. Það má segja að
sauðíjárrækt hér á landi sé rekin á
svipaðan hátt og margir gagnrýn-
endur verksmiðjubúskapar vilja að
allt dýrahald sé stundað.
Menning
Við eyðum verulegum upphæðum
til að viðhalda málinu, gömlum bók-
um, munum og byggingum. Meiri-
hluti fólks skynjar mikilvægi þess
að viðhalda og hlúa að menningar-
arfleifð okkar. Sauðljárbúskapur og
neysla kindakjöts er hluti af okkar
menningararfleifð. Það að þekkja
og nota ömefni, fara um landið,
smala, rétta og heyja og lifa með
og á landinu er hluti af því að við
erum þjóð. Það hefur margoft sýnt
sig að missi fólk tengsl við menning-
una missir það um leið eitthvað sem
því er nauðsynlegt til að vera sem
einstaklingar og þjóð. Um þetta
mætti nefna mörg dæmi.
Atvinna
Sauðíjárrækt er ekki verri at-
vinnuvegur en margt það annað sem
við sýslum við. Það verður erfitt að
finna störf fyrir ungt fólk, og þá sem
losna úr öðru, þegar og ef við ein-
beitum okkur að því að hagræða sem
víðast og mest í öllum greinum þjóð-
félagsins. Það má því alls ekki leggja
í rúst jafn álitlega atvinnugrein og
sauðíjárrækt.
Holl og góð vara
Kindakjöt er holl og góð vara sem
fáir verða leiðir á. Það má hafa það
í flestar máltíðir bæði hversdags og
til hátíða. Lömb koma lítið á ræktað
land hér hjá okkur og við notum
ekki lyf marga mánuði fyrir slátrun.
Mikill hluti kindakjöts sem framleitt
er hér á landi myndi flokkast með
kjöti sem erlendis er sérmerkt og
seit dýrar en annað kjöt sem holl-
ustuvara.
Þegar grannt er skoðað er ljóst
að sauðfjárrækt er atvinnugrein sem
við getum verið stoltir af og ættum
að sameinast um að varðveita. Spár
um að íslendingar muni borða minna
og minna af kindakjöti á komandi
árum þurfa ekkert endilega að ræt-
ast. Það er aftur á móti deginum
ljósara að við verðum að vera tilbún-
ir að betjast, til að halda okkar hlut
og auka hann.
Skipulag og stjórnun í landbúnaði
þarf að taka til gagngerrar end-
urskoðunar eigi hann að þróast og
dafna.
Höfundur er bóndi að Daðastöðum
í Norður-Þingcyjnrsýslu.