Morgunblaðið - 24.04.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991
Af hverju fleiri
kirkjur í Kópavogi?
eftirJónas
Frímannsson
Kópavogsbúum þykir mörgum
vænt um kirkjuna sína á Borgun-
um úti á Kársnesi. Hún er tákn
bæjarins og prýðir merki hans.
Nú þegar söfnuðir í eystri hluta
Kópavogs hyggja á eigin kirkju-
byggingar heyrist stundum spurt
eitthvað á þessa leið:
a) Er ekki alveg óþarfi að vera
að byggja fleiri kirkjur þegar við
eigum svo ágæta kirkju fyrir?
b) Varla er nú kirkjusóknin svo
mikil að þörf sé á fleiri húsum
yfir kirkjugesti?
c) Bæjarfélagið hefur víst nóg
LISTAHÁTÍÐ æskunnar verður
fram haldið í dag, miðvikudaginn
24. apríl, með fjölbreyttri dag-
skrá. Eftirtalin atriði eru meðal
dagskrárliða á hátíðinni í dag.
Ritsmiðja fyrir 9 til 12 ára börn
opnar klukkan 14.00 í Norræna
húsinu. Á sama stað er tónsmiðja
fyrir 9 til 12 ára börn milli klukkan
15.00 og 16.30. í Gerðubergi er
skemmtidagskrá nokkurra leik-
skóla og skóladagheimila frá 9.30
til 15.30 og tónleikar nemenda
Nýja tónlistarskólans frá 16.15 til
20.00. Á Hótel Borg hefst danssýn-
ing frá Dansskóla Heiðars Ást-
annað við peningana að gera en
að byggja kirkjur.
Kópavogur er ungt bæjarfélag
og var vöxtur þess mjög ör um
skeið. Kópavogssókn var stofnuð
1952 sem hluti Bústaðaprestakalls
og stóð sú skipan til 1964. Þá var
því kalli skipt og Kópavogspresta-
kall stofnað. í prestakallinu var
aðeins ein sókn næstu 7 árin en
1971 urðu enn þáttaskil og Kópa-
vogi var skipt i tvö köll og tvær
sóknir.
Þegar Kópavogsprestakall var
stofnað var íbúafjöldi í Kópavogi
um 8 þúsund manns en þegar því
var skipt 1971 var íbúafjöldinn
orðinn á tólfta þúsund. Sóknar-
mörkum réð þáverandi Hafnar-
valdssonar klukkan 14.30 og á eft-
ir eru tónleikar nemenda Tón-
menntaskóla Reykjavíkur.
Rokktónleikar unglingahljóm-
sveita verða á Lækjartorgi frá
16.00 til 24.00 og blásarasveit úr
Tónskóla Sigur'sveins leikur í Lista-
safni íslands klukkan 14.00. Tón-
listarflutningur verðúr einnig í safni
Ásgríms Jónssonar klukkan 14.00
en þar stendur yfir sýningin Reykja-
vík og nágrenni.
Auk þessara dagskrárliða eru
myndlistasýningar barna, kynning-
ar og upplestrar víðs vegar á höfuð-
borgarsvæðinu.
íjarðai’vegur og var fjöldi sóknar-
bama nær jafn í Kársnespre-
stakalli og Digranesprestakalli en
þó litlu meiri austan vegar.
Síðustu áratugi hefur vöxtur
byggðar í Kópavogi einkum verið
til austurs og árið 1987 var Digra-
nessókn skipt og nefnist nú Hjalla-
sókn austan Skálaheiðar en Digra-
nessókn vestan. Jafnframt var
Hjallasókn gerð að sérstöku pre-
stakalli. í Digranessókn eru nú
tæplega 7.000 íbúar, en rúmlega
5.000 í Hjallasókn. í hvorugri
sókninni er kirkja, en báðir söfnuð-
urnir ráðgera kirkjubyggingu á
næstunni. Skv. mannfjöldaspá
Bæjarskipulags Kópavogs verða
eftir fimm ár, þ.e. árið 1996, tæp-
lega 8.000 íbúar í Digranessókn,
en um 6.000 í Hjallasókn.
Á sl. vori voru samþykkt á Al:
þingi lög um skipan prestakalla. í
3. grein þessara laga er m.a. fjall-
að um stærð prestakalla. Þar seg-
ir:
„í hveiju prestakalli skal vera
einn sóknarprestur. Ráðherra er
heimilt að ráða prest sóknarpresti
til aðstoðar í prestakaöllum þar
sem íbúafjöldi er yfir 4.000. í
mannfærri prestaköllum hefur
ráðherra sömu heimild ef sérstak-
lega stendur á. Nú fer íbúafjöldi
yfir 8.000 og skal prestakallinu
þá að jafnaði skipt.
Hefð er fyrir því að hvert pre-
stakall hefur eina eða fleiri sóknar-
kirkjur innan vébanda sinna. Skv.
þessari hefð og lögum um presta-
köll, sem vitnað er til hér að fram-
an, er fyllilega tímabært að eystri
sóknir Kópavogs komi sér upp
Listahátíð æskunnar
fram haldið í dag
Jónas Frímannsson
„Er ekki alveg óþarfi
að vera að byggja fleiri
kirkjur þegar við eigum
svo ágæta kirkju fyrir?
Spurningunni er leitast
við að svara í grein-
inni.“
kirkjuhúsum og nálgast íbúafjöldi
raunar efri mörk í sóknunum báð-
um.
Á sl. ári fóru fram könnunarvið-
ræður milli fulltrúa Hjalla- og
Digranessafnaða um hugmyndir,
sem uppi hafa verið um byggingu
sameiginlegrar kirkju eða kirkju-
miðstöðvar fyrir báða söfnuði. Til
undirbúnings þessum viðræðum
var leitað upplýsinga um kirkju-
legt starf í fjölda mörgum öðrum
söfnuðum í því skyni að meta kosti
og galla slíkrar samvinnu. Það
hefur ekki tíðkast að kirkjur væru
byggðar til þess að þjóna meira
en einum söfnuði, eina dæmið um
það mun vera Felía- og Hólákirkja
í Breiðholti. í viðræðum safnað-
anna í Kópavogi, sem fóru fram
á mörgum fundum, komu fram
ýmis sjónarmið og var leitast við
að skoða málið frá öllum hliðum.
Yrði það of iangt mál að rekja í
stuttri blaðagrein. Ekki leiddu
þessar viðræður til samkomulags
um að byggja kirkjumiðstöð og
stefna nú báðir söfnuðir sem fyrr
segir að eigin kirkjubyggingu.
Hér að framan hefur verið rak-
in í stuttu máli forsaga áætlana
um frekari kirkjubyggingar í
Kópavogi. í upphafi vora nefndar
nokkrar spurningar efasemdar-
manna um þörf fyrir nýjar kirkj-
ur. Flestum er kunnugt um það
að oft era fáir kirkjugestir við
venjulegar sunnudagsmessur.
Kannski eru þeir færri sem vita
að í mörgum söfnuðum fer fram
mikið og vaxandi félagslegt starf.
Kópavogur er stundum kallaður
félagsmálabær, enda starfar öflug
félagsmálastofnun með marg-
þætta starfsemi á vegum bæjar-
ins. Kirkjur hafa sjálfstæðan fjár-
hag. Þær era hvorki byggðar né
er rekstur þeirra kostaður af bæj-
ar- eða sveitarfélögum. Bæjarfé-
lag þarf hins vegar að reka margv-
íslega aðra starfsemi í þágu þegna
sinna. Á engan hátt er kastað
rýrð á Félagsmálastofnun Kópa-
vogs þótt bent sé á að rekstur
hennar kostar fé og rétt er að
renna frekari stoðum undir þætti
félagsmálastarfseminnar m.a.
með eflingu kirkjulegs starfs í
bæjarfélaginu og bættri aðstöðu
fyrir það.
Höfundur er í sóknarnefnd
Digranessafnaðar.
Lokalausnin
RAFKNÚNAR DÆLUR
0,5 til 3,0 hp.
Hringrásardælur, brunndælur,
sjódælur úr kopar, neyslu-
vatnsdælur með jöfnunarkút,
djúpvatnsdælur og fleiri
útfærslur.
Úrvalsvara á ótrúlega
lágu verði.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122
eftir Siglaug
Brynleifsson
Nú gerist skammt stórra högga
á milli. Miðstýringaröflin hafa nú
hafið lokasókn gegn öllu frumkvæði
og framtaki í aðalatvinnuvegum
þjóðarinnar, fiskveiðum og land-
búnaði. Lengi hafa bændur verið
undirorpnir „byggðastefnu" með
tilheyrandi kvótum. Síðan kom röð-
in að sjávarútvegi og nú síðast skal
smábátaútgerð aflögð. Stöðugt er
vitnað til álits og mats „okkar vís-
indamanna" eins og frumkvöðull-
inn, sjávarútvegsmálaráðherra kýs
að orða það, kvótastefnu sinni til
réttlætingar.
Landbúnaðurinn er undir ná-
kvæmri smásjá ríkisstjórnar og
þeirra aðiia sem ganga erinda henn-
ar, spástofnana, hagdeilda, stjórn-
skipaðra nefnda, þjóðhagsstofnun-
ar og Stéttasambands bænda. Allt
þetta kraðak rannsakenda telur sig
þess umkomið að geta kortlagt þró-
un landbúnaðar næstu áratugina.
Nú á að „grisja byggðina“, fækka
sauðfjárbúum stóram, skera niður
70.000 ljár og skulu afurðirnar
eyðilagðar, hent á hauga eða brytj-
aðar í hrædýr. ‘Höfuðáherslan er
lögð á fækkun bænda. Samkvæmt
tillögum landbúnaðarráðherra og
nánustu samstarfsaðila hans, skulu
bændur sjálfir koma og biðja um
að býli þeirra verði lögð niður og
jafnvel heil byggðarlög. „Grisjunin“
veldur eðlilega eyðingu byggðar-
laga, þar sem ekki er hægt að reka
sauðfjárbúskap nema lágmarks-
fjöldi býla sé í byggð, sem þegar er
í bestu sauðfjárræktarhéruðum
landsins.
Með þessari stefnu er stefnt að
fullkominni forsjárhyggju og skipu-
lagningu stjórnvalda á byggðinni í
landinu.
Fyrir nokkrum áratugum hvöttu
miðstýringarsinnar bændur mjög til
að stórauka ræktun og framleiðslu,
en það leiddi fljótlega til offram-
leiðslu, svo að setja varð kvóta á
hefðbundinn búrekstur.
Þetta varð til þess að leit hófst
F4966ELM
Sambyggður ofn/
örbylgjuofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill.
Full sjálfhreinsun,
kjöthitamælir, spegilútlit,
örbylgjuofn, tölvuklukka
og tímastillir.
fim 6 wUmKHmm
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill, full
sjálfhreinsun, stálútlit,
tölvuklukka og tímastillir.
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill,
fituhreinsun, svart eða
hvítt spegilútlit,
tölvuklukka með tímastilli.