Morgunblaðið - 24.04.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.04.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐÍÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 37 Lára Hlöðversdóttir, Akureyri - Minning, Fædd 12. júní 1925 Dáin 16. apríl 1991 „Þú Drottinn átt það allt, sem öðlumst vér á jörð.“ Þannig byrjar sálmurinn sem Lára frænka var búin að velja fyrir útförina sína og segir mikið um hana og viðhorf hennar til lífsins, ekki síst þessi orð. „að létta bróður böl og bæta raunir hanS..., sé gleði kristins manns": Umhyggja fyrir velferð nánustu ættingja sinna og hjálpsemi voru lífsfylling Láru og gleði. Okkar hamingju bar hún fyrir brjósti öðru fremur og setti sínar þarfir aldrei framar annarra. Lára var alltaf glöð og gamansöm, stundum stríðin við smáfólkið, á skemmtilegan hátt, án þess að særa. Hún var skoðanaföst og alltaf tilbúin að vetja þann sem minna mátti sín. Aldrei kvartaði hún undan hlutskipti sínu í lífinu og virtist alltaf geta miðlað gleði, jafnvel þegar veikindin höfðu gagn- tekið hana alla. Æðruleysi hennar virtist engin takmörk sett í því stríði sem hún háði. Mikinn lærdóm meg- um við draga af hennar kross- burði, börnin öll sem áttum afa, ömmu og Láru frænku á Djúpa- vogi. Nú er hún Lara okkar komin til hans, sem allt á og allt gefur. Eftir stöndum við í þakklæti fyrir gjafírnar og fyrir hana. Blessuð sé minning Láru frænku. Fyrir hönd systkinanna í Þingvallastræti 34. H.Á. Eins og verk þín elsku sýna augað hvar, sem líta má allt ber vott um visku þína veröld öll þar skýrir frá. (Ur sálmi) Á þeirri stundu, sem andláts- fregn góðs vinar berst, gleymist oft líkn dauðans. Sársaukinn, sem kreppist um vitund þeirra, sem eft- ir lifa, er því oft tilfinning, sem á ekkert skylt við rökrétta hugsun. Minning: Fædd 11. júlí 1920 Dáin 5. apríl 1991 Guðbjörg Guðmundsdóttir Cottr- ell — Ubba systir okkar, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í heimabyggð sinni í New Jersey í Bandaríkjunum, þar sem útförin fór einnig fram. Hún var dóttir hjónanna Ólafar Sigurðardóttur og Guðmundar Ól- afssonar, kennara, sem lengst af bjuggu á Laugarvatni. Hún fæddist á Skógum í Fnjóskárdal og fluttist kornung með foreldrunum til Akra- ness, en síðan að Laugarvatni, níu ára. Á Laugarvatni átti hún síðan heima og stundaði þar nám í hér- aðsskólanum á vetrum og ýmis störf á sumrum. Gefur augaleið, að Laugaivatn og það mikla skóla- starf, sem þar var unnið, setti sinn sterka svip á mótun hennar og líf- sviðhorf. Það var mjög þroskandi að taka virkan þátt í leik og störfum með mörgu ungu fólki og var það góður undirbúningur fyrir lífið, sem hennar beið. Rúmlega tvítug fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf, aðallega við sauma í fatagerð. Ubba fluttist til Bandaríkjanna árið 1947, og giftist Arvil Earl Cottrell, efnafræðingi, sem hún kynntist á stríðsárunum. Þau eign- uðust indælt heimili í eigin húsi í smábæ við ána Delaware í New Jersey. Þau áttu tvo syni, Earl land- mælingamann og Paul lögfræðing, sem eru báðir kvæntir og eiga börn. Þeir settust að í nágrenni við for- eldra sína og varð það mikill stuðn- ingur og gleðigjafi, ekki síst eftir Þessi tilfinning er þó sjaldnast sprottin af ósætti við að dauðinn hafi lagt líkn með þraut, heldur vegna hins algjöra vanmáttar, sem við finnum frammi fyrir gátunni miklu. En frammi fyrir þessari óræðu gátu stöndum við öll í ein- semd. Hversu velkominn sem dauð- inn kann að vera þeim sem þjást, kallar hann alltaf fram frumstæðar og eigingjarnar tilfínningar hjá okkur, sem eftir stöndum. Kær vinkona mín og barna minna, Lára Hlöðversdóttir, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sautjánda þessa mánaðar, fyrir aldur fram en hún var sextíu og fimm ára gömul, er hún dó. Lára kom fyrst á heimili okkar árið 1955 þegar hún var ráðin ráðs- kona í Fiskiðjuna hf. í Vestmanna- eyjum á yfirstandandi vertíð. Þijár aðrar konur voru ráðnar um leið og hún, þær Lilla, Gógó og Ásta, en með þessum konum svo og Kristýju, verkstjóra, myndaðist strax góð eining, sem aldrei rofn- aði. Allar hafa þær fylgst með veik- indum Láru síðastliðin þijú ár. Á heimili okkar í Sólhlíð 7, Vest- mannaeyjum, dvaldi Lára ár eftir ár, og varð því eins og ein af fjöl- skyldunni. Lára var vel gefin og yndislegur félagi, listhneigð og skemmtileg. Hún elskaði að lesa góðar bækur og ljóð, syngja og hlusta á fagra tónlist. Þá var eins og hún færi í annan heim. Hún var líka einstaklega barngóð og hænd- ust.börn að henni eins og ósjálfrátt og máttu svo ekki af henni sjá. Enda var það svo að þegar við hjón- in fórum í frí, var hringt í Láru og hún beðin um að gæta barnanna okkar, sem eru fimm að tölu. Og þegar von var á Láru, þá vissum við að allt myndi verða í lagi. Því Lára hugsaði um börnin eins og væru þau hennar eigin. Síðastliðin þijú ár hefur Lára barist við sjúkdóm, sem ekki reynd- ist unnt að lækna. Og hefur þurft að fara í læknismeðferð á Kvenna- að faðir þeirra veiktist og lamaðist. Hann átti þá enga aðra nákomna ættingja nærri sér og var það syst- ur okkar ómetanlegt að geta með góðri hjálp annast hann, þar til yfir lauk. Hún átti sjálf við alvarleg veikindi að stríða um tíma, en fékk þá bænheyrslu að geta staðið sig í sínu hlutverki allt til enda. Arvil, maður hennar, lést fyrir nokkrum árum, eftir að hafa verið lengi veru- lega fatlaður. Þegar hann var far- inn, var léttara að taka veikindun- um og horfa fram á eigin dauða. Hún var að upplagi sterk og hraust, og í öllu þessu reyndist hún hughraust og æðrulaus, og horfði með lifandi von fram í veginn. I ljósi boðskapar páskanna eru um- skiptin léttbærari og auðveldara að halda vonglöð áfram, í lífi og dauða. Þótt Ubba flytist til Bandaríkj- anna til að eignast þar fjölskyldu og heimili, rofnuðu tengslin aldrei við fjölskyldu og vini hér á landi. Kom hún hingað þrisvar og við, fjöl- deild Landspítalans og hefur þá haft viðdvöl á heimili mínu. Einnig héldum við hvor annarri félagsskap í sumarbústað mínum í Öxarfirðin- um síðastliðið sumar, sem var okk- ur báðum til ánægju. Þrátt fyrir veikindin bar Lára sig alltaf vel, var hress og brosandi. Ég verð að segja að ég hef sjaldan orðið vitni að annarri eins stillingu og þreki, og hún sýndi á þessum erfiðleikatímum. Þannig gekk hún reyndar allan sinn æviveg. Það stóra skarð, sem höggvið hefur verið með andláti Láru verður vandfyllt. Sá tómleiki, sem lagst hefur yfir verður lengi að hverfa. En við vitum, að nú þegar Lára er farin, gefur Guð henni betra líf og hamingju á ókunnum slóðum. Guð blessi minningu hennar. Sig- urbjörgu, Eiríki og öðrum ástvinum hennar vottum við dýpstu samúð. Á síðasta andartakinu hættir sólin að hníga og flýtur í lausu lofti eins og brennandi skip í fjarlægum skýjum. Gullin rák brúar öldumar ogéggeng inn í endalaust sólarlagið og kem aldrei til baka. (Sigvaldi Hjálmarsson) Sigurbjörg Benediktsdóttir skylda hennar, heimsóttum hana og mann hennar nokkrum sinnum, m.a. átti Björn traust athvarf hjá þeim, er hann var við nám í ná- grenni við þau. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar minnumst systur okkar með þakklæti og virðingu og sendum öðrum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Systkinin t Alúðarþakkir flytum við öllum þeim fjölmörgu ættingjum og vinum sem heiðruðu minningu HELGA GUÐLAUGSSONAR sjómanns í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki deildar B-2 á Hrafnistu fyrir einstaka umönnun. Ingigerður Eýjólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Guðbjörg Guðmunds- dóttir Cottrell t Útför HARÐAR JENS HARALDSSONAR, Laugarnesvegi 112, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju í dag, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 15.00. Þeim serrfvildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Slysa- varnafélag íslands. Brynhildur Ögmundsdóttir, Brynja Harðardóttir, Haraldur Harðarson, Maríanna Halldórsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS ÞORVARÐSSONAR skipasmiðs, Hrauntungu 63, Kópavogi. Ragna Skúladóttir, Þorvarður Skúli Stefánsson, Súsanna Stefánsson, María Skúladóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Ragnar Magnússon, Jóhanna Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNS LÁRUSSONAR, Jörundarholti 224, Akranesi. Svanheiður Friðþjófsdóttir, Erlingur Jóhannsson, Lára Hreinsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Magnús Gunnarsson, Friðgerður Jóhannsdóttir, og barnabörn. t Útför, JÓNS SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR, Austurströnd 10, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik föstudag 26. apríl kl. 13.30. Louise Dahl, Caroline Dahl Jónsdóttir, Anna Einarsdóttir, Halldór Jónsson, Hildur Jónsdóttir, Sandra Jónsdóttir, Einar Halldórsson, Gunnar Þorsteinn Halldórsson, Fríður M. Halldórsdóttir, Ása S. Halldórsdóttir. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU ODDSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunar- og starfsfólki á hjúkruna- rdeild Hrafnistu fyrir góða umönnun. Hrafnhildur Sveinsdóttir, Hjördís Ragnarsdóttir, Valur Ragnarsson, Örn Ragnarsson, Brynja Ragnarsdóttir, Oddur Ragnarsson, Ragnar Ragnarsson, Hrafn Ragnarsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURRÓS TORFADÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áðurtil heimilis i Meðalholti 10, lést í Landspítalanum þann 22. apríl. Björn Þorsteinsson, Torfi Þorsteinsson, Páll Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ingigerður Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Þorsteinsson, Þorgeir Þorsteinsson, Guðmundur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabarn. Edda Svavarsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Guðrún K. Þórsdóttir, Hildigunnur Þórsdóttir, Hilmar F. Thorarensen, Ingibjörg Ó. Hafberg, Bergþóra Skarphéðinsdóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.