Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 47
MÖkdlíkÉLAÐIÖ iÞROTrmmm bÁ'GUR 24. ÁPRÍL \m 47 HANDKNATTLEIKUR Páll ekki meðKR Páll Ólafsson um ekki leika með KR-liðinu tvo síðustu leiki liðsins í neðri hluta 1. deildarkeppninnar. Páll er farinn til Danmerkur á vegnm atvinnurekanda síns, Verksmiðjunnar Vífilfells hf. Þar verður hann í tvær vikur. KR-ipgar leika mikilvægan leik gegn Gróttu í kvöld á Seltjarnarnesi og síðan gegn KA á laugardagínn. Þeir eru í alvarlegri fallhættu og þurfa að vinna báða leikina til að geta hugs- anlega bjargað sér frá falli. Það er mikil blóð- taka fyrir KR að Páll leiki ekki með, en hann hefur verið leikstjórnandi og markahæsti leik- maður liðsins. Leifur. Leifur fékk sex mánaða bann Aganefnd HSÍ tók fyrir á fundi sínum í gær skýrslu dómara vegna útilokunar Leifs Dagfínnssonar í leik KR gegn Fram fyrir helgi. Niðurstaðan var sú að Leifur var úrskurðaður i sex mánaða bann frá og með hádegi á morgun, fimmtudag. Hjörleifur Þórðarson, formaður aganefndar, sagði við Morgun- blaðið að ekki hefði verið hægt annað en að taka hart á málinu. Hann sagði ennfremur að ekki hefði verið gefinn kostur á munn- legum málflutningi frekar en í öðrum málum. Úrskurðurinn er endaniegur, þar sem aðeins er hægt að áfrýja úrskurði aganefndar, sem hefur í för með sér leikbann í 12 mánuði eða lengur samkvæmt regiugerð. Leifur hefur lýst þvf yfir, eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu, að hann leiki varla hand- knattleik næsta árið, að læknis- ráði. Hann er meiddur, og varla verið leikfær undanfarna mánuði að eigin sögn — þó hann hafi stað- iö í marki liðsins. KÖRFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Fyrirhafnar- lítill sigur ÍSLENSKA landsliðið þurfti ekki að sýna stórleik til að bera sigurorð af liði Austurríkis í körfuknattieik í Grindavík í gærkvöldi. Lokatölur voru 107-76, eftir að íslenska liðið var yfir í hálfleik 56-34. að var ljóst strax í upphafi hvert stefndi því íslenska liðið ■ ATLI Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins, féll útaf listanum yfir leikmenn sem fara til Englands, Wales og Möltu. Atli verður með alia ferð landsliðsins. ■ KRISTINN R. Jónsson, mið- vallarspilari Fram, er meiddur á hné og verður hann frá keppni í tvær til þijár vikur. ■ SÆVAR Jónsson, miðvörður Vals, hefur átt við meiðsli að stríða. Sævar, sem hefur verið í útlöndum að undanförnu, hefur ekki leikið með Val í Reykjavíkurmótinu. ■ FINNBOGI Gylfason, fijáls- íþróttamaður úr FH, varð í 3. sæti í 800 m hlaupi á móti í Rauston í Louisanna í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Hann hlóp vegalengdina á 1:52.98 mín. Steinn Jóhannsson og Friðrik Larsen, HSK, tóku einnig þátt í 800 m hlaupinu, Steinn hljóp á 1:54.7 mín. og Friðrik á 1:56.0 mín. ■ SÚSANNA Helgadóttir, FH, hljóp 200 m á 25,18 sek. á sama móti og 400 m á 59,11 sek. Einar Kristjánsson stökk 2,05 metra í hástökki og varð þriðji, en hann hafði viku áður náð að fara yfir 2,09 metra. Einar bætti svo enn um betur, stökk 2,13 m um helgina og 14,45 m í þrístökki. ■ JÓHANN Ingibergsson tók þátt í hálfu-maraþoni í Lands- krona í Svíþjóð 14. apríl og varð í þriðja sæti. Hann hljóp á 1:10.10 klst. sem er þriðji besti tími íslend- ings. ■ FYRSTI landsleikurinn við Austurríki í körfuknattleik sem fram fór á Akranesi fór ekki fram í nýja íþróttahúsinu við Jaðars- bakka eins og sagt var i blaðinu í gær. Þar eru engar körfur, þarsem íþróttabandalagið hefur ekki haft efni á að kaupa þær. Leikurinn fór því fram í íþróttahúsinu við Vestur- götu. Ólafsson skrifarfrá Grindavik sýndi strax í byijun hVort liðið var betra. íslendingar náðu yfirhönd- ■■■■ inni strax með Frímann tveimur þriggja stiga körfum frá Guðjóni Skúlasyni og juku síðan jafnt og þétt við forskotið. Það var þó varnarleikurinn sem var aðall liðs- ins og hann var oft á tíðum mjög vel spilaður af liðinu. Austurríkis- menn lentu oft í erfiðleikum að skila knettinum til samheija gegn stífri maður á mann-vörn íslending- Munurinn var mestur í leikslok og lokatölur eins og áður segir 107-76. „Þetta var fullléttur leikur hjá okkur,“ sagði Torfi Magnússon þjálfari íslenska liðsins í leikslok. „Við notuðum þennan leik til að æfa kerfí og lögðum áherslu á varn- arleikinn. Við erum með stóra menn í liðinu, reyndum að halda þeim fyrir utan og við vinnum lið sem er með mun hávaxnari leikmenn en við. Ég nokkuð ánægður með sigurinn þó mótstaðan hafi ekki verið mikil.“ Torfi sagði að lángt íslandsmót ■ hefði stytt undirbún- ingstíma landsliðisins en vonaðist til að geta notað tímann vel fram að undankeppni Evrópumótsins hér á landi. Allir 12 leikmenn íslenska liðsins skoruðu. Það hlýtur að sýna að nokkuð mikil breidd er að komast í körfuknattleikinn hér á landi, og er það ánægjuefni. Teitur Örlygs- son átti góðan leik ásamt leikstjórn- endunum Páli Kolbeinssyni og Jóni Kr. Gíslasyni. Að öðru leyti var lið- ið jafnt og góð barátta sást í vörn- inni. Austurríkismenn virðast eiga langt í land með að ná sama styrk- leika og íslendingar þrátt fyrir að vera með hávaxið lið. Ísland-Austurríki 107:76 íþróttahúsið í Grindavík, vináttulandsleikur [ körfuknattleik, þriðjudaginn 23. apríl 1991. Gangur leiksins: 6-0, 14-4, 14-10, 23-10, 38-25, 44-31, 54-31, 56-34. 65-40, 65-48, 76-52, 85-62, 95-72, 102-72, 107-76. Stig íslands: Teitur Örlygsson 18, Páll Kolbeinsson 16, Magnús Mattthíasson 13, Jón Kr. Gíslason 13, Guðmundur Bragason 10, Guðjón Skúlason 8, Kristinn Einarsson 8, Albcrt Óskarsson 7, Rúnar Ámason 4, Friðrik Ragnarsson 4, Guðni Guðnason 4, Axel Nikulásson 2. Stig Austurríkis: Christian Wöber 16, Norbert Wusterer 14, Hannes Pestral 10, Helmut Anderwald 10, Frauz Graf 8, Rein- ald Schiestel 6, Markus Ruzicka 5, Peter Zawodsky 2, Christian Babouck 2, Hermann Kilian 2, Klaus Stubenvoll 1. Dómaran Kristinn Óskarsson og Kristján Möller. Áhorfendur: Um 200 Teitur Örlygsson lék vel gegn Austurríkismönnum í gærkvöldi. Körfuknattleikur Íslands og Austurríki leika fjórða og síðasta vináttuleikinn i körfuknatt- leik í Þorlákshöfn kl. 20. Handknattleikur 1. deild: Valur - Haukar.............kl. 20.00 Stjarnan - Víkingur..kl. 20.15 FH - ÍBV...................kl. 20.00 ÍR-Fram....................kl. 20.00 Grótta - KR................kl. 20.00 1. dcild kvcnna: Stjaman - Grótta...........kl. 18.30 Selfoss - FH...............kl. 18.30 Knattspyrna Valur og Fram leika í meistara- keppni KSÍ á gervigrasinu i Laugar- dal kl. 20. ÍÞRÖmR FOLK ■ LJUPKO Petrovic, þjálfari júgóslavneska knattspyrnuliðsins Rauðu stjörnunnar, segist óttast andlegt ástand leikmanna sinna mun meir en lið Bayern Miinchen í seinni viðureign liðanna í undanúr- slitum Evrópukeppni meistaraliða í kvöld. Rauða stjarnan vann fyrri leikinn 2:1 í Miinchen. ■ PETROVIC sagði að versti óvinúrinn væri öf mikið sjálf- straust, þegar leikið væri gegn liði eins og Bayern og minnti á að fyr- ir tveimur árum hefði Bayern tapað 2:0 heima gegn Inter Milan í UEFA-keppninni, en síðan unnið 3:1 úti. ■ RAUÐA stjarnan stillir upp sterkasta liði, sem völ er á, en 9 úr byijunarliðinu og tveir að auki hafa verið bókaðir í keppninni og annað spjald þýðir leiks bann. ■ RAYMOND Gothals, þjálfari Marseille, hefur haldið liði sínu í einangrun síðustu þijá daga vegna leiksins við Spartak frá Moskvu í meistarakeppninni. Franska liðið vann fyrri leikinn í Moskvu 3:1, en belgíski þjálfarinn tekur enga áhættu og segir að einbeitingin verði að vera algjör til að vel fari. B JUVENTUS leikur með fjóra framheija gegn Barcelona í Evr- ópukeppni bikarhafa í kvöld, en spænska liðið vann fyrri leikinn heima, 3:1. ■ GIGIMaifredi, þjálfari Juvent- us, segir að Roberto Baggio, sem hefur ekki staðið undir væntingum, sé tilbúinn og leggur hann allt traust sitt á þennan dýrasta knatt- spyrnumann heims. H MANCHESTER United vann fyrri leikinn gegn Legia í Varsjá 3:1 í undanúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa. United hefur aldrei tapað Evrópuleik á heima- velli og aldrei fengið meira en tvö mörk á sig á Old Trafford. ■ MORTEN Olsen, þjálfari danska liðsins Bröndby, er bjart- sýnn fyrir leikinn gegn Roma í Róm í Evrópukeppni félagsliða, en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leikn- um. „Þetta fer 1:1 og við skorum snemma,“ sagði Frá Hákoni Gunnarssyni i Danmörku Olsen. M BENT Christensen var með þrennu í 3:1 sigri Bröndby gegn Vejle um helgina og er markahæst- ur í 1. deild. ■ ROMA hefur sýnt áhuga á að kaupa Christensen og verður vel fylgst með honum í kvöld. ■ UCHE Ukechukwu frá Nígeríu var látinn fara frá Brönd- by og þar með spilar enginn erlend- ur leikmaður með félaginu. ■ SJO leikmenn Bröndby hafa verið valdir í landsliðshóp Dana vegna Evrópuleiks við Júgóslava í Belgrað í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.