Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C
105. tbl. 79. írg. SUNNUDAGUR 12. MAÍ1991 ______PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Geimbúningar
og hvolfþök það
sem koma skal?
ÁSTRALIR munu þurfa að ganga í
geimbúningum og búa í borgum með
glerhvolfum yfir á næstu öld takist
ekki að stöðva þynningu ósonlagsins,
að því er Bill McCarthy, sérfræðingur
í húðkrabbameinum segir. Tíðni húð-
krabbameina er meiri í Ástralíu en
annars staðar í heiminum. Árið 2060
yrði svo komið, að sögn McCarthys, að
Ástralir gætu ekki brugðið sér út fyrir
hússins dyr nema vera í sérstökum
hlífðarfötum frá hvirfli til ilja. Mc-
Carthy sagði að útfjólubláir C-geislar,
sem ósonlagið stöðvaði núna, yllu
krabbameini þegar þeir kæmust í snert-
ingu við óvarða húð. McCarthy sagði
að um tveir þriðjuhlutar íbúa Ástralíu
mundu fá einhvers konar húðkrabba-
mein á æviskeiði sínu og einn af hveij-
um 55 banvæn afbrigði þess.
Ferð á jökul-
inn ekki til fjár
Fjórar norskar konur, sem ætluðu að
ganga yfir Grænlandsjökul, hafa snúið
við og eru á leið til Ammassalik á aust-
urströndinni. í fyrstu neituðu þær að
hlýða fyrirmælum lögreglustjórans á
Grænlandi um að hætta við ferðina en
snerist síðan hugur. Konurnar lentu
strax í miklum erfiðleikum, týndu vist-
unum og prímusnum og fengu matar-
eitrun. Lyfjum og vistum var þá varpað
niður til þeirra úr flugvél en aðeins
nógu miklu til að þær kæmust aftur til
strandar. Þetta varð því engin ferð til
fjár enda urðu þær að setja 900.000 ISK
tryggingu áður en þær lögðu upp og
fá ekki krónu til baka.
Fela farsímann
innan klæða
Fyrirtæki nokkurt í Blackpool á Eng-
landi sinnir varla eftirspurn eftir
hulstrum fyrir farsíma sem hægt er
að bera innan klæða svo lítið beri á.
Nú þykir nefnilega ekki fínt lengur að
vera veifandi farsíma í tíma og ótíma.
Fyrstir til að taka við sér voru kaup-
sýslumenn, lögfræðingar, læknar og
verktakar í byggingariðnaði. Jeremy
Early hönnuður segir að þetta fólk taki
starf sitt alvarlega, þurfi að vera í stöð-
ugu og góðu sambandi við umheiminn
gegnum farsímann en vilji ekki að aðr-
ir viti af því. Og það gerir heldur eng-
inn þegar síminn er í hulstrinu góða -
fyrr en hann byrjar að hringja!
GEDFATLADIR
♦ ••
AGOTUNNI
Morgunblaðið/RAX
BUSL
Háttsettur bandarískur embættismaður í samtali við Morgunblaðið:
Engar líkur á viðræðum
um afvopnun á höfunum
• •
Oryggishagsmunir Bandaríkjamanna tryggðir í krafti flotans
Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamaimi Morgunblaðsins.
MJÖG háttsettur bandariskur embættis-
maður sagði í samtali við Morgunblaðið
á föstudag að floti Bandarikjamanna
væri lykilatriðið í öllum varnarviðbúnaði
þessa öfluga herveldis. Öryggishags-
munir Bandaríkjamanna yrðu á endan-
um aðeins tryggðir í krafti flotans.
Breytingar á þessum vettvangi væru
engan veginn fyrirsjáanlegar og Banda-
ríkjamenn væru alls ekki tilbúnir til að
hefja viðræður um takmörkun vígbúnað-
ar á höfunum.
„Ég fæ ekki séð að það séu nokkrar líkur
á því að við hefjum slíkar viðræður," sagði
fyrrnefndur embættismaður. Hann bætti við
að á vettvangi Atlantshafsbandalagsins
(NATO) hefði mönnum ávallt tekist að leiða
þetta mál hjá sér og tók fram að innan
NATO væri þetta grundvallarviðhorf Banda-
ríkjamanna viðurkennt. Hann kvað hags-
muni Sovétríkjanna í þessu samhengi blasa
við. Kremlveijar gerðu sér ljóst að viðræður
um afvopnun á höfunum þjónuðu vissulega
öryggishagsmunum þeirra þar sem óvinur-
inn í vestri réði yfir svo gífurlegum hernað-
armætti á þessu sviði.
Bandarískir embættismenn telja ástæðu
til að ætla að unnt verði að leysa öll þau
flóknu og sérhæfðu ágreiningsmál sem enn
tefja fyrir undirritun START-sáttmálans
svonefnda um fækkun langdrægra ger-
eyðingarvopna. Þeir telja sömuleiðis að unnt
verði að finna lausn á deilumálum er varða
CFE-sáttmálann um fækkun hefðbundinna
vígtóla í Evrópu og nú um helgina verður
öllum ákvæðum INF-sáttmálans um upp-
rætingu meðaldrægra kjarnavopna í Evrópu
fullnægt er síðustu SS-20-eldflaugarnar
verða eyðilagðar í Sovétríkjunum. Þessir
sáttmálar fela á hinn bóginn ekki í sér
grundvailarbreytingu hvað varðar viðbúnað
NATO á sviði flotavarna og því er þess
ekki að vænta, að sögn heimildarmanna í
Washington að viðræður um fækkun vígvéla
og afvopnun á höfunum verði hafnar.
John Galvin, yfirmaður herafla Atlants-
hafsbandalagsins í Evrópu, lagði einnig ríka
áherslu á mikilvægi birgða- og liðsflutninga-
leiðarinnar yfir Atlantshafið í samtali við
Morgunblaðið á föstudag og vék að þætti
varnarstöðvarinnar í Keflavík. „Keflavíkur-
stöðin hefur verið og verður alltaf í herfræði-
legu tilliti gífurlega mikilvæg,“ sagði hann.
BLÁHÚFURNAR
standa ó milli stríðandi aðila
ENGIN
BIBLÍA TIL
AÐ FLETTA
UPPÍ10