Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
IPPT i'tv' Tl 'I •;)' "’! 'V’l' CÍICÍA J8VI'JPíIOh'
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1991'
EFNI
Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur:
Tjöruhreinsir
veldur meng-
un umhverfis
SAMKVÆMT lauslegri könnun
Heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
ur, nota bílaþvottastöðvar í
Reykjavík um 150 tonn af Ijöru-
hreinsi á ári. í efninu er meðal
annars terpentína, sem skolast
í sjó fram og mengar umhverf-
ið. Engar reglur eru í gildi hér
á landi um notkun þessara efna.
Að sögn Tryggva Þórðarsonar
hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavík-
ur er heildar notkunin mun meiri
hér á landi, meðal annars er tjöru-
hreinsir notaður á bílaverkstæð-
um auk þess sem bílaeigendur
grípa til hans á bílaþvottaplönum.
„Það hefur verið skipuð nefnd
á vegum umhverfisráðuneytisins,
sem hefur það verkefni að setja
reglur um mengandi starfsemi,
samkvæmt lista sem gefínn er í
mengunarvamarreglugerð yfir
þau fyrirtæki sem eru háð starfs-
leyfi heilbrigðisnefnda og eftirliti
heilbrigðiseftirlitsins," sagði
Tryggvi. „Þetta mundi eðlilega
falla undir hennar verksvið ef
þessar stöðvar væru teknar inn á
þennan lista en þær eru þar ekki
og hefur athygli ráðuneytisins
verið vakin á því.“
Alþingi kemur saman til
á
ALÞINGI kemur saman til aukaþings á morgun, mánudag. Tvö mál
verða til umfjöllunar á þinginu, frumvarp til breytinga á stjórnar-
skrá og frumvarp til breytinga á þingskapalögum. Síðast var haldið
aukaþing haustið 1979 en aukaþing hafa verið alls fjögur frá
stríðslokum, árið 1946, 1959 og hátíðarfundur á Þingvöllum 1974.
Bjöm Sigfús-
son, fv. há-
skólabóka-
Þingsetning verður með hefð-
bundnum hætti. Hefst hún á guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni, þar sem
séra Geir Waage predikar og verður
gengið til kirkju kl. 13.30. Að guðs-
þjónustunni lokinni er gengið til
þinghússins þar sem forseti Islands
setur þingið, 114. löggjafarþingið,
og felur síðan aldursforseta, sem
nú er Matthías Bjarnason, fyrsti
þingmaður Vestfjarða, stjórn fund-
arins. Verður fundi síðan frestað.
Á þriðjudag heldur þingsetning-
arfundur áfram. Farið verður yfir
kjörbréf nýrra þingmanna, skipt í
deildir og kosnir forsetar sameinaðs
þings og deilda. Verður fundi síðan
slitið. Á þriðjudagskvöld er áformað
að halda útvarps- og sjónvarpsum-
ræður klukkan hálfníu. Mun Davíð
Oddson, forsætisráðherra, hefja
umræðurnar með kynningu á meg-
instefnumálum ríkisstjórnarinnar.
Fær hver flokkur hálfrar klukku-
stundar ræðutíma.
Á miðvikudag verða svo lögð
fram þau tvö frumvörp sem auka-
þingið á að fjalla um. Annars vegar
frumvarp um breytingu á stjórnar-
skránni og hins vegar breytingu á
þingskapalögum. Verða umræður
um frumvörpin á fimmtudag og er
stefnt að því að koma þeim í nefnd
fyrir helgi. Líklegt er síðan að gert
verði hlé á þingstörfum þá daga sem
frumvörpin verða í meðferð nefnda.
• •
Ossur formað-
ur þingflokks
Á þingflokksfundi Alþýðu-
flokksins á föstudag var Ossur
Skarphéðinsson kosinn formaður
þingflokksins.
Þá var Sighvatur Björgvinsson
kosinn varaformaður og Sigbjörn
Gunnarsson kosinn ritari þing-
flokksins.
vörður, látinn
LÁTINN er í Reykjavík dr. Björn
Sigfússon, fyrrverandi háskóla-
bókavörður, 86 ára að aldri.
Björn Sigfússon var fæddur að
Reykjum í Reykjahreppi 17. janúar
1905, sonur Sigfúsar Bjarnarsonar
bónda og konu hans Halldóru Hall-
dórsdóttur. Hann lauk kennaraprófí
árið 1928 og stúdentsprófi utan-
skóla frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1929. Björn lauk
magistersprófí í íslenskum fræðum
frá Háskóla íslands 1934 og dokt-
orsprófí í sömu grein 1944.
Björn stundaði kennslu við Hér-
aðsskólann á Laugum og ýmsa
framhaldsskóla í Reykjavík, starf-
aði við Ríkisútvarpið um tíma og
var skipaður háskólabókavörður
1945. Eftir hann liggja ýmis rit um
íslensk fræði, auk fjölda greina í
blöðum og tímaritum.
Fyrri kona Bjöm Sigfússonar var
Droplaug Sveinbjörnsdóttir, en hún
lést árið 1945. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Kristín Jónsdóttir
Wium. Börn Bjöms eru Hólmfríður,
ritari f. 1934, Sveinbjöm, háskóla-
rektor f. 1936, Sigfús prófessor í
verkfræði f. 1938, Helgi, jöklafræð-
ingur f. 1942, Ólafur Grímur, lækn-
ir í Englandi f. 1944 og Hörður,
f. 1948. ‘
íslenskur sjómaður hætt kominn í
Barentshafi:
Bjargaði sér upp á ís-
jaka í 27 gráðu frosti
TUTTUGU og fimm ára íslendingur, Guðmundur Jens Guð-
mundsson, bátsmaður á skuttogaranum Harvest Enterprise, sem
gerður er út frá Alaska, dróst í sjóinn með trolli þegar togar-
inn var á veiðum innan um ís í Barentshafi fyrir skömmu. Guð-
mundi tókst að losa sig úr trollinu og skríða upp á isjaka áður
en honum var bjargað aftur um borð. Veður var stillt og bjart
þegar atvikið átti sér stað en 27 gráðu frost.
Eygló Jónsdóttir, móðir Guð-
mundar, sem búsett er í New
York ásamt eiginmanni sínum,
Guðmundi Sigurðssyni, starfs-
manni Sameinuðu þjóðanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að Guðmundur hefði verið í sínum
fyrsta túr á togaranum þegar
atvikið átti sér stað.
Sagði hún að hann hefði fest
aðra hendina í trollinu sem reif
hann útbyrðis. Var Guðmundur
í flotgalla og tókst strax að losa
sig og komast upp á ísjaka þar
sem hann þurfti að bíða í nokkra
stund áður en skipverjum tókst
að bjarga honum. Eygló sagði
að Guðmundur hefði brotið á sér
tvo fingur og verið talsvert þjak-
aður af kulda en að öðru leyti
ekki orðið meint af.
Auk Guðmundar eru tveir aðr-
ir íslendingar á togaranum og
er annar þeirra skipstjóri en þeir
voru báðir í landi þegar atvikið
átti sér stað. Eygló sagði að
Ljósm./Víkurfréttir
Guðmundur Jens Guðmundsson
fór út með trolli á togara við
Alaskastrendur og bjargaði lífi
sínu með því að skriða upp á
isjaka.
Guðmundur væri þaulvanur sjó-
mennsku á íslenskum skipum en
hann væri bátsmaður og neta-
maður á Álaskatogaranum.
fletta upp í
►Friðrik Sophusson, hinn nýi fjár-
málaráðherra, dregur upp dökka
mynd af ríkisfjármálunum en sér
jafnframt fyrir sér ýmsa mögu-
leika á sölu ríkisfyrirtækja /10
Geðfatlaðir á götunni
í kerfinu
►í velferðakerfinu sem íslending-
ar hafa verið að byggja upp á liðn-
um áratugum er margt sem bend-
ir til að einn hópur hafi orðið utan-
garðs en það eru þeir sem eiga
við geðræna sjúkdóma og vanda-
málaðstríða/16
Bláhúfurnar standa
milli stríðandi aðila
►Elín Pálmadóttir fjallar hér um
störf friðarsveita Sameinuðu þjóð-
anna í Gólanhæðum, sem hafa
áfallalaust komið í veg fyrir
stríðsátök milli Sýrlendinga og
ísraelasl. 17 ár/18
Bheimili/
FASTEIGNIR
► l-28
Fjárfesting í tækjum
og endurbótum skilar
sér í betri vöru
► Sagt frá gæðastýringarverkefni
Hjúps hf. á Flúðum /14
Siglt í kjölfar Leifs
heppna
►í þessari viku verður ýtt úr vör
í Björgvin í Noregi eftirlíkingu
víkingaskips og er ferðinni heitið
til Vinlands með viðkomu á íslandi
og Grænlandi. /1-12,13 í
Sendiherra á
faraldsfæti
►Rætt við Ingva Ingvarsson sem
varð sendiherra í Danmörku fyrr
á árinu eftir langa þjónustu í sendi-
ráðum íslands meðal stórveldanna
og sem ráðuneytisstjóri hér heima
/2
Römm er sú taug
►Bergþór Pálsson hefur snúið
heim eftir 9 ára búsetu eriendis
við nám og störf og vill láta á það
reyna hvort hann getur framfleytt
sér á sönglistinni hér á landi. Hann
heldur ljóðatónleika í Gerðubergi
annað kvöld /6
Spámaðurinn
►í gær var tíunda ártíð Nesta
Roberts Marley eða Bob Marley
sem átti eftir að verða eitt helsta
átrúnaðargoðið í dægurtónlistar-
heiminum. /14
Söngvaseiður í
Rómaborg
►Sveinn Guðjónsson var á Ítalíu
og skyggnist hér bak við tjöldin í
söngvakeppninni alræmdu og
kemst að því að ekki er allt sem
sýnist/16
Veturkvaddur
►Nú þegar vorið er greinilega í
lofti er ástæða til að kveðja Vetur
konung með sýnishornum af ríki
hans frá Ijósmyndara okkar í Vest-
mannaeyjum, Sigurgeiri Jónassyni
/18
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónv. 44
Dagbók 8 Gárur 47
Hugvekja 9 Mannlifsstr. 8c
Leíðari 24 Fjöimiðlar 20c
Helgispjall 24 Kvikmyndir 22c
Reykjavíkurbréf 24 Dægurtónlist 23c
Myndasögur 28 Menningarstr 24c
Brids 28 Minningar 24c
Stjömuspá 28 Bíó/dans 30c
Skák 28 A fömum vegi 32c
Fólk í fréttum 42 Velvakandi 32c
Konur 42 Samsafnið 34i
INNLENDAR FRÉTTIR:
2—6—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
-1—4