Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 47
ieer iam .st hu -MORGUNBLAÐIÐ IHVARP/SJONVARP 0&2\1HAVTU qiGAJIMUOHOM SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1991 47 Roberts Louis Stevenson. Sjónvarpið: Sagnameistarinn Sagnameistarinn, annar þáttu'r af sex um ævi Roberts 22 — *j°u’s Stevensons, er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. í síðustu viku hóf Sjónvarpið sýningar á breskri framhalds- mynd sem gerð var fyrir nokkrum árum um æviferil skoska rithöfund- arins Roberts Louis Stevensons (1850-1894). Stevenson var alla ævi heilsuveill og eyddi mörgum árun í leit að heilsubrunnum er haldið gætu niðri tæringunni sem þjáði hann. Hjónaleysin halda fyrst til Skotlands, þar sem Stevenson kynnir brúði sína fyrir foreldrum sínum, en þegar veikindi hans taka sig upp að nýju, heldur parið áleiðist til Suðurhafseyja, þar sem loftslagið er hinni viðkvæmu heilsu Stevensons hallkvæmt. Þau hjónin hyggjast setjast að á eynni Upolu þar sem landstjórinn heldur þeim m.a. veislu. En engin er rós án þyrna, því í sæluríkinu kúga hinir hvítu herrar innfædda miskunn- arlaust og er veisluhöldin standa sem hæst, gera hinir kúguðu áhlaup á landstjórabústaðinn. 1 þætti kvöldsins segir nánar af veru þeirra Steyenson-hjónanna á Samóaeyjum, sem og ferðalagi þeirra til Ástralíu. í aðalhlutverkum eru John McEnry og Angela Punch-McGregor en þýðandi er Óskar Ingimarsson. Sjónvarpið: Sígild hönnun Sígild hönnun, annar þáttur af sex, er á dagskrá Sjónvarps- 91 35 ins í kvöld. Að þessu sinni gefst áhorfendum aftur færi á að kynna sér baksvið gamalkunnugs tákns úr heimi við- skipta og markaðsmála. Að þessu sinni er það gula skelin, sem ver- ið hefur skjaldarmerki hins aiþjóðlega olíuhrings SHELL allt frá byijun aldarinnar. Skelin hefur reynst lffsseig vel, enda þótt hún hafí gegnist undir sjö breytingaskeið áður en hún náði núverandi mynd sinni. Fá, ef nokkur, merki hafa orðið jafn samofin starfsemi nokkurs fyrirtækis sem skelin, auk þess sem hún hefur í áratuganna vás orðið eins konar samnefnari veraldarumsvifa og velgengni á sviði fyrirtækjareksturs og markaðsmála. Þættirnir koma frá bresku sjónvarpsstöðinni BBC og framleiðandi þeirra er Diana Lashmore, sem m.a. hefur hina kunnu spennuþætti um Magnum á afrekaskrá sinni. 20.00 Blár mánudagur Blusþáttur Aðalstöðvarinn- ar. Umsjón PéturTyrfingsson. 22.00 í draumalandi. Umsjón Ragna Steinunn Ey jólfsdóttir. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. ALFA FM 102,9 8.45 Morgunbæn. Tónlist. 10.00 istónn. íslensk tónlist flutt og leikin. 11.00 Alfa-fréttir. Fréttir af því sem Guð er að gera. Umsjón Kristbjörg Jónsdóttir. 11.30 Blönduð tónlist. 16.00 „Svona er lifið." Umsjón Ingibjörg Guðnadótt- ir. 17.00 Blönduð tónlist. 20.00 Kvölddagskrá Krossins. Dagskrárkynning, lofgjörðartónlist. 20.15 Hver er Guð? Fræðsluþáttur. Umsjón Kol- beinn Sigurðsson. 20.45 Rétturinn til lifs. 21.20 Kvöldsagan. Guðbjörg Karlsdóttir. 21.40 Á stundu sem nú. Umræðuþáttur i umsjón Gunnars Þorsteinssonar. 23.00 Dagskrárlok. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eirikur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Páll Þorsteinsson i morgunham. Fréttir frá fréttstofu kl. 9.00. íþróltafréttir kl. 11. Umsjón Valtýr Björn. 12.00 Haraldur Gislason. Spjall um lifið og tilveruna. 12.00 Hádegisfréttir. 14.00 Snorri Sturluson. 17.00 island i dag. Jón Ársæll Þórðarson og Bjarni Dagur Jónsson. Fréttír kl. 17.17. 18.30 Siguröur Hlöðversson. 22.00 Haraldur Gislason á kvöldvaktinni. 2.00 Heimir Jónasson. EFF EMM FM 95,7 7.00 Á-Ö. Steingrimur Ólafsson. 8.00 Fréttayfirlit. 9.00 Jón Axel Ólafsson. 10.00 Fréttir. 10.40 Komdu i Ijós. Jón Axel. 11.00 [þróttafréttir. 11.05 ívar Guðmundsson i hádeginu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.30 Vertu með ivari i léttum leik. 13.00 Ágúst Héðinsson. Tónlistarþáttur. 14.00 Fréttir. 16.00 Fréttir 16.05 Anna Björk Birgisdóttir. 16.30 Fregnir af flugi og flugsamögnum. 17.00 Topplag áratugarins. 17.30 Brugðið á leik. 18.00 Kvöldfréttir. 18.05 Anna Björk heldur áfram. 18.20 Lagaleíkur kvöldsins. 18.45 Endurtekið topplag áratugarins. 19.00 Bandáríski og breski vinsældalistinn. 22.00 Auðun G. Ólafsson á kvöldvakt. 01.00 Darri Ólason á nætutvakt. HUOÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00 Tónlist. Pálmi Guðmundsson. Óskalög og afmæliskveðjur i sima 2771 1. 17.00 ísland i dag (frá Bylgjunni). Fréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 17.17. Tónlist milli kl. 18.30 og 19. STJARNAN FM 102 / 104 7.30 Tónlist. Páll Sævar Guðjónsson. 10.00 Tónlist. Ólöf Marín Úlfarsdóttir. 13.00 Sigurður Ragnarsson. 16.00 Klemens Arnarson. 19.00 Guðlaugur Bjartmare. 20.00 Kvöldtónlistin þin. Arnar Bjamason. 24.00 Næturhrafninn. Guðlaugur Bjarlmarz. GÁRUR eftir Elínu Pálmadóttur Einnota vara Það sem íslendingar eiga að gera er að nýta sjálfir öll lífræn efni úr sorpinu og jafnvel blaðapappírinn líka til þess að framleiða jarðveg, sagði ein- hver útlendur umhverfisfræðing- ur í blöðunum í vikunni og það er helst að við tökum mark á út- lendingum. Honum fannst það sýnilega mikilvægara en senda slíkt utan til enduivinnslu, auk þess sem það sé of dýrt fyrir smáu sveit- arfélögin. Manninum hefur eflaust runnið til rifja að koma hér og sjá hvernig jarð- vegurinn er horfinn og enn að Ijúka af eyjunni. Hugsað: eitt er nauðsynlegt í þessu landi. Að mynda með ein- hvetju móti jarðveg og koma í veg fyrir að meira fari af hon- um. Því til hvers er allur gróður og öll tré ef enginn er jarðveg- urinn til að vaxa i? Þessi ágæti maður íaði að því að allt sem þarf sé að þessir náttúrusinnuðu ís- lendingar fáist til að aðgreina heimasorp- ið sitt. í þessu efni er okkar ríka þjóð með- al mestu bruðlara. Sorpmagn á mann með því mesta sem gerist. Varla dylst að heimilin hér hafa efni á að henda. Þessi um- mæli útlendingsins rifjuðu upp andstæða mynd. Við segjum stundum með töluverðum gorgeir að vanþróuðu löndin muni ekki hafa bolmagn til þess að taka á umhverfismálum eins og við í iðn- þróuðu iöndunum, nú þegar kom- ið er í óefni. En hafa þau efni á sama bruðli? Eru þau kannski að fylla heiminn, geiminn og hafið með drasli? Nýleg mynd frá Damaskus kemur fram í hugann. í sambýlis- húsi við skrúðgarð í miðborginni eru plastpokar með sorpi settir fram á gang að kvöldi. Eld- snemma morguns tekur húsvörð- urinn þá og ber út á gangstéttina á móti. Og þá upphefst nýtingin. Ein og ein manneskja fer að tín- ast að, ekkert endilega óhreint fólk eða illa klætt. Það rífur upp pokana, rótar í innihaldinu og tín- ir úr þvf það sem það gæti nýtt. Ekki bara matarleifar. Kannski er ekki svo mikið af þeim. Einn tekur flöskur, annar blikkdósir, sá þriðji tuskur, pappír, fatnað o.s.frv. Loks koma kettirnir og bæta á þrifin. Um stund virtist þetta ekkert geðslegt á gangstétt- inni, séð ofan af svölunum í hreinu hverfinu. Enginn amaðist samt við því. Klukkan 10-11 kom svo sorphirðan á vettvang. Karl með handvagn með ríflegri ruslatunnu. Hann sópaði upp af gangstéttinni því sem eftir var og setti í tunnu sína. Hún dugði fyrir ónýttum úrgangi frá öllum þessum 5-6 hæða húsum. Það var ekki mikið eftir sem enginn gat og vildi nýta. Ekkert sorpvandamál þar. Og þó! Hafið þið nokkurn tíma heyrt talað um plastskóga? Þeir eru býsna skondnir. Þar þýtur í plasti. Þar hafa tré safnað utan um greinar sínar plastpokum, sem koma fljúgandi með golunni og setjast þar að. Sá plastskógur sem ég sá var ekki beysinn. Órsmár runnagróður með veginum í eyði- mörkinni, en í nálægð við lítinn og óhreinan bæ. Þar hafði hver lítill kvistur upp úr jörðinni fangað plastpoka eða vafið um sig plasti. Plastið eyðist seint og kannski verður jörðin á endanum einn pla- stakur. Hér á landi þekkjum við plastgirðingarnar, gaddavírsgirð- ingar sem fangað hafa plastpok- ana úr haugunum eða af túnum. Á leið í fínu flugstöðina okkar á Keflavíkurflugvelli í vetur óku farþegar fram hjá slíkri plastgirð- ingu á löngum kafla. Þar vafði plastið sig um flugvallargerðið, ferðafólki til yndisauka. En nú hafði verið tekið til hendi þarna. Plastdraslið horfið að mestu. Það má sjálfsagt æra óstöðugan að tína úr girðingunni alla þá poka sem rokið á vellinum ber á stað- inn. En hvað um það. Umhverfis- vernd á sér margar hliðar, svo sem samnefnt ljóð Kristjáns J. Gunn- arssonar, fyrrverandi fræðslu- stjóra í Reykjavík, ber með sér. Það er eitt af þessum skemmtilegu ljóðum sem hitta naglann á höfuð- ið í Leirkarlavísum hans, sem út komu í vetur. Kannski erum við bara mesta ruslið á jörðinni. Lát- um heyra: Almáttugur gerfipðinn framleiddi manninn og konuna í sjálfvirkri skðpunar- verksmiðjunni. Einnota vara, fer á haugana eftir brúkun. Það fellur svosem nógur eldsmatur til brennsluofnanna i Gehenna: Sorpeyðingarstöð Himnarikis. Ps. Nú kom sér vel að hafa við hendina hina ómissandi nýju Al- fræðiorðabók Arnar og Orlygs. Þar má til glöggvunar fletta upp orðinu Gehenna. Þar er vísað í Biblíuna Jer. 7,32, þar sem talað er um Hinnomssonardal, dal suð- vestur af Jerúsalem, þar sem börnum var fómað guðinum Mó- lok og G og því nefndur Drápsdal- ur. Spámenn GT fordæmdu at- hæfið. Sorphaugum Jerúsalem var komið fyrir í G svo að þar brunnu mikiir eldar. Eldarnir og fortíð dalsins urðu til þess að Gehenna varð heiti á helvíti eða stað hinna fordæmdu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.