Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 16
. mkmúkmimmMmhmxtm. ■'T’ lii_______________________________________ lækninga fyrr en í óefni er komið. „Sú var tíðin að ekki var talað upphátt um krabba- mein. Viss feluleikur var í gangi og feimni við óþægilegar staðreyndir," segir Nanna Jónasdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á geðdeild Landspítalans. Ennþá eru þó for- dómarnir miklir þegar kemur að geðveikum. Ekki fyrr en samfélagið sýnir þessum hóp skilning og virðingu geta, geðveilir staðið uppréttir. „Mannshugurinn, vitundin, tilfínningarnar, sjálfsstjórnin og sjálfur persónuleikinn er í húfí fyrir sjúkling sem berst við geðræn vand- amál. Lífeðlisfræðilegar breytingar í miðtaug- akerfí valda einkennum, sem koma fram í margvíslegum og oft miklum truflunum á hugarástandi og samspili við nánasta um- hverfí. En meðferð, umönnun og tengsl eru þeir þættir, sem máli skipta fyrir sjúklinginn. Það að hvetja, líta eftir, styðja, vernda og jafnvel ala önn fyrir sjúkum er ekki í tísku á okkar tæknidýrkandi tímum. Það er vissu- lega vandi hjúkrunar að eiga að veita umönn- un í þjóðfélagi þar sem mjúku málin hafa æ minna vægi en tækniframfarir eru á stalli. Mikilvægt er að svipta af þeirri óhugnaðar hulu, sem hvílir á geðsjúkdómum. Geðsjúk- dómur er viss röskun á starfsemi líkamans þó einkenni séu af öðrum toga en annarra sjúkdóma. Ekki má gleyma því að ýmislegt hefur áunnist í málefnum geðsjúkra. Vissu- lega þarf að auka samvinnu við aðstandend- ur, virkja félög þeirra og stofnana enda er nauðsynlegt að styðja geðveika, bæði utan kerfís og innan. Sá var meðal annars tilgang- urinn með ráðstefnu, sem geðhjúkrunarfræð- ingar héldu fyrir skömmu þar sem flutt voru mörg merk erindi fagfólks, aðstandenda og sjúklinga sjálfra,“ segir Nanna. Samtök aðstandenda Hópur fólks, sem á það sameiginlegt að eiga alvarlega geðveika ættingja, hefur ný- lega stofnað samtök um málefni geðklofa sjúklinga. Stofnendur eiga það eitt sammerkt að hafa barist árum saman fyrir því að skjól- stæðingar þeirra nytu mannsæmandi þjón- ustu, en þó með „misjöfnum" árangri. I jan- úar sl. skipaði félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, starfshóp sem fékk það verk- efni að kanna aðstæður geðsjúkra og koma með tillögur til úrbóta. Nefndin hefur nýlega lokið störfum og meðal þess sem hún leggur til er að 16 milljóna króna fjárveiting, sem úthlutað hefur verið úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, verði notuð til að koma upp sam- býli fyrir geðfatlaða. Það yrði fyrsta skrefíð. Þá hefur að undanfömu verið unnið að því í heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytum að koma á fót sérstakri réttargeðlækningadeild fyrir geðveika afbrotamenn og hefur nú þeg- ar verið ráðinn forstöðumaður yfír slíkri deild þó enn sé óvíst hvar hún komi til með að verða staðsett. Geðklofi Geðklofi er alvarlegur og jafnframt algeng- ur sjúkdómur í okkar samfélagi. Hann leggst einkum á ungt fólk frá táningsaldri til þrít- ugs og veldur þeim og aðstandendum þeirra ómældum þjáningum. Geðklofa sjúklingar viðurkenna sjúkdóm sinn seint og illa. Þrátt fyrir það er reynsluheimur geðveikra og að- standenda þeirra margvíslegur og alltaf erfíð- ur._ Ekki er með vissu vitað um tölu veikra á íslandi, en rannsóknir sýna að þeir eru á bilinu 1.500 til 2.000 manns, það er 0,75 til 1%. Alvarlegasta og jafnframt algengasta einkenni geðklofa er truflun á sjálfsímynd sjúklingsins, oft samfara breytingu á persón- uleika hans. Skynjun ytra umhverfis verður óraunhæf, oft vegna skyntruflana svo sem heyrnarofskynjana. Jafnframt þessu verður mikil truflun á hugsun sjúklings, sem verður óskýr. Tjáning getur breyst og orðið mótsagn- akennd. í kjölfar þessa alls truflast og minnka samskipti sjúklingsins við annað fólk. Næst- um undantekningarlaust fylgir sjúkdómnum truflun á tilfinningasviði og skortur á frum- kvæði til að ná einhverju markmiði í lífinu, sem birtist í sjúklegu áhuga- eða sinnuleysi. Aðeins í undantekningartilvikum er hægt að lækna geðklofa. Orsök hans liggur ekki ljós fyrir, en oft er getið um efnaójafnvægi eða efnaskiptatruflanir í heila. Félagsleg aðstaða brýn Geðsjúkrahúsin og sjúkrasambýli á þeirra vegum eru rekin samkvæmt heilbrigðisþjón- ustulögum og heyra undir heilbrigðisráðu- neytið. Þjónusta utan sjúkrahúsanna er svo ýmist á vegum svæðisstjórnar um málefni fatlaðra, sem heyrir undir félagsmálaráðu- neytið, eða á vegum félagsþjónustu sveitar- félaganna. Samkvæmt núgildandi lögum um málefni fatlaðra frá árinu 1983 er ekki skýrt kveðið á um að fötlun geti stafað af geðsjúk- dómum. Geðfatlaðir hafa því fyrst og fremst verið skilgreindir sem sjúklingar en ekki sem fatlaðir. Undantekningar eru þó til. Þeir hafa Virk raöyjöí nauðsynleg __ SEGIR SYSTIR hs að ætla að velta vandanum yfír á ______ _ r _ aðra. Sem betur fer byggjum við í landi vEÐKLOFA KONU þar sem frelsi einstaklingsins væri i SENNILEGA HAFA fyrstu einkenni ondvegi. Loks attuðum við okkur a að sjúkdómsins gert vart við sig löngu elna lefðm væn að ara fram a sJalfræð- áður en systir mín endanlega veikt- wsvipt.ngu svo systir mm kæm.st und.r ist, en þá var hún 28 ára gömul. Frá íækmshendur. Það sem verra var að 19 ára aldri hafði hún dvalið langdvöl- Vlð’ hennar nanufn- vænim þau emu um erlendis þar sem hún stundaði sem fanð fram a ,s lha sv,f‘ m.a. stuttmyndagerð — „body art“ og in®"u' 1 kjolfar hennar var sjukhngunnn ljóðagerð. Hittumst við því ekki lang- færður með logregluvaldi t.l lækms, oft tímum saman á þessum árum,“ segir með viðkomu í fangageymslu. Ætti öll- systir geðklofa siúklings. um að vera ]Jost hversu forkastanleg slík vinnubrögð eru. Brýnt er að breyting verði á. Til verði bráðaþjónusta, sem standi undir nafni ■%að skal tekið fram að hún var aldrei og að þar sé hægt að leita upplýsinga í neinskonar óreglu. Var á svokail- og aðstoðar fagfólks. Auk þess þyrfti aðri grænni línu í matarræði. Hún kom að vera fyrir hendi virk ráðgjöf í tengsl- síðan heim 29 ára gömul og var þá um við geðdeildir sem hefði frumkvæði mjög veik. Hún þjáðist af ranghug: í stuðningi við aðstandendur. myndum, svefnleysi og heyrði raddir. í Reynsla mín og flestra annarra í stuttu máli hafði hún alvarlega skert Samtökum um málefni geðklofa sjúkl- raunveruleikamat. Þegar okkur ' varð inga er hinsvegar sú að aðstandendur ljóst að hún leitaði sér ekki læknishjálp- verða fyrir höfnun og tregðu þegar ar af sjálfsdáðum hófust kynni okkar kemur að upplýsingamiðlun. Því sem af geðheilbrigðiskerfínu. hægt væri að upplýsa í einu viðtali tek- Engin bráðaþjónusta var fyrir hendi, ur því ósjaldan mörg sársaukafull ár læknar vísuðu hver á annan eða til lög- að átta sig á. Nánari samvinna milli reglunnar. Eins og gefur að skilja var heilbrigðis- og félagsmálakerfis er alger þetta okkur óvænt reynsla. Við vorum forsenda endurbóta í meðferðarmálum látin vita að ekki ætluðumst við til lít- langtíma geðfatlaðra." Flestar lausnir skammtfmalausnir ___ SEGIR MGÐIR þörfina með vemduðum íbúðum. Þjón- W usta við þessar íbúðir er þó það lítil að GEÐKLOFA það búsetuform hentar ekki öllum geð- _ __♦___ __ _ _ _ fötluðum. Mjög margir þurfa meiri þjón- SJUKLING5 ustu úti í samfélaginu til þess að geta UPn.. . „Tr,r»» i u a-a lifað mannsæmandi lífí eins og aðrir MEÐAL ÞEIRRA lausna, sem boðið þjóðféiagsþegnar. Þar geta til dæmis er upp á. meðferð v.ð alvarlegum sambýli með fuilri þjónustu verið meðal og oft langvarand. vedundum eru ]aust/a. Sambýli m^ð mikini þjónustu mnlagmr um skamman t.ma, sem t(J ð /á óðar upphæðir^ar sem hafaþv,m.ðurekk.sk.laðþe.mar- fnnlögIfum á sjúkrahús myndi fækka. angr, sem vænst er. Meðan a mnlogn SkamSmtímalausJnir eru oft mjög dýrar stendur, eyð,r sjuklmgurmn oft deg- SVQ . ^ nú ekki um þæ), Jþ§ni v mum að mestu uten sjukrahussms og gem fæ). valda geðfötluðFum eJfnt sSem íeiter þa, Geðhjalp eða he,m, for- aðstandendum. ^ag á yfírfullum deild- eldrahus ÞettekannastaUiraðstend- um m di minnka | mJna fólk með endur v,ð sem hafa þurft a geðhe.1- geðræJna sjúkdóma eignaðist varanlegt br.gð.sþjonustu að hajda undanfarm geimilj ^ þýddi önfggan samastaðKí ar,“ segir moð.r geðklofa sjúklmgs. stað þess ófremdar4standS sem ríkir nú. ^%egar að útskrift kemur á hinn fatl- Ef þau drög að lögum um málefni fatl- aði oft ekki í nein hús að venda aðra, sem nú liggja fyrir, verða sam- varðandi búsetu og umönnun. Sveitarfé- þykkt fá geðfatlaðir loskins þau mann- lögin hafa reynt að koma til móts við réttindi sem þeim ber.“ þess vegna að mestu verið útilokaðir frá þeirri félagslegu þjónustu, sem ríkið veitir þroska- heftum og hreyfihömluðum, en þess má geta að hér á landi eru rekin hátt í 50 sambýli samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Hver vísar á annan Þá má geta þess að með nýlegum lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga varð m.a. sú breyting að sveitarfélög hættu allri þátttöku í uppbyggingu og rekstri stofnana fyrir fatlaða. Ýmsir draga í efa ágæti þess og segja að sveitarfélögin vísi á stofnanir á vegum ríkisins sé til þeirra leitað um þjón- ustu fyrir geðsjúka og sjúkrahúsin vísi á húsnæðis- og heimaþjónustu sveitarfélag- anna þegar þau útskrifa fólk af geðdeildunum eða loka deildum í sparnaðarskyni á sumrin. Endurskoðuð lög Ætla má að bragarbót verði á málefnum geðsjúkra þegar lög, sem nú eru í burðarliðn- um, ná fram að ganga á Alþingi, en þau taka einmitt af öll tvímæli um að geðsjúkir séu í raun fatlaðir. í þeim frumvarpsdrögum, sem fyrir liggja, segir: „Sá er fatlaður sam- kvæmt lögum þessum sem er andlega eða líkamlega hamlaður þannig að röskun á fé- lagslegri stöðu hefur eða getur hlotist af. Með fötlun er því átt við greindarskerðingu, geðrænar truflanir, hreyfihömlun, sjón- eða heyrnarskerðingu." Með tilkomu þessara laga, sem menn gera sér vonir um að nái fram að ganga á næsta þingi, mun hópur geðfatlaðra eiga rétt á þjónustu og íjárfram- lögum rétt eins og aðrir hópar fatlaðra. Sú nefnd, er unnið hefur að gerð frumvarpsins, gerir það að tillögu sinni að Alþingi veiji sérstakri upphæð á fjárlögum árlega fyrstu fimm árin eftir gildistöku laganna til fram- kvæmda í þágu geðfatlaðra. Samskipti meginþáttur geðhjúkrunar Þórdís Sigurðardóttir, geðhjúkrunarfræð- ingur, átti þess kost fyrir nokkru að sækja alþjóðaráðstefnu geðhjúkrunarfræðinga í London þar sem einn af mörgum fyrirlestrum . var um viðhorf neytenda bresku geðheilbrigð- isþjónustunnar. Á ráðstefnu þeirri, er Þórdís sótti, flutti Peter nokkur Campell erindi um viðhorf neytandans til geðheilbrigðisþjón- ustunnar og kynnti Campell þessi sig sem neytanda þjónustunnar sl. 22 ár. Að sögn Þórdísar hafði fyrirlestur hans hvað mest áhrif á alla viðstadda. Hann talaði um sam- skipti neytenda og hjúkrunarfólks svo og um fordóma. Hann beindi máli sínu helst til geð- hjúkrunarfræðinga og kvað þá geta breytt miklu enda væru samskipti einn meginþáttur geðhjúkrunar. Hann spurði hversvegna svo margir neytendur væru ósáttir við geðheil- brigðisþjónustuna og upplifðu hana á nei- kvæðan hátt. Hann minnti á mismunin á andlegum og líkamlegum sjúkdómum og fannst fjarstæða að líkja sumum þessara sjúk- dóma saman eins og gert væri oft og tíðum- Aðstöðumunurinn væri allt of mikill. Fólk missti t.d. ekki vinnuna þótt það þyrfti að leggjast inn á sjúkrahús um lengri eða skemmri tíma vegna líkamlegra meinsemda. Allt öðru máli gegndi um geðræna kvilla. „Ég held að við verðum að gera okkur grein fyrir því að afleiðingar svokallaðrar geðveiki teygja arma sína langt. Þær hafa áhrif á mannleg samskipti okkar og sjálfsá- Mikið vantar á að Myndir fái viðeigandi aðstnð ÞUNGLYNDI er meðai algengustu geðtruflana hjá fullorðn- um. Talið er að a.m.k. 4% fullorðins fólks séu haldin þung- lyndi á hverjum tíma og að fjórum sinnum fleiri finni til ein- hverra þunglyndiseinkenna, sem ástæða er til að sinna. Mikið vantar á að þunglyndissjúklingar fái viðeigandi aðstoð, að sögn Odds Bjarnasonar, geðlæknis á geðdeild Landspítalans. Að sögn Odds eru orsakir þunglyndis ekki þekktar með vissu, en að h'kindum stafar þunglyndi af mörgum samverkandi þáttum. „Arf- geng tilhneiging, líkamlegir sjúkdómar, lyfjaáhrif, sálræn áföll á lífsleiðinni, hjónabands- erfíðleikar, erfíðleikar á vinnu- stað eða fjárhagsörðugleikar geta lagst á eitt um að valda þunglyndi. Þunglyndi birtist í breytingum á geðslagi, hugs- un, líkamlegri starfsemi og hegðun. Geðslag hins þung- lynda einkennist af því að hann er dapur og gleðisnauður, áhyggjufuliur, áhugaiaus og framtakslítill. Stundum geta gleðilegir atburðir lyft geðs- laginu um stundarsakir en oft hafa þeir engin áhrif. Um það bil tveir þriðju hlutar þung- lyndra hugleiða sjálfsvíg og 10-15% fremja fyrr eða síðar sjálfsvíg. Hugsun hins þunglynda ein- kennist af neikvæðum hugsun- um um sjálfan sig, fortíðina, nútíðina og framtíðina. Hann kvartar oft um lélega einbeit- ingu, lélegt minni og erfiðleika við að taka ákvarðanir. Hann kvíðir framtíðinni og hinu óþekkta og óttast oft hið þekkta furðu mikið. Þegar þunglyndið er verulegt hefur hann oft á tilfinningunni að — SEGIR ODDUR BJARNASON GEÐLÆKNIR hann sé hjálparvana, einskis virði og að ástand hans sé vonlaust. Þá er algengt að hann hugsi til sjálfsvígs. Þegar þunglyndi er mjög mikið leita stundum á hann ranghug- myndir og fínnst honum þá t.d. sem hann hafi drýgt glæpi sem hann á enga sök á eða hann sé haldinn líkamlegum sjúkdómi án þess að fótur sé fyrir því. Stundum sækja að honum ofskynjanir," segir Oddur. Um það bil 30 manns fremja sjálfsvíg árlega á Islandi. Sú tala kynni þó að vera hærri því hætt er við að stundum sé reynt að leyna sjálfsvígi. Oddur segir að sjálfsvíg sé ein meg- inástæða fyrir ótímabærum dauða geðsjúklinga og að um það bil þrír fjórðu hlutar þeirra, sem fremdu sjálfsvíg, væru þunglyndir. Karlmenn væru líklegri til að fremja sjálfsvíg en konur, en konur gerðu á hinn bóginn fleiri tilraunir. Sjálfsvígshætta ykist með hækkandi aldri en sjálfsvíg væru ein af algengustu dánar- orsökum ungs fólks. Svo virtist sem sjálfsvígstíðni færi vax- andi hjá ungu fólki. Mörg mismunandi meðferð- arform eru til við þunglyndi, allt frá viðtalsmeðferð til raf- losts. „Því miður hefur það komið í ljós að meirihluti þeirra, sem haldnir eru veru- legu þunglyndi, fær enga eða ófullnægjandi meðferð,“ segir Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.