Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR 12. MAÍ 1991 Æ9 Tréhausar Guð- jóns Ketilssonar Myndlist______________ Eiríkur Þorláksson Á efri hæðum Nýlistasafnsins stendur nú yfír sýning á hausum, sem Guðjón Ketilsson hefur unnið úr tré. Ef til vill væri réttara að segja að hausarnir séu leystir úr læðingi, því að efnið markar hér formin, eins og listamaðurinn seg- ir í stuttu ávarpi til gesta: „Sum tré eru samvinnuþýð en önnur þijósk og andsnúin. Á einu augna- bliki verður trékubbur að veru sem þröngvar sér út úr efninu. Leiðin að markinu er krókótt og löng en ferðin er líka markmið í sjálfri sér. Verk Guðjóns eru óskilgreindar verur fremur en hausar. Þessi höfuðform hafa til að bera nokkur einkenni hausa (hár, eyru, varir), en vantar það sem gefur hverjum haus sinn persónusvip (nef og augu); áhorfendum er gefínn kostur á að ljúka persónugerðinni í huganum, og skapa þannig heila manneskju. Eitt sem fljótlega vekur at- hygli gesta við verur Guðjóns er hversu gífurlega vel þær eru unn- ar; áferðin er afar mjúk, og greini- lega lagt mikið upp úr snertigild- inu. Tréð er látið ráða miklu um formin, þannig að sjálfstæð ein- kenni hvers verks fyrir sig verða sterk, þó svo að handbragðið komi svo vel fram. Síðan er höggvið, pússað, málað, pússað, málað, slípað, málað og slípað, aftur og aftur, þar. til listamaðurinn er ánægður með árangurinn. Jafnvel stallarnir, sem eru úr járni, eru fínpússaðir á sama hátt, þannig að áferð þeirra sker sig ekki frá verkunum sjálfum. Þessi vinnuaðferð fer vel saman við það sem listamaðurinn segir í fyrrnefndu ávarpi um mikilvægi ferðarinnar: „Skúlptúrinn er ferðalýsing, sjáanleg afleiðing af ferli, afleiðing togstreitu milli mannsins og trésins, hann er málamiðlun. En hér verður auðvit- að að bæta við að ferð án fyrir- heits er tilgangslítil, og afurðin, Iistaverkið sem er afleiðing þessa ferlis, verður að vera fyrirhafnar- innar virði. Og hér hefur Guðjóni tekist vel til. Þessar verur eru afar sjálfstæð- ar og sjálfum sér nógar; þær tengjast lítt umhverfi sínu, heldur hverfa þær inn í sjálfa sig, sinn eigin heim. Þær virðast hýsa per- sónubundna leyndardóma, sem gestir geta aðeins leitað að. Til dæmis má spyija hvað hvílir á bak við hlíf járnsmiðsins („Smiður, nr. 5), og hvers vegna ljóshærða kon- an með bláu hálsfestiha fær þetta nafn („Blóm, nr. 8). Er „Vörður (nr. 17) einn þeirra sem gæta farþega í neðanjarðarlestum New York-borgar? Þannig væri hægt að halda áfram, en sjálfsagt að láta hveijum og einum það eftir. Nokkrar verur eru meira en einstök persónusköpun, því þær vísa lengra. Verkið „Tími (nr. 12) sker sig úr, þar sem múrhúð myndar gróft skegg og hár, og bundið er fyrir augun; samsetn- ingin minnir óneitanlega á guðs- soninn eða aðra píslarvotta í gegnum tíðina. „Samband (nr. 15) er síðan skemmtileg ábending um uppbyggingu samfélagsins, þar sem einn rís upp af öðrum, allt upp á toppinn — og hinir neðstu bera allan þungann. Þetta er skemmtileg sýning á vel unnum höggmyndum, og rétt að benda fólki á að líta inn þessa síðustu sýningarhelgi. Sýningu Guðjóns Ketilssonar í Nýlistasafninu lýkur sunnudaginn 12. maí. Ungicmplarar: Barátta gegn fíkniefnum TÖFRAR, útgáfufélag ungtemplara, hefur hafið kynningarstarf meðal framhaldsskólanemanda um fíkniefnamál. Ungtemplarar ráð- gera að gefa út tvö tölublöð tímarita árlega um þessi málefni. Auk tímaritaútgáfunnar er einn- ig ráðgerð annars konar fjölmiðla- kynning um sama málefni einu sinni á ári. Markmið þessarar kynningar er að efla þekkingu og forvarnir meðal 16 ára til 20 ára íslendinga og að hvetja þennan aldurshóp til frumkvæðis í forvarnar- og áróð- ursstarfi um fíkniefni. /s /@ /g ® spOKIS'NEáR — : VOR OG SUMAR TÍSKAN FRÁ CIAO KOMIN // IIJJ SNORRABRAUT 56 C 13505 + C 14303 KAUPSTAÐUR ÍMJODD Otrúlejgur afsláttur á sjórívarpstækjum, myndbandstækjum, hljomtækjum, örbyígjuofnum, bíltækjum, hátölurum, heyrnartólum, útvarpsvekjurum og mörgu, mörgu, fleira ! SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.