Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 42
'842
Dada og
mama
aðferðir
eins og
t.d.
Konur nota mig. Sjáið
konuna mína. Hún not-
ar ekki bara hefðbundnar
við að kaupa föt,
að segja þetta
gömul föt. föt í
láni frá vin-
konum eða föt
sem mamma
var að gefa
henni, heldur
hefur hún fært
sig upp á skaf-
tið eftir að við
eftir Steingrím
Ólafsson
— s
eignuðumst fallegasta barn
í heimi. Það nýjasta er nefni-
lega að kaupa vesæla húfu á
stelpuna, og kaupa sér síðan
dragt á sig í Evu í stíl við
hana! Það er nefnilega ekki
hægt að ganga um í gráum
jakka ef stelpan er með
græna húfu. Litirnar
„klassa“ svo rosalega.
Til að byrja með reyndi
ég að malda í móinn. „Er
nokkur nauðsyn á að kaupa
dragt, gastu ekki bara farið
í Bónus og keypt þér svona
gulan vinnugalla?" spurði ég
auðmjúkur. Svipurinn sem
ég fékk til baka var þannig,
að meira að segja Ólafur
Ragnar hefði viðurkennt
hárréttan fjárlagahalla. Ég
■ hætti líka tuðinu, enda allt
réttlætt með því að verið
væri að kaupa á stelpuna en
hún mætti nú líka fá eina
og eina flík. Hver er það sem
er með stelpuna allan dag-
inn? Hver er það sem vaknar
á næturna og snýr henni og
stingur upp í hana snuði?
Hver er það sem er hætt að
kalla mig Steingrím og kallar
mig Dada og sjálfa sig
Mama? Auðvitað get ég ekk-
ert sagt. Hvað er ég að æsa
mig yfir því þó hún kaupi sér
eina og eina flík? Er hún
ekki þess virði að mega
_ {kaupa á sig eina og eina
druslu?
Þetta endar yfirleitt með
því að ég skipa henni að fara
og kaupa sér föt.
Svo er það annað nýtt
bragð. Það er að fara í bæ-
inn, kaupa einhveija rosa-
lega fallega og rándýra flík,
koma með hana heim og
bera hana við stelpuna og
segja svo: „Þetta er aðeins
of stórt á hana. Æ, ég geng
bara í þessu þangað til hún
er orðin nógu stór!“ Ef ég
reyni að segja eitthvað, fæ
^ég svör eins og: „Þú veist
hvað hún stækkar hratt!“
eða: „Þetta er fjárfesting upp
á framtíðina. Sjáðu bara
hvernig hippaföt eru komin
i tísku. Hugsaðu þér ef ein-
hverjir foreldrar hefðu keypt
svoleiðis föt á sínum tíma
og geymt handa börnunum
sínum.“
Auðvitað endar þetta með
því að ég stari í gólfið,
skömmustulegur á svip fyrir
niskuna.
fen ég er búinn að ákveða
að setja hnefann í borðið.
Næst þegar konan mín kem-
ur heim með einhverja
flíkina, horfi ég ákveðinn á
hana og gef eftir.
Ég held að ég sé dásamleg-
ur eiginmaður. .
MbkiÉNWl.Ál)lD FéuÉFHM
Margt gesta var á árshátíðinni
og sumir komnir langt að komn-
ir. A þessu borði eru f.v. Hall-
dór Lárusson fararstjóri, Kirst-
en Hedberg sölufulltrúi Philip-
ine Airlines í Stokkhólmi, Krist-
ín Aðalsteinsdóttir markaðs-
sijóri, Andri Már Ingólfsson
framkvæmdastjóri Veraldar,
Jóna Björk Grétarsdóttir,
Hanna Chamel sölustjóri frá
Manila og Ingólfur Guðbrands-
son forstjóri Heimsklúbbsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HEIMSKLÚBBUR
Viðamikil starfsemi - glæsilegt ball
Heimsklúbbur" Ingólfs Guð-
brandssonar ferðamála-
frömuðar hélt árshátíð sína í Súln-
asal Hótels Sögu fyrir skömmu
og var margt gesta og hin glæsi-
legasta veisla. „Það hefur tekist
góður félagsskapur með þátttak-
endum í heimsreisunum, enda
hafa sumir verið með í öllum ferð-
um klúbbsins síðast, liðin 12 ár,“
sagði Ingólfur Guðbrandsson í
samtali við Morgunblaðið.
I máli Ingólfs kom fram, að starf-
semi Heimsreisuklúbbsins er viða-
mikil, til dæmis gengist hann í
ár fyrir ferðum í fjórum heimsálf-
um. „Suður Ameríka var kynnt í
ferð til Chile, Argentínu og Brasil-
íu um páskana, Austurlönd fjær
með heimsókn til Filipseyja, Jap-
ans og Taiwan og Thailand er á
dagskrá í október og Suður Afríka
í nóvember, auk þess sem klúbbur-
inn býður upp á lista- óperu- og
sælkeraferð til Ítalíu síðla í ágúst.
Þar verður ferðast á milli helstu
menningarborga Ítalíu í hálfan
mánuð,“ sagði Ingólfur.
Morgunblaðið/Köbert öcnmiílt
Kiwi og Víkingarnir saman komnir fyrir leik. Liðsmönnum var blandað saman og fór leikurinn vel fram.
Nú
er komið
að næstu afgreiðslu
Ríkissamningsins og pantanir
þurfa að berast okkur í síðasta lagi
limaií
Innkaupastofnun ríkisins
Borgartúni 7, R. S. 91-26844
Apple-umboðið
Skipholti 21, R. • S. 91-624800
TÁLKNAFJÖRÐUR
Fyrsti rug-
byleikurinn
á Vestfjörð
um leikinn
Tálknafirði.
FYRSTI rugbyleikurinn sem
leikinn hefur verið á Vest-
fjörðum fór fram á Tálknafirði á
kosningadaginn 20. apríl. Heima-
menn ásamt 10 Nýsjálendingum
mættu á knattspyrnuvöllinn, sem
er fyrir botni fjarðarins, og háðu
leikinn.
Það voru Nýsjálendingarnir sem
áttu hugmyndina, en rugby (ruðn-
ingur á íslensku) er mjög vinsæl
íþrótt á Nýja Sjálandi og í Ástralíu.
Leikurinn var auglýstur og fylgdust
margir með honum, og var hann
æsispennandi og skemmtilegur.
Þrír Nýsjálendingar léku ber-
fættir en kalt var í veðri þótt sólin
skini á leikmenn. Liðin voru nefnd
Kiwi og Víkingarnir. Leikurinn fór
vel fram en eitthvað voru sumir
orðnir æstir, því knötturinn sprakk
á endanum og einn var fluttur á
Sjúkrahúsið á Patreksfirði, en hann
hafði misstigið sig illa í leiknum.
Á Tálknafirði eru 13 Nýsjálend-
ingar í vinnu, mest karlmenn. Þetta
er án efa fyrsti rugbyleikurinn sem
leikinn hefur verið hér vestra og
hver veit nema Vestfirðingar eigi
eftir að temja sér þessa bráð-
skemmtilegu og fjörugu íþrótt í
komandi framtíð?
R. Schmidt.