Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 41
reei íam .sr huoaœjkmu8 qiqajíiviuohom Ok - TOTORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAf 1991 4x _________________________:------------:-------------------------------------------------------— heimtað, að borgin yrði endurnefnd með nafni hans til minningar um einhverja gei'visáttargerð, sem hann hafði neytt ættarhöfðingja Kúrda til að skrifa undir þar í borg. Kúrdar höfðu ekki sinnt þessari nafnbreytingu nema á opinberum pappírum. Nú hefur borgin verið. lögð í eyði, og nú eru Kúrdar sam- mála um, að hún megi heita Sadd- amsborg. Þessa viku sem við dvöldumst í íraska Kúrdistan skildum við fyrst til fulls, hve hótun um árás með eiturgasi hlýtur að orka geigvæn- lega á fólk. Hinn allra minnsti grunur eða kvittur um gasárás fer sem logi um akur. Læknar eiga í vandræðum með að sannfæra fólk um, að nýjar og nýjar sögur um gasárásir hafi reynzt ósannar. Til þess að draga úr skelfingunni, sem grípur almenn- ing í hvert skipti eftir loftárás, hafa læknar gripið til þess tvíbenta ráðs að fela sumt slasað fólk, sært og skaddað, líkist áverkar þess á ein- hvern hátt þeim kaunum, sem húð og hold á gaseitruðu fólki er slegið. Þegar upp kemst um slíka felu- leiki, verður það vitaskuld til þess, að nýjar og magnaðri sögusagnir fara af stað. Við sáum konu, sem læknar höfðu skotið undan, svo að hún væri ekki í augsýn annarra í sjúkra- húsi. Þeim mistókst að fela hana. Hún hafði lent í venjulegri þyrlu- árás á bersvæði. Sprengjuflísar höfðu rist andlit hennar óteljandi smásárum. Fólki gat virzt þetta merki um eitrun. Orðrómurinn um það barst þegar um allt sjúkrahúsið og út úr því. Allt komst í uppnám fyrir utan húsið, því fólkið var skelf- ingu lostið. I Dahouk fórum við einnig í sjúkra- hús. Það hafði áður orðið að heita Saddams-sjúkra- húsið, en nú köll- uðu Kúrdar það Frelsis-sjúkra- húsið. Sá má hafa járnhjarta og stál- taugar, sem ekki viknar við að ganga um barnadeild- ina. Þar eru börn með afskræmd and- lit, fmgralaus börn, handalaus börn og handleggjalaus böm. Þar eru börn, sem engjast og snerkjast af kvölum, af því að þau eru með sprengjubrot í innyflunum. Þar staulast blind börn um ganga. Þar eru sviðin börn, sem logandi nap- alm-benzínhlaupi hefur verið spýtt á. Shermin litla er tíu ára gömul telpa. Hún er bljúg og brosir feimn- islega þegar ég ávarpa hana. Hún hefur misst aðra höndina, og annað augað er innfallið. Næstu tvö rúm við hana eru tóm. — Þarna lágu þau Dilshad, átta ára, og Hozan, fimm ára, segir læknirinn. — Bæði nýdáin. í Frelsis-sjúkrahúsinu lágu slas- aðir um 250 fullorðnir og um 60 börn. Ekki höfðu nema um tuttugu hinna fullorðnu særzt í bardögum. Allir aðrir höfðu skaddazt í sprengjuárásum írösku arabanna. Þegar þetta er skrifað, hefur Frelsis-sjúkrahúsið verið jafnað gersamlega við jörðu. Við höfum talað við fólk, sem slapp þaðan naumlega. í landamærabænum Zakho er sjúkrahús, þar sem hlúð er að veiku fólki og þvi, sem ekki er talið lífs- hættulega slasað. Þar eru til dæmis börn, sem hafa verið í svelti vegna matarleysis og missis foreldra, og börn, sem hafa drukkið pestarvatn. Þá er sagt, að þau hafi „gat á maganum", af því að fæðan rennur beina leið í gegnum magran kropp- inn. Iman Abdel Karim er fjögurra mánaða gamalt meybarn. Telpan er svo hræðilega tærð og saman- skroppin, að læknarnir hafa ekki minnstu lífsvon um hana. Hið ný- bytjaða líf fjarar smám saman út. Ebrahem er níu mánaða gamall drengur. Varfærnislega maular hann brauðbitana, sem læknar stinga í munn hans. Hann er talinn eiga lífsvon. Fjölskyldan Kasem Cindi segir frá í hálfgerð- um biþlíusögustíl: — í sex daga og sex nætur geng- um vér átta saman. Vér gengum krókaleiðir og krákustiga um fjöll og firnindi. Vér sáum stríðsvagna hinna illu lýðveldisvarða og vöruð- umst þá. Vér sáum hinar grimmu árásarþyrlur, og vér földum oss. Köldum iljum gengum vér yfir snævi þakta hálsa og heiðar. Kvíðn- um huga skriðum vér yfir hin morð- elskandi jarðsprengjubelti. Brauð vort úr ofninum heima skárum vér í næfurþunnar og litlar flögur. Börnin fengu fyrst að eta, en full- vaxnir nærðust á einni flögu milli sólarlags og sólarupprásar. Hér er verið að lýsa atburðum í lífi fjölskyldu seinustu vikuna í marz árið 1991. Þyrlur og jarð- sprengjur eru ný fyrirbæri í sögu mannkyns, en að öðru leyti gæti þessi saga hafa gerzt fyrir mörgum öldum, og frásagnarhátturinn er svo formlegur, að hann minnir á Biblíuna, Hómerskviður og íslenzk- ar fornsögur. Sagan endurtekur sig endalaust. Það var Kasem Cindi, sem sagði frá. Hann og Zinet eiginkona hans fóru á flótta undan morðvörgum Saddams ásamt sex ungum börnum sínum alla leið úr nágrenni Mósúl- borgar og í landamærabæinn Zak- ho. Þau ákváðu að flýja til þess að bjarga lífi fjölskyldunnar, þegar úrvalssveitir Saddams Hússeins hófu hatrammar loftárásir og stór- skotahríð á Mósúl og sveitirnar umhverfis. Ferðinni var heitið til uppvaxinnar dóttur þeirra hjóna, sem hafði gift sig manni í Zakho. Nokkrum dögum eftir að þau fengu skjól með öll börnin hjá dótt- ur sinni og tengdasyni neyddust þau til þess að flýja aftur og nú lengra í burtu. Nú reið á að komast burtu úr þessu bölvaða landi. Ef til vill hafa þau synt yfir Tígr- is, til þess að komast sem fyrst til Tyrklands. Ef til vill hafa þau farið fjallvegi og komizt á nokkrum dög- um að tyrknesku landamærunum. Ef til vill hafa þau stigið á tundurþráð úr „sprengju, sem bíður hlakkandi og óþreyjufull niðri í jörð- inni eftir því að fá að drepa“, svo að orðfæri Kasems Cincis sé við- haft. Ef til vill liggja börnin helfros- in innan um hundruð annarra barna, sem hafa króknað á leiðinni yfir fjallið. Vonandi eru þau nú þegar komin að landamærunum og „heita á hurðir Sameinuðu þjóðanna“, eins og Kúrdar orða það. Hið síðasta ráð, sem sannur Kúrdi í nauðum má grípa til, er að berja biðjandi að dyrum hjá öðrum, að heita á hurðir annarra. Það vill enginn þurfa að gera, og sagt er, að sum- ir kjósi sér fremur dauða en leita á náðir annarra. Hafi einhver á annað borð gripið til þess örþrifa- ráðs, má húsráðandi hins vegar með engu móti synja honum bónar, jafn- vel þótt hann sé lífshættulegur erki- fjandi heimamanna og allrar ættar þeirra. Hjá Kúrdum heitir það að beija hjálparþurfí á annarra dyr „að beija á samvizku annars einstakl- ings“. Það á ekki að gera. Já, ef til vill standa Dilxwas, Reber, Welat og þijú systkini þeirra nú við Tyrkjans dyr og beija á sam- vizku allra þjóða heims. Laugardagskvöldið fyrir páska, 30. marz, kvöddum við þessa fjöl- skyldu, samnefnara hinnar eilífu íjölskyldu á flótta í sambúðarsögu mannanna. Fólkið kvaddi okkur að Kúrdasið með tveimur rembings- kossum á hvora kinn. Daginn eftir kvöddu þau landið sitt og yfirgáfu það. __* _ í fjögur dægur hafði Hamdi-fjöl- skyldan deilt þröngum kosti — brauði — með okkur. Þar með vor- um við orðnir ævilangir vinir. Við kvöddumst að morgni dags. Eftir að hafa snætt okkar litla morgun- skatt saman, hvarf fjölskyldan inn í baðstofu. Skömmu síðar komu allir út á hlað í sparifötunum. Við tóku síðustu ljósmyndirnar af fjöl- skyldunni og okkur sjálfum. Börnin voru kát og glöð. Þau vissu ekki, að lýðveldisvörður Sadd- ams stóð á verði handan Spi-fells, aðeins hálfan annan kílómetra frá bænum. Faðir þeirra hafði tekið nokkrar gasgrímur að herfangi í bardaga við arabana í Iraksher. Börnin settu þær á sig. Þau ímynduðu sér, að þær veittu þeim vörn gegn flestu illu, þar á meðal eitursprengjum. Þau vissu ekki, að í grímurnar vant- aði síurnar, sem taka í sig eitrið úr loftinu, þegar það sogast í gegn- um þær við andardrátt. Yngstu börnin, Cindi, Bawer og Dilawer, skildu, að þetta var í síðasta skipti sem við borðuðum árbít saman. Þau hrú- guðust í kjöltu ljós- myndarans eins og hann væri faðir þeirra, og spurðu hvort honum þætti gott að setja sykur út í tevatnið. Þau fylltu teglasið hans, um leið og hann tæmdi það. Sinan er (eða var?) tólf ára drengur. Hann vildi fá síðustu lexíuna sína í ensku með okkur og náði í ensku- kennslubók, prentaða í Bagdad árið 1968. „Þríhyrningur dauðans“ Síðar hinn sama dag hittum við Ziwer. Þetta er í föstumánuði. Gamlir Kúrdar reykja fæstir tóbak á þeim tíma; telja það innifalið í öðru föstu- banni. Samt biður Ziwer mig um vindling. — Meðan Guð heldur hlífiskildi yfir Saddam ætla ég ekki að gera honum það til geðs að fasta honum til heiðurs, segir Ziwer gamli. Um sjöleytið laugardagskvöldið 30. marz kveðjum við þennan tób- akskarl. Tveimur tímum síðar gera hermenn Saddams árás. Við þurfum að komast yfir jarð- sprengjusvæði. Ekki er gerlegt að komast yfir það á bíl. Einn bezti jarðsprengjuleitarinn í skæruliða- flokki Kúrda á staðnum kemur með okkur og leiðbeinir okkur yfir mörk- ina, sem geymir banvænar vítisvélar rétt undir yfírborðinu. íraskir her- menn hafa greinilega tekið eftir okkur, því að allt í einu kveða við sprengingar, og sprengjublossar glampa allt í kring. Beint framund- an er Sýrland, en Tyrkland til hægri handar. Skelfingin er um það bil að ná tökum á okkur, því að okkur langar mest til þess að hlaupa und- an dauðahættunni seinasta spölinn að landamærunum. En auðvitað megum við alls ekki fara að hlaupa. Svæðið er kallað „þríhyrningur dauðans", af því að jarðsprengjurn- ar liggja svo þétt saman á því öllu. Skömmu eftir að við vorum komnir heilu og höldnu yfir um, fórust nokkur hundruð manns á þessum sama stað, þegar hópar Kúrda á flótta undan hermönnum Saddams reyndu að flýja þarna yfir án leiðsagnar. Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Nátthaga og Halla Sigurðar- dóttir bóndi í Hvítárholti. Nátthagi í Hvítárholti. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nátthagi - nýtt gistiheimili Syðra-Langholti. FYRIR nokkru kölluðu þær Halla Sigurðardóttir bóndi í Hvítár- holti og Guðrún Björnsdóttir í Hruna á fréttaritara til að vekja athygli á nýju gistiheimili sem byggt var í fyrra á einkar fögrum stað á bökkum Hvítár í landi Hvítárholts. Það eru ,þrír aðilar sem létu byggja þetta hús, tveir frá Dan- mörku auk Höllu bónda í Hvítár- holti, en eigandi er sjálfseignarfé- lag Nátthagasjóðsins. Hér er um að ræða 150 fer- metra timburhús, en 18 ungmenni komu í fyrravor og unnu að bygg- ingu þess en yfirsmiðir voru frá Flúðum. Gistiiými er fyrir 22 í 6 herbergjum auk svefnpokapláss. Þá er í húsinu vel búið eldhús, stór stofa og snyrtingar. Tilganginn með byggingu þessa húss sögðu Guðrún og Halla vera að leigja það út til hópa sem vildu koma og dvelja þarna í fögru umhverfi á rólegum stað um lengri eða skemmri tíma, en þörf væri á hús- um af þessari stærð í þeim til- gangi. Segja mætti að markmiðið með byggingu hússins sé að reka þarna þjálfunar- og menningar- miðstöð fyrir börn og fullorðna, en húsið er til útleigu allt árið. Fjölmargir útivistar- og íþrótta- hópar hefðu sýnt þessum stað áhuga, t.d. komu í fyrrasumar ein- ir fjórir hópar frá Danmörku til dvalar á staðnum og jafn margir væru bókaðir nú í sumar. Nátthagi er aðeins 4 km vestan við Flúðir en sem kunnugt er er rekin þar fjölbreytt þjónusta fyrir ferðamenn sem og aðra, svo sem hótel, verslanir, sundlaug, banki, flugbraut og 9 holu golfvöllur er skammt frá Nátthaga. Þá er hesta- leiga starfrækt í Hvítárholti ef ein- hver vildi bregða sér á hestbak og einnig er tekið á móti ferðahópum á hestum. Minna má á að stutt er að aka til hinna margfrægu ferða- mannastaða í uppsveitum Árnes- sýslu. Guðrún Bjömsdóttir í Hruna er framkvæmdastjóri fyrir Nátt- haga og allar bókanir fara fram hjá henni. - Sig.Sigm. _r * Sauðárkrókur: Skagafjarðardeild Rauða krossins fimmtíu ára Sr. Gísli Gunnarsson formaður Rauða kross deildar á Sauðárkróki í ræðustól. Morgunblaðið/Björn Bjömsson Sauðárkróki. AÐALFUNDUR Rauða kross deildar Skaga- fjarðar var ný- lega haldinn i Safnaðarheimil- inu á Sauðár- króki. Að aðalfundi loknum var hald- inn hátíðarfundur þar sem minnst var þess að ná- kvæmlega vora liðin 50 ár frá því að fyrsti aðalfund- ur deildarinnar var haldinn. í upphafi hátíðarfundarins flutti sr. Gísli Gunnarsson formaður ræðu þar sem hann rakti í stórum drátt- um sögu alheimssamtaka Rauða krossins og hvernig þessi samtök náðu fótfestu hér á íslandi. Þessu næst tók til máls Rannveig Þorvaldsdóttir og flutti samantekt úr sögu Skagafjarðardeildarinnar frá fyrstu tíð og fram til þessa dags, en efni þetta vann Rannveig upp úr fundargerðarbókum félags- ins. Þá flutti Hólmfríður Gísladóttir starfsmaður Rauða kross íslands kveðjur til deildarinnar, en Hólm- fríður var sérstakur gestur fundar- ins. Aðeins tveir úr fyrstu stjórn deildarinnar eru ennþá á lífi, en það eru frú María Magnúsdóttir fyrrver- andi ljósmóðir á Sauðárkróki, nú búsett í Hafnarfirði, og Torfi Bjarnason fyrrverandi læknir á Sauðárkróki, nú búsettur í Reykjavík. Núverandi stjórn Skagafjarðar- deildar Rauða kross íslands skipa: Sr. Gísli Gunnarsson, Guðbrandur Frímannsson, Rannveig Þorvalds- dóttir og Gestur Þorsteinsson. - BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.