Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 19
MQRCUNBLAtÐJDi SJUWWJBAlGIfficM.] iMAÍ; Framkvæmdastjóri SÞ hefur í raun orðið að treysta á tiltölulega lítinn hóp þjóða. Til friðargæslu er hægt að senda óvopnaða eftirlitsmenn til eftirlits með að vopnahlés- eða frið- arskilmálar aðila séu haldnir eða þá léttvopnaðar friðargæslusveitir. Nýja sveitin UNIKOM er eftirlits- sveit og er safnað í hana reyndum friðargæslumönnum frá hinum sveitunum og aðstoðarfólki til hinna ýmsu starfa. Til dæmis stóð að minnsta kosti til að þrír íslendingar sem þar hafa starfað við samskipta- tækni færu til Kúveit, þeir Dagur Vilhjálmsson frá UNTSO, Sigurður Sigurbjarnarson frá UNIFIL og Hlynur Ingimarsson frá UNDOF, en ekki veit ég hvort þeir eru þangað komnir. Til viðbótar bjóðast svo 37 aðildarþjóðir samtakanna til að leggja til herlið. Það starfar undir stjórn aðalritara Sameinuðu þjóð- anna og tekur fyrirmæli frá honum, en hver þjóð ber ábyrgð á aga og launagreiðslum síns hers. Hermenn- irnir klæðast búningum síns heima- hers, en það er þeim sameiginlegt að bera bláa húfu eða hjálm með merki Sameinuðu þjóðanna og bláan klút um hálsinn. Og þeir bera fána SÞ. Á upphandlegg bera friðar- gæslumennirnir merki með nafni og fána síns lands. Að hemja hættulegar deilur á atómöld Friðargæslusveitirnar eru alltaf skipaðar hermönnum frá hlutlausum þjóðum og aldrei af viðkomandi svæði. Margir kunna að furða sig á því að óvinaþjóðir eða hópar biðji um og sætti sig við það að Samein- uðuþjóðaliðið grípi þannig inn í deil- ur þeirra. En raunin er sú að þær biðja um það. Peres de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að friðargæsla hafi reynst eitt af árangursríkustu afrekum samtak- anna. „Þetta liggur líklegast í eðli alþjóðasamskipta á okkar dögum. Þar eru nú margir árekstrar sem hvorugur aðilinn getur vonast til þess að vinna, en friðsamleg lausn ekki höndlanleg. Friðargæsla býður fram ódýra undankomu með reisn,“ segir hann. Og bætir við að þetta sé tæki til þess að lialda hættulegum deilum í skefjum á atómöld. Það eigi að halda yfirspenntu ástandi í skefj- um og frá því að verða að hömlulaus- um stríðsátökum. Sem tækni til þess að hafa stjórn á deilum sé slík friðar- gæsla mikilvægasta framlag alþjóð- asamfélagsins síðan í heimsstyijöld- inni síðari. Það sem skiptir hér sköpum er að ekki er stofnað til friðargæslu á végum Sameinuðu þjóðanna nema fyrir Iiggi samþykki beggja deiluað- ila, þeir verða báðir að vilja eða að minnsta kosti samþykkja íhlutun alþjóðlegs hers í deilu þeirra. Hún verður að vera samþykkt af Oryggis- ráðinu til sex mánaða og verður stöðugt að endurnýjast. Þannig varð Saddam Hussein engur síður en Kúveitstjórnin að samþykkja friðar- gæsluna á landamærunum. Önnur grunnregla er sú að við friðargæslu SÞ má ekki beita valdi eða skotvopnum nema í algeru lág- marki. I raun hefur meira en helm- ingurinn af friðargæslu SÞ, þ.e. fjór- ar af sjö þeirra sveita sem nú eru að störfum, verið óvopnaðar eftirlits- sveitir, þar sem beiting vopna kemur ekki til. Þó er friðargæslan vopnuð við tvenns konar aðstæður. í fyrsta lagi þegar henni er ætlað að hafa virka stjórn á landsvæði og halda deiluaðilum í burtu frá því (svo sem liðið á Sinai, í Gólanhæðum, Suður- Líbanon og loks á Kýpur). í öðru lagi þegar lög og reglur í landinu eru í kaldakoli og hlutverk friðar- gíEslunnar að koma á eðlilegu ástandi (eins og var t.d. í Kongo og varð á Kýpur). Janvel þá er beiting vopna í lágmarki og oftast aðeins leyfð í sjálfsvörn. Skipun til her- mannanna er að þeir megi aðeins skjóta sem síðasta úrræði. Þessi regla getur reynst erfið viðkomandi friðarsveit þegar hermennirnir standa gegn vopnuðum átökum. Geta lent í þeirri óþægilegu aðstöðu að þurfa að verða að bíða meðan skotið er á þá. Enda geta friðarsveit- ir orðið fyrir árásum og 300 þeirra hafa farist við störf sín. n -—— ■ fí, ■PT * -JlI m&bdÆ sK •• jH .. 1 m í varðstöð friðargæslusveita SÞ í Gólanhæðum. Morgunblaðið/E.Pá. unum vorið 1986, eftir að hafa starf- að heima á íslandi frá 1973, var ætlunin að hann tæki við fram- kvæmdastjórn liðsins í Suður-Líban- on, en vegna niðurskurðar á fjárveit- ingum þar fór hann í önnur störf í aðalstörfunum í New York, endur- skipulagði m.a. símakerfí og póst- þjónustu samtakanna. Og 1990 var hann svo sendur til Bagdad sem framkvæmdastjóri friðargæslunnar sem komið var upp í lok átta ára styijaldar írana og íraka og var þar þegar Hussein réðist inn í Kúveit. Raunar lengur, hafði með höndum það erfiða og viðkvæma starf að flytja friðargæsluliðið og starfsfólk SÞ úr landi áður en úrslitafrestur öryggisráðsins rann út um miðjan janúar. Komst út þaðan 11. janúar. Þá var hann skipaður framkvæmda- stjóri friðargæsluliðsins í Gólanhæð- um. í þessu starfi nýtur Steinar Berg Björnsson mikillar virðingar, bæði hjá sýrlenskum stjórnvöldum og hjá Friðargæsluliðinu. Þess varð ég mjög vör í dvöl minni í Damask- us, þar sem eru höfuðstöðvar þess, og naut ómælt góðs af landa mínum, sem ekki var ónýtt þegar fá þurfti í snatri alls kyns erfið leyfi hjá Sýr- lendingum. Norðurlöndin fjögur hafa lagt mikið til friðargæslu SÞ. íslendingar hafa ekkert lagt þar fram. Enda höfum við ekkert herlið fram að bjóða. Þó hafa nokkrir Islendingar verið þar starfsmenn, aðallega við fjarskiptatækni, og eru enn. Ég ræddi þetta við Steinar Berg, hvort og hvernig við gætum hugsanlega lagt okkar lóð á vogarskálar. Hann sagði að við gætum vel lagt okkar lið til friðargæslu, til dæmis með því að- leggja til eina flugvél með áhöfn til flutninga hjá einhveiju liðinu, til dæmis hinu nýja liði í Kúveit, þar sem 37 þjóðir hafa boðist til að leggja í púkkið. Flugvélin yrði þá merkt Islandi alveg eins og herlið Bláhúfanna eru merkt sínum lönd- um. Samkvæmt reynslu hans í írak, þar sem liðið hafði á að skipa einni slíkri flugvél með þriggja manna áhöfn, kvað hann slíkt framlag ómetanlegt. Og það gæti jafnframt vakið athygli á Islandi sem áhuga- þjóð um frið í heiminum, þjóð sem eitthvað vill til vinna. Mætti nota til þess einhveija þægilega vél, Fokker- vélar eru t.d. notaðar á svæðinu. Ætti ríkisstjórninni ekki að verða skotaskuld úr því að leigja slíka vél Þá félaga frá UNTSO, Raol Soto major frá Chile og Guldahl kaptein frá Noregi, hitti ég á varðstöð í Sólarhæðum, þar sem standa vörð í 2 vikur í senn 2 friðagæsluliðar, sinn frá hverri þjóð. Á miðri götu í Nikosíu á Kýpur stendur þessi hermaður úr friðar- gæslusveitum SÞ við vopnahléslínuna sem búin er að skera sund- ur borgina og eyjuna allar götur síðan 1964. Þetta eru bara Miðausturlönd Friðargæslusveitir SÞ hafa stundum verið kallaðar slökkvilið heimsins. Það hefur ekki reynst svo lítils virði í hinum flóknu og ólgandi deilum í Mið- austurlöndum. Þar á maður oft erfitt með að átta sig á aðstæð- um og atburðarás, sem er mun flóknari þegar á svæðið er komið heldur en þeg- ar setið er heima í stofu með einfaldaða mynd á skjánum, þar sem kastljósinu er venjulega varpað á einn þátt vandans í einu. Ágætur maður sem býr á svæðinu og þekkir flækjumar til margra ára, sagði mér eftirfarandi dæmisögu þegar ég var að spyrja hann: Froskur var að synda í Súesskurðinum. Þá kom sporðdreki á bakkann í Egyptalandi og sagði: Leifðu mér að setjast á bakið á þér og syntu með mig yfir! Froskurinn svaraði um hæl: Nei, það geri ég ekki. Þú stingur mig, ég dey og við sökkvum báðir! Sporðdrekinn sagði að slíka vitleysu mundi hann ekki gera. Þeir lögðu af stað, sporðdrek- inn á bakinu á froskinum. í miðjum skurði stingur sporðdrekinn hann í bakið og þeir byija að sökkva. Af hveiju gerðirðu þetta? spurði frosk- urinn. Nú dmkknum við báðir. Og sporðdrekinn átti svar við því: Þetta eru bara Miðausturlönd! Þótt maður þykist fylgjast sæmi- lega með fréttum verð ég að játa að það kom óþægilega á óvart að standa allt í einu á miðri götu í Nikosíu á Kýpur andspænis þessum vegg sem klýfur borgina miðja, svo og alla eyjuna og skynja enn hið lif- andi hatur milli Grikkjanna öðmm megin við vegginn og vopnahlés svæði Sameinuðu þjóðanna og hins vegar Tyrkjanna handan þess, án þess að upp úr logaði svo lengi. En þarna stóð hermaðurinn með hinn bláa hjálm Sameinuðu þjóðanna uppi í varðtuminum sínum á miðri göt- unni og glitti í tyrkneska fánann handan mjóa auða vopnahlésbeltis- ins. Á þessum 27 árum hafa 2.000 slíkir hermenn frá Ástralíu, Aust- urríki, Kanada, Danmörku, Finn- landi, írlandi, Svíþjóð og Bretlandi staðið á milli á 180 km langri vopna- hléslínu sem bæði þjóðarbrotin sam- þykktu og tekist að halda öllu í skefj- um og eðlilegu ástandi beggja meg- in á eyjunni. „Ég hefi látið í ljós þá ósk að ég yrði síðasti hershöfðinginn hér,“ segir núverandi hershöfðingi liðsins, Austurríkismaðurinn Clive Milner. Hann kveðst enn eftir þriggja ára starf vera bjartsýnn á að megi takast að leysa varanlega úr deilunni. Nú í augnablikinu eru þeir í UNICYP að senda fimm reynda yfirmenn og 110 óbreytta frá sér sem sjálfboðaliða til Kúveit. Hinn gamalreyndi hershöfðingi Gunther Greindl, sem verður fyrirliði þar, hefur verið yfir friðargæsluliðinu á Kýpur í Líbanon og í Gólan. Hann hafði komið fram með þá hugmynd að koma upp Sameinuðu þjóða há- skólanámi fyrir friðargæslurann- sóknir. Og Milner hershöfðingi tekur undir það. Reynsla Sameinuðu þjóð- anna á sviði friðargæslu og að stilla til friðar virðist vera farin að skila sér. Islendingar leggi til flugvél Yfir hveiju friðargæsluliði er hers- höfðingi og næstur honum yfirmað- ur starfsliðsins úr hernum. Þriðji maðurinn í æðstu stjórn er svo fram- kvæmdastjóri friðargæslustarfsins á staðnum. Því ábyrgðarstarfi í Gólan- hæðum gegnir landi okkar, Steinar Berg Björnsson. Þegar hann kom aftur til starfa hjá Sameinuðu þjóð- af Flugleiðum eða einhveijum öðrum og manna hana okkar ágætu flug- mönnum. Ef vilji er fyrir hendi. Þegar ég ræddi við félaga hans, Adolf Radauer hershöfðingja, um hið mikla og ósérhlífna framlag lands hans Austurríkis til friðar- gæslu, en Austurríkismenn hafa allt frá því þeir gengu í Sameinuðu þjóð- irnar 1955 sent sína ungu menn til friðargæslu á mörgum stöðum með ærnum kostnaði, þá sagði hann að þeir litu svo á að með þessu séu þeir að koma í veg fyrir stríð í heim- inum og þá um leið í þeirra eigin heimshluta og við þeirra landamæri. Þótt Austurríkismenn séu hlutlaus þjóð hafi þeir strax tekið þá afstöðu andstætt við sumar aðrar hlutlausar þjóðir, að þeir ættu að stuðla af fremsta megni að friðargæslu á al- þjóðlegum grunni. Að finna lausnir áður en stríð skellur á. Ef hægt er að forða því að deilur verði að átök- um þarna í Miðausturlöndum þá séu þeir jafnframt að forða því að slíkt bál breiðist út um heimsbyggðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.