Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 32
 ** /Yfv N N UP á A f !/■—X í 1 LJKS7L Y, f n Slh is > a r> 4KS7/\r\ S J L Lögregluvarðstjóri Staða varðstjóra í lögreglu ísafjarðar er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið námi í Lögregluskóla ríkisins. Umsóknarfrestur er til 10. júní 1991. Yfirlögregluþjónn veitir nánari upplýsingar. 10. maí 1991, Bæjariógetinn á ísafirði, Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein. Fulltrúi Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða full- trúa til starfa i kennslumiðstöð. Meginverkefni eru þessi: - Að veita ráðgjöf og upplýsingar varðandi námsefni, kennslutæki, kennslutækni og fleira. - Að skipuleggja og undirbúa dagskrár og kynningarfundi. - Að taka á móti kennurum og öðrum er vilja riotfæra sér aðstöðu í kennslumið- stöð. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf, sem gerir kröfur. Áskilið er að umsækjendur hafi kennara- menntun og kennsiureynslu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, pósthólf 5192,125 Reykjavík, fyrir 24. maí nk. : Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 2 80 88. Viðskiptafræðingar - lögfræðingar Hjá rannsóknardeild ríkisskattstjóra er laus til umsóknar staða deildarstjóra er veitir for- stöðu eftirlitssviði deildarinnar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skattrannsóknarstjóra, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík, eigi síðar en 24. maí nk. RSK Rannsóknardeild. Frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki Nokkrar kennarastöður eru iausar næsta skólaár. Kennslugreinar m.a. raungreinar, fý erlend tungumál, almenn bekkjarkennsla, íþróttir, mynd- og handmennt, sérkennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri vs. 95-35382 eða hs. 95-36622. Gröfustjórar - vélvirkjar Óskum að ráða vana gröfumenn, helst vana grjótröðun, til starfa við Blönduvirkjun. Ennfremur leitum við eftir vönum vélvirkja. Nánari upplýsingar veittar í símum 95-30255 og 985-22765 á morgun, mánudag, eftir kl. 13.00. FOSSVIRKI Fjölbrautaskóli Suóumesja Kennarastöður í góðan kennarahóp vantar okkur kennara í frönsku og líffræði. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í símum 92-13100 og 92-14160. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. Skólameistari. Góður starfskraftur Óska eftir tryggri, ágætlega borgaðri fram- tíðarvinnu. Margt kemur til greina. Ég er 32ja ára fjölskyldumaður með próf frá Fisk- vinnsluskólanum. 10 ára starfsreynsla frá stjórnunarstörfum, lýk kandídatsprófi í rekstrarhagfræði, markaðssviði, nú í vor frá háskóla erlendis. Upplýsingar í síma 678786. Markaðsstjóri Þrítugur markaðsfræðingur sem stjórnað hefur markaðs- og söludeildum bæði í inn- flutnings- og útflutningsverslun með góðum árangri, óskar eftir krefjandi starfi hjá traustu fyrirtæki. Tungumálakunnátta. Meðmæli fyr- irliggjandi. Þeir sem hafa áhuga á nánari upplýsingum vinsamiegast leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fyrir 17. maí nk. merkt: „Framtíð - 14498“. Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi lýsir eftir kennurum til starfa á komandi haustönn í þessum greinum: íslensku, dönsku (hlutastarf), stærðfræði, efnafræði (hlutastarf), félagsfræði, sálfræði, ferðamálagreinum (hlutastarf), viðskipta- greinum (hlutastarf), tréiðnagreinum (hluta- starf) og sérkennslu. Nánari upplýsingar veitir skólameistari, sími 98-22111. Umsóknir berist honum fyrir 22. maí nk. ff Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins HÁSKÓLINN A AKUREVRI Sérfræðingar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Akureyri og sjávarútvegsdeíld Háskólans á Akureyri óska eftir að ráða tvo sérfræðinga til kennslu og rannsóknastarfa. Viðkomandi munu gegna hálfri sérfræðings- stöðu á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Akureyri, og hálfri lektors- eða dósentsstöðu við Háskólann á Akureyri. Umsækjendur þurfa að hafa meistara- eða doktorsgráðu á matvælasviði. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Nánari upplýsingar veita Grímur Valdimars- son, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins í Reykjavík (s. 91-20240), og Jón Þórðar- son, deildarstjóri sjávarútvegsdeildar Há- skólans á Akureyri (s. 96-22855). Snyrtifræðingur með danska diplómu óskar eftir vinnu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar í síma 674449. Rafeindavirki Rafeindavirki óskast sem fyrst til starfa við framleiðslu sjálfvirkra rafeindamælitækja Hugrúnar og þjónustu tengda þeim. Tækin eru notuð við ýmsar sérhæfðar mælingar. Þau eru örtölvustýrð og í sumum er notuð s.k. SMT-tækni (surface mount technology). Hluti framleiðslunnar er seldur úr landi. Starfið krefst vandvirkni og nákvæmni. Reyk- laus vinnustaður. Upplýsingar hjá Hugrúnu hf. í Síðumúla 27. Hugrún hf., Síðumúla 27. Rafvirkjar Óskum eftir vönum rafvirkja til starfa. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir leggist irín á auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. maí merktar: „R - 7854“. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, simi 678500 Félagsráðgjafar - fósturmál Laus er til umsóknar staða sérfulltrúa II er veitir forstöðu sviði fósturmála (langtíma) innan fjölskyldudeildar. Það felur m.a. í sér daglega stjórnun, yfirsýn og stefnumótun í málaflokknum. Leitað er að félagsráðgjafa með a.m.k. 3ja ára starfsreynslu og reynslu af meðferð barnaverndarmála. Upplýsingar gefa Helga Þórðardóttir eða Gunnar Sandholt í síma 678500. Umsóknarfrestur er til 19. maí nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar í Síðumúla 39, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Viðgerðavinna Vélainnflytjandi óskar eftir að ráða sem fyrst bifvélavirkja eða vélvirkja. Starfið er fólgið í standsetningu á nýjum vélum og almennum vélaviðgerðum. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Viðgerðarvinna - 12095“. Lyftaramenn Við hjá EIMSKIP leitum að áhugasömum starfsmönnum til starfa við tækjastjórn í Sundahöfn. Sundahöfn er skemmtilegur vinnustaður. Þar er góður vinnuandi við nút- ímaleg skilyrði. Gott mötuneyti. Við sækjumst eftir: * Starfsmönnum á stóra lyftara með full réttindi. * Starfsmönnum með reynslu. Þeir sem hafa áhuga á að starfa með okkur, leggi vinsamlega inn umsókn til starfs- mannahalds EIMSKIPS í stjórnstöð Sunda- höfn eða leiti upplýsinga í síma 697403. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.