Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 8
8 K!(!I I/ 14 A Aohl/ MORGUNBLAÐIÐ DAGBUK KU8 araAjavíuonoM . SUNNUDAGUR 12. MAI 1991 1T\ A í~^ er sunnudagur, 12. maí, 132. dagurársins 1991. 6. s. e. páska. Rúmhelg vika. Pankr- atíusmessa. Vorvertíð hefst. Mæðradagur. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 4.43 og síðdegisflóð kl. 17.06. Fjara kl. 10.58 og kl. 23.22. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.24 og sólarlag kl. 22.26. Myrkur kl. 23.58. Sólin er í hádegisstað í Reykjavík kl. 13.24 og tunglið í suðri kl. 11.45. (Almanak Háskóla íslands.) Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: „Rabbi, vér vitum, að þú ert lærifaðir kominn frá Guði. Enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörir, nema Guð sé með honum.“ (Jóh. 3,2.) ARNAÐ HEILLA 7 nára afmæli- Mánu- I \J daginn 13. maí verð- ur Soffía S. Björnsdóttir húsmóðir, Drápuhlíð 48, Reykjavík, sjötug. Eigin- maður hennar var Björn Júl- íus Grimsson sjómaður á Helgu RE. Soffía tekur á móti gestum í Múrarasalnum, Síðumúla 25, á morgun, mánudag, kl. 20.00. í? A ára hjúskaparafmæli. U U eiga 13. maí Elisabet Benediktsdóttir og Albert Finnbogason, Álfheimum 36, Reykjavík. Þau bjuggu síðast á Erpsstöðum í Dala- sýslu. Albert dveiur nú í sjúkrahúsi. KROSSGATAN B 9 ffl 13 ir Sliíi _ 122 23 24 LÁRÉTT: — 1 nirfilshátt- ur, 5 uppnám, 8 þor, 9 sjóða hægt, 11 ótti, 14 magur, 15 ala afkvæmi, 16 reiðum, 17 málmur, 19 fuglinn, 21 tíma- bilið, 22 gramdist, 25 bók, 26 veinar, 27 rödd. LOÐRETT: — 1 dimm- viðri, 3 grænmeti, 4 fjall, 5 fuglinn, 6 þungi, 7 spils, 9 slög, 10 ófegurst, 12 töfrir, 13 lofuðum, 18 kvendýr, 20 komast, 21 hvílt, 23 kyrrð, 24 rykkorn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 óskar, 5 seigu, 8 fólki, 9 tófan, 11 urmuþ 14 ann, 15 rætin, 16 dátar, 17 ata, 19 æska, 21 eðli, 22 öðljngi, 25 aur, 26 aga, 27 rit. LÓÐRÉTT: — 2 stó, 3 afa, 4 rónana, 5 skunda, 6 eir, 7 góu, 9 torfæra, 10 fótskör, 12 mátaðir, 13 lærðist, 18 teig, 20 að, 21 eg, 23 la, 24 Na. _ Jeppi uin- ^ °G/M UAÍO Sittu kjur, góði. Jeppinn verður boðinn upp með öllu draslinu ... FRETTIR Indlandsvinafélagið heldur aðalfund sinn á morgun, mánudag, kl. 20.30 á Fríkirkjuvegi 11. Venjuleg aðalfundarstörf. Eiríka Frið- riksdóttir sýnir litskyggnur frá Indlandi. Allir velkomnir. ITC-deildin Eik heldur fund á morgun, mánudag, kl. 20.30 á Hallveigarstöðum. Allir velkomnir. Upplýsingar gefur Inga í síma 612046. HVÍTASUNNUFERÐ fyrir eldri borgara á Snæfellsnes verður farin 18. þ.m. Lagt verður af stað laugardaginn 18. maí kl. 9 frá BSÍ. Allar upplýsingar gefnar á ferða- skrifstofu BSÍ, sími 22300. Fararstjóri verður Pétur H. Ólafsson. SLYSAVARNADEILDIN Hraunprýði heldur árlega merkja- og kaffísölu félagsins á morgun, mánudag, 13. þ.m. Kaffísala verður í húsi félags- ins á Hjallabrauni 9 kl. 15—22 og í íþróttahúsum frá kl. 15—18. Konur sem ætla að gefa kökur komi þeim í húsin fyrir hádegi. Merki eru afhent í grunnskólum bæjar- ins. Stjórnin. Smyrill á meðal skipverja Skipveijar á Kaldbak EA fengu óvæntan liðsauka í síðustu veiðiferð sinni, en strax á fyrsta degi hennar gerði þessi smyrill sig heimakominn um borð. Sveinn Hjálmarsson skip- stjóri sagði að smyrillinn hefði komið um borð á hefðbundinni grálúðuveiði- slóð á milli Islands og Grænlands. „Það er ekki óvanalegt að fá svona fugla um borð, en yfírleitt eru þeir ekki með okkur alla veiðiferðina," sagði Sveinn. Fuglinn var settur í vörslu eins hásetans, Hinriks Mána, en skipstjórinn kall- aði hann „fuglavininn“ um borð. Skipveijar útbjuggu- búr handa gesti sínum, tóku hillur úr skáp einum og settu prik í þeirra stað og strengdu síðan net fyr- ir. Fuglinn var frekar slæptur og hungraður er hann kom um borð, en dafnaði er á leið. „Hann varð allur sperrtari og grimmari, ég er ekki viss um að heppilegt hefði verið Morgunblaðið/Sveinn Hjálmarsson að hafa hann í viku í við- bót,“ sagði Sveinn, en skip- ið var úti í viku. Smyrillinn át það sem kokkurinn, Bára Sigurðardóttir, bar fyrir hann, en hráar kóte- lettur át hann af hvað mestri áfergju. AHUGAMENN um sam- band ríkis og kirkju halda málfund um skipulagslega stöðu kirkjunnar í Safnaðar- heimili Dómkirkjunnar í Gamla iðnskólanum, Lækjar- götu 14a, mánudagskvöld 13. maí kl. 20.30. Málshefjandi: Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. Fundarstjóri: Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Prestar og kirkjufólk hvatt til að koma og taka þátt í umræð- um. Öldrunarþjónustudeild Fé- Iagsmálastofnunar og Heilsu- gæslustöð Kópavogs efna til heilsudaga 13. 14. og 15. maí. Boðið verður uppá hollt fæði, útiveru, fræðslu, um- ræður, söng, íþróttir og síðast en ekki síst góða samveru. Heilsudagarnir hefjast mánu- daginn 13. maf kl. 9.30 í Sundlaug Kópavogs. Sjáumst öll. KVENFELAG Breiðholts annast guðsþjónustu í Breið- holtskirkju í dag, sunnudag, kl. 14.00. Signý Sæmunds- dóttir syngur einsöng. Eftir messu verður kaffisala og hlutavelta í kjallara kirkjunn- ar. Engin núll. Allur ágóði rennur til innréttingar í eld- hús safnaðarheimilis Breið- holtssóknar. KVENFÉLAGIÐ Heimaey heldur árlegt veislukaffi í Súlnasal Hótel Sögu í dag kl. 14. Aldraðir Vestmanneying- ar sérstaklega boðnir vel- komnir. ITC-deildin Kvistur heldur fund á morgun, mánudag 13. þ.m., kl. 20 á Holiday-Inn. Fúndurinn er öllum opinn. Upplýsingar gefur Olga Haf- berg í síma 35562. ORLOFSDVÖL húsmæðra í Kópavogi verður að þessu sinni á Hvanneyri í Borgar- firði síðustu viku júnímánaðar frá 23.6—29.6. Innritun fer fram 15. þ.m. hjá Birnu, s: 42199, og Ólöfu, s: 40388. Orlofsnefndin. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvarinnar. Opið hús fyrir foreldra ungra barna er á þriðjudögum frá kl. 15—16 í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, barnadeild. Um- ræða um slys og slysavarnir. ORLOFSNEFND hús- mæðra í Reykjavík minnir á ferðir til Hvanneyrar og til Spánar. Upplýsingar í síma 12617 kl. 17-19. KIRKJUR HAFNARFJARÐAR- KIRKJA. Vorferð sunnu- dagaskólans kl. 10.30 frá kirkjunni. Skólabíllinn fer hálftíma fyrr en vanalega um bæinn. Messa kl. 14, altaris- ganga, báðir prestarnir þjóna, organisti Helgi Bragason, aðalsafnaðarfundur í veit- ingahúsinu Gaflinum, Dals- hrauni 16, að messu lokinni. KEFL A VÍ KURKIRK J A: Messa kl. 14 (altarisganga). Sr. Árni Pálsson, Borg á Mýrum, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti. Kórar Borgarness- og Keflavíkurkirkju syngja. Eldri borgurum boðið til kaffidrykkju í Kirkjulundi eft- ir messu. Sóknarprestur. MINNIIMGARSPJÖLD MINNINGARKORT Fél. velunnara Borgarspftalans fást í upplýsingadeild í and- dýri 'spítalans. Einnig eru kortin afgreidd í síma 696600. ORÐABOKIN Hlutverk eða rulla í Mbl. 5. apríl sl. ræddi Víkveiji um afskiptaleysi stjórnmálamanna af mál- um, sem varða óöld þá, sem hefur um nokkurt skeið riðið yfir höfuðborg- ina. í upphafí kemst hann svo að orð: „Víða erlendis spila dóms- og löggæslu- mál stóra rullu í baráttu stjómmálamanna fyrir kosningar..." (Leturbr. hér.) Hér hefði mátt búast við íslenzkulegra orðalagi. Allir hefðu skilið þessi orð ekki síður, þótt þar hefði staðið sem svo, að dóms- og löggæzlumál skipi stóran sess í baráttu stjórnmálamanna eða e.t.v. öllu heldur, að þessi mál hefðu veigamiklu hlutverki að gegna í bar- áttu stjórnmálamanna. Orðasambandið að spila stóra rullu í e-u er vita- skuld fengið að láni úr dönsku, spille en rolle, en þangað komið úr þýzku og frönsku. Þetta er sama orð og no. rolla, sem við notum um uppvafinn stranga eða lengju með letri á, sbr. pappírsrolla. Á slíkar rollur voru tilsvör þau, sem leikarar áttu að læra í hlutverkum sfnum, skrifuð. Þeir spiluðu þá vel eða illa sína rullu, eins og það nefndist í íslenzku þegar á 18. öld. Eins duttu þeir út úr rullunni, ef þeir mundu ekki tilsvörin. Svo var farið að nota þetta almennt um hlutverk manna í lífinu, stórt eða lítið. — Meira um þetta næst. - JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.