Morgunblaðið - 12.05.1991, Blaðsíða 28
^8
j& -maí. jssj
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) IP*
Hrútnum býðst atvinnutæki-
færi núna, en hann ætti að
fara varlega þegar hann velur
sér trúnaðarvini. Honum hætt-
ir til að eyða gáleysislega ef
hann fer út á lífið í kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sumir þeirra sem nautið hittir
í dag virðast smásmugulegir.
Fyrirlestur það sækir veitir því
innblástur. Það ætti að fylgja
hugsjónum sínum eftir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júnl) Æ*
Tvíburanum hættir til að eyða
of miklu ef hann gáir ekki að
sér. Hanti óskar þess heitast
að fá að vera í næði heima við.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HBB
Tilhneiging krabbans til að
r halda hlutum aðskildum kann
að valda spennu milli hans og
náins ættingja eða vinar. Hann
ætti að leggja áherslu á sam-
veru í dag.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið lifir fjölbreyttu félagslífi
um þessar mundir. í dag verð-
ur það fyrir nokkrum von-
brigðum með vináttusamband.
Meyja
' (23. ágúst - 22. september) 31
Meyjan skjpuleggur nú orlofs-
daga sína. Hún ætti ekki að
taka mark á orðrómi sem henni
berst til eyrna. Það er nauð-
synlegt fyrir hana að temja sér
hollar matarvenjur og hugsa
um heilsuna.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Vogin einbeitir sér að ýmsum
verkefnum heima fyrir. Hún
gæti átt til að sletta allræki-
lega úr klaufunum ef hún fer
út að skemmt sér í kvöld.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sporðdrekanum finnst viðtöl
sín við annað fólk í dag minna
sig á refskák. Hann er glaður
yfir opinskáu sambandi sínu
við féiaga og vin. Hann ætti
að kappkosta að sýna tillits-
semi í kvöld.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember) &
Bogmanninum býðst nú at-
virmutækifæri sem hann hefur
lengi óskað sér. Spenna ríkir
milli hans og náins ættingja
eða vinar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
*- Félagslíf steingeitarinnar
flörgast að miklum mun um
þessar mundir. Hún hefur haft
meiri ama en unun af starfi
sínu.undanfarið. Hún ætti að
reyna að slappa svolítið af.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Tortryggnisleg framkoma ein-
hvers veldur vatnsberanum
vonbrigðum. Hann á von á tíðri
gestakomu á næstunni.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Fiskinum finnst gestanauðin
fara út á ystu nöf á næstunni.
Hann ætti að gæta þess að
fyrtast ekki við vanhugsaða
athugasemd sem ekki er hugs-
uð honurh.
Stj'órnusþána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
DYRAGLENS
KÖeiUf? EKL)
&VO SKRÍTöMR.
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJOSKA
FEkóiA BfZ AUorY ÞfiKKA
flRGANGURtMM \ ÞGtZ
AP GesrGMtfflNOMfJfyÞiÞ/
þu HL'iTUR. YaíE/, DAOUfi
AÐ /CAUPA fiE/ZSfiEttGtP tnytlO-.
ttUKtÐ AFOfKUA/l)/etiA? UPP / '
/rtAT hxn—f/ s/w/oahE/Zf
^eeetttu s7pu.
V • i
msamm 1 1 r 1 -4,-1-,- // ■ "V rci MJIIMHIM U
íá' y 1=2- 10 R
o 0 —M | 0 1 'f L-fy j '/oop
SMAFOLK
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
I byrjun árs spiluðu Svíar
langt úrtökumót þar sem mark-
miðið var að velja kjarnann í
landsliðið fyrir EM á írlandi í
sumar. Þar kom þetta spil upp:
Norður
♦ ÁG10643
¥KD8
♦ ÁD
♦ Á10
Suður
♦ 2
¥Á10
♦ KG842
* DG842
Mörg pör í NS komust í 6
tígla, sem er góður, en kannski
vandsagður, samningur. Aðeins
einn spilari rataði þó réttu leið-
ina í úrspilinu — Anders Morath.
Hann fékk út lítið hjarta. Vill
lesandinn spreyta sig áður en
lengra er haldið:
Vandinn er að vinna spilið ef
láglitimir liggja báðir 4—2. Þá
er stórhætta á styttingi. Ein leið
(og sú sem flestir völdu) er að
drepa á hjartakóng, taka ÁD í
tígli, spila hjarta á ás, taka
trompin og spila svo laufás og
tíu. Norður ♦ÁG10643
Vestur ¥ KD8 ♦ ÁD ♦ Á10 Austur
♦ K98 ♦ D75
¥7643 llllll ¥ G952
♦ 10763 ♦ 95
♦ 73 ♦ K965
Suður ♦ 2 ¥ Á10 ♦ KG842 ♦ DG842
En þegar austur dúkkar lauf-
tíuna er samningurinn tapaður.
Morath sá þetta fyrir. Hann
tók fyrsta slaginn á hjartakóng,
hirti ÁD í trompi og spilaði
lauftíu úr blindum! Þá hafði hann
fullt vald á spilinu.
Sænska landsliðið er annars
þannig skipað: Morath/ Bjerre-
gaard, Sundelin/Lindkvist og
Gullberg/ Göthe.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Cappella la
Grande í Frakklandi í vor kom
þessi staða upp í viðureign sov-
éska stórmeistarans Anatoly
Vaiser, sem hafði hvítt og átti
leik, og franska alþjóðameistarans
Seret.
32. Rf5+! - gxf5 33. exf5 -
He4 34. f6+ - Ke6 35. Hxd8
(Hvítur hefur unnið manninn til
baka með léttunnu endatafli.) 35.
- bxc5 36. He8* - Kd6 37.
Hxe4 — cxd4 38. Hxd4+ — Kc7
39. g5 — c5 40. He4 og svartur
gafst upp. Jafnir og efstir á mót-
inu urðu þeir Vaiser og Matthew
Sadler, sem er kornungur enskur
stórmeistari.